Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 31
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Heimild: Almanak Háskólans �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� Reykjavík 10.46 13.17 15.48 Akureyri 10.53 13.02 15.09 KRÍLIN Það er búið að loka fæðingar- deildinni þar sem ég fæddist því öll börnin kláruðust! Kennarinn, neminn og söngkona Dúkkulís- anna, Erla Ragnarsdóttir, fer ekki úr húsi án þess að vera með höfuðfat. Hún vill helst líka hafa ullarsokka með í för enda finnst henni óþægilegt að vera kalt. „Ég binst nú yfirleitt ekki tilfinningaböndum við flíkur,“ segir Erla Ragnarsdóttir hugsi. „Ætli það séu samt ekki húfur sem ég held mest upp á. Ég á fullt af húfum og hettum og fer eiginlega aldrei út úr húsi nema vera með höfuðfat.“ Ástæðan að baki húfuástinni er einföld. „Mér finnst vont að vera kalt. Ég fer yfirleitt alltaf út með ullarsokka í töskunni og húfu á höfðinu. Þetta er kannski bara eitthvað sem ég ólst upp við, bróðir minn er líka svona og mamma kallar okkur húfutarsan.“ Erla á eina húfu sem hún notar mest. Sú er bleik, grjófprónuð og dálítið klunnaleg en mjög mjúk og hlý. Hún fékk hana í Kolaportinu en Erlu finnst einmitt mest gaman að búðum sem selja gömul föt. „Mér finnst voða gaman að róta og gramsa. Ég fer mikið í Spútnik, Illgresi og Kola- portið og svo eru nokkrar mjög skemmtilegar búðir í hliðargötunum í Köben,“ segir hún. Erla hefur í nógu að snúast. Hún kennir sögu, stjórnmálafræði og lífsleikni í Flensborg og nemur opinbera stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Eins og flestir vita er hún einnig söngkona hljóm- sveitarinnar Dúkkulísurnar en sveitin er nú að undirbúa nýjan disk sem kemur með vorinu. „Við vorum að senda frá okkur nýtt lag sem heitir Þú ert svo ótrúlega leiðinleg. Það er gamalt Blondie- lag en við sömdum nýjan texta við það sem fjall- ar enn og aftur um konur.“ Erla segir hljóm- sveitina ekki ætla að gera nein jólalög. „Nei, við erum ekkert í því. Maður reynir bara að sinna fjölskyldu og vinnu og njóta jólanna.“ mariathora@frettabladid.is Kallar okkur húfutarsan Erla með klunnalegu en hlýju húfuna sína. FRETTABLAÐIÐ/HARI Góðan dag Í dag er fullveldisdagurinn 1. desember 335. dagur ársins 2005 Trönuber verja tennur okkar gegn tannskemmdum samkvæmt nýjustu rann- sóknum. Þau innihalda efni sem hindra að skaðlegar bakteríur nái festu í munnholinu og draga þannig úr tann- skemmdum. Vísindamenn eru himinlifandi yfir þess- um niðurstöðum og hvetja til þess að boðið verði upp á trönuber í öllum jólaboðum þetta árið. Alþjóðlegi alnæmisdagurinn er á morgun og af því tilefni mun Félag samkynhneigðra stúd- enta standa fyrir blysgöngu til minningar um þá sem látist hafa úr alnæmi. Gengið er frá gatnamótum Laugavegs og Skólavörðustígs og sem leið liggur að Fríkirkjunni. Gangan hefst kl. 20.00. Kostnaðarlaus eldvarnar- úttekt stendur nú íbúum fjölbýlishúsa til boða en það er Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins sem býður þessa þjónustu. Nú þegar jólaseríur og kertaljós loga í hverjum glugga er gott að hafa örygg- ismálin í lagi svo jólin verði sem ánægjulegust. Hægt er að pannta skoðun á www.shs.is. LIGGUR Í LOFTI [JÓL HEIMILI HEILSA TÍSKA] LÍKAMSRÆKT Færri æfa í desember bls. 10 STÓRIR POTTAR Nauðsynlegir um jólin bls. 8 HEKLAR Ylur á höndum þjóðarinnar bls. 2 Kærleikskúlan kemur nú út í þriðja sinn og er það listamaðurinn Rúrí sem leggjur Styrktarfélagi lam- aðra og fatlaðra lið með verkinu ÁN UPPHAFS - ÁN ENDIS. Í dag kl. 14.00 verður fyrsta kærleikskúla ársins 2005 afhent í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Frú Dor- rit Moussaieff mun afhenda fyrstu kærleikskúlu ársins og þeir Bjarki Birgisson, Tómas Birgir Magnússon og Guðbrandur Einarsson veita henni móttöku. Þeir lögðu á sig erfiða göngu hringinn í kringum landið í þeim tilgangi að vekja athygli á lífi og aðstæðum barna með sérþarfir. Markmiðið með sölu kærleikskúlunnar er að auðga líf fatl- aðra barna og ungmenna og rennur allur ágóði til starfs í þeirra þágu. Sölutímabil kærleikskúlunnar er frá 5. til 19. desember. Sölustaðir eru Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra, Home Art í Smáralind, Kokka á Laugavegi, Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, Villeroy & Boch í Kringlunni, Bláa blómið á Höfn, Norska húsið í Stykkishólmi og Valrós á Akureyri. Kærleikskúlan afhent Listakonan Rúrí gerði kærleiks- kúluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.