Fréttablaðið - 07.12.2005, Síða 48
Á sama tíma og stjórnvöld hafa
unnið markvisst að einkavæð-
ingu ríkisfyrirtækja skýtur
skökku við að enn sé verið að
sinna verkefnum innan stofnana
ríkisins, sem eiga betur heima í
höndum einkaaðila. Samtök upp-
lýsingatæknifyrirtækja vöktu at-
hygli á þeirri staðreynd að um-
svifamiklar tölvudeildir eru
reknar innan fjölmargra ríkis-
stofnana, þegar þau kynntu hug-
myndir um hvernig auka má hlut
upplýsingatækni í verðmæta-
sköpun og gjaldeyristekjum
landsins, síðastliðið vor. Samtök-
in bentu meðal annars á að marg-
víslegur ávinningur væri af því
að flytja verkefni á sviði upplýs-
ingatækni frá hinu opinbera til
einkaaðila; hægt væri að ná um-
talsverðri hagræðingu, efla upp-
lýsingatækniiðnaðinn og auka
möguleika á útflutningi.
TÆKIFÆRI TIL HAGRÆÐINGAR
Innan fjölmargra ríkisstofnana
eru reknar tölvudeildir sem
sinna verkefnum sem eiga betur
heima hjá einkaaðilum. Þessi
þróun er öndverð þeirri sem hef-
ur átt sér stað meðal einkafyrir-
tækja sem eru í auknum mæli að
einbeita sér að kjarnastarfsemi
sinni og leita til sérhæfðra fyrir-
tækja þegar þörf er á þjónustu er
tengist þróun hugbúnaðar og
rekstri tölvukerfa. Ástæða þess
er meðal annars sú að fyrirtækj-
um er kostnaðarsamt að fjárfesta
í og viðhalda þeirri nauðsynlegu
sérfræðiþekkingu og sérhæfingu
sem slík verkefni þarfnast. Hið
sama á að sjálfsögðu við um hið
opinbera og því ættu stjórnvöld
að vinna markvisst að því að
leggja niður allar opinberar
tölvudeildir og bjóða starfsemina
út eða semja beint við einkafyrir-
tæki á markaðinum, eins og Sam-
tök upplýsingatæknifyrirtækja
hafa lagt til. Það myndi bæði
leiða til mikilvægrar hagræðing-
ar í opinberum rekstri og styrkja
upplýsingatækni hér á landi.
AUKNIR ÚTFLUTNINGSMÖGU-
LEIKAR
Flutningur verkefna frá ríkis-
stofnunum til einkaaðila hefur
einnig þær jákvæðu afleiðingar
að fleiri hugbúnaðarlausnir geta
þróast sem mögulegar útflutn-
ingsvörur. Það er ekki hlutverk
hins opinbera að þróa staðlaðar
hugbúnaðarlausnir, sem hafa
tækifæri á erlendri grundu,
þannig að mikil sérfræðiþekking
og snjallar lausnir sem verða til
innan tölvudeilda ríkisins leiða
ekki til aukins útflutnings á upp-
lýsingatækni. Hið sama á að
sjálfsögðu við um rekstur tölvu-
kerfa, en með því að ríkisvaldið
dragi sig út úr slíkri starfsemi er
stutt við að til verði öflugri fyrir-
tæki á sviði rekstrar tölvukerfa
og Samtök upplýsingatæknifyrir-
tækja hafa bent á að stórauka
mætti hýsingu hér á landi á upp-
lýsingakerfum fyrir erlenda
aðila.
ENDURSKOÐUN TÍMABÆR
Sjónum hefur ekki verið beint
nægilega að samkeppnisrekstri
innan ríkisstofnana á sviði upp-
lýsingatækni, enda er slíkur
rekstur ekki jafn sýnilegur og
beinn rekstur ríkisfyrirtækja.
