Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 2. desember 2005 3
Ný sending af
vínþrúgum
Nú þurfa piparkökubakarar að
taka sér kefli í hönd og heyja
baráttu. Piparkökuhúsakeppni
Kötlu er að hefjast.
Nú fer piparkökuhúsakeppni
Kötlu að hefjast. Piparkökugerð-
armenn eru farnir að safna að sér
deigi, formum og margaríni og
piparkökuvísan heyrist út um eld-
húsgluggana víða um bæ. En ekki
má nú borða allar piparkökurnar
því það þarf að líma saman pipar-
kökuhúsveggi og þak og skreyta
með öllu tilheyrandi. Piparköku-
húsin á að afhenda í Kringlunni
í síðasta lagi 9. desember og þar
verða meistaraverkin til sýnis
fram til 18. desember. Verðlaun
fyrir fallegasta piparkökuhúsið
verða veitt 17. desember. ■
Piparkökuhúsa-
keppni Kötlu
Íslenska kokkalandsliðið tók
þátt í meistaramóti mat-
reiðslumeistara sem fram fór
í Basel í Sviss í lok nóvember.
Landsliðið fékk silfurverðlaun
fyrir bæði heitt og kalt borð.
Á mótinu kepptu landslið frá þeim
tíu þjóðum sem hafa verið stiga-
hæstar síðastliðin fjögur ár og því
mikill heiður fyrir Ísland að fá að
taka þátt í jafn stóru móti. Keppt
var í bæði heitu og köldu borði og
var eldað fyrir 110 manns.
Kokkalandsliðið náði þeim
glæsta árangri að fá silfurverð-
laun í báðum flokkum og þetta
þykir góður árangur þar sem
keppt er við sterkustu lið heims.
Singapore hlaut gullverðlaun
fyrir kalda borðið og bronsverð-
laun fyrir heita borðið en Kan-
adamenn hlutu gullverðlaun fyrir
heita borðið.
Árlega er gefinn út styrkleika-
listi yfir bestu matreiðsluþjóðir
heims og núna eru Íslendingar
í níunda sæti á þeim lista. Eftir
glæsilegan árangur í Basel má
búast við því að íslenska kokka-
landsliðið færist ofar á styrk-
leikalistanum.
Silfurverðlaun
matreiðslumanna
4-6 skinnlausar kjúklingabringur
1/2 dós hrein jógúrt
2-3 msk. tandoori curry paste frá Patak‘s
Blandið karrímaukinu saman við jógúrtina
og leggið síðan kjúklingabringurnar
í blönduna. Geymið í kæli í nokkrar
klukkustundir.
Raita-sósa
1/2 gúrka smátt skorin
2 ds. hrein jógúrt
2 msk. 10% sýrður rjómi
Örlítið salt
Blandið öllu vel saman og geymið í kæli.
Látið bringurnar í eldfast fat og eldið í
ofni við 180°C í 20-25 mín. Berið fram
með raita-sósunni, mango chutney og
hrísgrjónum eða naan-brauði.
Indverskur
kjúklingur
UPPSKRIFT FRÁ JÓNI INGVARI
BRAGASYNI ÆTLUÐ FYRIR 4-6.
Íslenska kokkalandsliðið náði glæstum árangri
á meistaramóti kokkalandsliða í Basel í Sviss.
MYND/BJARNI GUNNAR KRISTINNSSON
uppskrift }
1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6
Jindalee Estate er ástralskt
fjölskyldufyrirtæki, í suðaust-
urhluta Ástralíu, og nær saga
þess allt aftur til 18. aldar.
Nafnið Jindalee kemur úr máli
frumbyggja svæðisins og er
hver flaska skreytt með
mynd dýrs frá svæðinu. Inn-
flytjandi Jindalee-vínanna
hefur nú, m.a. vegna hag-
stæðs gengis, getað lækkað
verðið á flöskunni úr 1.190
kr. í 1.090 kr. og fást vínin í
Heiðrúnu og Kringlunni.
Jindalee Shiraz:
Þroskaðar plómur og sólber
ásamt vanillukeimi. Þetta
frábæra vín er í skemmti-
legu jafnvægi og hvítur
pipar og krydd setja
punktinn yfir i-ið. Hent-
ar vel með dökku kjöti,
svo sem nauti, villibráð,
gæs og rjúpu.
Jindalee Cabernet
Sauvignon:
Ríkulegur sultað-
ur ávaxtakeimur,
ásamt myntu og
sólberjum sem
njóta sín vel. Fín-
legt tannín og
eikartónn gefa
víninu skemmti-
legan endi. Langt
eftirbragð með
góðri mýkt. Hentar vel
með lambakjöti, villi-
bráð, kjötforréttum og
villibráðarpaté.
Jindalee Merlot:
Vottur af plómum,
sólberjum og rifs-
berjum. Ögn af
kaffi í angan. Van-
illu- og eikarkeimur
kemur vel fram og
gefur víninu fínlegt
yfirbragð og góða
mýkt. Frábært með
reyktu kjöti, kalk-
úna, kjúklingi og
léttreyktu fugla-
kjöti.
JINDALEE: Verðlækkun vegna hagstæðs gengis