Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 80
52 1. desember 2005 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is 22 � � SJÓNVARP � 19.15 Haukar og KR mætast í Iceland Express-deild kvenna. � 19.15 Hamar/Selfoss og Haukar mætast í Iceland Express-deild karla. � 19.15 ÍR og KR mætast í Iceland Express-deild karla. � 19.15 Snæfell og Skallagrímur mætast í Iceland Express-deild karla. � 19.15 Höttur og Njarðvík mætast í Iceland Express-deild karla. � 19.15 Grindavík og Fjölnir mætast í Iceland Express-deild karla. � 19.15 Keflavík og Þór mætast í Iceland Express-deild karla. � � SJÓNVARP � 16.35 Handboltakvöld á Rúv. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 28 29 30 1 2 3 4 Fimmtudagur DESMBER 3. október 2005 MÁNUDAGUR 74-75 (22-23) sport 3 30.11.2005 16:02 Page 2 Heyrst hefur.... ... að hluti deilu Atla Eðvaldssonar og Páls Einarssonar hjá Þrótti snúist um líkamsræktarkort sem leikmenn liðsins þurftu sjálfir að greiða til hálfs á móti félaginu. Þeir fái síðan upphæðina end- urgreidda fari svo að liðið vinni sér sæti í Landsbankadeildinni á ný. Kemur ekki fyrr en í sumar Nú bendir allt til þess að knattspyrnu- maðurinn Þórður Guðjónsson, sem nýlega gekk í raðir ÍA eftir áralanga dvöl sem atvinnumaður erlendis, muni ekki koma til landsins fyrr en í sumar. Þórður hafði ætlað sér að flytja heim um áramótin og taka fullan þátt í undirbúningstímabili ÍA en hann hefur enn ekki komist að samkomulagi um starfslokasamning hjá núverandi félagi sínu, Stoke City í Englandi. Það bendir því allt til þess að hann fari ekki að æfa með ÍA fyrr en rétt áður en Íslandsmótið hefst. FÓTBOLTI Þjálfarar og forráða- menn Íslendingaliðsins Stoke vonast til þess að vera framherj- ans Hannes Þ. Sigurðssonar hjá félaginu verði til þess að finnski landsliðsmaðurinn Peter Kopteff kjósi að koma til Stoke fremur en til liða í Danmörku, Ítalíu og Nor- egi. Ástæðan er sú að Hannes og Kopteff hafa verið samherjar hjá Viking í Noregi síðustu ár og er afar vel til vina. Þeir félagar eru einnig á mála hjá sama umboðsmanni og því telur Stoke sig hafa gott tromp á hendi í baráttunni um undirskrift Kopteffs en það var einmitt þegar Johan Boskamp, stjóri Stoke, var að skoða Hannes í leik með Vik- ing að hann kom fyrst auga á Kopteff. Danska liðið FC Köpenhag- en og ítalska liðið Chievo eru á meðal þeirra sem vilja fá Kopt- eff í sínar raðir en samningur hans við Viking rennur út um áramótin. Stoke ætlar sér að styrkja lið sitt með nokkrum leikmönn- um þegar félagsskiptaglugginn opnast að nýju í janúar en liðið er í bullandi baráttu um að komast í úrslitakeppnina um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Gengi liðsins í ár hefur verið framar vonum en sem fyrr er það takmarkað fjár- magn sem hindrar Boskamp í að geta keypt þá leikmenn sem það vill. Það gæti hins vegar breyst um helgina en þá mun Boskamp hitta Magnús Kristinsson, stjórn- arformann Stoke Holding og helstu peningalind félagsins, og ræða við hann um möguleikann á auknu fjármagni í félagið. - vig Stoke City er á höttunum á eftir finnskum landsliðsmanni: Nota Hannes til að fá finnskan vængmann SLEGIÐ Á LÉTTA STRENGI Jón Ólafsson, tón- listarmaður og stjórnarmaður í Þrótti, sló á létta strengi fyrir stjórnarfundinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Zoran Daníel Ljubicic hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka hjá Keflavík. Zoran var aðalþjálfari Völsungs síðasta sumar en undir hans stjórn féllu Húsvíkingar úr 1. deild. Zoran var leikmaður Kefla- víkur til margra ára og fyrirliði liðsins sem varð bikarmeistari árið 2004. Hann lék með Völsungi síðasta sumar og spurning hvort hann haldi áfram að spila með Keflavík næsta sumar. - hbg Zoran Daníel Ljubicic: Snýr aftur heim ZORAN DANÍEL LJUBICIC Spilar hann með Keflavík í sumar? Patrekur Jóhannesson, handknattleiks- maður í Stjörnunni, vankaðist í leik Vals og Stjörnunnar í Laugardalshöll er hann fékk þungt högg í andlitið frá hinum tröll- vaxna Ægi Hrafni Jónssyni, leikmanni Vals. Patrekur jafnaði sig fljótt á þessu en segist þó ekki hafa getað fylgst með afganginum af leiknum, eftir að hann fékk höggið á sig. „Ég kom af fullum krafti inn í vörnina og fékk þungt högg á andlitið. Þetta var algjört óvilja- verk held ég. Leik- menn Vals tóku hart á móti okkur og það er ekkert að því. Eftir að ég var borinn af velli fékk ég fljótt meðvitund og náði mér strax af þessu.“ Ægir Hrafn segir að um algjört óviljaverk hafi verið að ræða. „Þetta var óviljaverk. Patrekur kemur hlaupandi að mér og ég reyni að stoppa. Ég lenti með upphandlegginn á kjálkanum á Patreki og hann hnígur niður í kjölfarið. Ég hélt að hann væri að leika þetta fyrst en svo kom nú annað í ljós. Hann jafnaði sig nú fljótt á þessu, sem er gott.