Fréttablaðið - 07.12.2005, Qupperneq 86
7. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR58
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2
Ætti sveinki að setja í
skóinn til tvítugs?
Ég ætla bara að segja
já. Ég myndi helst vilja
að jólasveinninn setti í
skóinn hjá fólki til tví-
tugs eða jafnvel lengur.
Hann ætti kannski að
fara á sálfræðinámskeið
og finna út úr því hverjir
þurfa á því að halda að
fá í skóinn langt fram eftir
aldri. Reyndar er ekki bara
einn jólasveinn hjá mér,
ég vil ekki hafa þá færri
en þrettán.
Þeir leynast alls staðar
Að sjálfsögðu trúi ég á jólasveininn. Ég hef reyndar
ekki alltaf gert það en ég hef komist að því að þeir
eru margir jólasveinarnir sem leynast okkar á milli.
Þeir eru af öllum gerðum og sortum.
Trúin hefur komið og farið
Já, ég geri það að sjálfsögðu þótt trúin hafi komið og
farið á tímabilum í mínu lífi. En trúin styrktist eftir að
ég eignaðist börnin mín og núna þegar ég á fjögurra
og sex ára gömul börn þá trúi ég að sjálfsögðu á
íslensku jólasveinana þrettán.
ÞRÍR SPURÐIR TRÚIR ÞÚ Á JÓLASVEININN?
ANDREA JÓNSDÓTTIR
ÚTVARPSKONA.HRÓSIÐ
...fær Egill Gillzenegger fyrir að
hafa skrifað heila bók á þremur
vikum.
LÁRÉTT
2 á eftir 6 klafi 8 tæra 9 kóf 11 til
12 langt op 14 skammstöfun 16 tíma-
eining 17 eyða 18 sigti 20 frú 21
hnappur.
LÓÐRÉTT
1 tónlistarstíll 3 tveir eins 4 allir bók-
stafirnir í röð 5 saur 7 hitaeining 10
framkoma 13 þakbrún 15 varla 16
kærleikur 19 bor.
LAUSN
KRISTJÁN HELGASON
SÖNGVARI.
SÆUNN
ÓLAFSDÓTTIR
RITHÖFUNDUR.
LÁRÉTT: 2 næst, 6 ok, 8 æta, 9 kaf, 11
að, 12 klauf, 14 osfrv, 16 ár, 17 sóa, 18
sía, 20 fr, 21 tala.
LÓÐRÉTT: 1 rokk, 3 ææ, 4 stafróf, 5
tað, 7 kaloría, 10 fas, 13 ufs, 15 vart,
16 ást, 19 al.
Ásgeir Kolbeinsson hefur sagt
stöðu sinni lausri sem dagskrár-
stjóri FM 957 en þetta staðfesti
hann í samtali við Fréttablaðið.
Uppsögnin kom starfsfólki og
stjórnendum stöðvarinnar nokk-
uð í opna skjöldu þar sem hún
hefur verið að auka við vinsældir
sínar jafnt og þétt á undanförnum
mánuðum. „Það eru ekki margir
sem vilja hverfa á brott þegar vel
gengur,“ sagði Ásgeir en hann tók
við starfinu fyrir hálfu ári síðan
þegar mannabreytingar áttu sér
stað hjá útvarpsstöðinni.
Hann segist hafa lagt til marg-
víslegar breytingar og komið
með nýja strauma og stefnur sem
mæltust vel fyrir. „Það má kannski
segja að ég sé búinn að koma henni
á það ról sem ég vildi sjá hana á,“
útskýrir hann. „Það voru ákveðn-
ar hugsjónir sem ég vildi að yrðu
hafðar að leiðarljósi hjá stöðinni
en á þessum harða fjölmiðlamark-
aði geta minnstu mistök sett allt
út af sporinu,“ bætir Ásgeir við og
segist hverfa sáttur frá borði.
Ásgeir segir þetta þó ekki hafa
verið neina skyndiákvörðun því
hún hafi verið að gerjast hjá honum
í góðan mánuð. „Ég mun verða hér
næstu vikurnar til að koma nýju
fólki inn í starfið,“ segir Ásgeir en
hann á sér þó engan draumaarf-
taka. „Bara einhvern sem heldur
stöðinni á þeirri braut sem hún
hefur verið á.“ Hann tekur þó
skýrt fram að brotthvarfið verið í
mesta bróðerni og engum hurðum
verið skellt. Ásgeir Kolbeinsson
hefur verið áberandi í fjölmiðlum
undanfarið. Hann stýrir þættinum
Sirkus Reykjavík á sjónvarpsstöð-
inni og mun áfram vera umsjónar-
maður hans næstu þrjá mánuði.
