Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 74
74 28. janúar 2005 FÖSTUDAGURFIMMTUDAGUR 1. desember 2005 46 maturogvin@frettabladid.is Hvaða matar getur þú síst verið án? ,,Ég verð að nefna hafragraut í því tilliti.“ Hvað er besta máltíð sem þú hefur fengið? ,,Ætli það sé ekki argentínsk grýta sem ég fékk hjá mömmu. Þetta er nautakjötsréttur sem móðir mín bjó alltaf til. Í þessu var nautahakk, kartöflustrimlar og apríkósur ofan á.“ Er einhver matur sem þér finnst vondur? ,,Já, ég verð yfirleitt að fara úr húsi þega svið eru borðuð. Þegar ég var sex ára kom ég til Íslands. Þá var hent fyrir framan mig sviðakjamma og mér sagt að ég ætti að sanna að ég væri sannur Íslendingur og borða þetta. Ég öskraði og hef ekki hætt að öskra síðan.“ Hvað leynist í eldhússkápunum? ,,Ég bý nú með dóttur minni sem er af soja-latte kynslóð- inni þannig að það er voða mikið af baunum og heilsufæði. Einnig er mikið af ávöxtum og grænmeti og alls konar skrýtnum tegundum af tei. Þá má ekki gleyma rán- dýru heilsuvörunum sem skemmast í skápunum.“ Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? ,,Þá fer ég bara á Aktu-taktu og fæ mér beikonborgara og læt ekki nokkurn mann vita af því.“ Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? ,,Ávexti og græn- meti ásamt sojamjólk og skyri. Þá er ég að tala um hreint KEA skyr. Ég kaupi aldrei nokkurn tímann bragðbætt skyr. Ef þú værir fastur á eyðieyju, hvaða mat mundir þú taka með þér? ,,Ég mundi taka eitthvað viðbjóðslega vont heilsufæði eins og til dæmis svona prótínstöng. Það verður að vera hollt og vont.“ Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borð- að? ,,Það voru saltaðar og þurrk- aðar bjöllur. Það er Frakki í fjölskyldunni sem bauð einu sinni upp á þurrk- aðar bjöllur. Þetta er eins konar kokkteilsnakk sem maður borðar sem hvert annað snarl.“ MATGÆÐINGURINN ÁRNI PÉTUR GUÐJÓNSSON LEIKARI Fyrsti söludagur á Beaujolais Nouveau í Frakklandi var í síð- ustu viku. Þá hófst kapphlaup um allan heim hjá söluaðilum til að koma víninu sem allra fyrst til vínunnenda. Hér á landi buðu nokkur veitingahús upp á fyrstu uppskeru 2005 af Bouchard Aine Beaujolais Nouveau frá fyrsta degi, og má nefna Perluna, Hótel Hérað og Hótel Flúðir. Nú er vínið komið í vínbúðir og getur almenn- ingur prófað þennan nýja árgang sem þykir mjög góður, magnið er 30% minna en í fyrra en gæðin sögð töluvert meiri. Beaujolais Nouveau er fyrsta vínið af uppskeru haustsins sem drukkið er. Nouveau þýðir nýtt og Beaujolais er nafnið á héraðinu sem er í Búrg- úndí. Hér á Íslandi hefur myndast mikil Nouveau-hefð undanfarinn áratug og verður vínið á boðstól- um strax á fyrsta leyfilega degi hér á landi. Vinsældir Nouveau hafa aukist stöðugt og má ætla að allt að 20.000 flöskur af Nouveau-víni frá héraðinu seljist hér á landi á næstu mánuðum. BEAUJOLAIS NOUVEAU: Komið í vínbúðir Dr. Loosen Riesling frá hinum þekkta víngerðarmanni Ernst Loosen, hefur slegið í gegn að undanförnu og fengið frábæra dóma. Víntímaritið Wine Spectator fjallar um vínið í desemberhefti blaðsins og gefur víninu 88 punkta af 100 mögulegum sem hlýtur að teljast einstakt fyrir vín sem kostar aðeins 840 kr. í vínbúðum. Dr. Loosen Riesling er til í flöskum en einnig í þriggja lítra kössum í Heiðrúnu og Kringlunni. Flöskuvínið er á kynning- arverði á hátíðardögum í vínbúðum og kassavínið lækkaði í verði í dag, 1. desember, og kostar nú 3.150 kr. Árið hefur ann- ars verið viðburðaríkt hjá Ernst Loosen en hann var valinn maður ársins hjá hinu virta víntímariti Decanter fyrr á árinu. DR. LOOSEN: Frábærir dómar ,,Að mínu mati er best af öllu að elda villibráð. Það er hið mikla náttúrubragð af kjötinu sem heillar mig svo rosalega,“ segir Hermann Grétarsson, kokkur á Hótel Holti, sem að þessu sinni lætur okkur í té uppskrift vikunn- ar. Kemur því ekki á óvart að sú uppskrift sem varð fyrir valinu hjá Hermanni sé