Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 12
 1. desember 2005 FIMMTUDAGUR Síðumúla 13 • Sími 568-2870 Dæmi um verð. Áður. Núna. Loðin jakkapeysa 6.900.- 4.200.- Marglit peysa 7.200.- 3.600.- Peysa m/tölum 6.200.- 3.800.- Bolur m/pallíettum 4.300.- 2.600.- Bolur m/nælu 4.000.- 2.400.- Blúndutoppur m/rós 4.000.- 2.400.- Röndótt skyrta 4.900.- 3.000.- Mokkajakki 10.800.- 6.500.- Pelsjakki 7.900.- 4.800.- Kápa m/pels 7.800.- 4.700.- Kjóll m/perlum 7.300.- 4.400.- Stutt flauelspils 5.100.- 3.100.- Sítt pils m/reim 4.500.- 2.700.- Svartar buxur 4.400.- 2.700.- Kvartbuxur 5.400.- 2.900.- Gallabuxur 6.400.- 3.900.- Leðurstígvél 15.200.- 5.900.- Svartir dömuskór 4.500.- 2.700.- Silfur skór 5.400.- 2.900.- ÚTSALA ÚTSALA 40 – 60 % AFSLÁTTUR Hefst í dag Opið 10:00 – 19:00. Kynning á jólatískunni frá OROBLU í dag kl. 14-18 í Lyfju, Gar›atorgi. fylgir hverri OROBLU vöru Kaupauki HEILBRIGÐISMÁL Jóhannes Björns-son, yfirlæknir við Landspítala - háskólasjúkrahús og nýr ábyrgð- armaður Lækna- blaðsins, og Karl Andersen hjarta- læknir hafa verið í samstarfi við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfða- greiningar, og aðra lækna um að skri- fa að minnsta kosti tvær fræðigreinar í erlend læknatímarit og útdrætti á vísindaþingum. Jóhannes segir að ekki sé um nein fjárhagsleg hagsmunatengsl að ræða milli sín og Íslenskrar erfðagreiningar. „Þetta snýst um það hvernig blað við viljum að Læknablaðið sé, ekkert annað. Þetta snýst ekki um persónu eins eða neins,“ segir hann. Jóhannes og Karl voru í ritstjórn Læknablaðsins ásamt Vilhjálmi Rafnssyni, ábyrgðar- manni Læknablaðsins, þegar Kári Stefánsson krafðist þess í haust að eigendur blaðsins tækju umdeilda grein Jóhanns Tómassonar um sumarafleysingar Kára á Land- spítalanum af vef blaðsins, gæfu út yfirlýsingu um að birtingin hefði verið mistök og bæðu hann afsökunar. Þeir voru í hópi þeirra sem sögðu af sér í lok október og voru svo fengnir til að að koma aftur í nýskipaða ritstjórn Lækna- blaðsins. Ritstjórnin tekur til starfa í þess- ari viku. - ghs Jóhannes Björnsson er nýr ábyrgðarmaður Læknablaðsins: Skrifaði greinar með Kára Í Fréttablaðinu á laugardag var sagt í fyrirsögn á dæmi að óskastaða raforku- neytandans sem hitar heimili sitt með raforku væri að búa á Ísafirði en kaupa rafmagnið af Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er rangt. Ódýrast er að búa í þéttbýlinu á Ísafirði og kaupa orkuna af Orkubúi Vestfjarða enda kom það fram í dæminu. LEIÐRÉTTING RÚSSLAND Rússnesk yfirvöld og Norræna ráðherranefndin hafa náð samkomulagi um að opna norræna upplýsingaskrifstofu í rússnesku borginni Kaliningrad. Sérstök lega Kaliningrad, á milli Litháens í austri og Póllands í vestri, býður upp á áhugaverð tækifæri í ýmsum verkefnum á svæðinu að mati ráðherranefnd- arinnar. Norðurlöndin hafa unnið að mörgum verkefnum í Rússlandi að undanförnu og má þar nefna skolphreinsistöð sem var opnuð í Pétursborg í september á þessu ári. - sk Upplýsingaskrifstofa opnuð: Aukin umsvif í Rússlandi LÖGREGLA Tveir veggjakrotarar voru handteknir af lögreglunni í Reykjavík í fyrrinótt, þar sem þeir voru að úða á umferðarskilti við Kringlumýrarbraut. Sönnun- argögn fyrir glæpsamlegu athæfi þeirra þykja góð, þar sem veggja- krotararnir höfðu tekið iðju sína upp á myndband. Talið er þeir hafi ætlað að sýna myndbandið á netinu. Lögreglan hefur verið um hríð á höttunum eftir þessum drengj- um, en þeir hafa meðal annars verið að úða á bíla og umferð- arskilti. Þeirra bíða nú þungar sektir. ■ Veggjakrotarar gripnir: Úðuðu á um- ferðarskilti SVÍÞJÓÐ, AP Prestur í sænskum hvítasunnusöfnuði, sem í stólræðu líkti samkynhneigð við „krabba- meinsæxli á þjóðarlíkamanum“, hét því í gær að hann væri hætt- ur að skammast út í homma eftir að Hæstiréttur Svíþjóðar sýknaði hann af ákæru um brot á ströng- um lögum gegn hatursáróðri. Hæstiréttur í Stokkhólmi komst að þeirri niðurstöðu að hin umdeilda stólræða prestsins Åke Green, sem haldin var fyrir tveimur árum, félli innan marka laga um tjáningarfrelsi sem væru í samræmi við ákvæði Mannrétt- indasáttmála Evrópu. „Þetta er frábært fyrir trú- og tjáningarfrelsið,“ sagði Green í símaviðtali við AP frá heimili sínu á eynni Öland. „Það er stórkostleg tilfinning að við skulum fá að hafa það frelsi í friði.“ Með dómnum er bundinn endi á málaferli sem stóðu yfir í tvö ár og vöktu athygli bæði innan Svíþjóðar og utan, en í þeim var tekist á um mörk tjáningarfrelsis og réttar minnihlutahópa til laga- verndar gegn hatursáróðri. Saksóknarar sögðust virða dóm Hæstaréttar og að hann vekti athygli á að dómstólum bæri að taka tillit til evrópska sáttmála og slíkra lagalega skuldbindandi alþjóðasamninga. Gagnrýnendur sögðu niður- stöðuna til þess fallna að opna allar gáttir fyrir svæsið orðbragð á opinberum vettvangi í garð sam- kynhneigðra og annarra minni- hlutahópa. - aa Hæstiréttur Svíþjóðar sýknar prest af hatursáróðri gegn hommum: Innan marka tjáningarfrelsis ÅKE GREEN Hvítasunnusafnaðarpresturinn Åke Green mætir í Hæstarétt Svíþjóðar í Stokk- hólmi þegar réttarhöldin í máli hans þar hófust hinn 9. nóvember síðastliðinn. MYND/AP JÓHANNES BJÖRNSSON KÁRI STEFÁNSSON Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Grein um hann olli miklum átökum innan ritstjórnar Læknablaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.