Fréttablaðið - 07.12.2005, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 07.12.2005, Qupperneq 72
 7. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR42 Hverjir verða hvað? Brátt verða kynslóðaskipti í dægur- og stjórnmálalífi okkar Íslendinga. Gömul andlit draga sig smám saman í hlé og ný stíga fram í sviðsljósið til að dvelja þar í náinni framtíð. Það er ekki auðvelt að feta í fótspor þessa fólks sem hefur yljað okkur um hjartaræt- urnar svo árum eða áratugum skipt- ir. Þegar horft er yfir sviðið kemur hins vegar í ljós að við þurfum engu að kvíða því krónprinsar og -prins- essur eru á hverju strái. Þetta er því eingöngu spurning um hver hreppir hnossið. Í fljótu bragði hefðu margir ætlað Gísla Marteini Baldurssyni þetta hlutskipti. Ljósir lokkar nægja hins vegar ekki til að feta í fótspor forsetans. Dagur B. er menntamaður eins og forsetinn en þeir hafa báðir lokið ströngu háskólanámi. Þeir eru auk þess báðir á vinstri væng stjórnmálanna, sem hefur þótt ágætis stökkpallur á Bessa- staði. Þó Dagur sé dökkhærður skemmir það ekki fyrir því báðir tveir skarta sérstakri hárgreiðslu sem hefur markað þeim sérstöðu meðal íslenskra stjórnmálamanna. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON DAGUR B. EGGERTSSON Vala Matt var vel sett sem arkitekt áður en hún heillaði íslensku þjóðina upp úr skónum á sokkabandsárum Stöðvar 2. Íslenskt þjóð- líf án hennar væri eins og harðfiskur án smjörs, þurrt og leiðinlegt. Vala er þó ekki eingöngu skemmtileg sjónvarpskona heldur einnig með eindæmum heillandi karakter. Í fljótu bragði er engin ung kona í íslenskum fjölmiðlum sem gæti tekið við af henni og það þurfti því að leita út fyrir hin þrönga heim sjónvarpsins en arftaki hennar fannst í poppsöngkonunni Svölu Björgvins. Þrátt fyrir að „meik“ til- raunir hennar hafi ekki gengið sem skyldi hefur Svala vakið athygli fyrir einstaka smekkvísi og ætti auðveldlega að geta orðið næsti „trendsetter“ Íslands þegar hún leggur loksins sönginn á hilluna. Ljósa hárið skemmir ekki fyrir samanburðinum. VALA MATT SVALA BJÖRGVINS RÚNAR JÚL FROSTI LOGASON Rúni Júl hefur sýnt að það nægir ekki að vera bara sætur og kunna að spila á hljóðfæri. Menn þurfa að hafa toppstykkið í lagi, geta horf- ið til annarra starfa þegar tónlistaferillinn líður undir lok en geta haldið „coolinu“. Þetta er ekki hverjum gefið og margir tónlistar- menn rembast við að lifa á fornri frægð á meðan útgáfufyrirtæki Keflavíkurgoðsins gefur út Hjálma og Baggalút. Sennilega verður bara einn Rúni Júl en sá sem kemst næst honum er Frosti Logason úr Mínus. Kunnugir segja að hann sé bæði heil- inn og hjartað í hljómsveitinni en hann er auk þess dagskrárstjóri á Xinu. Þar að auki er margvíslegt sameiginlegt með einkalífi þessara rokkhunda því Frosti er oft nefndur á nafn sem hugsanlegur vonbið- ill Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur fegurðardrottningar. Fáar sögur eru hins vegar til af afrekum gítarleikarans á knattspyrnuvellinum. Svanhildur Jakobsdóttir er einhver glæsilegasta söngkona sinnar kynslóðar og heldur sér ótrúlega vel. Enn þann dag í dag heillar hún karlpeninginn upp úr skónum, unga jafnt sem aldna. Þrátt fyrir lang- an starfsaldur hefur Svanhildur, ólíkt mörgum öðrum konum í sinni stétt, aflað sér virðingar meðal kynsystra sinna en slíkt hefur reynst nánast ógjörningur þegar kemur að konum og sviðsljósinu. Aðeins ein stúlka sem er áberandi í mannlífinu í dag gæti orðið hugsan- legur arftaki hennar. Birgitta Haukdal hefur þennan stelpusjarma sem brætt hefur hjörtu táningsdrengja og hún er jákvæð fyrirmynd allra stúlkna sem sjá ekkert illt í henni. Þokki Birgittu virðist vera ótæmandi og ef að líkum lætur verður Birgitta með okkur um öld og ævi... líkt og Svanhildur. SVANHILDUR JAKOBSDÓTTIR BIRGITTA HAUKDAL Þrátt fyrir augljósan metnað til að taka við af Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra verður það hlutskipt Björns Inga að verða land- búnaðarráðherra og taka við hlutverki Guðna Ágústssonar sem stuðboltinn í Framsókn. Björn Ingi hefur hinn sérstaka framsóknar- húmor alveg á hreinu og flaggar honum óspart í þáttum eins og Silfri Egils. Það myndi ekki vefjast fyrir Birni að hrósa íslensku mjólkinni, pylsunni og kúnni. Þá hefur Björn einnig einstakan sjarma sem gæti nýst honum á ferðalögum sínum um landið og nýtt heilsusamlegt útlit hans á eftir að heilla húsmæðurnar upp úr skónum. Guðni Ágústsson hefur verið í framvarðarsveit Framsóknarflokks- ins og er eitt af aðaltrompum hans í kosningabaráttunni enda fáir stjórnmálamenn sem hafa meiri hæfileika til að laða fram bros á vörum kjósenda. Flokkurinn þarf ekki að kvíða að hann verði laus við glens og grín þegar Guðni stígur niður því Björn Ingi er verðugur arftaki hans. GUÐNI ÁGÚSTSSON BJÖRN INGI HRAFNSSON Þrátt fyrir yfirlýsta andúð á sjónvarpsþætti Hemma, Það var lagið, getur Egill ekki skorast undan ábyrgð sinni. Íþróttaferillinn, konurn- ar og djammið, þarf að segja meira? Egill ratar beina leið í sjón- varpið og þó hann stjórni að öllum líkindum ekki söngþætti gæti það verið „Fræga fólkið lyftir lóðum“ eða „Boxað í beinni“. Aukinn þroski mun veðra helsta rembinginn af kraftajötninum sem verður alltaf hrezz á kantinum. Þótt þjóðin voni auðvitað að Hemmi verði með henni sem lengst þarf hún ekki að kvíða að enginn komi í staðinn fyrir hannn því Gillzeneggerinn mun með bros á vör taka við krún- unni sem eftirlæti þjóðarinnar. HERMANN GUNNARSSON EGILL GILLZENEGGER
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.