hreindýr. ,,Það er mikið beðið um villibráð og hreindýrið er vinsælasti villibráð- arrétturinn hér á Holtinu,“ segir Hermann og bætir því við að oft tali menn um að kjötið verði betra eftir því sem menn séu tengdari bráðinni. ,,Það er engin tilviljun að menn tali um að bráð sem þeir skjóta sjálfir bragðist hreinlega betur en það hráefni sem fæst úti úr búð. Það er allavega öruggt að maður setur meiri alúð og metnað í eldamennskuna“. Hermann, sem kjörinn var matreiðslunemi ársins 2003, segir hráefni Holtsins vera það besta sem völ er á. ,,Við erum bara með íslenskt hreindýr sem er það besta í heiminum í dag. Það virð- ist bara vera eitthvað við þau dýr sem eru hér uppi á hálendinu að þessi sterki keimur sem af kjötinu kemur virðist heilla Íslendinga sem aðra.“ Spurður um hvers vegna kokk- starfið hafi orðið fyrir valinu er Hermann fljótur að svara. ,,Mér hefur alltaf fundist gaman að elda alveg síðan ég var lítill patti. Ég ólst auðvitað upp við matargerð móður minnar og áhuginn fyrir mat hefur bara vaxið með árun- um. Það lá því beint við að þetta starf yrði fyrir valinu“ segir Her- mann. ,,Það sem er svo skemmti- legt við starfið er auðvitað hvað það er gefandi. Þá eru möguleik- arnir líka endalausir. Það er alltaf hægt að koma með nýja nálgun á sömu hráefnin svo úr verður eitt- hvað alveg öðruvísi og sérstakt. Þannig er í raun aldrei hægt að segja að maður sé búinn að læra allt sem hægt er að læra um mat því að það er alltaf einhver annar sem kemur með örlítið öðruvísi nálgun á sömu hlutina. Það sem fundið er upp í dag verður einhver annar búinn að finna upp aftur á morgun, en bara á örlítið annan hátt. Það er náttúrulega frábært“. Spurður um hvað honum finnst algjör nauðsyn að eiga í skápunum heima stendur ekki á svari. ,,Það sem er alltaf til í mínum ísskáp er Parma-skinka, foie-gras og hvít- vín. Þetta eru lífsnauðsynlegir hlutir að eiga segir Hermann að lokum og hlær. Ofnbakaður hreindýravöðvi „ Manjari „ með kastaníukremi og sætkartöfluturni Fyrir 5 manns Hreindýr 1100 gr hreindýravöðvi Svartur pipar Salt Olía til steikingar Vöðvinn er snyrtur, steiktur á pönnu og ofnbakaður að eigin smekk. Kastaníukrem 170 gr soðnar kastaníur 50 ml rjómi 50 ml kókosmjólk 1 msk smjör Salt Pipar Hneturnar eru soðnar í rjómanum og svo eru þær settar í matvinnsluvél með smjörinu þar til fallegri áferð er náð. Þá er kremið smakkað til með salti og pipar. Sætkartöfluturn 200 gr flysjaðar kartöflur 400 gr flysjaðar sætar kartöflur 30 gr rifinn parmesanostur 30 gr brætt ósaltað smjör Salt Kartöflurnar eru skornar í sneiðar, settar í skál og velt upp úr salti og smjöri. Smjör- pappír er settur í þar til gert form sem kartöflunum er raðað í. Parmesanosturinn er rifinn á milli laga til að fá bragð og bindingu. Farg er sett á kartöflurnar og þær eldaðar við 150° í 40 mín. og kældar. Kartöflurnar eru svo teknar úr forminu og skornar eftir smekk og hitaðar upp með steikinni. Villibráðin heillar mest HERMANN GRÉTARSSON, KOKKUR Á HÓTEL HOLTI MATREIÐIR LJÚFFENGT HREINDÝRAKJÖT EN HANN ER MJÖG HRIFINN AF VILLIBRÁÐ. > Íslensk jól... ...skreyttu með jólakúlunni í ár sem hönnuð er af Ólöfu Erlu Bjarnadóttur í Kirsuberjatrénu. Þurrkaðar kokkteilbjöllur - góð vinkona Pallíettur á jólafötin 5 6 9 0 6 9 1 2 0 0 0 0 8 47. tbl. 67. árg., 30. nó vember 2005. Danski kúrinn Sjáið uppskriftirnar Aðeins 599 kr. Næturvinna húðarinnar Ef þér verður illt af jólahlaðborðinu! Lífsreynslusaga • Heils a • • Matur • Krossgáturg•á~t Birgitta Jónsdóttir g erir upp við sorgina og fordó mana Faðir og maki sviptu sig lífi Skreyta allt hátt og lágt 4 jólakonur í stuði Konur á dekurkvöldi Brynja er hamskeri Eina konan sem stoppar upp dýr Verslunarstjóri á Strikinu Hefðir og siðir á aðventunni 00 Vikan47tbl.' 05-1 18.11.200 5 10:32 Page 1 Er komin út lau. 3. des. kl. 17:00 Síðasta sýning fyrir jól Frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.