Fréttablaðið - 07.12.2005, Side 18

Fréttablaðið - 07.12.2005, Side 18
 7. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR18 nær og fjær „ORÐRÉTT“ UPPÁHALDSBJÓR MARGRA KYNSLÓÐA Það gera Tékkar líka. Þess vegna nota þeir 10.000 ára gamalt vatn sem er tekið úr 300 metra djúpri borholu í Budweiser Budvar bjórinn. Þetta hreina og tæra tékkneska vatn gefur bjórnum silkimjúkt yfirbragð. Íslendingar þekkja gott vatn LÉ TT Ö L Bjartsýni er dyggð „Ingibjörg á eftir að leiða Íslendinga inn á nýjar brautir. Það munu fjölmarg- ir bætast í fylgishópinn á næstunni, jafnframt því sem margir eiga eftir að ganga til liðs við flokkinn í pólitísku starfi.“ Stefán Jóhann Stefánsson Samfylking- armaður um flokk sinn og formann í grein í Fréttablaðinu. Vanda sig „Hann [Viðar Eggertsson útvarpsmaður] kallar Lúðvík jafnan „Lúdwig“. Ríkisútvarpið verður að vanda framburð sinn. Pétur Pétursson þulur í bréfi í Morgunblaðinu. Á BÓLAKAFI Jólasveinninn í Japan man eftir öllum, líka fiskunum í Sædýrasafninu í Tókýó. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Harry Potter og Blendingsprins- inn hefur selst allra bóka mest í Bókhlöðunni Pennanum á Ísafirði það sem af er jólabókasölunni þetta árið. Jónas Gunnlaugs- son bóksali segir fólk á öllum aldri kaupa þessa nýjustu bók um galdradrenginn Harry og að spennan vegna hennar sé svipuð og vegna fyrri bókanna. Á hæla Harry kemur bók sem einnig tilheyrir bókaflokki, nefnilega 101 ný vestfirsk þjóð- saga eftir Gísla Hjartarson. Átt- unda bókin er nú komin út. „101 ný vestfirsk þjóðsaga selst alltaf vel,“ segir Jónas og bætir við að þar sem hún sé á hóflegu verði, 1.900 krónur, sé hún oft látin fljóta með í jólapakkana til brott- fluttra. Vetrarborg Arnaldar Ind- riðasonar og Fíasól í hosilo eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttir eru svo í næstu sætum yfir mest seldu bækurnar í Bókhlöðunni Pennanum á Ísafirði. Jónas bóksali hefur lesið tals- vert á síðustu dögum og líst ágæt- lega á það sem hann hefur lesið. „Ég er núna að glugga í Leiðina að heiman eftir Ara Trausta og nýlega las ég Glapræði eftir Eirík Bergmann Einarsson. Mér fannst hún skemmtileg lesning, svo sem ekkert bókmenntaverk en sem afþreying fannst mér hún bara skemmtileg og ég held að hún endurspegli ákveðinn hluta þjóð- félagsins,“ segir Jónas. Hann veit sem er að Glapræði hefur fengið heldur slælega dóma hjá sumum gagnrýnendum en er ósamála þeim. „Ég hafði gaman af að lesa þessa bók.“ Jónas nefnir líka Bæjarins verstu eftir Hrein Vilhjálmsson, sem hefur marga fjöruna sopið á lífsleiðinni. „Í bókinni eru ansi krassandi lýsingar á því sam- félagi sem sumir okkar samborg- ara búa í,“ segir hann um Bæjar- ins verstu. Jónas og samstarfsfólk hans reyna að lesa sem flestar bækur til að geta miðlað upplýsingum til viðskiptavina sinna en á þann veg er þjónustan í Bókhlöðunni á Ísa- firði, sem varð 85 ára í ágúst. HARRY POTTER OG BLENDINGSPRINSINN Mest selda bókin á Ísafirði. BÓKHLAÐAN VIÐ SILFURTORG Jónas bóksali segir Glapræði Eiríks Bergmanns Einarssonar skemmtilega bók. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jólabókasalan hófst fyrir alvöru í Bókhlöðunni Pennanum á Ísafirði um helgina: Harry Potter vinsælastur vestra Söngkonurnar í kvennakór Hornafjarðar fara ekki hefðbundanr leiðir við fjáröflunina í ár. Þær hentu kórkjólunum til hliðar og drifu sig í myndatöku djarf- lega klædddar. Myndirnar prýða dagatal kórsins, sem væntanlega mun hanga uppi víða í Skaftafellssýslu á nýju ári. „Þetta hafði verið að gerjast með okkur í nokkurn tíma, samt meira svona í djóki, en þegar Sigurður Mar Halldórsson ljósmyndari tók svona vel í þetta varð ekki aftur snúið,“ segir Áslaug Íris Vals- dóttir kórfélagi. Sala er nú hafin á dagatalinu