Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 60
 1. desember 2005 FIMMTUDAGUR32 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.089 +0,88% Fjöldi viðskipta: 319 Velta: 17.369 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 48,00 +0,80% ... Bakkavör 48,20 +0,40% ... FL Group 15,50 +0,70% ... Flaga 4,90 +0,00% ... HB Grandi 9,45 +0,00% ... Íslandsbanki 16,50 +0,60% ... Jarðboran- ir 24,50 -2,00% ... KB banki 657,00 +1,60% ... Kögun 58,60 +0,70% ... Landsbankinn 23,80 +0,90% ... Marel 63,90 +0,00% ... SÍF 4,15 -0,50% ... Straumur-Burðarás 15,40 -0,70% ... Össur 112,00 +0,90% MESTA HÆKKUN Icelandic Group +1,70% KB banki +1,55% Dagsbrún +1,45% MESTA LÆKKUN Jarðboranir -2,00% Straumur -0,65% SIGURÐUR EINARSSON OG HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON Helstu stjórnendur KB banka gerðu upp framvirkan samning þar sem þeir sömdu um kaup á bréfum fyrir 232 milljónir. Átta lykilstjórnendur í KB banka gengu í fyrradag frá kaupum á hlutabréfum í bankanum fyrir 232 milljónir króna. Um framvirka samninga var að ræða, sem voru gerðir til þriggja mánaða, um kaup á 400 þúsund hlutum á geng- inu 580 krónur á hlut. Í gær hafði gengi KB banka hækkað í 655 krónur á hlut og nemur því gengishækkunin þrett- án prósentum frá tilkynningunni í ágúst. Núverandi markaðsvirði hlutanna er 262 milljónir. Óinn- leystur hagnaður stjórnendanna er því 30 milljónir á haus. Meðal kaupenda eru Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson og Ingólfur Helgason, forstjóri KB banka á Íslandi. - eþa Hver hagnast yfir 30 milljónir króna KB banki er orðaður við norska fjármálafyrirtækið Alfred Berg að sögn Dagens Industri. Einnig munu Sampo, Invik og fjárfest- ingarsjóður frá London hafa sýnt Alfred Berg áhuga. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að fyrirtækið sé ekki til sölu en Dagens Industri hefur heimild- ir fyrir því að stjórnendurnir hafi beðið ráðgjafafyrirtæki að finna kaupendur. Talið er að Alfred Berg sé falt fyrir ellefu milljarða króna. Alfred Berg, sem er í eigu ABN Amro bankasamsteypunnar, hefur átt undir högg að sækja: starfs- menn hafa flúið í unnvörpum, meðal annars til Kaupthing Norge, og félagið sýndi neikvæða afkomu á síðasta ári. - eþa Orðaður við Alfred Berg Óvissa um gengisþróun krónunnar gerir Íslands- banka og KB banka erf- itt fyrir að spá um verð- bólgu næstu tvö árin. Greiningardeild KB banka telur að verðbólgan muni skjótast hratt upp, líkt og gerðist árið 2001, ef gengi krónunnar veikist. Þar sem áhrifa gengisveikingarinnar muni ekki gæta fyrr en undir lok næsta árs muni verðbólgan ekki hækka að marki á næsta ári. Hún muni hins vegar verða hærri árið 2007. Samkvæmt verðbólguspá sem greiningardeild Íslandsbanka gaf út í síðustu viku er reiknað með að verðbólgan verði 6,4 prósent yfir næsta ár og 8,2 prósent yfir árið 2007. Ræður spá um veikingu krónunnar á þessu tímabili miklu um þessa niðurstöðu. Greiningardeild KB banka spáir því hins vegar að verðbólgan verði mun lægri á næsta ári, eða 3,5 prósent, og miðar þá við að gengi krónunnar lækki um þrjátíu prósent. Miðað við það verði verð- bólgan 5,7 prósent yfir allt árið 2007. Hæst muni verðbólgan fara í sjö prósent um mitt það ár. Samkvæmt spá KB banka má gengisvísitalan ekki hækka mikið umfram 126 stig á árinu 2007 svo verðbólgan haldist innan efri marka verðbólgumarkmiðs Seðla- bankans, sem er fjögur prósent. Nú er gengisvísitalan um 104 stig og hækkar þegar krónan veikist. Sjálft verðbólgumarkmiðið, sem Seðlabankinn á að stefna að, er 2,5 prósent verðbólga á ári. Segir greiningardeildin að krón- an þyrfti að styrkjast um fimm til sex prósent svo það náist. Samkvæmt útreikningum KB banka hefur gengishækkun krón- unnar síðastliðna tólf mánuði ekki skilað sér að fullu í lægra verði innfluttra vara. Munar þar um þremur prósentum. ■ Ósammála um hvernig verðbólgan muni þróast GÓÐÆRIÐ Á HAFNARBAKKANUM Öllum er ljóst að þensla er í hagkerfinu. Óvissa um gengi gerir að verkum að erfitt er að spá um verðbólgu á næstu misserum. Munnur fyrir neðan nef Það er greinilegt að með ráðningu Jans Petters Sissener hefur KB banki náð sér í yfirlýsingaglaðan forstjóra í Noregi. Sissener sker sig nokkuð úr hvað þetta varðar hvort heldur litið er til þess að hann er Norðmaður eða bankamaður. Sissener hleypti illu blóði í embættismenn í fjármálageiranum með yfirlýsingum um athugasemdir norska fjármálaeft- irlitsins. Í yfirlýsingunum er því haldið fram að Sissener hafi tjáð sig við Aftenposten um kaup Íslandsbanka á Norse Securitis. Þar segist hann ekki skilja kaup á fyrirtæki fyrir 1,2 milljarða króna sem varla skili hagn- aði. Þar við bætist að Sissener telur ekki að mann- auðnum sé fyrir að fara heldur. Hvað svo sem sem mönnum finnst um svona yfirlýsingar, þá er ljóst að auðmýktin hefur sneitt hjá þessum ágæta Norðmanni. Útflutningur bílalána Það hefur verið svolítið hljótt um útgáfu skuldabréfa í íslenskum krónum að undanförnu. Meðal skýringa gæti verið að beðið er vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands og þess evrópska nú um mánaðamótin. Nýr aðili bættist þó í hópinn í gær. Það er Toyota Motor Credit Corporation sem gaf út bréf fyrir fimm milljarða króna. Þetta er fyrsta erlenda útgáfan sem er ekki á vegum banka eða ríkissjóðs. Þessi armur Toyota hefur reyndar verið áberandi á evrópskum skuldabréfamarkaði og segir Greining Íslandsbanka að útgáfan þurfi þvi ekki að koma á óvart. Þarna gætu hins vegar leynst ný tækifæri í markaðs- setningu íslenskra bílalána, því sem kunnugt er eru Íslendingar viljugir til að borga háa vexti fyrir að aka um á nýjum bílum og sennilega hærri vexti en margar aðrar þjóðir væru til í fyrir slíkan lúxus. Peningaskápurinn Hlutabréf í Tækifæri hafa verið afskráð af Tilboðsmarkaði Kauphallar Íslands. Tækifæri hefur verið á markaði frá ársbyrjun 2003. Icelandic Group hefur keypt tvær nýjar rekstrareiningar. Annars vegar fiskvinnsl- una Fiskval í Keflavík og hins vegar hefur félagið eignast 97 prósenta eignarhlut í kínverska félaginu Dalian Three Star. Kaupverðið á síðarnefnda fyrirtækinu nemur 173 milljónum króna. Norvestia, dótturfélag KB banka, hefur í dag undirritað samning við Reka um sölu á hlutum Norvestia í Neomarkka sem svarar til þriðjungs hlutafjár. Sölu- virðið er tæpir 2,3 milljarðar króna. MARKAÐSPUNKTAR Þórður Pálsson, forstöðumað- ur Greiningardeildar KB banka, vísar á bug gagnrýni Magnús- ar Jónssonar, forstjóra Atorku Group, um að vinnubrögð bankans vegna greiningar á Jarðborunum hafi verið ófagleg. Hann segir eðlilegt að verð yfirtökutilboðs sé rætt og ekki sjálfgefið þótt einn vilji kaupa að annar vilji selja. Hann kannast ekki við að það sé almenn venja að forsendur verðmats séu ræddar við stjórn- endur félaga en í þessu tilviki hafi verið reynt að fá fundi með forsvarsmönnum Jarðborana sem ekki hafi tekist. Slíkt kemur hins vegar ekki í veg fyrir birtingu verðmatsins. Þórður bendir á að upplýsingar um hálfs milljarðs tekjusamdrátt Jarðborana vegna sölunnar á Ein- ingarverksmiðjunni séu nýjar upplýsingar fyrir markaðsaðila. Hann segir það ljóst vera að fram- legð af verkum Einingrverksmiðj- unnar hafi ekki verið mikil og bendir auk þess á að Jarðboranir hafi ekki uppfært eigin áætlanir um veltu á árinu eftir að salan fór fram. Má því áætla að salan sé jákvæð fyrir Jarðboranir og rennir enn styrkari stoðum undir verðmat KB banka. Þórður nefnir að Jarðboran- ir eru hreint rekstrarfélag, sem fjárfestar geti keypt í eða selt að vild, en Atorka er hins vegar fjár- festingarfélag sem hafi töluverð- an hluta eigna sinna í óskráðum bréfum. Atorka hefur því eigna- safn sem er ógagnsætt og hentar færri fjárfestum en Jarðboranir. - eþa Standa við verðmat- ið á Jarðborunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.