Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 76
 1. desember 2005 FIMMTUDAGUR48 Gallar fullveldis Ef við værum ennþá hluti af danska kon- ungsveldinu: Þjóðarrétturinn væri fleskesteg en ekki úldinn súrmatur frá víkingaöld sem útlendingar þvinga ofan í sig. Við hefðum sigrað Eurovision og gætum sungið Fly on the Wings of Love með gleði í hjarta. Við gætum keypt bjór úti í búð og stundum undir borðið í sjoppum í stað þess að búa við fastan lok- unartíma Ríkisins eða Vínbúða. Það skipti engu hvort Olíufélög- in hefðu svínað á okkur. Við værum hvort eð er búin að læra það af herra- þjóð okkar að hjólhesturinn nýtist best. Matarverðið setti ekki fjölskyld- urnar á hausinn. Við ættum eitt skemmtilegasta knattspyrnulið Evrópu og Eiður Smári gæti alið með sér þann draum að komast á HM sem hugsanlega kynni að rætast. Skáldin okkar þurfa ekki að óttast Bláu hönd- ina og yfirvaldið getur ekki kallað þau á teppið þar sem það fæli í sér ferðakostnað uppá tugi þúsunda. Kvikmyndir eins og Opinberun Hannesar og Í takt við tímann hefðu aldrei fengið styrk frá Kvikmyndasjóði. SIGN BLOGGAR FRÁ TÓNLEIKAFERÐ SINNI UM LANDIÐ Stripplingar í Grettislaug Ef þú kaupir túpu af glossi hjá einum af söluaðilum okkar daganna 1. til 4. desember færð þú aðra að eigin vali í kaupbæti. Kauptu nýja glossið frá Rifka Debenhams, Smáralind • Salon Ritz, Laugavegi • Studio 1, Kópavogi Snyrtistofa Ragnheiðar, Egilsstöðum • Snyrtistofan Táin, Sauðárkróki w w w . r i f k a . i s VK 05 00 84 – G C I A LM A N N A T E N G S L - G R E Y C O M M U N IC A T IO N S IN T E R N A T IO N A L / A R G H ! NÝTT! 2 fyrir 1 Þetta blogg er skrifað í Rútunni sem er ekki stærri en svo að þegar græjunum hefur verið hrúgað inn er ekki hægt að halla sætisbökunum. Við erum á leið til Reykjavíkur frá Grundarfirði í blindbyl og það voru snjóskaflar út um allt. Magnað að ekki var búið að loka heiðinni. Tónleikarnir voru frábærir á Grundarfirði. Siggi Gísla æskulýðsfulltrúi og gítarleikari (Dos Pilas) hjálpaði okkur að skipuleggja tónleikana og gerði það af stakri snilld. Upphitunarhljómsveit- irnar komu okkur á óvart og nokkuð ljóst að Snæfellsnesið reynist rokkurum mikill innblástur. Það var lúmskt erfitt að vakna í gær- morgun. Við kíktum á Kaffi Krók eftir tónleikana og eftir það datt okkur í hug að skoða náttúruperlu rétt fyrir utan bæinn. Skari var vakinn en hann hafði sofnað upp á vist, hann var jú sá eini sem var ökufær. Hann skutlaði okkur rétt fyrir utan bæinn í... Grettislaug!!! Sem er víst (samkvæmt heimildar- mönnum okkar á Króknum) algjört „möst“ að kíkja í eftir gott kvöld á Kaffi Krók. Þegar við mættum uppgötvuðum við að sundfötin voru víðsfjarri. Það aftraði okkur ekki frá sundsprettinum heldur létum við okkur vaða naktir. Eftir smá stund kom annar bíll. Þar voru á ferð- inni nokkrir krakkar sem höfðu verið á Kaffi Krók. Auðvitað skelltu þau sér útí en voru samt það sniðug að hafa sundföt meðferðis. Við settum þær reglur að það væri bannað að baða sig í baðfötum. Við stöldruðum smá stund í lauginni undir stjörnubjörtum himni, niðamyrkri og logni en þegar við fórum upp úr höfðu hand- klæðin gleymst. Við neyddumst því til að klæða okkur á bakkanum, rennandi blautir í nístingskulda. Ég týndi einum sokk og ef einhver rekst á hann endi- lega geymið hann og sendið mér mail. Í gær var frídagur hjá okkur og það var þægilegt að sofa í alvöru rúmi til tilbreytingar. Við krossleggjum fingur í þeirri von að Ragnar skelli sér í sturtu áður en við förum til Eyja í dag. kv.Egill Kostir fullveldis Frjáls eins og fuglinn: Við tölum ekki dönsku. Miðað við þann áhuga sem grunnskólakrakkar sýna tungumálinu er ljóst að það væri kvöl og pína hjá ungmennum landsins ef þau þyrftu að tala þetta blessaða tungumál alla daga. Skáldin eru ekki alltaf drukkin. Þau eru pólitískt þenkjandi og eiga heima í 101 Reykjavík. Skrifa um íslenskan veruleika en ekki eitthvert eymdarlíf í kóngsins Köbenhavn. Við byggjum okkur stór hús og eign- umst þau með íbúðarlánum. Við erum ekki að leigja eins meirihluti Dana. Við keyrum á dýrum jeppum en erum ekki hjólandi um eins og bless- uðu Baunarnir. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af ástum og örlögum kóngafólksins. Við eigum Ólaf Ragnar og Dorrit sem eru alltaf ógeðslega hamingjusöm. Undir oki Dana? Nei takk, hafið þið séð hvernig er farið fyrir Grænlending- um og Færeyingum. Og hverjum ætti Hrafn Jökulsson þá að bjarga? Hallgrímur Örn væri ekki hálf- íslenskur heldur bara Dani. Bjarni Tryggvason væri heldur ekki fyrsti íslenski geimfarinn heldur fyrsti danski geimfarinn. HVAÐ EF? Í dag fagna Íslendingar fullveldi sínu en rúm níutíu ár er síðan Danir reyndu af einhverri alvöru að losna við okkur. Flestir sagn- fræðingar eru sammála um mikilvægi þessa dags í sjálfstæðis- baráttu okkar Íslendinga en hefur þetta fullveldi gagnast okkur eitthvað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.