Fréttablaðið - 07.12.2005, Side 8

Fréttablaðið - 07.12.2005, Side 8
 7. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR ÞORLÁKSMESSA 2004. GARÐI, REYKJANESBÆ. EIN ERFIÐ BLINDHÆÐ OG SVO HEIM. Isuzu D-Max, Crew Cab (4 dyra), Sjálfskiptur, 3.0 l. dísil. Fáir bílar hafa sannað sig eins vel við íslenskar aðstæð- ur og Isuzu. Þessi sterki og þrautsegi bíll er nú kominn í nýjan og glæsilegan búning. Hann vekur athygli hvert sem hann fer en virðist alltaf passa inn í umhverfi sitt, sama hversu gróft það er. D-Max var valinn Pick-up ársins 2005 af “4x4” maga- zine og hlaut gullverðlaun tímaritsins “What Van” 2004. Komdu til okkar og kynnstu nýjum Isuzu D-MAX. Staðalbúnaður í D-MAX: Vökva- og veltistýri, tveir öryggisloftpúðar, rafdrifnar rúður, útvarp og geislaspilari, snúningshraðamælir, samlæstar hurðir með fjarstýringu, stokkur á milli framsæta, höfuðpúðar í aftursæti, fimm þriggja punkta bílbelti, loftkæling, ABS hemlakerfi, álfelgur, brettakantar, kastarar í framstuðara, leðurklætt stýrishjól, rafstýrðir útispeglar. ����������� ����������� UMHVERFISMÁL Tuttugu og fjórir bandarískir öldunga deildar þing- menn sendu í gær Bush forseta sínum bréf þar sem skorað er á hann að taka af fullum heilind- um þátt í samningaviðræðum á lofts lags þingi Sameinuðu þjóð- anna sem stend ur yfir í Montreal í Kanada. Árni Finnsson, formaður Nátt úru verndar samtaka Íslands, segir ljóst að þrýst ing ur á stjórn Banda ríkjaforseta sé að aukast, en hún hefur sett sig upp á móti Kyoto-samkomulaginu um tak- mörkun á útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda. „Bush er að einangr- ast sífellt meira í afneitunarstefnu sinni, sem því miður hefur líka orðið vart á Íslandi,“ segir hann, en í Montreal var einnig kynnt í gær sam þykkt 180 borgar stjóra í Banda ríkjunum um að fara að Kyoto-bókuninni. „Öldunga deild- ar þing mennir nir eru greinilega að vara Bush við því að brátt verði farið af stað með laga setn- ingu um bind andi tak mark anir á los un gróður húsa loft teg unda, en slík lög yrðu þá í sam ræmi við sam þykkt ir ramma samn ings ins um loft lags breyt ing ar sem Banda - rík in eiga þó aðild að.“ Árni segir hins vegar alveg ljóst að Banda ríkja stjórn ætli ekk- ert að gera. „Fylgis menn Bush for- seta líta á Kyoto sem blóts yrði og allar tak mark anir á athafna frelsi manns ins sem kommún isma. Þess vegna er svo mikil vægt að aðr ar þjóð ir haldi áfram á braut Kyoto- bókunar inn ar.“ Hann segir Nátt- úru verndar sam tök in hafa sent um hverfis ráð herra bréf þar sem skorað er á hana að taka af allan vafa um að Ís land fylgi Noregi, Dan mörku, Sví þjóð og öðr um ríkj um Evrópu að málum hvað varðar áfram hald Kyoto-bókun- arinnar. Sigríður Anna Þórðardóttir um hverfis ráð herra segir ljóst að við munum eiga auð velt með að standa við skuldbindingar Kyoto-bókunarinnar. „En síðan finnst mér og mörg um öðr um að nauð syn legt sé að fá stóru þjóð- ir nar, svo sem Banda ríkja menn, að borð inu. Og eins ríki á borð við Ind land, Kína og Ástralíu. Við heyr um á em bættis mönn um okkar sem komnir eru á undan til Mont real að menn séu farn ir að takast mjög alvar lega á,“ segir hún, en í gærkvöldi flaug Sigríður Anna til Kanada með umhverf- is ráð herra Hollands sem sótti land ið heim. „Það sem skiptir mestu máli er að okkur miði fram á veginn á þessum fundi, sem er sá fyrsti sem er haldinn eftir að ljóst var að Kyoto-bókunin tæki gildi,“ segir Sigríður Anna og kvað einnig horft til þess hvað tæki við þegar fyrsta skuldbindingartíma- bilinu, 2008 til 2012, lyki. „Og á ég nú von á því að það verði heitasta málið.