Fréttablaðið - 07.12.2005, Side 6
6 7. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR
BAGDAD, AP Í það minnsta 43 létu
lífið og 73 særðust þegar tveir
menn gyrtir sprengjubelti frömdu
sjálfsmorðsárás í lögregluskóla í
Bagdad í gær. Í fyrstu var talið að
konur hefðu verið að verki en þær
fregnir voru dregnar til baka.
Uppreisnarmenn í Írak hafa
beint spjótum sínum í auknum
mæli að lögreglu- og hermönnum í
því skyni að spilla fyrir uppbygg-
ingu öryggissveita landsins. Árásin
í gær var sú mannskæðasta sinnar
tegundar frá því í 28. febrúar en
þá dóu 128 manns í bænum Hillah,
flestir verðandi lögreglumenn.
Á meðan þessu stóð héldu rétt-
arhöldin yfir Saddam Hussein og
sjö samstarfsmönnum hans áfram.
Á meðal þeirra sem báru vitni var
kona sem var handtekin og pynt-
uð í bænum Dujail árið 1982. Hún
lýsti því grátandi hvernig hún hefði
verið afklædd, barin og gefið ítrek-
að raflost af lögreglumönnum. Hún
gaf einnig í skyn að sér hefði verið
nauðgað. Saddam hlýddi þögull á
vitnisburð konunnar, en hún tal-
aði úr öðru herbergi og hafði rödd
hennar verið breytt svo ekki mætti
bera á hana kennsl.
Þá birti al-Jazeera sjónvarps-
stöðin myndband af bandarískum
manni sem virtist vera gísl herm-
darverkamanna. Mannrán á útlend-
ingum færast því stöðugt í vöxt en
á mánudaginn var frönskum verk-
fræðingi rænt.
- shg
Á SJÚKRABEÐI Hinn slasaði er eitt lög-
regluþjónaefnanna sem lentu í árásinni
í gær. Faðir hans heilsaði upp á hann á
sjúkrahúsið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
43 féllu í sjálfsmorðsárás á meðan réttarhöldin í Bagdad héldu áfram:
Skelfilegum pyntingum lýst
KJÖRKASSINN
Hefurðu áhyggjur af kólnandi
veðri vegna breytinga á Golf-
straumnum?
Já 57%
Nei 43%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Telurðu að utanríkisráðherra
Bandaríkjanna hafi gefið full-
nægjandi skýringar á meintu
fangaflugi?
AÐSTOÐ Fyrsta jólaúthlutun Fjöl-
skylduhjálpar Íslands fer fram
í dag frá klukkan þrjú til fimm.
Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá
Fjölskylduhjálpinni segir að einnig
verðu úthlutað miðvikudagana 14.
og 21. desember.
Matvælum verður úthlutað í
húsakynnum Fjölskylduhjálpar-
innar að Eskihlíð 2-4. Ásgerður
Jóna segir að fólk geti valið hvort
það vilji hamborgarhrygg, hangi-
rúllu eða lambalæri. Einnig verði
úthlutað grænmeti, kartöflum, ís
og jólaöli.
Fjölskylduhjálpin tekur við
gjöfum á milli klukkan tólf og
fimm í dag og næstu miðvikudaga
til jóla.
- th
Fjölskylduhjálp Íslands:
Úthlutun hafin
GEIR HAARDEGUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSONSTEINGRÍMUR J. SIGFÚSSONMÖRÐUR ÁRNASON
FANGAFLUG „Var ekki Condoleezza
Rice uppvís að því að fara með
lygar gagnvart Írum? Það er búið
að staðfesta að Bandaríkjamenn
hafi verið með fangelsi í öðrum
löndum þar sem þeir stunda það
sem þeir kalla háþróaðar yfir-
heyrsluaðferðir,“ segir Guðjón
Arnar Kristinsson, Frjálslynda
flokknum, um þá yfirlýsingu
Geirs Haarde utanríkisráðherra
að hann sé sáttur við þau svör sem
Rice gaf um fangaflug og pynt-
ingar í leynifangelsum á vegum
Bandaríkjamanna.
