Fréttablaðið - 07.12.2005, Síða 1

Fréttablaðið - 07.12.2005, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI > Markaðurinn Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... FYLGIR MEÐ FRÉTTABLAÐINU Í DAG Forstjóri KB banka Rísandi stjarna Nýr taktur Seðlabankans Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Mikið tap á Yankees Launakostnaður íþyngjandi Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 7. desember 2005 – 36. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Sneiða hjá yfirtöku | Yfirtöku- nefnd telur að Venus sé skylt að gera yfirtökutilboð í Hampiðjuna. Fjármálaeftirlitið mun líklega skera úr um málið. Hækka verðmat | Citigroup hef- ur hækkað verðmat sitt á easyJet úr 280 pensum á hlut í 400 pens. Baugur Group og KB banki eru meðal hluthafa í easyJet. Fellur frá kauprétti | Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans, hefur fallið frá rétti sín- um til að kaupa 2,9 milljónir hluta í bankanum og fær laun sem nem- ur mismuninum. Kaupir söluaðila | Össur hf. hef- ur keypt breska stuðningstækja- fyrirtækið IMP fyrir um 1,2 millj- arða íslenskra króna og hefur þeg- ar tekið við rekstrinum. Hækkar stýrivexti | Evrópski seðlabankinn hefur hækkað stýri- vexti um 0,25 stig. Standa þeir í 2,25 prósentum og hafa ekki verið svo háir síðan í október 2000. Novator kaupir | Novator, eign- arhaldsfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur eignast all- an hlut Viva Ventures í búlgarska fjarskiptafélaginu BTC. Bættur rekstur | Hagnaður Icelandic Group eftir skatta á þriðja ársfjórðungi var 289 millj- ónir króna. Það er ívið betra en spár greiningaraðila sögðu til um. Standa við verðmat | KB banki vísar á bug gagnrýni Atorku Group um að vinnubrögð bankans vegna greiningar á Jarðborunum hafi verið ófagleg. Stjórnendur hagnast | Átta stjórnendur KB banka hafa geng- ið frá kaupum á hlutabréfum í bankanum fyrir 232 milljónir. Markaðsvirði hlutanna er 262 milljónir. JÓN KARL ÓLAFSSON, FORSTJÓRI ICELANDAIR Fær nýjan kauprétt á geng- inu 13,6 og nýtti sér eldri kauprétt á geng- inu 5,97 sem hann seldi að hluta fyrir 55 milljónir króna. Stjórnendur í FL Group fá kauprétt Kaupréttur fimmtán starfs- manna hækkar um 800 milljónir á tveimur árum. FL Group hefur gert kaupréttar- samninga við átta lykilsstarfs- menn fyrir 203 milljónir króna að nafnvirði. Koma hlutirnir til inn- lausnar á næstu þremur árum. Kaupgengið er 13,6 krónur á hlut sem er sama gengi og fjárfestum bauðst að kaupa á í nýafstöðnu hlutafjárútboði. Hlutabréf í FL Group hafa hækkað um fimmt- ung frá útboði og því er ljóst að ávinningur starfsmanna getur orðið verulegur ef gengið helst hátt. Heildarupphæð samninganna nema því 2.761 milljónum króna en markaðsvirðið er nokkuð hærra eða 3.329 milljónir króna. Kaupréttur hvers stjórnanda er mismunandi. Þannig fær Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestingasviðs, að kaupa um 51 milljón hluta á genginu 13,6 en Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, um 18 milljónir hluta. Jafnframt hafa þrír fram- kvæmdastjórar hjá FL Group, Jón Karl, Magnús Kr. Ingason og Halldór Vilhjálmsson, ásamt tólf öðrum starfsmönnum, nýtt sér kauprétt að 77 milljónum hluta á genginu 5,97. Mismunur á kaup- verði og núverandi markaðsvirði er því um 800 milljónir króna og hafa þessir þrír aðilar selt bréfin að hluta. - eþa Hafliði Helgason skrifar Hækkun skuldabréfa KB banka á eftirmarkaði í Evórpu hafði ekki áhrif á útboð bankanna á skulda- bréfum í Bandaríkjunum. Íslandsbanki