Það er þó tímabært að bragarbót
verði gerð þar á enda er endur-
skoðun á rekstri tölvudeilda inn-
an stofnana ríkisins löngu tíma-
bær. Slík endurskoðun er jafn-
framt í samræmi við stefnu ríkis-
stjórnarinnar um að efla upplýs-
ingatækni- og þekkingariðnaðinn
hér á landi og stjórnvöldum ætti
því ekki að vera neitt til fyrir-
stöðu að hefjast handa.
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN14
S K O Ð U N
Nýr seðlabankastjóri byrjar vel og talar skýrt.
Ráðherrar þurfa
að vanda sig
Hafliði Helgason
Margir biðu þess spenntir að sjá hvernig fyrrverandi forsætisráð-
herra myndi fóta sig á nýjum vettvangi í stól bankastjóra Seðlabank-
ans. Davíð Oddsson fylgdi úr hlaði útgáfu peningamála og vaxta-
ákvörðun Seðlabankans síðasta föstudag. Hækkun stýrivaxta var
minni en flestir bjuggust við og fyrstu viðbrögð á markaði voru veik-
ing krónunnar og lækkun langtímavaxta. Það eru kannski ekki nein
óskaviðbrögð þeirra sem vilja halda aftur af þenslu efnahagslífsins.
Nýjum seðlabankastjóra virðist láta ágætlega að tala af myndug-
leik fyrir stefnu Seðlabankans og virðist fóta sig vel á nýjum velli.
Viðbrögð forystumanna ríkisstjórnarinnar orka hins vegar tvímælis.
Forsætisráðherra fagnaði því sem hann kallaði stefnubreytingu
Seðlabankans þegar vaxtaákvörðun lá fyrir. Formaður Sjálfstæðis-
flokksins tók í sama streng, þótt hann tæki vægar til orða. Ummæli
forsætisráðherra sem er yfirmaður efnahagsmála eru vafasöm og til
þess fallin að grafa undan trúverðugleika peningastjórnar Seðla-
bankans. Í því ljósi var afar mikilvægt að nýr formaður bankastjórn-
ar Seðlabankans talaði skýrt um það á morgunverðarfundi Viðskipta-
ráðs að Seðlabankinn hygðist ekki hvika frá því marki sínu að halda
verðbólgu sem næst verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Að óbreyttu
aðhaldi í ríkisfjármálum og þeirra aðila
sem undir ríkisstjórnina heyra þýðir það
að vextir munu þurfa að hækka töluvert
enn áður en það markmið næst.
Forsætisráðherra hefur varið yfirlýs-
ingar sínar með þeim orðum að hann sem
stjórnmálamaður hafi rétt til þess að hafa
skoðanir á efnahagsmálum. Það má rétt
vera, en þær skoðanir sem hann setur
fram eru ekki á efnahagsmálum almennt
heldur á tilteknu svæði þeirra, stjórn
peningamála. Þar liggur fyrir rækilega
skilgreint markmið sem er að halda verð-
bólgu sem næst 2,5 prósentum á ári. Til
þess að ná því markmiði hefur Seðlabank-
inn fyrst og fremst eitt tæki sem eru
stýrivextir bankans. Með ummælum sín-
um er forsætisráðherra annaðhvort að
hvetja Seðlabankann til þess að hvika frá því markmiði eða að gefa í
skyn að þeir sérfræðingar sem ráða för í bankanum kunni ekki hag-
fræðina sína. Það má efast um hvor skilaboðin til markaðarins eru
verri.
Fái markaðurinn þá tilfinningu að Seðlabankinn sé að slaka á
stefnu sinni og skilgreindum markmiðum getur það leitt til þess að
væntingar markaðar til verðbólgu hækki. Það myndi þýða að stýri-
vextirnir bitu verr en áður og bankinn þyrfti að hækka vexti enn
meir til að endurheimta trúverðugleika sinn. Varla getur það verið
tilgangur yfirmanns efnahagsmála með ummælunum.
Seðlabankinn hefur fjölgað vaxtaákvörðunardögum í sex á ári.
