Fréttablaðið - 07.12.2005, Síða 42

Fréttablaðið - 07.12.2005, Síða 42
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN8 F R É T T A S K Ý R I N G Norski olíusjóðurinn hefur vaxið gríðar- lega frá því að Norðmenn hófu að leggja olíupeninga í hann árið 1996. Knut Nor- heim Kjær, yfirmaður hans, segir að sá mikli vöxtur sem einkenni þetta ár megi annars vegar þakka góðri ávöxtun á fjár- málamörkuðum og hins vegar miklum olíuverðshækkunum. Heildarverðmæti norska olíusjóðsins eru komnar í tæpa þrettán þúsund millj- arða íslenskra króna sem jafngildir því að hvert mannsbarn í Noregi eigi um 2,8 milljónir króna í sjóðnum. Til samanburð- ar var hrein eign íslensku lífeyrissjóðanna um 1.123 milljarðar króna í lok september sem þýðir að hver Íslendingur átti að með- altali um 3,8 milljónir króna. Olíusjóðurinn stóð í rúmum tíu þúsund milljörðum króna í upphafi árs og hefur hækkað um 2.650 milljarða frá áramótum. Af þessari upphæð eru 1.660 milljarðar komnir til vegna olíutekna til ríksins en 920 milljarðar vegna ávöxtunar á eignum sjóðsins. Í síðustu viku var greint frá því að sjóðurinn hefði hækkað um 970 millj- arða króna á þriðja ársfjórðungi vegna hás olíuverðs og góðrar ávöxtunar á hluta- bréfamörkuðum. Japönsk hlutabréf, sem eru í eigu sjóðsins, hækkuðu til dæmis yfir fimmtung á fjórðungnum. Ávöxtun sjóðsins á þriðja árshluta nam um 3,2 prósentum en innkoma olíupeninga gerði það að verkum að sjóðurinn stækk- aði um átta prósent á tímabilinu. FORÐABÚR NORÐMANNA Í stofnskrá sjóðsins frá árinu 1991 stendur að tekjur norska ríkisins af olíufram- leiðslu skuli ávaxtaðar til langframa með áherslu á sem mesta ávöxtun með sem minnstri áhættu. Stjórnmálamenn vildu ekki að olíupeningurinn rynni inn í hag- kerfið og ylli þar með ójafnvægi. Einnig litu menn á olíuna sem takmarkaða auð- lind sem myndi ganga til þurrðar innan ákveðins ára- fjölda en Noregur er þriðja mesta olíuframleiðsluríki heims á eftir Sádi-Arabíu og Rússlandi. Sjóðurinn er varaforði Norðmanna til að fjármagna lífeyriskerfi og heilbrigðis- kerfi framtíðarinnar. Lítil sjóðasöfnun á sér stað í norska lífeyriskerfinu þar sem það er gegnumstreym- iskerfi og því er ljóst að sjóðurinn mun koma að góð- um notum seinna meir. Að- eins verður gengið á höfuð- stólinn ef norska Stórþingið ákveður svo. Þar með er ekki sagt að fullkomin samstaða ríki um þetta fyrirkomulag. Sumir stjórnmálamenn á hægri vængnum og ýmsir fræði- menn hafa oft gagnrýnt þessa auðsöfnun og telja óhætt að hluti olíugróðans renni inn í efnahagslífið, enda hafi olíuverð hækkað umfram það sem reiknað var með og því hafi forsendur fyrir þessari miklu auðsöfnun breyst. Tekjur sjóðsins eru tvenns konar: Ann- ars vegar olíutekjur sem renna til norska ríkisins í formi skatta á olíuframleiðslu og mengunarskatts á olíufyrirtæki, einka- leyfa og tekna, arðgreiðslna og söluhagn- aðar frá beinni þátttöku ríkisins í olíu- framleiðslu o.s.frv. Norska ríkið er mjög umsvifamikið í olíu- og orkuframleiðslu og á meðal annars stóra hluti í Statoil og Norsk Hydro. Frá framlaginu dregst kostnaður sem fellur á ríkið vegna reksturs norska Olíu- tryggingasjóðsins og fjárfestinga norska ríkisins í olíustarfsemi. Í annan stað stækkar sjóðurinn vegna fjárfestingastarfsemi. Ávöxtunin byggist annars vegar á kaupum í erlendum verð- bréfum (sjóðurinn fjárfestir ekki í norsk- um hluta- eða skuldabréfum) og hins veg- ar á fastri innkomu til dæmis af banka- innistæðum og skuldabréfum með föstum tekjum. ÞRJÚ ÞÚSUND FYRIRTÆKI Norski olíusjóðurinn heyrir undir fjár- málaráðuneytið sem leggur línurnar um hver markmið sjóðsins eigi að vera og hvernig fjárfestingum skuli háttað. Norska seðlabankanum hefur verið falið að annast daglega stjórnun hans en innan hans er sérstakt fjárfestingateymi sem annast verkefnið. Skrifstofur olíu- sjóðsins eru í Osló, Lundúnum og New York og um 130 manns starfa á vegum hans. Einnig hefur sjóðurinn gert samninga við fjölda utanaðkomandi sjóðstjóra með það að markmiði að ná til fleiri sérfræð- inga og fjölbreyttari þekkingar. Hlutabréfasafn Norska olíusjóðsins samanstendur af þrjú þúsund fyrirtækjum