Fréttablaðið - 07.12.2005, Page 45
viðskiptadag eftir að tilkynnt var um stýri-
vaxtahækkunina. Er það vísbending um
minni tiltrú á stefnufestu Seðlabankans.
Hægt var að sjá þær vísbendingar á mark-
aðnum þegar líða tók á síðustu viku og lang-
tímavextir lækkuðu.
MARKMIÐIÐ NÁIST 2008
Að óbreyttum stýrivöxtum og gengi er gert
ráð fyrir í verðbólguspá Seðlabankans að
markmið hans um 2,5 prósenta verðbólgu ná-
ist ekki fyrr en á árinu 2008. Greiningardeild
KB banka segir að vaxtahækkunin nú sýni að
bankinn miði frekar við að verðbólgan verði
nálægt efri mörkum markmiðsins eða 4 pró-
sentum. Er þá gefið í skyn að slakað hafi ver-
ið á kröfu bankans um að ná verðbólgunni
niður í 2,5 prósent á næstu tveimur árum.
Greiningardeild Íslandsbanka segir þessa
stýrivaxtahækkun Seðlabankans litla sé horft
á verðbólguspá bankans sjálfs. Spáin bendi til
að verðbólgan verði langt yfir markmiði
bankans sé litið eitt til tvö ár fram í tímann og
þeirrar óvissu sem í spánni er vegna stöðu
krónunnar. Telja margir að gengi krónunnar
muni lækka á næsta ári sem muni auka verð-
bólguna. Davíð sagði þó mikilvægt að aðlög-
un gengisins yrði yfir einhvern tíma. Spá
Seðlabankans gerir ráð fyrir óbreyttu gengi
og stýrivöxtum. Er hans spá um verðbólgu
langt undir því sem greiningardeildir bank-
anna spá fyrir um. Að meðaltali munar það
um heilt prósentustig.
Davíð Oddsson sagði á fundi Viðskiptaráðs
Íslands um efnahagsvandann á mánudaginn
að einhverjir hefðu kannski búist við meiri
vaxtahækkun nú en raunin varð. Þeir kynnu
að hafa lesið það út úr skrifum bankans í
tengslum við ákvörðun vaxta. „Engar slíkar
ákvarðanir voru skráðar í þau skrif, en á hinn
bóginn voru þar skýrar heitstrengingar af
bankans hálfu að hann tæki lögskipað hlut-
verk sitt mjög alvarlega og myndi ekki hika
við að beita sér að fullum þunga til að fylgja
því eftir. Þær yfirlýsingar standa óhaggaðar.“
ÓHEPPILEG UMMÆLI
Það er mikilvægt fyrir Davíð að þagga niður
í þeim röddum sem vildu túlka þessa stýri-
vaxtahækkun sem stefnubreytingu. Voru þar
forystumenn ríkisstjórnarflokkanna fremstir
í flokki í fjölmiðlum. Þetta var óheppilegt því
trúverðugleiki Seðlabankans er hluti af
stjórntækjum hans. Fólk verður að trúa því
að hann ætli sér að ná niður verðbólgu eins og
Birgir Ísleifur hamraði á í september. Aðeins
þannig nær bankinn að slá á verðbólguvænt-
ingar og hafa áhrif á langtímavextina. Það er
mikilvægt til að ná eftirspurninni í jafnvægi
og halda verðlagi í skefjum.
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hef-
ur meðal annars sagt opinberlega að hann
sjái ekki þörf á frekari vaxtahækkunum.
Gagnrýndi hann meðal annars Seðlabankann
fyrir hækkunina í september. Í orðum hans
felst að Seðlabankinn eigi að láta baráttuna
við verðbólguna vera og leyfa henni að grass-
era þangað til niðursveiflu í efnahagslífinu
fer að gæta.