Ásgeir vildi ekkert segja hvað
tæki við hjá sér næst og útilok-
aði ekki brotthvarf úr sviðsljósi
fjölmiðlanna. „Mig langar til að
skipta um starfsumhverfi og skoða
nýjar víddir.“ sagði hann dulur og
lét ekkert uppi. „Ég mun engu að
síður taka mér nokkrar vikur í
að íhuga málið,“ sagði Ásgeir og
viðurkenndi að honum hefðu boð-
ist nokkur spennandi störf. Hann
sagði þó ekkert launungarmál að
hann langaði til að starfa á sviði
fjölmiðla og viðurkenndi að það
væri sú braut sem hann vildi feta
enn frekar.
freyrgigja@frettabladid.is
ÁSGEIR KOLBEINS: HÆTTUR HJÁ FM 957
Vill skoða nýja víddir
ÁSGEIR KOLBEINS Hefur verið áberandi í íslenskum fjölmiðlum að undanförnu. Hann er
hættur sem dagskrárstjóri FM957 en ákvörðun hans hefur komið mörgum á óvart.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FRÉTTIR AF FÓLKI
Hópur fólks á vegum skákfélagsins Hróksins, Barnaheilla á Íslandi,
Rauða krossins og
Kalak, vinafélags
Íslands og Græn-
lands, er staddur
á Austur-Græn-
landi þessa dag-
ana. Tilgangur
ferðarinnar
er að færa
500 græn-
lennskum
grunn-
skóla-
börnum
skáksett
sem Hrafn
Jökulsson, forseti Hróksins, safnaði fyrir
með skákmaraþoni fyrr í vetur. Stefán
Þór Herbertsson, formaður Kalak, er
leiðangursstjóri en hópurinn nýtur
einnig aðstoðar „ísmannsins“ Sigurðar
Péturssonar, sem
sigldi meðal ann-
ars með Hrafn og
Henrik Daniel-
sen, skólastjóra
Hróksins, til
heimabæjar
síns Kuummiit
þar sem þeir
glöddu unga
fólkið með
skáksettum,
íslensku
nammi og
jóladagatölum.
Þegar hópurinn
fór frá Reykjavíkurflugvelli á laugardag
lýsti Hrafn því yfir að þetta væri ferð lífs
hans. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, kvaddi hópinn á flugvellinum
og Hrafn notaði tækifærið til þess að
gefa forsetanum, After the Rain, nýjan
geisladisk Ragnheiðar Gröndal. Hrafn
er einlægur aðdáandi Ragnheiðar en
hún söng í fertugsafmæli
hans í síðasta mánuði.
Hrafn fer ekki leynt
með aðdáun sína
á söng Ragnheiðar
og mun einnig hafa
fært Þorgerði Katr-
ínu Gunnarsdóttur
menntamála-
ráðherra
eintak af
diskinum
í síðustu
viku. -ÞÞ
Á fimmtudaginn ætla hinir
íslensku Stónsarar að koma fram
á Gauk á Stöng í tilefni af útkomu
nýrrar bókar um Rolling Stones í
þýðingu Birgis Baldurssonar. Er
sveitin skipuð einvalaliði en þýð-
andinn sjálfur mun lemja húðirn-
ar. „Þetta verður fallegt,“ sagði
hann. „Það er smitandi ánægja
milli hljómsveitameðlima,“ bætir
hann við en sveitina skipa auk
hans Björgvin Gíslason, Eðvarð
Lárusson, Tómas Tómasson og
Einar Rúnarsson en það er sjálf-
ur Helgi Björns sem bregður sér í
líki Mick Jagger. „Reyndar hefur
honum ekki gefist tækifæri til að
æfa með okkur en við rennum
yfir dagskrána á fimmtudaginn,“
segir Birgir óhræddur en þetta er
einmitt í ætt við ferlið hjá Roll-
ing Stones sem æfa frekar lítið.
„Þetta felst ekki í að apa allt „orð-
rétt“ upp eftir þeim heldur spila
frekar í anda þeirra,“ segir Birg-
ir. „Það getur enginn leikið á gítar
eins og Keith en það er hægt að
spila í anda hans.“
Birgir segir að Rolling Stones
hafi haft mikil áhrif á rokktón-
listina og ekkert síðri en fjór-
menningarnir í Bítlunum. „Þeir
nálguðust tónsmíðina eins og
djassinn og litu á lagasmiðar sem
ramma og það væri síðan hægt
að vinna eftir honum,“ útskýr-
ir hann en Rolling Stones sóttu
mikið í arf hinna svörtu blús-
ara, Motown og kántrítónlistina.
„Stones flytur rokk eins og það
kemur af skepnunni sjálfri.“
Þýðandinn segist hafa
skemmt sér konunglega yfir því
að þýða bókina og margt hafi
komið honum á óvart. Honum
finnst þó ólíklegt að hann drekki
einn Jack Daniels með engifer-
öli, morgunmat Keith Richards,
áður en hann stígur á sviðið.
„Hann sagði reyndar eftir að
hafa þurrkað sig upp af heróíni
að allt annað væri barnaleikur,“
útskýrir Birgir en segist jafn-
framt þurfa á öllu sínu að halda
ef ekki eigi að fara illa.
- fgg
Íslenskir Stónsarar á Gauknum
BIRGIR BALDURSSON Ætlar að tromma í
anda Charlie Watts en ekki reyna að apa
allt upp eftir honum því það er ekki hægt.
Svefnnauðgarinn
Stefán Hjaltested
fluttur í Árbæinn
f i
t f j lt t
fl tt í i
Dæmdur í 2 og 1/2 árs
fangelsi en gengur laus
DV2x10-lesið 6.12.2005 19:30 Page 1