og hafa viðbrögðin verið góð en hvað segja bæjar- búar á Hornafirði um framtak- ið? „Það hafa flestir tekið þessu mjög vel, það er frekar á þann veginn að menn bjuggust við því að sjá meira hold því það var búið að gefa ýmislegt í skyn,“ segir Áslaug Íris. En hvernig telur hún að eiginmenn kórkvenna taki því þegar þeir fara að rekast á mynd- ir af léttklæddum konum sínum á veggjum hér og þar um bæinn? „Ég held að þeir geti bara verið stoltir af sínum eiginkonum svo það verða engin vandræði með það,“ svarar Áslaug Íris örugg með sig líkt og söngdíva er hátt- ur. Sigurður Mar er henni alveg sammála. „Þær verða ekki litnar öðrum augum hér á Hornafirði eftir þetta framtak,“ segir hann. „Þær eru glæsilegar á þessum myndum en það vissu það allir fyrir sem eitthvert skynbragð bera á kvenlega fegurð að þetta eru glæsilegar konur. Ég er bara sérlega stoltur yfir því að þær skyldu treysta mér í þetta verk- efni,“ segir ljósmyndarinn. En ekki er dagatalið einungis fyrir fagurkera sem vilja vita hvað tímanum líður því inn á það verða merktir ýmsir atburðir sem munu eiga sér stað í Skafta- fellssýslu. „Þannig að þetta daga- tal er bæði til gagns og gamans,“ segir Áslaug Íris og hlær. En ekki hafa þær kórkonur gleymt hinu eiginlega hlutverki kórsins og munu þær því halda jólatónleika í Nýheimum í kvöld. Hvort þær verði í kórkjólunum eða eitthvað léttklæddari lætur Áslaug Íris ósvarað. jse@frettabladid.is KVENNAKÓR HORNAFJARÐAR Svona líta þær út á dagatalinu og svo er það bara spurning hvernig þær mæta til leiks á jólatónleikunum í Nýheimum í kvöld. Léttklæddar komnar á ról „Það er allt gott að frétta héðan úr Hrunamannahreppi,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í Hrunamanna- hreppi. „Það eru spennandi tímar fram undan hérna hjá okkur og mikill uppgangur. Mjólkurframleiðendur hér eru heldur betur að láta til sín taka. Það eru í það minnsta tíu ný fjós í byggingu eða nýbyggð og þau líkjast nú frekar íþróttahúsum en hefðbundnum fjósum eins og við þekkjum þau frá því í gamla daga.“ Ísólfur Gylfi segir að það séu ekki bara kúabændur sem séu áberandi í sveitarfélaginu. „Hér er náttúrlega líka fjöldi garðyrkjubænda sem framleiða mjög góða vöru. Á Melum verður haldið upp á 25 ára afmæli garðyrkju- stöðvarinnar næstu helgi. Þannig að þetta er allt mjög framsóknarlegt og fínt hérna hjá okkur,“ segir Ísólfur Gylfi og hlær. Auk þess að sinna starfi sveitarstjóra er Ísólfur Gylfi varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn. En saknar hann þess tíma þegar hann var þingmaður í fullu starfi? „Já, þingið er auðvitað mjög lifandi og skemmtilegur vinnustaður. Ég neita því samt ekki að stundum er ég ósköp feginn að vera laus, sérstaklega þegar ég minnist leiðinlegu tímanna.“ Það er greinilega nóg að gera hjá Ísólfi Gylfa í vinn- unni. En er hann farinn að undirbúa jólin nú þegar rétt tæpar þrjár vikur eru til jóla? „Það fer nú lítið fyrir því ennþá. Ég er nú samt búinn að setja upp eina og eina jólaseríu. Það sem gerir jólaundirbúninginn svolítið erfiðan er að ég á þrjú heimili; á Hvolsvelli, Flúðum og í Reykjavík. Sem betur fer á ég afskaplega duglega og góða konu sem hjálpar mér við þetta.“ Aðspurður hvort hann hafi einhvern tíma til að sinna áhugamálum segir Ísólfur Gylfi svo vera. „Ég hef mjög gaman af tónlist og hef sem betur fer svolítinn tíma til að sinna því áhugamáli mínu. Ég syng með Karla- kór Hreppamanna og í fyrsta sinn frá stofnun kórsins héldum við opinbera tónleika í Skálholtsdómkirkju fyrsta sunnudaginn í aðventu og um síðustu helgi sungum við á aðventuhátíð á Flúðum.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON SVEITARSTJÓRI Framsóknarlegt og fínt í hreppnum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.