Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 62
 1. desember 2005 FIMMTUDAGUR34 timamot@frettabladid.is Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristinn Jón Leví Jónsson húsasmíðameistari, til heimilis að Sundstræti 31 A, Ísafirði, verður jarð- sunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 3. desember kl. 14.00. Anna Sigríður Kristjánsdóttir Ragnhildur Guðný Flyger, Henning Beck Flyger Matthías Kristinsson, Björk Gunnarsdóttir Sigríður Júlíana Kristinsdóttir, Jens Andrés Guðmundsson Bjarney Kristinsdóttir Vatne, Øystein Vatne Guðmundur Kr. Kristinsson, Elsa Jóna Sveinsdóttir afabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Sigurðardóttir Fossheiði 4, Selfossi, lést sunnudaginn 27. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 3. desember kl. 15.30. Ásbjörn G. Guðmundsson Hólmfríður Erlingsdóttir Erla Þorsteinsdóttir Gísli Ágústsson Dröfn Halldórsdóttir ömmubörn og langömmubörn. MERKISATBURÐIR 1878 Reykjanesviti, fyrsti vitinn hér á landi, er tekinn í notkun. 1918 Ísland verður fullvalda ríki. 1955 Blökkukonan Rosa Parks er handtekin þegar hún neitar að standa upp fyrir hvítum manni í almenningsvagni. 1976 Síðustu bresku togararnir halda af Íslandsmiðum samkvæmt samkomulagi um viðurkenningu á 200 mílna fiskveiðilögsögunni. 1983 Rás 2 hefur útsendingar. 1986 Bylgjan hefur útsendingar allan sólarhringinn. 1994 Þjóðarbókhlaðan er tekin í notkun. DAVID BEN GURION (1886-1973) LÉST ÞENNAN DAG. „Hugrekki er vitneskjan um hvernig eigi að óttast það sem þarf að óttast og hvernig ekki eigi að óttast það sem ekki þarf að óttast.“ DAVID BEN GURION VAR FYRSTI FORSÆTISRÁÐHERRA ÍSRAELS. Á þessum degi árið 1934 var Sergei Kirov, leiðtogi í rúss- nesku byltingunni og háttsettur yfirmaður í framkvæmdastjórn sovéska kommúnistaflokksins, skotinn til bana á skrifstofu sinni í Leníngrad. Banamaður Kirovs var Leonid Nikolaiev, félagi í komm- únistaflokknum. Talið er líklegt að morðið hafi verið runnið undan rifjum leiðtoga Sovétríkjanna, Jósefs Stalín. Hver svo sem þáttur Stalíns var í morði Kirovs er ljóst að hann notaði tækifærið til að hreinsa ærlega til í kommúnistaflokknum, hernum og leynilögreglunni. Morðið á Kirov leiddi til sjö mismunandi réttarhalda auk handtöku og aftöku hundruða merkra manna úr stjórnmálum, hernum og menningarlífinu. Hvert réttarhaldanna var í mótsögn við hið næsta og margir einstakl- ingar voru fundnir sekir um að hafa komið á ýmsan hátt að skipulagningu á morðinu á Kirov og af mismunandi pólitískum ástæðum. Morðið markaði upphaf fjögurra ára hreinsunar Stalíns í sovésku samfélagi þar sem milljónir Sov- étmanna voru fangelsaðir, sendir í útlegð eða drepnir. ÞETTA GERÐIST > 1. DESEMBER 1934 Sergei Kirov myrtur SERGEI KIROV Í ár eru 100 ár liðin frá því iðnskóla- kennsla hófst með kvöldskóla iðnað- armanna á Ísafirði. Því verður efnt til hátíðar í verkmenntahúsi Mennta- skólans á Ísafirði um leið og því verð- ur fagnað að á þessu ári hóf göngu sína ný húsasmíðabraut sem markar tímamót í sögu skólans þar sem hún verður fyrsta verkmenntabrautin sem útskrifar fullnuma sveina frá skólan- um. „Um aldamótin 1900 var Ísafjarð- arkaupstaður annar eða þriðji stærsti bær landsins og var þar fjölbreytt starfsemi iðnaðarmanna og verslana,“ segir Sigurður Pétursson, sagnfræð- ingur og verkefnisstjóri afmælishátíð- arinnar, um það hvernig útlits var við upphaf iðnmenntunar á Ísafirði. „Upp úr 1902 þegar vélbátarnir komu varð hér gríðarleg íbúafjölgun og næstu tíu árin fjölgaði um 800 manns. Í kringum vélbáta þróuðust vélsmiðj- ur og húsbyggingar. Iðnaðarmönnum fjölgaði og þeir tóku mun fleiri nema en var áður,“ segir Sigurður en upphaf iðnmenntunar á Ísafirði má rekja til stofnunar Iðnaðarmannafélags Ísfirð- inga árið 1888 sem hafði forgöngu um iðnskóla á Ísafirði með stofnun teikni- skóla veturinn 1905. Haustið 1905 var settur á fót Kvöldskóli iðnaðarmanna með kennslu í íslensku, dönsku, ensku, reikningi, bókfærslu og