Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 79
 um jólin Þú gengur að gæðunum vísum Jóla-Brie Mildur og mjúkur ostur sem er best að bera fram 10–15 gráðu heitan. Hann rennur ljúflega niður með góðu rauðvíni. Jólaostarnir eru sérframleiddir fyrir hátíðarnar. Aðeins er gerð ein lögun af hverri tegund sem tryggir að ostarnir ná hámarksbragð- gæðum um jólin. Jólaosturinn 2005 Sérframleiddur ostur í ætt við Gouda. Hann er mjúkur og mildur og sérlega góður á brauð eða einn sér. Jólaostakakan í ár er hleypt kaka, en ekki bökuð sem gerir hana mýkri og léttari en venjulegar ostakökur. Fínleg og gómsæt ítölsk fylling úr skógarberjum er hið fullkomna mótvægi við rjómaostabragðið. Jólaostakaka Jóla-Yrja Lúxusyrja sem er aðeins mýkri en venjuleg Yrja. Þegar hún er á rétta þroskastiginu finnst sumum hún besti desertosturinn. BryggjuBúllan ehf LYNGÁSI 17 • 210 GARÐABÆ • SÍMI 517-4520 I.M.D.B – DVD TOPP - 250 IMDB – Listinn (The Internet Movie Database) FRÉTTIR AF FÓLKI Leikarinn Tom Cruise hefur verið harð-lega gagnrýndur fyrir að hafa keypt sónartæki fyrir ólétta unnustu sína Katie Holmes. Sérfræðingar segja að með kaupunum sé Cruise að leggja ófætt barnið í hættu, auk þess sem hann er hugsanlega að brjóta lög með því að nota tækið án aðstoðar lækna. Sér- fræðingarnir segja að Cruise sé ekki læknismennt- aður og geti því ekki greint hvort eitthvað sé að fóstrinu eða ekki. Leik- og söngkonan Julie Andrews telur að Cameron Diaz sé heppileg- ust til að endurtaka hlut- verk sitt sem syngjandi nunnan María í söngva- myndinni The Sound of Music. Fjörutíu ár eru liðin síðan þessi sígilda mynd var frumsýnd. Þær Andrews og Diaz urðu vinir er þær töluðu inn á myndina Shrek 3, sem er væntanleg í bíó. Leikstjórinn Woody Allen ætlar að taka upp sína nýjustu mynd í London. Allen, sem hefur tvisvar áður tekið upp í London, segir að kvikmyndafram- leiðendur í Hollywood séu bæði fáfróðir og erfiðir í umgengni. „Þeir þekkja ekki gott handrit frá slæmu og vita ekki hvernig á að velja rétta fólkið í hlutverkin,“ sagði Allen. Jocelyn Brando, systir leikarans Marlons Brando, lést á heimili sínu í Kaliforníu, 86 ára gömul. Jocelyn, sem var þekkt leikkona, var við dánarbeð bróður síns þegar hann lést á síðasta ári. Jocelyn lék m.a. í myndunum The Ugly American og The Chase á móti bróður sínum. Einnig lék hún frú Reeves í sápuóp- erunni Dallas. Talið er að ofurfyrirsætan Kate Moss sé endanlega hætt með rokkaranum Pete Doherty úr hljómsveitinni Baby- shambles. Doherty, sem hafði lofað Moss að fara í fjögurra vikna meðferð, yfirgaf staðinn eftir aðeins eina viku og féll það ekki vel í kramið hjá fyrirsætunni. Meðferðin átti að bjarga sambandinu, en nýverið fór Moss sjálf í meðferð sem virðist hafa borið árangur. Valdamest í Hollywood Julia Roberts er valdamesta konan í Holly- wood sam- kvæmt nýrri úttekt Holly- wood Reporter. Þessu áork- ar hún þrátt fyrir að hún hafi verið utan sviðsljóssins í nokkurn tíma vegna barnauppeld- is. Hún er jafnframt eina leikkonan í Hollywood sem getur krafist 20 milljóna dollara fyrir hverja mynd. Þetta er í fjórða skipti í röð sem Julia er í fyrsta sæti í þessari könn- un sem framkvæmd hefur verið af blaðinu í um 20 ár. Jennifer Anis- ton kemur ný inn á listann í tíunda sæti vegna nýlegrar velgengni. Þá hverfur Halle Berry af listanum að sögn vegna þess að hún hefur lítið vandað sig í vali á hlutverkum að undanförnu. JULIA ROBERTS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.