Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 28
 1. desember 2005 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Árið hófst með fáheyrðum frost- hörkum, svo að gengt var úr Reykjavík út í Engey og Viðey og einir sjö ísbirnir gengu á land fyrir norðan og austan. Faxaflóinn var nær allur ein íshella. Katla gaus í kaupbæti. Spænska veikin lagði síðar um árið tæplega fimm hundruð manns í gröfina, þar af helminginn í Reykjavík. Blöðin hættu að koma út, búðir stóðu lok- aðar. Stríðinu mikla lauk um líkt leyti eftir fjögurra ára blóðbað. Einn atburður gnæfði samt yfir aðra hér heima þetta örlagaríka ár, 1918. Ísland varð fullvalda ríki hinn 1. desember að loknu löngu þrefi við dönsku stjórnina og innbyrðis hér heima. Forfeður okkar og mæður fögnuðu fullveld- inu þennan dag eins og þau höfðu fagnað stríðslokunum þrem vikum fyrr: í skugga dauðans. Við höfðum fengið heima- stjórn 1904, en hún var auðvit- að bara áfangi á langri leið, ekki endastöð. Fjórum árum síðar var frumvarp til laga um samband Íslands og Danmerkur næsta ald- arfjórðunginn („Uppkastið“) borið undir atkvæði þjóðarinnar. Báðir helztu stjórnmálaleiðtogar lands- ins studdu frumvarpið, Hannes Hafstein ráðherra og Valtýr Guð- mundsson, sem lagði grunninn að heimastjórninni, en allt kom fyrir ekki: Uppkastið var kolfellt. Kjós- endur notuðu ferðina á kjörstað til að leggja blessun sína yfir áfeng- isbann með 60 prósent greiddra atkvæða gegn 40 prósent. Landið logaði í illdeilum næstu ár, stafn- anna á milli, svo að fara varð aftur á Sturlungaöld til að finna sam- jöfnuð. Þannig gerðist það, að full- veldið fékkst ekki fyrr en 1918. Að fullveldinu fengnu, tíu árum of seint, vantaði ekki mikið upp á fullt sjálfstæði. Það, sem enn skorti á, var helzt það, að Danir fóru enn með utanríkismál Íslands í umboði Íslendinga og gættu jafn- framt fiskveiða í landhelgi Íslands og Hæstiréttur Dana var æðsta dómsvald í íslenzkum málum, þar til Íslendingar stofnuðu eigin Hæstarétt, og það var gert strax 1920. Eftir stóðu þá utanríkismál- in og einnig spurningin um það, hvort Ísland ætti að fengnu fullu sjálfstæði að halda formlegu sam- bandi við dönsku krúnuna eins og t.a.m. Kanada og Ástralía standa enn í dag í sambandi við brezku krúnuna. Íslendingar töldu lang- flestir sjálfsagt að slíta til fulls sambandinu við danska kónginn og stofna heldur lýðveldi, og sú varð raunin 1944. Það gerðist þó ekki átakalaust. Um það leyti sem endurskoðun sambandslaganna frá 1918 komst á dagskrá, höfðu þýzkir nasistar hernumið Danmörku. Íslending- ar skiptust nú í tvær fylkingar. Hraðskilnaðarmenn litu svo á, að hernám Danmerkur vorið 1940 gerði Dönum ókleift að efna sam- bandslagasamninginn frá 1918 og því væri rétt að rifta honum og stofna sjálfstætt lýðveldi á Íslandi eins fljótt og hægt væri. Lögskilnaðarmenn vildu bíða. Guðmundur Hannesson læknir lýsti sjónarmiði þeirra svo: „Ég er gamall skilnaðarmaður og er það enn, þótt sambandið við Dani hafi stórkostlega breytzt til batn- aðar á síðari árum. Eigi að síður vil ég ekki hrapa að skilnaði að svo stöddu, meðal annars vegna þess: að okkur ber að halda gerða samninga, og: að okkur er skylt að koma vel og virðulega fram við konung vorn og Dani.