og KB banki gáfu út skuldabréf í Bandaríkjunum og voru kjörin í samræmi við þau kjör sem bankarnir hafa fengið í fyrri skuldabréfaútboðum. Útboð KB banka er það stærsta sem íslenskur banki hefur ráðist í hingað til eða fyrir hátt í hundrað milljarða íslenskra króna. Desember er talinn erfiður mán- uður á skuldabréfamörkuðum, þar sem margir fjárfestar taka til í söfnum sínum fyrir áramót. KB banki gaf út víkjandi skuldabréf sem færast á eiginfjárþátt A í samræmi við reglur um fjár- málastofnanir. Bréfin voru seld sterkum banda- rískum fjárfestum og er ekki eftirmarkaður með þau. Þau eru án tímamarka, en eru innkallanleg að tíu árum liðnum. „Við fengum sambærileg kjör í þessu útboði og við höfum fengið í útboðum á Evr- ópumarkaði fyrr,“ segir Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar KB banka. Hann segir því að umræða og hækkun á skuldabréfum ís- lensku bankanna á eftirmarkaði hafi ekki haft áhrif á þetta útboð. „Við ætluðum að sækja 150 milljónir bandaríkjadala í þessu útboði, en enduð- um í 165. Við erum mjög ánægðir með þessa niður- stöðu sem sýnir að sú umræða sem verið hefur um skuldabréf bankanna hefur ekki haft nein áhrif á kjör okkar.“ Fyrir utan útgáfu sem telst til eiginfjárþáttar A gaf bankinn út önnur skuldabréf fyrir 1,25 millj- arða dala og nam útgáfa bankans öll því um 1,4 milljörðum bandaríkjadala eða hundrað milljörð- um króna sem er stærsta útgáfa íslensks banka á þessum markaði og stærsta útgáfa íslensks banka hingað til. „Útgáfan er af svipaðri stærðargráðu og hjá meðalstórum evrópskum bönkum og greinilegt að Bandaríkjamarkaður meðhöndlar okkur eins og hvern annan traustan evrópskan banka.“ Hann seg- ir svo stóra útgáfu sýna mikinn stuðning fjárfesta. Íslandsbanki gaf út bréf fyrir 200 milljónir dala og eru kaupendur þeirra aðilar sem ekki hafa fjár- fest áður í útboðum bankans. Ingvar Heiðar Ragn- arsson, forstöðumaður fjárstýringa Íslandsbanka, segir þessa tilteknu útgáfu tilkomna að frumkvæði bandarískra fjárfesta sem höfðu áhuga á að kaupa skuldabréf bankanum. „Kjörin sem við fengum eru sambærileg við fyrri útgáfur á þessum markaði.“ Íslandsbanki var fyrstur íslensku bankanna til að fara á Bandaríkjamarkað síðasta sumar og hefur síðan gefið út skuldabréf fyrir á annan milljarð bandaríkjadala. F R É T T I R V I K U N N A R 2 10-11 6 Fjárfestar undir forystu Baugs og Pálma Haraldssonar vinna sam- kvæmt heimildum að yfirtökutil- boði á Whitthard of Chelsea sem er verslanakeðja með te, kaffi og sælkeravörur. Fyrir á Baugur ásamt Pálma sælkerakeðjuna Julian Graves, en samkvæmt þeim sem þekkja vel til smásölu- markaðar passar rekstur Whitt- hard og Julian Graves vel saman. Gengi bréfa Whitthard tók kipp á markaði í gær og sendi stjórn félagsins tilkynningu um að aðilar hefðu sýnt yfirtöku áhuga. Pálmi Haraldsson er stjórnarformaður Julian Graves. Hann hvorki neitaði né játaði því að hann ásamt Baugi væri aðili að tilboði í Whitthard. Gengi bréfa Witthard hækkaði snarlega í gær og hafði hækkað í 93 pens á hlut þegar það fór hæst í gærmorgun. Það gengi er sam- kvæmt heimildum mun hærra en það sem hugsanlegt yfirtökutil- boð gæti hljóðað upp á. Líklegt er að yfirtökutilboð muni verða á gengi milli áttatíu og níutíu pens á hlutinn. Baugur hefur haft augastað á Whitthard um tveggja ára skeið, en gengi bréfa félagsins hefur lækkað verulega síðastliðið ár. Það stóð í um 190 pensum fyrir ári síðan, en stóð í 75 pensum við opnun markaða í gærmorgun. Markaðsvirði félagsins er ríflega tveir milljarðar króna. -hh