Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 2. desember 2005 3 Ný sending af vínþrúgum Nú þurfa piparkökubakarar að taka sér kefli í hönd og heyja baráttu. Piparkökuhúsakeppni Kötlu er að hefjast. Nú fer piparkökuhúsakeppni Kötlu að hefjast. Piparkökugerð- armenn eru farnir að safna að sér deigi, formum og margaríni og piparkökuvísan heyrist út um eld- húsgluggana víða um bæ. En ekki má nú borða allar piparkökurnar því það þarf að líma saman pipar- kökuhúsveggi og þak og skreyta með öllu tilheyrandi. Piparköku- húsin á að afhenda í Kringlunni í síðasta lagi 9. desember og þar verða meistaraverkin til sýnis fram til 18. desember. Verðlaun fyrir fallegasta piparkökuhúsið verða veitt 17. desember. ■ Piparkökuhúsa- keppni Kötlu Íslenska kokkalandsliðið tók þátt í meistaramóti mat- reiðslumeistara sem fram fór í Basel í Sviss í lok nóvember. Landsliðið fékk silfurverðlaun fyrir bæði heitt og kalt borð. Á mótinu kepptu landslið frá þeim tíu þjóðum sem hafa verið stiga- hæstar síðastliðin fjögur ár og því mikill heiður fyrir Ísland að fá að taka þátt í jafn stóru móti. Keppt var í bæði heitu og köldu borði og var eldað fyrir 110 manns. Kokkalandsliðið náði þeim glæsta árangri að fá silfurverð- laun í báðum flokkum og þetta þykir góður árangur þar sem keppt er við sterkustu lið heims. Singapore hlaut gullverðlaun fyrir kalda borðið og bronsverð- laun fyrir heita borðið en Kan- adamenn hlutu gullverðlaun fyrir heita borðið. Árlega er gefinn út styrkleika- listi yfir bestu matreiðsluþjóðir heims og núna eru Íslendingar í níunda sæti á þeim lista. Eftir glæsilegan árangur í Basel má búast við því að íslenska kokka- landsliðið færist ofar á styrk- leikalistanum. Silfurverðlaun matreiðslumanna 4-6 skinnlausar kjúklingabringur 1/2 dós hrein jógúrt 2-3 msk. tandoori curry paste frá Patak‘s Blandið karrímaukinu saman við jógúrtina og leggið síðan kjúklingabringurnar í blönduna. Geymið í kæli í nokkrar klukkustundir. Raita-sósa 1/2 gúrka smátt skorin 2 ds. hrein jógúrt 2 msk. 10% sýrður rjómi Örlítið salt Blandið öllu vel saman og geymið í kæli. Látið bringurnar í eldfast fat og eldið í ofni við 180°C í 20-25 mín. Berið fram með raita-sósunni, mango chutney og hrísgrjónum eða naan-brauði. Indverskur kjúklingur UPPSKRIFT FRÁ JÓNI INGVARI BRAGASYNI ÆTLUÐ FYRIR 4-6. Íslenska kokkalandsliðið náði glæstum árangri á meistaramóti kokkalandsliða í Basel í Sviss. MYND/BJARNI GUNNAR KRISTINNSSON uppskrift } 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6 Jindalee Estate er ástralskt fjölskyldufyrirtæki, í suðaust- urhluta Ástralíu, og nær saga þess allt aftur til 18. aldar. Nafnið Jindalee kemur úr máli frumbyggja svæðisins og er hver flaska skreytt með mynd dýrs frá svæðinu. Inn- flytjandi Jindalee-vínanna hefur nú, m.a. vegna hag- stæðs gengis, getað lækkað verðið á flöskunni úr 1.190 kr. í 1.090 kr. og fást vínin í Heiðrúnu og Kringlunni. Jindalee Shiraz: Þroskaðar plómur og sólber ásamt vanillukeimi. Þetta frábæra vín er í skemmti- legu jafnvægi og hvítur pipar og krydd setja punktinn yfir i-ið. Hent- ar vel með dökku kjöti, svo sem nauti, villibráð, gæs og rjúpu. Jindalee Cabernet Sauvignon: Ríkulegur sultað- ur ávaxtakeimur, ásamt myntu og sólberjum sem njóta sín vel. Fín- legt tannín og eikartónn gefa víninu skemmti- legan endi. Langt eftirbragð með góðri mýkt. Hentar vel með lambakjöti, villi- bráð, kjötforréttum og villibráðarpaté. Jindalee Merlot: Vottur af plómum, sólberjum og rifs- berjum. Ögn af kaffi í angan. Van- illu- og eikarkeimur kemur vel fram og gefur víninu fínlegt yfirbragð og góða mýkt. Frábært með reyktu kjöti, kalk- úna, kjúklingi og léttreyktu fugla- kjöti. JINDALEE: Verðlækkun vegna hagstæðs gengis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.