Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 1. desember 2005 3 Smáralind sími 517-5330 www.adams.is adams@adams.is Bratz - Disney princess - Batman - Spiderman o.fl. Full búð af skemmtilegri gjafavöru Ásnum - Hraunbæ 119 - Sími 567 7776 Opið virka daga kl. 11:00-18:00 • Opið laugardaga 11:00-14:00 er 2ja ára! Afmælistilboð á öllum fatnaði og snyrtilínu dagana 1.-10. des. 15-25% afsláttur Augnháralitur og augnabrúnalitur TANA Cosmetic Augnháralitur og augnabrúnalitur sem fagaðilar nota. Auðveldur í notkun. Allt sem þarf í einum kassa, þægilegra getur það ekki verið. Útsölustaðir: apótek og snyrtivöruverslanir Full búð af nýjum vörum skart, slæður, treflar og fleira GULLBRÁ, Nóatún 17 s. 562-4217 Hann var löngum kallaður „enfant terrible de la mode“ (svarti sauður- inn í hópi hönnuða) þegar hann kom fram á sjónarsviðið með tískusýn- ingar þar sem feitir, litlir, gamlir og tattúveraðir sýndu; langt frá heimi glæsileika og lúxusiðnaðar. Jean-Paul Gaultier hefur aldrei fallist á að fylgja fyrirfram ákveðnum straumum og stefnum. Hann hefur alltaf snúið öllu við, jafn reglum sem fötum. Undirföt verða ytrabyrði, til dæmis lífstykkið sem hann dró aftur fram í dagsljósið í byrjun níunda áratugarins og gerði að toppi eða kjól. Lífstykkið varð svo ógleyman- legt í frægri tónleikaferð Madonnu þar sem Gaultier hannaði búning- ana eins og oftar. Loðfeldur verður að fóðri í stað þess að vera utan á yfirhöfn. Kjólar fyrir hanastél eru úr gallaefni og svo mætti áfram telja. Hann hikar ekki við að blanda saman kvöldklæðnaði og hvers- dagsfötum og líklega er hægt að þakka honum þá tísku í dag að allt gangi saman. Síðasta bylgjan sem hann kom af stað voru víðu pilsin fyrir síðasta sumar. Hugmyndina fékk hann á danssýningu. Það talar enginn í tískuheiminum lengur um svarta sauðinn í tískunni. Gaultier hefur fyrir löngu fengið meistaranafnbót og 1997 sýndi hann í fyrsta skipti á hátískuvikunni í París (haute couture). 2004 tekur svo Gaultier við listrænni stjórnun kvenlínu Hermès, eins allra virtasta tískuhúss í Frakklandi og blandar þar saman sínum ferska stíl og „klassisisma“ Hermès við mikinn fögnuð tískupressunnar. Gaultier hefur verið ófeiminn við að brjóta niður múrana milli dömu- og herratískunnar. Hikaði ekki 1985 við að setja karla í pils sem voru í anda skotapilsa. Líkt og Yves Saint Laurent tekur Gaultier upp karl- mannsjakkaföt og aðlagar að konunni, enda Yves Saint Laurent einn þriggja hönnuða sem Gaultier dáir mest af öllum. Karlpilsin urðu reyndar ekki að byltingu, karlmenn eru líklega ekki enn orðnir svo hug- aðir og óhræddir um karlímyndina að þeir þori almennt að ganga í pilsi. Fyrir tveimur árum heggur Gaultier að nýju í karlímyndina og kynnir púður, litað dagkrem og augnblýant fyrir karla og hefur þetta átt mik- illi velgengi að fagna. Það nýjasta er svo ilmvatnið Gaultier2 sem er það fyrsta frá honum sem er fyrir bæði kynin og fellur vel að hugmynd hans um að eyða bilinu milli hins karllega og kvenlega. Ilmvötnin frá tískuhúsi Gaultiers hafa reyndar mörg hver selst vel, Le classique, Le male og Fragile hafa komið Gaultier í hóp tíu söluhæstu ilmvatnsfram- leiðenda í heimi. Er nema hægt að spyrja: Hvað gerir hann næst? bergthor.bjarnason.wanadoo.fr Litli ljóti andarunginn sem varð svanur Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Loðfeldir eru búnir að vera inni í dálítinn tíma og allt útlit er fyrir að þeir haldi því áfram. Nú er ekki bara í tísku að vera með loðkraga á kápum og jökkum utandyra því þeir þykja líka mjög smart á fínum jökkum. Það ætti ekki að vera erfitt að eignast eitthvað með skinni fyrir jólin því í verslunum má finna fjöldann allan af flíkum með bæði ekta loðfeldi og gervi. loðfeldir } Vinsælir feldir LOÐFELDIR ERU STUNDUM Í TÍSKU OG STUNDUM ALGJÖR BANNVARA. NÚ ERU ÞEIR ÞAÐ VINSÆLASTA. Fataverslunin Coast er með fal- legan og vandaðan fatnað fyrir konur á aldrinum 25-45 ára. Coast opnaði verslun á annarri hæð í Smáralind nú í byrjun nóv- ember. Í versluninni má finna fallegan og vandaðan kvenfatnað fyrir öll tækifæri. Í Coast er lagt mikið upp úr góðri þjónustu og því að viðskiptavinunum líði sem best í þægilegu umhverfi. Coast í Smáralind Verslun Coast í Smáralind er mjög glæsileg..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.