“ olikr@frettabladid.is Stefnir í alvarleg átök í Montreal Umhverfisráðherra segir menn farna að takast alvarlega á í Kanada þar sem loftlagsþing stendur yfir. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir Evrópuþjóðir þurfa að standa saman gegn ríkisstjórn Bandaríkjaforseta. KRÖFUGANGA Í MONTREAL Þúsundir tóku þátt í kröfugöngu í Montreal í Kanada á laugardaginn þar sem varað var við loftslagsbreytingum. Í borginni stendur yfir tíu daga loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna, en þar er til umræðu Kyoto-samkomulagið um útblástur gróðurhúsa- lofttegunda og framhald þess. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁRNI FINNSSON Svartsýnn á að Bandaríkin breyti um stefnu varðandi útblástur gróðurhúsaloft- tegunda. SIGRÍÐUR ANNA Umhverfisráð- herra segir ríða á að fá fleiri þjóðir standi að Kyoto- bókuninni. BORGARMÁL Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokks- ins, gagnrýndi sölu Heilsuvernd- arstöðvarinnar við Barónsstíg á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær. Ólafur finnur sölunni flest til foráttu og segir hana einhverja verstu gjörð sem borgarstjórn Reykjavíkur hafi staðið fyrir um langt árabil enda muni hún valda heilbrigðisþjónustunni í höfuð- borginni óbætanlegu tjóni. Þá lýsi salan fullkomnu virðingarleysi fyrir þeirri hugsjón sem leiddi til þess að húsið var byggt á sínum tíma. „Reynslan sýnir að bæði borgarfu l ltrú- ar R- og D- lista ganga hart fram gegn hagsmun- um almennings og menningar- sögu borgarinn- ar þegar um er að ræða þjónkun við bygginga- verktaka. Menningarsögulegt slys virðist þannig í uppsiglingu,“ segir í bókun Ólafs á fundi borg- arráðs í gær. F-listinn mótmælir sölu Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg í Reykjavík: Menningarslys í uppsiglingu ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Segir sölu Heilsuvernd- arstöðvarinnar einhverja verstu gjörð borgarstjórn- ar Reykjavíkur um langan tíma. HEILSUVERNDARSTÖÐIN Hefur verið seld fyrirtækinu Mark-húsi. SAMGÖNGUMÁL Framkvæmdum á norðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar mun ekki ljúka 2006 eins og áformað var. Ekki er búist við verklokum fyrr en 1. mars 2007. Þetta var tilkynnt á kynningar- fundi sem haldinn var í flug- stöðinni í gær. Þar kom fram að stækkun og breytingar á norður- byggingu flugstöðvarinnar hefðu verið endurskoðaðar og að fram- kvæmdirnar yrðu umfangsmeiri en áður var áformað. Framkvæmdirnar munu hafa umtalsverð áhrif á starfsemina í flugstöðinni á meðan á þeim stendur. Núverandi inngangi far- þega um vopnarleitarhlið á fyrstu hæð, inn í brottfararsal á annarri hæð, verður lokað og jafnframt verður bráðabirgðainngangur fyrir farþega opnaður. Til stend- ur að hann verði notaður fram á næsta ár. - sk Framkvæmdir við flugstöð Leifs Eiríkssonar taka lengri tíma en ætlað var: Starfsemi Leifsstöðvar raskast FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Áform um stækkun og breytingar á flugstöðinni hafa verið endurskoðuð.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.