„Það er alltaf sami undirlægju-
hátturinn á ferðinni hér ef ein-
hver pótintáti í Bandaríkjunum
opnar á sér kjaftinn. Það á alltaf
bara að taka það gott og gilt. Mér
finnst ekki að við eigum að gera
það,“ bætir Guðjón við.
Í yfirlýsingu frá utanríkis-
ráðuneytinu hefur komið fram að
Geir þyki svörin fullnægjandi og
hefur hann sagt að nú sé kominn
ákveðinn botn í málið.
Í ræðu Rice, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, á dögunum sagði
hún að allt sem Bandaríkin gerðu
í nafni stríðsins gegn hryðjuverk-
um væri innan ramma laganna en
neitaði þó að svara fyrirspurnum
um tilvist leynifangelsa.
„Það er furðulegt að reyna að
túlka þessa loðmullulegu yfir-
lýsingu Condoleezzu Rice sem
einhverja hreinsun á málinu
hvað varðar okkur Íslendinga.
Í raun og veru eru bæði Rice og
Geir Haarde ótrúlega seinheppin
vegna þess að á sama tíma birta
bandarískir fjölmiðlar, Amnesty
International og Mannréttinda-
vaktin afhjúpandi upplýsingar
um málið,“ segir Steingrímur
J. Sigfússon, formaður Vinstri
grænna. Steingrímur bendir á að
staðfestum málum um fangaflug
og pyntingum í leynifangelsum
á vegum bandarísku leyniþjón-
ustunnar fari sífellt fjölgandi.
„Íslensk stjórnvöld geta ekki skýlt
sér á bak við það að fá eða fá ekki
upplýsingar frá Bandaríkjamönn-
um. Okkur ber skylda til þess að
rannsaka og upplýsa þessi mál,“
segir Steingrímur.
„Það sýnir ótrúlega sáttfýsi að
Geir skuli vera sáttur við þessi
orð Rice vegna þess að rannsókn-
ir fjölmiðla benda til alls annars
en þess sem utanríkisráðherra
Bandaríkjanna fullyrðir í ræð-
unni. Krafan er vitaskuld sú
að íslensk stjórnvöld rannsaki
málið á eigin spýtur en taki ekki
athugasemdalaust þeim svörum
sem frá Bandaríkjunum koma,“
segir Mörður Árnason, þingmað-
ur Samfylkingarinnar.
saj@frettabladid.is
Stjórnarandstaðan
krefst frekari skýringa
Steingrímur J. Sigfússon og Mörður Árnason segja að stjórnvöld eigi að rann-
saka fangaflug Bandaríkjamanna á eigin forsendum. Guðjón Arnar Kristinsson
kallar eftir Norðurlandasamstarfi í málinu og talar um undirlægjuhátt.
Með hass í Egilshöll Átján ára
piltur var dæmdur til greiðslu 30.000
króna sektar í Héraðsdómi Norðurlands
eystra á mánudag. Hann var staddur á
tónleikum bandarísku rokksveitarinnar
Foo Fighters í Egilshöll í Reykjavík þegar
lögregla hafði af honum afskipti og fann
á honum hálft gramm af hassi.
Fangelsi fyrir skilorðsrof Þá var
23 ára maður dæmdur í níu mánaða
fangelsi fyrir þjófnað, en í haust braust
hann inn í kjallaraíbúð á Davík og stal
vídeóupptökuvél, stafrænni myndavél
og fleiri hlutum. Með brotinu rauf hann
skilorð, en maðurinn á sér talsverðan
sakaferil, fyrir þjófnaði, fíkniefna- og
umferðarlagabrot.
HÉRAÐSDÓMUR
STJÓRNMÁL Stjórn Heimdallar,
félags ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík, fordæmir að Alfreð
Þorsteinssyni, stjórnarformanni
Orkuveitu Reykjavíkur, hafi
verið falið að hafa yfirumsjón
með byggingu nýs sjúkrahúss í
Reykjavík. Í ályktun stjórnarinn-
ar segir að Alfreð hafi sýnt fram á
það með störfum sínum hjá Orku-
veitu Reykjavíkur að honum sé
ekki treystandi fyrir almannafé.