Jafnframt hefur verðbólguspám bankans verið fækkað úr fjórum í
þrjár á ári. Sú fækkun kann að orka tvímælis í ljósi þess að mikil
óvissa ríkir um þróun næstu mánaða og mikið í húfi. Fjölgun vaxta-
ákvörðunardaga er hins vegar til bóta. Það má gagnrýna bankann
fyrir að tala ekki skýrar á föstudaginn í Peningamálum, sérstaklega
þegar horft er til ummæla forsætisráðherra. Síðari ummæli for-
manns bankastjórnarinnar eru til þess fallin að taka af vafa um það
að bankinn muni hækka vexti í samræmi við markmið sín. Það er vel,
því efi um sjálfstæði og stefnufestu bankans kann að verða dýru
verði keyptur.
!"! #$ !"!
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Hjálmar Blöndal, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og aug-
lysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift
ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að
birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Auknar álögur á breskan olíuiðnað
Financial Times | Fjármálaráðherra Breta, Gordon
Brown, varði á mánudag ákvörðun sína að hækka
skatta á breska olíuiðnaðinn. „Stað-
reyndin er sú að á síðustu tveimur
árum hefur fatið af olíu hækkað úr
25 dollurum í 55 dollara þannig að
hagnaður olíuframleiðenda hefur
aukist gríðarlega. Með skattinum er
ég að reyna að koma á jafnvægi milli
kaupenda og seljanda og mun nýta
skattinn til að niðurgreiða olíu til
bótaþega,“ var haft eftir honum í Financial Times.
Brown gerir sér vonir um að leiða Verkamanna-
flokkinn eftir næstu kosningar og vonast eftir
auknum vinsældum almennings vegna þessara
skattahækkana. Sérfræðingar telja skattahækkun-
ina hins vegar algjört glapræði vegna þess hve við-
kvæmur olíuiðnaðurinn er í Bretlandi og skattur-
inn muni letja fjárfesta í að setja peninga í leit að
nýjum olíulindum.
Uppgangur í Austur-Evrópu
Der Spiegel | Með stækkun Evrópusambandsins til
austurs heyrðust margar svartsýnisraddir um að
ódýrt vinnuafl úr austri myndi flæða til vesturs. Í
grein í Der Spiegel kemur fram að þessar áhyggj-
ur hafi reynst
ástæðulausar. Þess í
stað fluttu hundruð
þúsunda Úkraínu-
búa og Rússa til Póllands og annarra landa Austur-
Evrópu sem gengu í Evrópusambandið, þar sem
lífskjör fara sífellt batnandi. Samkvæmt mati
þýsku hagfræðistofnunarinnar hafa 100-150 þús-
und manns flutt frá nýju Evrópusambandslöndun-
um til vesturs, sem er aðeins brot af því sem ráð
var gert fyrir. Að hluta til er skýringin sú að Þjóð-
verjar og Austurríkismenn hafa nýtt sér reglugerð
sem gerir þeim kleift að opna landamæri sín hæg-
um skrefum. Aðalástæðan fyrir minni fólksflutn-
ingum til Vestur-Evrópu er hins vegar síbatnandi
efnahagur þessara nýju Evrópusambandslanda í
austri.
U M V Í Ð A V E R Ö L D
Fái markaðurinn
þá tilfinningu að
Seðlabankinn sé
að slaka á stefnu
sinni og skilgreind-
um markmiðum
getur það leitt til
þess að væntingar
markaðar til verð-
bólgu hækki.
bjorgvin@markadurinn.is l hjalmar@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is
haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markaðurinn.is
Eftir Helgu
Árnadóttur
markaðsstjóra
Hugar hf.
O R Ð Í B E L G
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Ósýnilegur ríkisrekstur upplýsingatækni
Sjónum hefur ekki verið beint nægilega að samkeppnisrekstri innan ríkisstofn-
ana á sviði upplýsingatækni, enda er slíkur rekstur ekki jafn sýnilegur og beinn
rekstur ríkisfyrirtækja. Það er þó tímabært að bragarbót verði gerð þar á enda
er endurskoðun á rekstri tölvudeilda innan stofnana ríkisins löngu tímabær.
14_15_Markaður lesið 6.12.2005 14:48 Page 2