“ Lög- skilnaðarmönnum þótti það ekki eiga vel við að segja sig úr lögum við hernumda þjóð. Niðurstaðan varð málamiðlun. Lögskilnað- armönnum tókst að aftra því, að sambandslagasamningnum frá 1918 væri rift vegna ósjálfráð- inna vanefnda hernuminnar þjóð- ar. Hraðskilnaðarmönnum tókst á hinn bóginn að aftra því, að lýðveldisstofnunin væri látin bíða stríðslokanna. Hún var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 1944 með 95 prósent atkvæða gegn rösklega 1 prósenti. Danir voru ekki allir ánægð- ir með þessi málalok. Þeir hefðu heldur kosið, að Íslendingar biðu stríðslokanna og þjóðirnar skildu að skiptum sem tvær frjálsar og fullvalda þjóðir. En þeir létu Íslendinga ekki gjalda þessara lykta. Danir sýndu hug sinn í verki við lausn handritamálsins aldarfjórðungi síðar. Þeir sýndu Íslendingum þá slíka nærgætni og rausn, að síðan hefur hvergi borið skugga á samband þjóð- anna. ■ Frá fullveldi til sjálfstæðis Hrósar Viðskiptablaðinu Ögmundur Jónasson er aðdáandi Viðskiptablaðsins. Það „er skemmti- legt blað og á skilið mikla útbreiðslu,“ skrifar hann á vefsíðu sína í vikunni. Þetta kemur kannski einhverjum á óvart þar sem gjarnan er litið á Viðskipta- blaðið sem óformlegt málgagn gamla valdakjarnans í Sjálfstæðisflokknum. En sannleikurinn er sá að taugar eru á milli rauðliða og þessara sjálfstæðis- manna og samhljómur í skoðun- um á ótrúlegustu sviðum; munu þeir vel geta hugsað sér að eiga nánara samstarf í stjórnmál- um. Ögmundur hefur þó fyr- irvara á hrósi sínu. Segir að skoðanir blaðsins séu ekki endilega eftirsóknarverðar. En þar séu skemmtilegir pennar og nefnir sérstaklega Birga Tjörva Pétursson, náinn samverkamann Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Vatn Birgir Tjörvi birti pistil um vatn í Við- skiptablaðinu á dögunum, en vatn er einmitt nýjasta hugðarefni Ögmundar. „Grein Birgis Tjörva er um margt ágæt nema hvað að niðurstöður hans orka nokkuð tvímælis,“ skrifar Ögmundur og vill greinilega ekki styggja höfundinn um of. „Birgir Tjörvi skilur ekkert í því að samtök á borð við BSRB skuli vera að beita sér í þágu þess að vatn verði skilgreint sem almannaeign en ekki sem hver önnur verslunarvara. Ég velti því fyrir mér hvort Birgir Tjörvi hafi kynnt sér afleiðingar þess að einkavæða vatnsveiturnar. ... Nánast allstaðar hefur þetta verið til ills. Sannast sagna er ég svolítið undrandi á því að skríbent Viðskipta- blaðsins hafi ekki kynnt sér þessar hliðar málsins“. Einkavæðing vatns „Mín tilfinning er sú að Birgir Tjörvi vilji vera sanngjarn,“ skrifar Ögmundur. „Þegar hann furðar sig á því að BSRB beiti sér gegn einkavæðingu á vatni þá vil ég upplýsa hann um að einkavæðing á vatni hefur nánast alls staðar leitt til hærra verðlags neytenda og lakari starfs- kjara þeirra sem sinna þessari þjónustu. ... Það er til marks um lifandi réttlætis- kennd að vilja varðveita umhverfið og þar með vatnið sem eign okkar allra. ... Þau lagafrumvörp um eignarrétt á vatni, sem nú liggja fyrir Alþingi, styrkja eign- arrétt einkaaðila og ganga þvert á þær kröfur sem nú hljóma... frá samtökum launafólks og almannasamtökum, að vatnið skuli um alla framtíð vera okkar allra.