Íslenskum bönkum vel tekið í Bandaríkjunum KB banki og Íslandsbanki hafa sótt sér fé með skuldabréfa- útgáfu á Bandaríkjamarkaði. Kjörin voru sambærileg við fyrri kjör bankanna og hækkun á eftirmarkaði í Evrópu hafði því ekki áhrif á bandarísku útboðin. Stefna á yfirtöku Whitthard Baugur og Pálmi Haraldsson hyggjast gera yfirtökutilboð í sælkeraverslana- keðjuna Whitthard of Chelsea. Verðmætið er ríflega tveir milljarðar króna. Fr ét ta bl að ið /S te fá n 01_20_Markadur lesið 6.12.2005 15:06 Page 3 Sími: 550 5000 MIÐVIKUDAGUR 7. desember 2005 — 331. tölublað — 5. árgangur JÓLALEST COCA-COLA KEMUR EFTIR 3 DAGA ÞÓRUNN SÆMUNDSDÓTTIR Hannar og selur handverk bílar ferðir jólin koma Í MIÐJU BLAÐSINS ÁSGEIR KOLBEINSSON Hættur sem dag- skrárstjóri FM957 Vill komast í nýtt starfsumhverfi FÓLK 50 Hverjir verða hvað? Krónprinsar og krón- prinsessur kynnt til sögunnar. Mun einhver geta toppað Völu Matt? FÓLK 36 LÖGREGLUMÁL Tuttugu og fimm ára karlmaður situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að þjófnaði úr heimabönkum. Maðurinn var handtekinn í fyrrakvöld og í gærmorgun var hann úrskurðaður af Héraðsdómi Reykjavíkur í gæsluvarðhald í eina viku. Hann virðist tengjast fleiri en einu þjófnaðarmáli úr heimabönkum, því inn á reikn- inga á hans vegum hafa farið, með millifærslum úr tölvu, talsverðar upphæðir af reikningum annars fólks. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru fjögur einstök þjófnaðarmál úr heimabönkum til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Hið fyrsta kom upp í lok sumars en það nýjasta í vikunni sem leið. Þær fjárhæðir sem stolið hefur verið af reikn- ingum nema frá 100 þúsund krón- um og upp í rúmlega 1,5 milljónir króna. Í síðustu viku varð ungur maður þess var að 100 þúsund krónur voru horfnar af debetreikningi hans. Hann gerði forráðamönn- um bankans viðvart og þeir leit- uðu til lögreglu, sem þegar hafði fyrri mál til rannsóknar. Þjófarnir hafa ekki ráðist á tölvukerfi bankanna heldur á einkatölvur fólks og þannig náð út peningum. Lélegar eða engar vírusvarnir eða eldveggir í tölv- um auðvelda mönnum slík afbrot. Það getur meðal annars stafað af því að tölvunotendur hafi farið inn á sýktar heimasíður. Einnig getur verið um svokallaðan „trójuhest“ að ræða sem berst í formi tölvu- pósts og inniheldur viðhengi með vírusum sem reyna að slökkva bæði á veiruvörnum og eldveggj- um. Tölvunotendur geta látið fagmenn ganga úr skugga um að öryggisatriði búnaðar þeirra séu í lagi. Notendur heimabanka geta fylgst grannt með öllum hreyf- ingum á reikningum sínum með því að fá sendan tölvupóst í hvert sinn sem úttekt er gerð af debetreikningi. Einnig geta þeir fengið yfirlit yfir færslur á kreditkortareikning í lok hvers dags með sama hætti. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, staðfesti að maður sæti í gæsluvarðhaldi af þessum sökum og að rannsókn stæði yfir. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig efnislega um rannsóknina meðan hún stæði yfir. jss@frettabladid.is Brotist inn í heimabanka og milljónir millifærðar Ungur karlmaður er í gæsluvarðhaldi, grunaður um þjófnað úr heimabönkum. Fjögur slík mál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Það stærsta kom upp í lok sumars, en þá var yfir einni og hálfri milljón króna stolið úr heimabanka. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með hreyfingum á reikningum sínum. Svarið skiptir máli Jón Ormur Halldórsson veltir því fyrir sér hvort það skipti máli að Íslendingar hafi atkvæðisrétt í alþjóðamálum í ljósi þess sem á undan er gengið. Í DAG 26 Siglir um fjarlæg höf Ólafur Kristjánsson Bolvíkingur heldur upp á sjötugsafmælið sitt fjarri heima- högunum. TÍMAMÓT 28 Tveggja leikja bann Ágúst Björgvinsson, þjálfari kvennaliðs Hauka í körfu- knattleik, fékk tveggja leikja bann fyrir stólakastið í Grinda- vík. Ágúst segir bannið sanngjarnt en þjálfari Grindavíkur er ekki á sama máli. ÍÞRÓTTIR 42 BJARTVIÐRI FYRIR NORÐAN en fremur kalt. Skýjað og dálítil væta með austur- og suðausturströndinni, annars úrkomulítið lengst af. Hiti yfir- leitt 2-6 stig en kaldara fyrir norðan. VEÐUR 4 VEÐRIÐ Í DAG LEYNIFANGELSI Condoleezza Rice hóf för sína til fjögurra Evrópu- landa í Berlín í gær þar sem hún átti viðræður við Angelu Merkel kanslara. Rice hét því á fundinum að Bandaríkjastjórn myndi bæta úr þeim mistökum sem henni hefði orðið á í „stríðinu gegn hryðjuverkum“. ABC-sjónvarpsstöðin herm- ir að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi látið loka tveimur leyni- fangelsum sínum í Austur-Evrópu eftir að ríkisstjórnir í Evrópu kröfðust skýringa á málinu. Ell- efu grunaðir al-Kaídaliðar eru sagðir hafa verið fluttir í stöðvar CIA í Norður-Afríku. Merkel lýsti sig ánægða með þau svör sem Rice hefði gefið sér á fundi þeirra í gær. Rice ítrekaði þar þá yfirlýsingu sem hún gaf í ávarpi á mánudag um að Banda- ríkjamenn stunduðu ekki pynt- ingar á föngum en viðurkenndi þó að mistök ættu sér stað. Þessi orð hennar voru einkum túlkuð sem viðurkenning á því að CIA hefði orðið á mistök er útsendarar hennar rændu þýskum ríkisborg- ara fyrir tveimur árum og fluttu með leynd til Afganistans. Þegar þeim varð ljóst að þeir hefðu farið mannavillt var honum skilað til Þýskalands svo lítið bar á. Geir Haarde utanríkisráð- herra segir skýringar Rice um fangaflugsmál fullnægjandi en því er stjórnarandstaðan ósam- mála. „Þegar menn sjá þann felu- leik sem er í kringum þetta mál er augljóst að þarna er óhreint mjöl í pokahorninu. Íslensk stjórnvöld geta ekki skýlt sér á bak við það að fá eða fá ekki upplýsingar fá Bandaríkjamönnum,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Sjá síður 6, 22 og 22. Condoleezza Rice hitti Angelu Merkel Þýskalandskanslara í gær: Leynifangelsum lokað í skyndi LÖGREGLA Lögreglunni í Reykjavík barst í fyrrakvöld tilkynning um mann sem beraði sig fyrir framan stúlkur sem spiluðu fótbolta við Grímsbæ í Fossvoginum. Sjö stúlkur voru við fótbolta- iðkun um kvöldmatarleytið þegar þær urðu mannsins varar og tóku samstundis til fótanna. Létu þær foreldra vita, sem kölluðu til lög- reglu. Maðurinn var á bak og burt þegar laganna verðir komu á stað- inn. Lögregla hefur ekki haft hend- ur í hári mannsins en eina lýsing- in sem hún hefur á að byggja er að hann var dökkklæddur. Lögreglan segir talsvert vera um að tilkynn- ingar af þessu tagi berist en örðugt sé að finna sökudólgana vegna þess að seint er hringt eða þá að lýsingar séu af skornum skammti. - saj Dóni á ferð í Fossvogi: Berar sig við börn að leik HÉRAÐSDÓMUR PLÁSTRAÐUR Hópur fólks límdi plástra á húsnæði héraðsdómstóla víðs vegar um landið í gær í þeim tilgangi að vekja athygli á vanheilsu réttarkerfisins. Aðstandendur sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi stóðu að plástruninni. „Þetta var hvergi mjög fjölmennt en alls staðar mjög táknrænt,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Átakið er alþjóðlegt og stendur til 10. desember en þá er alþjóðlegur mannréttindadagur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.