Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 18
 1. desember 2005 FIMMTUDAGUR18 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Grétar Mar Jónsson, skip- stjóri og varaþingmaður, er nýjasti ljósvíkingur landsins. Hann hóf störf á Útvarpi Sögu í síðustu viku og stýrir þjóðfundi í beinni útsendingu milli kl. 11 og 12. „Þú ert svo rólegur og þægileg- ur,“ sagði einn innhringjenda í þátt Grétars Mars í gær og laug þar engu. Grétar er yfirvegaður og fumlaus í þætti sínum og ekki að heyra á honum að hann hafi aðeins tæplega vikulanga reynslu af útvarpsstörfum. „Það verða nú aðrir að dæma um hvort mér gangi vel,“ segir Grétar Mar aðspurður en viður- kennir fúslega að sér hafi aldrei leiðst að tala og því henti starfið sér ágætlega. Lengst af starfs- ævinni hefur hann sótt sjóinn og jafnan róið frá Suðurnesjahöfnum enda Sandgerðingur. Hann er þó ekki kominn endanlega í land. „Nei nei, alls ekki. Ég er bara í pásu.“ Hann veit þó ekki hve lengi pásan sú varir. Grétar Mar hefur talsverða þekkingu á þjóðmálum enda hefur hann lengi fylgst vel með. Hann er varaþingmaður Frjálslynda flokksins og fyrrverandi forseti Farmanna- og fiskimannasam- bandsins. „Umræðan er opin hjá mér og það má tala um hvað sem er,“ segir Grétar Mar sem þarf ekki að búa sig sérstaklega undir þættina, lætur nægja að fletta dagblöðunum. Þátturinn hefur ekki enn hlot- ið sérstakt nafn en Grétar segir einn innhringjanda hafa komið með hugmynd um daginn. „Hann stakk upp á að hann héti Frjáls- lyndi þátturinn. Það er ágæt hugmynd.“ Þeir eru til sem telja að fullveldis- dagurinn, 1. desember, njóti ekki lengur þeirrar stöðu sem honum ber. Forkólfar Landssambands bakarameistara eru í þeim hópi og með sérstakri fullveldisköku vilja þeir minna þjóðina á dag- inn og hefja hann á ný til þeirr- ar virðingar sem honum ber, að þeirra mati. Reynir Carl Þorleifsson, for- maður Landssambands bakara- meistara, segir vandað vel til kökunnar. Hún sé súkkulaði- kaka með sérstökum jólakeim. „Það er svosem ekki verið að finna neitt nýtt upp, þetta er tekið héðan og þaðan.“ Kakan er óneitanlega girnileg að sjá og afar bragðgóð að sögn kunnugra. En er kakan ekki meinóholl? „Nei, nei, alls ekki. Súkkulaði er hollt og gott. Það sýna vísindalegar rannsóknir,“ segir Reynir, sem er mættur í vinnuna klukkan hálf fimm alla morgna eins og sönnum bakara- meistara sæmir. Fullveldiskakan verður í boði í bakaríum í dag og eitthvað fram eftir desembermánuði. FULLVELDISKAKAN OG FORMAÐURINN Reynir Carl með kökuna góðu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Bakarameistarar minna landsmenn á fullveldisdaginn sem er í dag: Súkkulaði er hollt og gott SKIPSTJÓRINN Grétar Mar hefur verið á sjó svo lengi sem hann man. ÞINGMAÐURINN Grétar Mar er varaþing- maður Frjálslynda flokksins. Grétar Mar kominn af sjónum og farinn í loftið Harkan sex „Þegar menn taka við einhverju nýju eiga þeir aldrei að reyna að verða vinir allra á fyrsta degi. Til að ná tökum á verk- efnunum þarf fyrst að ná upp aga og ákveðinni fjarlægð.“ Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður og fjölmiðlamógúll, veitir Besta ráðið í Markaðinum. Góð byrjun „Tölur sýna núna að iðgjöld eru ekki í samræmi við tjónin. Þess vegna þurfum við að endurskoða þetta hjá okkur.“ Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, um iðgjaldahækkanir á fyrsta degi sínum í starfi. Morgunblaðið. ÚTVARPSMAÐURINN Grétar Mar hefur stýrt innhringiþætti á Útvarpi Sögu í eina viku. Þó að hann láti vel af nýja starfinu segist hann alls ekki alkominn í land. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NAUT Á SVELLI Hann átti erfitt með að fóta sig bolinn á bænum Bakkakoti 1 í Meðallandi, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, á dögunum. Naut hann aðstoðar mannfólksins við að komast á fætur á ný. Björn Elías Halldórsson sjómaður „Hann var nú ekki einu sinni í hjólastól” Hótaði að bakka yfir fatlaðan mann DV2x15 30.11.2005 19:26 P ge 1 „Við ætlum að minnast eitt hundrað ára afmælis iðnskóla- kennslu á Ísafirði á föstudaginn. Því næst tendrum við ljósin á jólatrjám í þeim fjórum þéttbýliskjörnum sem tilheyra kaupstaðnum,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Halldór segir að mikil gleði sé venjulega þegar tendrað sé á trjánum. „Samkvæmt áratugahefð þá kveikjum við á tré sem vinabær okkar, Hróarskelda, leggur til. Hróarskelda hefur gefið okkur tré í nærri sextíu ár. Þarna verður útimarkaður og heitt kakó og jólaleg stemning. Það er smá snjóföl yfir.“ Halldór segir pólitíkina í bænum vera að sigla í gang. Spurður hvort meirihluti sjálfstæðismanna á Ísafirði óttist sameiginlegt framboð minnihlutans sem fyrirhugað er í vor svarar hann að svo sé ekki. „Við sjálfstæðismenn gleðjumst yfir sameiginlegu fram- boði minnihlutans.“ „Það er skemmst frá því að segja að rækjuveiðarnar ganga hörmu- lega. Menn eru bara að fara að hætta að eiga við þetta,“ segir Halldór. Hann er þó vongóður um að árangur náist í þorskeldi sem staðið hefur verið að fyrir vestan í tilraunaskyni. Seiðaeldisstöð sé staðsett á Nauteyri í Ísafjarðardjúpi. Þar sé jarðhiti og því henti staðsetningin vel. „Nú er ekki aðeins um að ræða svokallað áframeldi, það er að segja að nú eru bæði alin villt seiði sem fengin eru úr sínu náttúru- lega umhverfi og einnig seiði úr tilraunastöð Hafrannsóknastofnunar í Grindavík. Það er svo skrítið að þegar maður horfir ofan í kerin þá sér maður að sum seiðin synda í reglulega hringi allan daginn og svo eru önnur sem synda óreglulega út um allt. Þessi sem synda reglulega koma úr náttúrulega umhverfinu. Þau óreglulegu koma að sjálfsögðu frá Grindavík.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HALLDÓR HALLDÓRSSON BÆJARSTJÓRI Á ÍSAFIRÐI Óregluseiðin eru frá Grindavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.