„Stórkostleg framúrkeyrsla við
byggingu nýrra höfuðstöðva orku-
veitunnar um rúm 100 prósent,
miðað við upphaflegar áætlanir,
er gott dæmi um það og slíkt má
alls ekki endurtaka sig,“ segir í
ályktun Heimdallar. ■
Heimdallur mótmælir:
Alfreð ekki
treystandi
ALFREÐ ÞORSTEINSSON Heimdallur treystir
honum ekki fyrir almannafé.
LANDHELGISGÆSLAN Störf fjár-
málastjóra Landhelgisgæslunnar
koma innheimtu á útistandandi
björgunarlaunum ekkert við, að
því er segir í tilkynningu sem
Landhelgisgæslan sendi frá sér
í gær. Tilkynningin er svar við
gagnrýni Einars Odds Kristj-
ánssonar þingmanns á fjármála-
stjóra Landhelgisgæslunnar.
„Landhelgisgæslan telur að
þessar fullyrðingar hljóti að
byggjast á misskilningi,“ segir í
yfirlýsingunni og er tekið fram
að starf fjármálastjóra hafi verið
lagt niður.
- saj
Yfirlýsing Landhelgisgæslu:
Gæslan svarar
gagnrýni Einars
LANDHELGISGÆSLAN AÐ STÖRFUM Einar
Oddur Kristjánsson sagði í fréttum að
Landhelgisgæslan sinnti ekki innheimtu.
Skekkti nef tveggja 22 ára maður
fékk svo mánaðarfangelsi í Héraðsdómi
Norðurlands eystra í byrjun vikunnar
fyrir að hafa skallað tvo menn á veit-
ingastaðnum Kaffi Akureyri aðfaranótt
sunnudagsins 1. maí í vor. Hann játaði
brot sitt, en sagðist hafa verið að verja
kærustu sína sem þeir hinir hefðu slegið
til. Maðurinn hefur ekki áður hlotið refsi-
dóm og hefur þegar greitt hinum bætur,
en nef beggja skekktust.
HÉRAÐSDÓMUR
HEILBRIGÐISMÁL Samdráttur í tekj-
um Hjartaverndar leiðir til þess að
hægt verður á framkvæmd rann-
sóknarverkefna félagsins, að sögn
Vilmundar Guðnasonar forstöðu-
læknis. Samdrátturinn stafar eink-
um af hinni gríðarlega óhagstæðu
gengisþróun og kostnaðarhækkun-
um innanlands.
Í lok janúar næstkomandi verða
fimm ár liðin frá því að Öldrun-
arrannsókn Hjartaverndar hófst.
Rannsóknin er samstarfsverkefni
Hjartaverndar og bandarískra
heilbrigðisyfirvalda og ein stærsta
faraldsfræðilega rannsókn á heims-
vísu á heilbrigði öldrunar. Í dag
hafa hátt í sex þúsund einstaklingar
tekið þátt í henni. Á þessari rann-
sókn verður nú að hægja, sem felur
í sér umtalsverða fækkun starfa
eða sem nemur 35 starfsmönnum
sem nú hefur verið sagt upp.
Hjartavernd er með stærstan
hluta sinna tekna í erlendum mynt-
um og nánast allan kostnað í krón-
um. Hefur þetta meðal annars þau
áhrif að þeir fjármunir sem áætlað
var að nýta til Öldrunarrannsóknar-
innar munu ekki nægja.
„Við erum áfram með nær fjöru-
tíu manns í vinnu, bæði í þessu
verkefni og öðrum,“ segir Vilmund-
ur. „Við erum með margar rann-
sóknir auk öldrunarrannsóknar-
innar. Núna erum við til dæmis að
byrja á nýrri áhættuþáttakönnun.
Þá erum við með þjónusturann-
sóknir fyrir aðra. Meginuppistaðan
er náttúrlega öldrunarrannsóknin
en við þurfum ekki að hætta við
neitt af fyrirhuguðum verkefnum,
heldur drögum við saman seglin í
tíma, svo við förum ekki í kaf.“
- jss
Samdráttur vegna óhagstæðrar gengisþróunar:
Hjartavernd hægir á rannsóknum
HJARTAVERND Hægja þarf á rann-
sóknum vegna minnkandi tekna.