Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 52
[ ]
Jóladekur fyrir
hana/hann
15% afsláttur í desember
Andlitsmeðferð • Litun og plokkun
Hand og fótsnyrting
SPA líkamsmeðferð
Dekrið hvort við annað
Gjafakort
Heiðdís Steinsdóttir, snyrtifræðingur
Dagmar Koeppen, svæðanuddari
S. 511 6660 Laugavegi 96 (hjá Toni&Guy)
Dreifingaraðili
Enginn getur betur
Leyfðu viðskiptavininum að velja!!!
Sykurlaus
jógúrt!
Hreina lífræna jógúrtin frá
Biobú er framleidd án sykurs.
A›eins er nota›ur lífrænn hrásykur í
ö›rum jógúrt tegundum frá Biobú.
Biobú ehf. • Stangarhyl 3a • Sími: 587 4500 • Netfang: biobu@biobu.is • www.biobu.is
w
w
w
.b
io
bu
.is
v
ar
k
os
in
n
be
st
i í
sl
en
sk
i b
æ
nd
av
ef
ur
in
n
Líkamsrækt af einhverju tagi er alveg tilvalin núna. Manni
líður betur í jólafötunum ef maður er í sæmilegu formi og hefur
minna samviskubit yfir því að raða í sig jólakræsingunum.
Lóðin vilja safna ryki í desem-
ber þrátt fyrir að það sé sá
tími sem flestir þurfa mest á
hreyfingu að halda.
Nú fer sá tími í hönd að jólastressið
fer að þjaka sálina. Sólarhringur-
inn virðist styttast og ekki nægja
fyrir öll verkefnin sem hrannast
upp. Kökubaksturinn, jólainn-
kaupin og yfirvinnan taka yfir
allt einkalífið og sjálfsræktin vill
oft gleymast. Heilsuræktarstöðv-
arnar fara ekki varhluta af þess-
um breytingum enda er nauðsyn
hreyfingar eitt af því sem fyrst
vill gleymast í jólamánuðinum.
„Jú, vissulega finnum við fyrir
minni aðsókn í desember en aftur
á móti er mikil aukning eftir jól,“
segir Guðlaug Birna Aradóttir,
sölustjóri Icelandic spa and fit-
ness. Ætla má að þar séu á ferð
þeir sem stigið hafa á vigtina
eftir jólasteikina og stigið heldur
skömmustulegri niður af henni
aftur. Þórunn Auðunsdóttir,
starfsmanna- og kynningarstjóri
World Class, tekur í sama streng
en segir að þó aðsókn sé minni
séu handhafar korta jafn marg-
ir. „Í fyrra var þetta ekki nema
í mesta lagi 15% minni mæting í
desember en í nóvember, svo við
erum að halda nokkuð jafnri mæt-
ingu allt árið þó svo að haustin og
janúar séu alltaf þeir mánuðir
sem flestir mæta,“ segir Þórunn.
Hún segir ennfremur að stefna
World Class snúist um lífsstíl og
heilsu í stað þess að einblína ein-
göngu á aukakílóin og að komast í
kjólinn eða jakkafötin fyrir jóla-
glöggina.
Gígja Gunnarsdóttir, verk-
efnisstjóri hreyfingarsviðs Geð-
hjálpar, hvetur fólk eindregið til
að hreyfa sig um jólin til að létta
lundina og bendir á að líkams-
ræktarstöðvarnar séu ekki eini
vettvangurinn til slíks. „Kostur-
inn við jólin er sá að fjöskyldan er
að gera marga hluti saman til að
undirbúa hátíðina og því er tilval-
ið að fjölskyldan skelli sér í sund
saman, fari í göngutúr og njóti
tímans,“ segir Gígja. Hún mælir
einnig með því að fólk klæði sig vel
og rölti um höfuðborgina og skoði
í búðarglugga án þess að freistast
inn og fresta göngunni. Umfram
allt þá biður hún fólk þó um að
muna að láta stressið ekki ná á
sér tökum og þess í stað að halda í
jarðtenginguna og njóta jólanna.
tryggvi@frettabladid.is
Færri stunda líkams-
rækt í desember
Það er ráð að skreppa í ræktina í jólamánuðinum bæði til þess að halda sér í formi og ekki
síður til þess að losa um stressið.