Davíð varaði eindregið við því „verðbólg-
unni yrði hleypt í gegn“ eins og hægt er að
kalla leiðina sem Halldór talar fyrir. Gerði
hann það bæði þegar vaxtahækkunin var
kynnt á föstudaginn og á fundi Viðskiptaráðs
á mánudaginn. Þar sagði hann: „Þetta er
óraunhæfur kostur. Slík stefnubreyting
Seðlabankans myndi umsvifalaust skila sér í
hærri verðbólguvæntingum, ýta undir enn
meiri launahækkanir og leiða til gengislækk-
unnar og aukinnar verðbólgu. Á endanum
þyrfti enn meiri hækkun stýrivaxta til þess
að kveða verðbólguna niður.“
KOKTEILBER Á KÖKUNA
Stýrivextir á Íslandi eru háir í alþjóðlegum
samanburði og sagði Davíð að þeir gætu
hvergi speglað sig. Myndin á Íslandi væri
einstök og flestum þætti jafnvel metnaðarfull
markmið að halda verðbólgunni sem næst
jafnvægi. „Í fyrsta lagi stendur nú yfir
stærsta einstaka framkvæmdaskeið í sögu
þjóðarinnar,“ sagði hann og margir væru í
framkvæmdahug.
„Í öðru lagi upplifum við á sama tíma
mestu útrás íslenska bankakerfisins með
langmestu skuldasöfnun
þess erlendis og tilheyr-
andi innstreymi fjár. Í
þriðja lagi er í sömu svif-
um stofnað til umbylt-
ingar á lánsfjármarkaði
þjóðarinnar, þar sem öll-
um sem geta hreyft sig
er boðið upp í dans. Í
fjórða lagi eru skattar
lækkaðir eða slík lækkun
boðuð á næstu mánuðum.
Og svo eins og kokteilber
á kökuna er launþegum
bætt verðbólgan sem
stafar af því að fasteign-
ir þeirra flestra hafa
hækkað í verði án þess
að þeir beri af því kostn-
að,“ sagði hann.
Þórður Pálsson, for-
stöðumaður greiningar-
deildar KB banka, sagði í
pallborðsumræðum á
fundi Viðskiptaráðs á
mánudaginn að Seðla-
bankinn yrði að vera til-
búinn til að gefa aftur í í
stjórn peningamála í
janúar skilaði þessi
vaxtahækkun sér
ekki. Ingólfur Bend-
er, hjá Íslandsbanka,
gagnrýndi mest litla
hækkun stýrivaxta.
Sagði að minni trú á
verðbólgumarkmiðum
Seðlabankans myndi
birtast í væntingum á
markaði. Í síðustu Pen-
ingamálum hefði verið
talað um að hækka
þyrfti vexti mera en í
síðustu uppsveiflu.
Núverandi hækkun
muni líklega ekki
leiða til þess.
Edda Rós Karlsdótt-
ir, forstöðumaður hjá
greiningardeild Lands-
bankans, segir enga auð-
velda kosti í stöðunni og
tók undir með Þórði sem
sagði það skaðlegt til
lengri tíma að „hleypa
verðbólgunni í gegn“.
Hún lagði hins vegar
mestu áhersluna á að
stefna Seðlabankans
væri nokkurn veginn
í takt við væntingar
og fæli ekki í sér neina
stefnubreytingu.
EKKI LÍTIL HÆKKUN
Davíð sagði hræringar á
markaðnum jákvæða
fyrir almenning en það
reyndi á peningamála-
stefnuna þegar allir hlut-
ir dembdust yfir í einu.
Seðlabankinn væri að
reyna að búa í haginn
svo aðlögun gengis
krónunnar og við-
skipta við útlönd yrði
þolanleg.
Seðlabankastjóri
bað menn að gá að því að
0,75 prósenta hækkun
stýrivaxta væri undan-
tekning en ekki regla.
Menn skyldu líka gá að því að 0,25 prósentu
hækkun eftir 0,25 prósentu hækkun væri
ekki mikil. Hins vegar væri 0,25 prósenta í
beinu framhaldi á 0,75 prósentu hækkun ekki
lítil. „Menn verða að skoða þetta allt saman í
samhengi,“ sagði Davíð Oddsson.
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 11
Ú T T E K T
uð sem stefnubreyting. Megin-
n að heitstrengingar af bank-
dsson segir fleiri telja að fjölg-
tt og takturinn hraðari.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/S
te
fá
n
an takt
„Og svo eins og kokteilber á
kökuna er launþegum bætt
verðbólgan sem stafar af því
að fasteignir þeirra flestra
hafa hækkað í verði án þess
að þeir beri af því kostnað,“
sagði Davíð Oddsson.