teikningu, en skólahald fékk inni í barnaskólahúsinu fyrstu árin. Má segja að Ísfirðingar hafi verið frumkvöðlar í iðnnámi því aðeins Iðnskólinn í Reykjavík er eldri en sá á Ísafirði. Á fyrstu árum skólans voru nem- endur frá tíu upp í tuttugu talsins en fjölgaði eftir 1920. Árið 1912 var kvöldskólanum breytt í tveggja vetra nám en árið 1970 fékk skólinn húsnæði til eigin þarfa um leið og honum var breytt í dagskóla. Kennsla Iðnskólans var sameinuð Menntaskólanum á Ísafirði frá árinu 1987 og starfsemin sett undir eina stjórn. Árið 1995 var nýtt verkmennta- hús tekið í notkun á lóð Menntaskól- ans á Ísafirði en í dag stunda tæp- lega fjörutíu nemendur verknám við menntaskólann. Sigurður segir það stefnu skólans að fjölga nemendum enda sé mikil þörf fyrir iðnaðarmenn á svæðinu, sérstaklega í málmsmíði. „Við vonumst til að það verði einhver aukning þannig að það verði hægt að þjóna atvinnuvegunum hérna í málm- smíði, trésmíði og vélstjórn, og von- andi bæta við enn fleiri greinum,“ segir Sigurður, en afmælisins verður minnst með hátíðardagskrá í verk- menntahúsi skólans á morgun milli 17.00 og 19.00. Þá verður efnt til sýn- ingar á verkfærum, munum og skjöl- um sem tengjast iðnaðarmönnum, iðnmenntun og Iðnaðarmannafélagi Ísfirðinga og settur upp minningar- skjöldur um félagið og veggspjald um iðnskóla á Ísafirði í hundrað ár. IÐNSKÓLI Á ÍSAFIRÐI: Í HUNDRAÐ ÁR Iðnmenntun í heila öld BLÓMLEGT IÐNNÁM Hér etja þeir Þorbjörn Jóhannsson og Guðmundur Kristinn Albertsson kappi í málmsuðukeppni iðnnema Menntaskólans á Ísafirði. ANDLÁT Sóley Þórarinsdóttir frá Suðureyri við Tálknafjörð, lést fimmtudaginn 24. nóvember. Elínborg S. Hannesdóttir (Rósa), Vífilsstöðum, áður Rauðagerði 20, lést þriðjudaginn 29. nóvember. JARÐARFARIR 11.00 Sigurjón Stefánsson skipstjóri, Austurbrún 33, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 15.00 Nanna Þuríður Þórðar- dóttir frá Siglufirði, Safa- mýri 55, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. 15.00 Sigríður Erla Þorláksdóttir, Sólvangsvegi 1, Hafnar- firði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. AFMÆLI Kristján Þórður Hrafnsson rithöfundur er 37 ára. Sigurður G. Tómasson fjölmiðlamaður er 55 ára. Bette Midler söng- og leikkona er sextug. Woody Allen leik- stjóri er sjötugur. Háskólinn á Akureyri held- ur sína árlegu fullveldishá- tíð í dag og að vanda verður Íslandsklukkunni hringt við það tækifæri. Hátíðardag- skráin hefst klukkan 16 í húsnæði háskólans á Sólborg með tónlist, söng og töluðu máli. Á meðal þeirra sem þar koma fram verður Páll Magnússon útvarpsstjóri en hann mun flytja erindi um fullveldi og fjölmiðlun. Í dagskrárlok verður boðið upp á veitingar og eru allir velkomnir. Íslandsklukkan hringir BJALLAN GLYMUR Sverrir Pálsson, fyrrverandi skólastjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar, mun hringja Íslandsklukkunni fimm sinnum í dag fyrir árið 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Í tilefni þess að sextíu ár eru liðin frá stofnun Sambands íslenskra sveitarfélaga býð- ur sambandið til ráðstefnu um stöðu og þróun hins staðbundna lýðræðis. Ráð- stefnan ber heitið Lýðræði í sveitarfélögum - fjöregg eða fögur orð? og verður haldin á Grand Hóteli 2. desember. Meðal þeirra sem taka til máls eru forseti Íslands, félagsmálaráðherra og umboðsmaður Alþingis. ■ Fjöregg eða fögur orð BJALLAN GLYMUR Sverrir Pálsson, fyrrverandi skólastjóri Gagnfræða- skóla Akureyrar, mun hringja Íslandsklukkunni fimm sinnum í dag fyrir árið 2005. Fréttablaðið/KK Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristvin Jósúa Hansson húsasmíðameistari, Efstasundi 94 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. desember kl. 15.00. Anna G. Hallsdóttir Þorbjörg Kristvinsdóttir Bjarni B. Sveinsson Höskuldur Kristvinsson Barbara J. Kristvinsson Hallur Kristvinsson Sigrún Einarsdóttir Katla Kristvinsdóttir Jóhann Thoroddsen barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.