frá 27 löndum. Um helmingur safnsins er evrópsk hlutabréf, þriðjungur bandarísk hlutabréf en um sjö prósent frá Japan. Langflestir eign- arhlutir eru í bandarískum og japönskum fyrirtækjum en af Evrópuríkjunum er sjóðurinn með flestar stöð- ur í breskum félögum. Olíusjóðurinn á hlutabréf í velflestum stórfyrirtækj- um heims bæði vestan sem austan Atlantsála og er áberandi meðal annars í bönkum, olíufélögum og hátæknifyrirtækjum. Um síðustu áramót voru verð- mætustu hlutabréfin í franska olíufélaginu Total, Vodafone, BP og banda- ríska bankanum Citigroup. Eitt íslenskt félag var í hlutabréfasafninu um síð- ustu áramót en það var Burðarás. Markaðsvirði hlutarins var þó ekki nema tuttugu þúsund krónur. Ekki er hægt að segja að markmið sjóðsins sé að hafa áhrif á sínar fjárfest- ingar í gegnum stjórnir þeirra félaga sem hann fjárfestir í. Eignarhlutirnir eru oftast undir einu prósenti og liggja oftast á bilinu 0,3 til 0,7 prósent. Þegar rennt er augum yfir hlutabréfasafnið nær eignarhluturinn sárasjaldan tveimur prósentum. Sjóðurinn er því fyrst og fremst arðsemisfjárfestir. UMDEILDAR FJÁRFESTINGAR Stundum hafa fjárfestingar sjóðsins valdið miklu fjarðrafoki í Noregi bæði af siðferð- islegum og pólitískum ástæðum. Rík áhersla er lögð á að sjóðurinn vinni ábyrgt starf sem þjóni hagsmunum Norðmanna og leiði gott af sér á þeim stöðum þar sem fjárfestingin á sér stað – bæði á samfélög og umhverfi. Í þessu sambandi er vert að minnast á að starfsmenn sjóðsins vinna eftir sérstökum siðareglum. Fyrir tveimur vikum var greint frá því að sjóðurinn ætti hlutabréf í bandaríska fyrirtækinu Pioneer Natural Resources sem metin eru á einn milljarð króna. Vakti þetta athygli fyrir þær sakir að fyrirtækið stundar olíuleit fyrir utan strendur Vestur- Sahara sem er hertekið af Marokkó. Marokkóska hernámsliðið er sakað um að beita heimamenn miklu harðræði og hafa þúsundir manna flúið land. Í júlí krafðist Per-Kristian Foss, þáverandi fjármálaráð- herra, þess að sjóðurinn losaði sig við hlutabréf í olíufélaginu Kerr-McGee sem var og gert og fyrirskipaði að ekki skyldi fjárfest í olíufélögum sem ættu í samstarfi við það. Kerr-McGee leitar nú að olíu í Vestur-Sahara í samstarfi við Pioneer Natural Resources Einnig vakti það mikið umtal að Olíu- sjóðurinn hefði fjárfest í helmingshlut í vopnaframleiðandanum Nammo. Mann- réttindasamtök brugðust ókvæða við og sökuðu forsvarsmenn Olíusjóðsins og ráð- herra um tvískinnungshátt. TVÖFALDAST FYRIR 2010 Reiknað er með að olíusjóðurinn vaxi jafnt og þétt á næstu árum. Árið 2001 var ávöxt- un sjóðsins afar slæm vegna óhagstæðra skilyrða á hlutabréfamörkuðum en fyrir utan það hefur sjóðurinn ávaxtast ágæt- lega. Því er spáð að hann vaxi um 25 pró- sent á næsta ári og verði kominn í tæpa 17.000 milljarða króna í lok árs og stækki að jafnaði um 3.000 milljarða króna til árs- ins 2010. Þá er áætlað að höfuðstóllinn verði kominn í 28.000 milljarða króna. Það er ljóst að þetta ár ætlar að verða afar gott, enda gerast aðstæður ekki betri: Hátt olíu- verð og miklar hækkanir á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Safnað til mögru áranna Norski olíusjóðurinn bólgnar hratt út. Hann var settur á fót til að halda olíupeningum fyrir utan norska hagkerfið. Sjóðurinn hefur fjárfest í þrjú þúsund félögum um allan heim með það að mark- miði að ávaxta peningana vel og með ábyrgum hætti. Það tekst hins vegar ekki alltaf eins og Eggert Þór Aðalsteinsson komst að raun um. ÞRIÐJA MESTA OLÍURÍKIÐ Olíutekjum Norðmanna er haldið utan við hagkerfið og þær settar í sjóð sem vex óðfluga. Honum er ætlað að fjármagna lífeyris- og heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Stækkar hratt Heildareignir norska olíusjóðs- ins í byrjun hvers árs og spár um stækkun hans Ár Heildareignir ** 1996 480 1997 1.130 1998 1.720 1999 2.220 2000 3.860 2001 6.140 2002 6.090 2003 8.450 2004 10.160 2005 12.810* 2006 13.350 2007 16.700 2008 20.410 2009 24.220 2010 27.950 * Staðan 30. september ** í milljörðum íslenskra króna ▲ 08_09_Markadur lesið 6.12.2005 14:03 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.