Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 86
 1. desember 2005 FIMMTUDAGUR58 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9 Í kvöld hefst nýtt jóladagatal á Stöð 2 sem ber heitið Galdrabókin. Leik- stjóri þess er Inga Lísa Middleton og höfundur tónlistar er Margrét Örnólfsdóttir en gefinn verður út geisladiskur með tónlistinni. Þá verður auðvitað gefið út dagatal en það verður að borðspili þegar síðasti glugginn hefur verið opn- aður 24.desember og ætti því að stytta yngstu kynslóðinni stundirn- ar þegar hún bíður eftir jólunum. Bernd Ogordnik hannar brúðurnar en hann er jafnframt yfirbrúðu- stjórnandi. Galdrabókin fjallar um ævintýri Alexenders sem kemst yfir bók sem flytur hann yfir í heim töfra og galdra. „Við erum eiginlega búin að vera í jólaskapi í tvö ár,“ segir Inga Lísa og hlær. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikstjórinn kemur að gerð jóla- dagatals því hún leikstýrði Klæng sniðuga sem var á dagskrá RÚV árið 1997 og var endursýnt 2004. „Mér fannst þetta format skemmti- legt þá og vildi vinna við það aftur,“ útskýrir leikstjórinn þegar hún er spurð af hverju hún sé að gera jóla- dagatal á ný. „Ég kom síðan að máli við Margréti Örnólfsdóttur í janúar 2004 og við fórum að vinna að þessu saman,“ bætir hún við. Hugmyndin að Galdrabókinni kviknaði í kirkju á Englandi þar sem gangasenur úr Hogwart-skólanum í Harry Potter myndunum voru tekn- ar. „Mig langaði til að gera eitthvað sem tengdist töfrum og göldrum og hugmyndin að Galdrabókinni dundi yfir,“ segir Inga Lísa en meðal þeirra kosta sem bókin býr yfir er að hún svarar öllum spurningum þess sem ræður yfir henni. Brúðurnar sem koma fyrir í jóladagatalinu eru mjög sérstakar. „Bernd hannaði nýja gerð af brúð- um en þær eru sambland hand- og strengjabrúða,“ útskýrir Inga Lísa. „Það eru strengir inni í brúðunum sem stjórna andlitshreyfingunum en það verður til þess að leikur þeirra er mjög lifandi,“ bætir hún við. Ogrodnik stjórnar sjálfur hluta brúðanna en hafði sér til aðstoðar danska, norska og íslenska brúðu- stjórnendur. Hvort Galdrabókin yrði endur- sýnd næstu átta árin sagðist Inga hafa fullt af hugmyndum að nýjum ævintýrum sem gætu orðið að nýjum jóladagatölum í framtíðinni. freyrgigja@frettabladid.is INGA LÍSA MIDDLETON: Í JÓLASKAPI SÍÐUSTU TVÖ ÁR Hugmyndin kviknaði í Hogwart-skólanum LÁRÉTT 2 neglt 6 sem 8 langur 9 fúadý 11 óreiða 12 færa 14 yfirstéttar 16 tveir eins 17 nár 18 geislahjúpur 20 ung 21 auðveld. LÓÐRÉTT 1 goggs 3 skammstöfun 4 sárabindi 5 traust 7 rekaviður 10 hvíld 13 frostskemmd 15 greinilegur 16 blekking 19 bardagi. LAUSN HRÓSIÐ ...fær Guðni Ágústsson fyrir að taka mjólkinni frá Mjólku fagnandi. ALEXANDER OG FÉLAGAR Þeir koma höndum yfir galdrabók sem flytur þá yfir í heim töfra og galdra. Brúðurnar eru sambland hand- og strengjabrúða og voru hannaðar sérstaklega fyrir jóladagatalið. TÓNLIST Ég hef mikla trú á íslenskri tónlist og finnst hún alveg sambærileg við það sem best gerist í útlöndum. Mitt helsta átrúnaðargoð þar er Björgvin Halldórsson en þessa dagana er ég einmitt með nýja söngvasafnið hans í spilaranum. Frá því að ég fór að muna eftir mér hefur Elvis verið eftirlætis tónlistarmaðurinn minn og enginn sem kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana. Ég hlusta mikið á Elvis heima og er byrjaður að koma mér upp DVD-safni með því besta af hans ferli. Þess á milli hlusta ég sem fyrr segir á allt íslenskt, en ekki síst úr dægurlagaheiminum, bæði fyrr og nú. BÓK Ég les því miður ekki nóg og vildi hafa meiri tíma til að glugga oftar í bækur. Skemmtilegastar þykja mér ævisögur tónlistarmanna og er nú að ljúka við ævisögu Péturs heitins Kristjánssonar; Pétur Poppari. Það er frá- bær lesning enda var Pétur einstakur maður, orginal og skemmtilegur. BÚÐ Uppáhaldsbúðin mín er nátt- úrlega Elvis á Vatnsstígnum. Ég er mikill skyrtumaður og þar má finna ótrúlega flottar kúrekaskyrtur og annan lit- ríkan fatnað sem henta vel skemmtikröftum og þeim sem vilja klæða sig áberandi vel. Annars eru það helst fataverslanir sem draga mig að með budduna. BÍÓMYND Ég er rómantísk sál og hef einna mest dálæti á róman- tískum gamanmyndum. Fer þó alltof sjaldan í bíó miðað við ánægjuna sem því fylgir. Sá síðast The 40 Year Old Virgin, sem var frábærlega fyndin. Aðalleikarinn Steve Carell var drepfyndinn í hlutverki sínu, en virtist enga grein gera sér fyrir því. BORG New York og Memphis í Tennessee eru báðar frábær- ar heim að sækja, en