Fréttablaðið - 07.12.2005, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 07.12.2005, Qupperneq 41
                                 !!" #     "     $       %  &   '      !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+               Að morgni þessa dags árið 1941 gerði japanski herinn árás á flotahöfn og herflugvelli Banda- ríkjamanna á eyjunni Ohau í Hawaii-eyjaklasanum, fyrir- varalaust og án formlegrar stríðsyfirlýsingar. Þetta varð til þess að Bandaríkin drógust inn í síðari heimsstyrjöldina. Við árásina létust færri en hundrað Japanar en meira en 2.400 Bandaríkjamenn. Daginn eftir árásirnar lýsti Roosevelt Banda- ríkjaforseti yfir stríði á hendur Japönum. Á 4. áratug síðustu aldar stefndu Japanar að því leynt og ljóst að verða stórveldi við Kyrrahaf. Þeir hertóku Man- sjúríuhérað 1931 og réðust inn í Kína 1937. Í september árið 1940 gengu þeir í bandalag Öxulveld- anna, Þýskalands og Ítalíu, og í júlí 1941 lögðu þeir undir sig frönsku Indó-Kína, þar sem nú er Víetnam. Bandarísk stjórn- völd brugðust við með efnahags- þvingunum gegn Japönum og að lokum algeru banni við olíusölu til landsins. Þetta var kornið sem fyllti mælinn að mati japönsku stjórnarinnar því Jap- an var fyrst og fremst sjóveldi með stóran og öflugan flota. Ef Japanar ætluðu sér að verða óumdeilanlegt stórveldi við Kyrrahaf, þurfti flotinn að hafa olíu. Baráttan við Perluhöfn hafði sögulegar afleiðingar í för með sér. Áhrifin voru tiltölulega lítil hernaðarlega séð en urðu til þess að Bandaríkin drógust hratt og örugglega inn í síðari heimsstyrjöldina sem leiddi til ósigurs öxulveldanna á heims- vísu. Sigur bandamanna í stríð- inu og tilkoma Bandaríkjanna sem leiðandi heimsveldis í kjöl- farið hefur síðan mótað alþjóða- pólitík. Heimild: Wikipedia og Vísindavefur Háskóla Íslands S Ö G U H O R N I Ð Árásin á Perluhöfn MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 7 Ú T L Ö N D BANDARÍSKT ÁRÓÐURSPLAKAT Bandarískur almenningur flykktist að baki stjórnvalda eftir árásina á Perluhöfn. KÍNVERJAR KAUPA FLUGVÉLAR Samningur evrópska flugvélaframleiðandans Airbus og Kína hljóðar upp á tíu milljarða bandaríkjadali. Áfangasigur Airbus Kínverjar panta 150 farþegaflugvélar í einu lagi. Kínverska ríkið lagði á mánudag fram pöntun á 150 farþegaflug- vélum af gerðinni A320 frá evr- ópska flugvélaframleiðandanum Airbus. Flugfélögin Air China, China Eastern Airlines, China Southern Airlines, Sichuan Air- lines, Shenzhen Airlines og Hain- an Airlines munu skipta með sér flugvélunum. Þar að auki gerði Airbus samning sem gæti orðið til þess að fyrirtækið opnaði sam- setningarverksmiðju í Kína. Það væru tímamót hjá fyrirtækinu en hingað til hafa slíkar verksmiðj- ur eingöngu verið starfræktar í Þýskalandi og Frakklandi. Þetta eru meira en tvisvar sinnum fleiri vélar en kínverska ríkið pantaði frá bandaríska flug- vélaframleiðandanum Boeing í síðasta mánuði. Sé miðað við listaverð hljómaði sá samningur upp á fjóra milljarða bandaríkja- dala eða 260 milljarða íslenskra króna. Samningurinn nú er nærri 10 milljarða bandaríkjadala virði sem jafngildir um 615 milljörð- um íslenskra króna. Pöntunin er sú stærsta sem Airbus hefur fengið frá því að fyrirtækið fór inn á Kínamarkað fyrir tveimur áratugum. Fram að þessu hefur Boeing átt um sextíu prósent allra nýrra pantana frá Kína en Airbus ekki nema um þriðjung. Þetta er því áfangasigur fyrir Airbus sem reynir nú að hasla sér frekari völl í Kína sem vex hraðast allra flugmarkaða. Að því stuðlar mikill hagvöxtur í Kína, auk þess að flugfargjöld eru nú ódýrari og lög um ferða- lög Kínverja rýmri en áður. - hhs Vetrarverslun vel af stað Kuldakast var meðal þeirra þátta sem ýttu undir smásölu á verslunargötum Bretlands í nóvember sem var 0,8 pró- sentustigum meiri en í nóvem- ber í fyrra. Þetta kemur fram í mánaðarlegri könnun BRC, samtökum breskra smásöluað- ila, sem birt var á vefsíðu BBC. Þetta var fyrsta sinn síð- an í mars á þessu ári sem aukn- ing varð í smásölu miðað við sama mánuð árið á undan. Nóv- ember í fyrra var ekki góður mánuður í breskri smásölu en hins vegar var salan nú betri en margir áttu von á. - hhs Sögulegur samningur Sænska fyrirtækið Ericsson hef- ur gert stærsta þjónustusamning í sögu fyrirtækisins við breska fjarskiptafyrirtækið 3 UK. Samningurinn felur í sér að Er- icsson mun reka netkerfi 3 UK og sjá um viðhald þess og útþenslu. Ericsson horfir til vaxtar í þess- um geira samhliða hefðbundnu hlutverki fyrirtækisins að selja útvarps- og útsend- ingatækja til þjónustu- aðila. Meira en þrjú þúsund starfs- menn net- kerfa og u p p l ý s - ingatækni m u n u flytjast frá 3 UK yfir til Er- icsson. - hhs 06_07_Markadur lesið 6.12.2005 14:02 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.