“ gm@frettabladid.is Í DAG SJÁLFSTÆÐI ÍSLANDS ÞORVALDUR GYLFASON Forfeður okkar og mæður fögnuðu fullveldinu þennan dag eins og þau höfðu fagnað stríðslokunum þrem vikum fyrr: í skugga dauðans. Framtíð Byggðastofnunar hangir greinilega á bláþræði um þessar mundir, og ekki í fyrsta skipti sem blæs hressilega um þá stofnun. Forveri Byggðastofnunar - Framkvæmda- stofnun ríkisins - var mjög umdeild allt frá því henni var komið á fót í tíð vinstri stjórnarinnar sem tók við völdum árið 1971 af Viðreisnarstjórninni svokölluðu. Helsta minnismerki um þá stofnun er húsbyggingin við Rauðarárstíg, þar sem utanríkis- ráðuneytið er nú til húsa. Síðar var nafni og skipulagi Fram- kvæmdastofnunar ríkisins breytt í Byggðastofnun árið 1985 og enn síðar voru höfuðstöðvar stofnunarinnar fluttar til Sauðár- króks, þar sem hún er nú til húsa. Með breytingum á fjármálamarkaði breyttist hlutverk Byggðastofnunar, og það er eins og ráðamenn hafi ekki áttað sig á hver þróunin yrði varðandi Byggðastofnun, og því hefur starf- semi hennar siglt í strand ef svo má segja. Það er vissulega þörf á því að styrkja byggðir landsins, en það verður að vera á einhverj- um skynsamlegum nótum. Þróun síðustu missera hefur verið sú að mörg fyrirtæki sem voru í viðskiptum við Byggðastofnun hafa farið til annarra lánastofnana, og það eru að sjálfsögðu best stæðu fyrirtækin, sem almennar lánastofnanir sjá sér einhvern hag í að lána til. Illa stæð fyrirtæki hafa þá gjarnan orðið eftir hjá Byggðastofnun, og gera má ráð fyrir því að fjárhagsvandi stofnunarinnar nú sé að miklu leyti tilkominn vegna breytinga á fjármálamarkaði. Það er líklega búið að gera margar úttektir og athuganir á Byggðastofnun varðandi framtíðarmarkmið og starfsemi stofnunarinnar, og það er þá spurning hvort ekki ætti að stokka spilin rækilega upp og horfa raunsæjum augum á fram- tíðina í þessu tilliti. Tilvera stofnunarinnar á Sauðárkróki má ekki standa í vegi fyrir eðlilegri þróun í þessum efnum. Auðvit- að getur það verið sárt fyrir starfsmennina að sjá á eftir vinnu- staðnum, en er þá ekki hægt að fela starfsmönnunum einhver önnur verkefni, sem eru við þeirra hæfi. Nýverið ákvað dóms- málaráðherra með einu pennastriki að flytja innheimtu sekta frá lögregunni í Reykjavík og til Blönduóss og hefur það fallið í góðan jarðveg þar. Væri ekki með sama hætti hægt að flytja einhverja starfsemi sem heyrir undir iðnaðarráðuneytið til Sauð- árkróks? Hluti af núverandi starfsemi Byggðastofnunar yrði þá flutt til atvinnuþróunarfélaga sem eru starfandi víða um land, og eru í nánari tengslum við einstök fyrirtæki og aðra starfsemi á viðkomandi landsvæði, en mistýrð stofnun á Sauðárkróki. Endalausar úttektir og starfshópar eru varla pappírsins virði, þarna verður iðnaðarráðherra að höggva á hnútinn en ekki að boða eilífar skammtímalausnir, sem sumar hverjar virðast vera á nokkuð gráu svæði eins og áframhaldandi lánveitingar stofnunarinnar. Það verður líka að gera þær kröfur til almennra lánastofnana að þær sinni landsbyggðinni, ekki síður en fyrir- tækjum og einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu, en á það hefur skort í ýmsum tilfellum. Landsbyggðarfólk situr ekki við sama borð í þessum efnum og aðrir landsmenn eins og dæmin sanna. SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Framtíð umdeildrar stofnunar á tímamótum. Tilvera Byggðastofnunar Endalausar úttekir og starfshópar eru varla pappírs- ins virði, þarna verður iðnaðarráðherra að höggva á hnútinn , en ekki að boða eilífar skammtímalausnir, sem sumar hverjar virðst vera á nokkuð gráu svæði eins og áframhaldandi lánveitingar stofnunarinnar AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.