ég fór ísérstaka pílagrímsför til Memphis á árinu til að heimsækja Graceland. Ég gisti á Heartbreak Hotel skammt frá einstöku heimili kóngsins og öll stemning þar ólýsanleg. Oft verður maður vitni að því að fólk reyni að lítilsvirða minn- ingu Elvis Presley og einblína á það sem miður fór á ævi hans, en þarna er virðingin takmarkalaus og einlæg. Engar feitar eftirhermur eða læti; bara friður, fegurð og gæsahúð yfir því að vera á þessum sögu- lega stað. VERKEFNI Nú snýst allt um nýju dúett-plötuna okkar Guðrúnu Gunnarsdóttur, en hún situr nú í öðru sæti metsölulist- ans. Við fylgjum henni eftir með tónleikahaldi og höfum fyllt húsin hvað eftir annað. Þá er ég í sýningu Björgvins Halldórssonar á Broadway, sem er stakt listaverk og mikil skemmtun. AÐ MÍNU SKAPI FRIÐRIK ÓMAR HJÖRLEIFSSON TÓNLISTARMAÐUR Elvis, Graceland og íslenskt popp FRIÐRIK ÓMAR HJÖRLEIFSSON, TÓNLISTARMAÐUR LÁRÉTT: 2 fest, 6 er, 8 hár, 9 fen, 11 rú, 12 skáka, 14 aðals, 16 tt, 17lík, 18 ára, 20 ný, 21 létt. LÓÐRÉTT: 1 nefs, 3 eh, 4 sáralín, 5 trú, 7 rek- atré, 10 náð, 13 kal, 15 skýr, 16 tál, 19 at. FRÉTTIR AF FÓLKI Tilnefningar til Íslensku bókmennta-verðlaunanna 2005 verða kynntar í beinni útsendingu í Kastljósi klukkan 19 í kvöld. Tilnefningarnar hafa í gegnum árin átt það til að leka út og birtast í fjölmiðlum fyrir form- lega tilkynningu, Félagi íslenskra bókaútgefenda til nokkurs ama. Ekkert virðist þó hafa spurst út í ár en bókaspek- ingar hafa þó vitaskuld dundað sér við að spá fyrir um niðurstöðuna. Þannig birtir Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri Tímarits Máls og menningar, sína spá á heimasíðunni www.tmm.is. Silja byggir spádóm sinn ekki að öllu leyti á eigin lestri og styðst einnig við umsögn fjöl- miðla um bækur. Silja veðjar á Argóarflísina eftir Sjón, Sólskinshest eftir Steinunni Sigurð- ardóttur, Rokland Hallgríms Helga- sonar, Sumarljós, og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson og Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Heyrst hefur að skólastjóri Vesturbæj-arskóla hafi kallað foreldra á fund nýlega þar sem hann tjáði áhyggjur sínar af nemendum í sjö ára bekk. Áhyggj- urnar voru þær að krakkarnir hefðu óeðlilega miklar áhyggjur og skoðanir á kvótakerfi landsins. Skólastjórinn fylgist greinilega ekki nægilega mikið með rokkheiminum en sonur Björns Blöndal í pönkbandinu Rass er einmitt í Vesturbæjarskóla og hann og vinir hans hafa yndi af því að syngja hástöfum „Burt með helvítis kvótann“ á göngum skólans. Gott að skólayfirvöld séu að hafa áhyggjur af skoðunum barna svona snemma á lífsleiðinni. Á annan í jólum byrjar nýr spurn- ingaþáttur á Stöð 2 sem ber heitið Meistarinn. Þar mun Logi Berg- mann Eiðsson leita logandi ljósi að „gáfaðasta“ manni Íslands. Nýverið fóru fram próf á fjórum stöðum um land allt og tóku alls 250 manns þátt þar af 190 á höf- uðborgarsvæðinu. „Það var mikil stemning,“ segir Logi Bergmann þegar hann var spurður hvernig til hefði tekist. „Grunnhugmynd- in er að finna hver sé bestur í spurningakeppnum,“ útskýrir Logi. Meistarinn er ekki þáttur að erlendri fyrirmynd heldur ramm- íslensk dagskrárgerð. „Það verð- ur allt gert til að halda spennunni út allan þáttinn,“ segir Logi sem sjálfur er fullur eftirvæntingar fyrir þættinum. 22 keppendur eru skráðir til leiks í Meistaranum. Sextán voru valdir úr úrtökuprófunum en sex voru sérvaldir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru margir þeirra þjóðþekktir fyrir kunnáttu sína á spurningasvið- inu og má þar nefna Gettu betur- dómaranna Stefán Pálsson og Ólínu Þorvarðardóttur. Alþingis- maðurinn og ofurheilinn Mörður Árnason ætlar einnig að mæta til leiks samkvæmt heimildum blaðsins en þegar hefur verið dregið hverjir lenda saman og lofar Logi að enginn ætti að vera svikinn af fyrstu rimmunni. Þá upplýsir hann að feðgar hafi komist í gegnum prófin og því gæti allt eins orðið mikil fjöl- skyldudramatík í þáttunum ef þeir lentu hvor á móti öðrum. Sá sem stendur einn uppi hrepp- ir titilinn Meistarinn og fimm milljónir íslenskra króna. - fgg Þekkt gáfumenni meðal þátttakenda í Meistaranum MÖRÐUR ÁRNASON Er einn þeirra sem munu keppa um titilinn Meistarinn en auk hans má nefna Stefán Pálsson og Ólínu Þorvarðardóttur sem eflaust ætla að láta mikið að sér kveða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Finnur Ingólfsson Hefur ekki skilað diplómata- passanum DV2x10 30.11.2005 19:27 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.