“ Patrekur Jóhannesson er bjartsýnn á framhaldið hjá Stjörnunni og segir liðið vera á góðu róli þessa dagana. „Það hefur verið góður stígandi í leik okkar og við erum að spila af eðlilegri getu þess dagana. Tite Kalandadze er að koma vel inn í leik okkar og ég er þess fullviss að liðið verður orðið mjög sterkt eftir áramót. Við höfum verið að gera jafntefli við Val og Hauka en vonandi tekst okkur að komast skrefi lengra þegar líður á mótið. Það er karakter í leikmannahópnum og við höfum verið að berjast vel í öllum leikjum. Það á eftir að skila sér þegar menn eru farnir að þekkja betur inn á hver annan.“ PATREKUR JÓHANNESSON VANKAÐIST Í SAMSTUÐI VIÐ LEIKMANN VALS: ALGJÖRT ÓVILJAVERK Hélt fyrst að hann væri að leika þetta FÓTBOLTI Dramatíkin réð ríkjum í herbúðum 1. deildarliðs Þróttar í gær eftir að ljóst varð að Atli Eðvaldsson, þjálfari liðsins, gæti ekki starfað með fyrirliða liðsins, Páli Einarssyni, sem verið hefur hjarta og sál liðsins síðustu ár. Í kjölfarið er orðið sýnt að stjórnin verður að velja á milli Páls og Atla því Páll ætlar ekki að vera áfram hjá félaginu fari svo að Atli þjálfi liðið áfram. Samstarf Páls og Atla hafði ekki gengið sem skyldi og þeir hittust á fundi í hádeginu á þriðjudag undir þeim formerkjum að ná sáttum. Það gekk ekki eftir. Niðurstaða fundarins var sú að annar þeirra verður að víkja. „Þetta er í hönd- um stjórnarinnar en það er alveg klárt að annar okkar þarf að fara frá félaginu. Annar okkar verður ekki í Þrótti eftir daginn í dag,“ sagði Páll við Fréttablaðið snemma í gær en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Atli neitaði alfarið að tjá sig um málið og vísaði öllum spurningum til Kristins Einarssonar, formanns Þróttar, sem einnig neitaði að tjá sig. Málið spurðist fljótt út meðal stuðningsmanna félagins sem boð- uðu til mótmæla í félagsheimili Þróttar klukkan fimm er stjórnin hittist til að ræða málið. Mikil reiði var í stuðningsmönnunum, sem og leikmönnum Þróttar sem flestir, ef ekki allir, standa á bak við fyrirliðann sinn Pál. Frétta- blaðið hefur heimildir fyrir því að leikmenn hafi skrifað undir stuðn- ingsyfirlýsingu til handa Páli sem til stóð að færa stjórninni á fund- inum seinni partinn í gær. Einnig ætluðu nokkrir leikmenn félagsins að mæta og lýsa yfir stuðningi við Pál ásamt stuðningsmönnunum. Það var Páli ekki að skapi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins setti hann sig í samband við leikmennina og bað þá að láta af fyrirætluðum mótmæl- um. Hann taldi slíkar aðgerðir ekki þjóna hagsmunum félagsins. Leikmenn virtu þá bón Páls en heimildir Fréttablaðsins herma enn fremur að mikil kergja sé enn í garð stjórnarinnar meðal leik- mannanna eftir að formaðurinn sagði í pistli á heimasíðu félagsins að leikmenn liðsins væru of góðir við sig og leggðu ekki nógu hart að sér. Engu að síður voru nokkrir fyrrverandi leikmenn liðsins mættir í félagsheimili Þróttar klukkan fimm í gær ásamt ætt- ingjum Páls. Þar fór fremst í flokki móðir Páls, Lára, en hún tók ekki í mál að ferill Páls hjá félaginu endaði með þeim hætti að hann yrði rekinn enda sonur- inn búinn að eyða drjúgum hluta ævinnar í þjónustu fyrir félagið. Það var magnþrungið and- rúmsloftið í Þróttarheimilinu þegar Kristinn formaður mætti á svæðið. Hann sýndi almenna kurteisi og tók í hendina á móður Páls ásamt fleirum. Hann notaði tækifærið og ávarpaði mannskapinn með þeim orðum að stjórn knattspyrnudeildar myndi aldrei reka Pál Einarsson frá félaginu. Því næst hélt hann til fundar ásamt öðrum stjórnar- meðlimum en ættingjar Páls biðu frétta frammi í sal. Stjórnin ákvað á fundinum að leita sátta í málinu og málið því í sama hnút og það var fyrir. Páll og Atli vildu lítið tjá sig um málið í gærkvöld þegar niðurstaða fund- arins lá fyrir en sögðust báðir skilja afstöðu stjórnarinnar. Málið er ekki auðvelt fyrir stjórnina enda eru báðir aðil- ar með samning við félagið og stjórnin yrði væntanlega að greiða upp samning þess aðila sem þeir myndu losa sig við færi svo að félagið þyrfti að ganga svo langt. henry@frettabladid.is Páll verður aldrei rekinn frá Þrótti Kristinn Einarsson, formaður Þróttar, fullvissaði móður Páls Einarssonar um að sonur hennar yrði aldrei rekinn frá félaginu. Páll og Atli Eðvaldsson þjálfari geta ekki starfað saman og annar þeirra virðist þurfa að víkja. Stjórn félagsins fundaði um málið í gær. Leikmenn styðja Pál í málinu. MÓÐIRIN OG FORMAÐURINN Lára, móðir Páls, til vinstri, sést hér hlýða á formann Þróttar, Kristin Einarsson, fyrir fundinn í gær en Kristinn sagði við þetta tækifæri að Páll yrði aldrei rekinn frá félaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.