Fleiri hækka vextina
Seðlabanki Kanada hækkaði vexti sína um 0,25 prósentur 18. október síðastliðinn. Seðla-
banki Bandaríkjanna hélt einnig áfram taktföstum vaxtahækkunum og hækkaði stýrivexti
sína í 4% 1. nóvember. Seðlabanki Noregs hækkaði vexti degi síðar um 0,25 prósentur. 1.
desember hækkaði seðlabankinn í Danmörku vexti sína um 0,25 prósentur sem og seðla-
banki Evrópu. Hafa vextir á evrusvæðinu verið óbreyttir, eða 2 prósent, síðan um mitt ár
2003.
Vaxtamunur á milli Íslands og annarra landa hefur þó vaxið vegna hækkunar stýrivaxta
Seðlabanka Íslands. Vaxtamunur, mældur í mun vaxta á þriggja mánaða lánasamningum á
millibankamarkaði, jókst úr 6,44 prósentum í byrjun september í 7,01 prósent um miðjan
nóvember að því er fram kemur í Peningamálum, riti Seðlabankans.
Þróun
efnahagsmála
Þættir sem hafa áhrif á
hvernig framvindan í efna-
hagslífinu verður.
Jón Sigurðsson, einn þriggja seðlabanka-
stjóra, útskýrði fyrir fundarmönnum hjá
Sambandi íslenskra samvinnufélaga á
föstudaginn, sama dag og stýrivaxtahækk-
unin var tilkynnt, hvert hlutverk Seðla-
bankans væri. Meginhlutverkið væri að
tryggja stöðugt verðlag og sem jafnasta
þróun þess. Fór hann yfir nokkra þætti
efnahagsmálanna sem þar hefðu áhrif.
Í fyrsta lagi er vísitala neysluverðs,
sem mælistika á verðlagsþróun,
grundvöllur allra umræðna um efna-
hagsmál, stöðu, þróun og horfur.
Í öðru lagi skiptir gengisvísitalan
meginmáli, en hún sýnir sameigin-
legt vegið gildi erlendra gjaldmiðla
andspænis íslenskri krónu.
Í þriðja lagi er atvinnuástandið í
landinu, en það hefur áhrif á fram-
vindu launamála og almennrar
neyslu og á framvindu verðbólgunnar.
Af atvinnuástandinu má einnig
draga ályktanir um hvað framund-
an er í efnahagsmálum.
Í fjórða lagi veldur útlánaþróun fjár-
málastofnana miklu um framvindu
efnahagsmála. Aukning eða sam-
dráttur útlána er mikilvæg vísbend-
ing um hagþróunina framundan.
Í fimmta lagi er að nefna þróun
eignaverðs og umsvif á þeim vett-
vangi. Þetta er alkunn vísbending
um komandi verðbólgu framundan.
Þessi þáttur skýrir mestan hluta
verðbólgunnar á þessu ári.
Í sjötta lagi eru umsvif ríkissjóðs og hlut-
föll milli tekna og útgjalda hans,
helstu ríkisstofnana og stærstu sveit-
arfélaga. Hér er ekki aðeins um ríkis-
sjóð að ræða, heldur einnig t.d.
Landsvirkjun og Íbúðalánasjóð, og öll
stærstu sveitarfélögin.
Í sjöunda lagi er viðskiptahallinn,
en hér hefur lengi verið viðskipta-
halli og aldrei meiri en um þessar
mundir. Um það bil helmingur við-
skiptahallans tengist stórfram-
kvæmdum, en hitt tengist beint auk-
inni einkaneyslu.
Í áttunda lagi eru flestar breytur í efna-
hagsmálum samanburður og hlutföll. Með-
al annars berum við okkur saman við
aðstæður erlendis. Vaxtastig hér-
lendis borið saman við vexti í við-
skiptalöndum gefur mikilvægar upp-
lýsingar, og gengi íslenskrar krónu
byggist meðal annars á gengisþróun við-
miðunargjaldmiðlanna.
10_11_Markadur lesið 6.12.2005 14:05 Page 3