Fréttablaðið - 07.12.2005, Side 77

Fréttablaðið - 07.12.2005, Side 77
Síðasti öruggi skiladagur á jólakortum til landa utan Evrópu er fimmtudagurinn á jólakortum til Evrópu er fimmtudagurinn á jólakortum innanlands er miðvikudagurinn 08.12. 15.12. 21.12. www.postur.is Komdu tímanlega Finndu pósthúsið næst þér á ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - IS P 28 41 9 1 2/ 20 05 með jólakortin Miðasala á tónleika Katie Melua sem verða í Laugardalshöll 31. mars hefst á fimmtudag. Melua er ein vin- sælasta söngkona heims um þess- ar mundir. Hún þykir einn helsti vonarneisti popp- og djasstónlistar og hefur þegar skipað sér í röð sölu- hæstu kvenna heims, aðeins 21 árs að aldri. Miðasalan á tónleikana fer fram í Skífunni, BT á landsbyggð- inni og á concert.is. Aðeins er selt í sæti og því verður takmarkað magn miða í boði. ■ Miðasala að hefjast KATIE MELUA Söngkonan unga heldur tónleika í Höllinni 31. mars. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Stundum þegar ég hlusta á plöt- ur eins og þessa velti ég því fyrir mér hvort það leynist einhver hliðarvídd einhvers staðar sem mér er ekki boðið að búa í. Ég get ekki ímyndað mér að það séu til manneskjur í sama heimi og ég sem virkilega sitja yfir þess- ari tónlist, hlusta af áhuga og fá ánægju af. Að minnsta kosti ekki fólk yfir átta ára aldri. Samt selst þessi plata örugglega í hundr- uðum þúsunda eintaka. Held að fæst þeirra verði spiluð oftar en tvisvar. Svo safna diskarnir ryki í tvo mánuði áður en eigandi þeirra reynir að selja þá fyrir hundrað kall í Kolaportinu. Robbie hefur ekki alltaf verið svona slappur. Eftir að hann sparkaði lagahöfundinum Guy Chambers hefur hann verið eins og fótbrotinn spretthlaupari. Eða eins og brotin standpína. En það eru ekki bara lagasmíð- arnar sem eru litlausar og veik- ar, heldur eru lögin borin fram með bitlausustu og klisjuleg- ustu útsetningum sem þið getið ímyndað ykkur. Robbie reynir meira að segja að syngja reggí í öðru lagi plötunnar. Kæmi mér ekki á óvart ef hann fengi hóp af morðóðum rastaförum á sig fyrir að reyna þetta. Textarnir eru svo allir beint frá egói Robbie. Platan byrjar á setningunni; „Here I stand vict- orious, the only man who made you come!“. Aulahrollur, held að ég hafi bara ekki heyrt þá verri. Öll lögin tólf snerta á hversu mikilli velgengni hann hefur fagnað á „erfiðri“ ævi sinni. En núna sé hann á toppnum og algjörlega með stjórn á sínum eigin örlögum. Hvern heldur hann eiginlega að hann sé að plata!? Ég sé hann a.m.k. aldrei í blöðunum án þess að vera að væla yfir þunglyndi og hversu erfitt það sé að vera poppstjarna. Svo sannarlega undarleg leið til þess að selja plötur, vekja upp samúð hjá aðdáendum sínum, búa svo til tónlist sem er uppblásnari en vindsæng, hirða peningana og halda svo áfram að vera í fýlu. Eins og líkamlega heilbrigður milljónamæringur sem heimtar spítalarúm einu sinni á ári bara til þess að fá gjafirnar og ein- hvern til þess að vorkenna sér. Í guðanna bænum Robbie, hringdu aftur í Guy Chambers og biddu hann afsökunar. Það er ekki nóg að hafa góða rödd, útlit og sviðsframkomu til þess að halda stjörnuskini sínu. Aðal- atriðið er að gefa út góð lög, og ég held að það sé ekki eitt einasta lag á þessari plötu sem hreyfði við mér... ekki einu sinni örlítið. Aftur, ég bið þig, hringdu í Guy! Þá neyðist ég ekki til þess að þurfa að pína mig að hlusta á plötur eins og þessa í gegn, þrisvar! Já, kæru lesendur, það sem ég geri ekki fyrir ykkur. Birgir Örn Steinarsson Brotin standpína ROBBIE WILLIAMS: INTENSIVE CARE Niðurstaða: Uppáhald miðaldra húsmæðra er löngu orðinn getulaus. Það væri hægt að nota þessa nýju plötu Robbie sem pyntingartæki til að knýja fram játningar stríðsglæpamanna. Flestir myndu brotna ef þeir þyrftu að hlusta á þessa plötu á repeat.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.