Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 FÖSTUDAGUR 23. desember 2005 — 348. tölublað — 5. árgangur ������� ������ ������������������������������������������ �� ����������������������������������� ���������� ����������� ����������������������� JólaKubbur2FrBl 11/30/05, 5:37 PM1 VEÐR- VÍÐA NOKKUÐ BJART á landinu framan af. Þykknar upp suðaustan til með slyddu og síðar rigningu. Gæti snjó- að allra austast í kvöld. Hiti við frostmark sunnan til en frost 0-5 stig fyrir norðan. VEÐUR 4 Nýríkidæmi Það er vissulega til gott og vont auðvald, segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson sem telur þó ekki að nýríkir menn þurfi að vera verri en gamalríkir. Í DAG 30 Hver hreppir síðasta sætið? HSÍ hefur skilað inn endanlegum leikmannalista fyrir EM í Sviss. Ljóst er að baráttan um 16. og síðasta sætið í landsliðshópnum mun fyrst og fremst standa á milli þriggja leikmanna. ÍÞRÓTTIR 52 Makki hnífur stígur á sviðið Jólaleikrit Þjóðleik- hússins er Túskildings- ópera þeirra Brechts og Weills. Bogomil Font hefur sungið lög Weills og bíður spenntur eftir að sjá sýninguna. MENNING 38 ÁSLAUG DRÖFN SIGURÐARDÓTTIR Farðaði hermenn Eastwoods Ferðast um með gerviblóð og latex FÓLK 58 STEINUNN ÞÓRA ÁRNADÓTTIR Tekur þátt í friðar- göngunni kvöld Fastur liður á jólaaðventunni. FÓLK 58 Queen á besta lag allra tíma We Are the Champ- ions hefur verið kjörið besta lag allra tíma í fjölþjóðlegri skoðana- könnun sem var gerð í 66 löndum. Britney fylgir í kjölfarið. TÓNLIST 42 ATLI GÍSLASON Fer í sumarbústað um jólin jólin koma Í MIÐJU BLAÐSINS EFNAHAGSMÁL Íslendingar skulduðu 75 milljarða króna í yfirdráttarlán í lok nóvember, samkvæmt tölum sem Seðlabankinn hefur birt. Þetta þýðir að hvert mannsbarn skuldi 250 þús- und krónur í yfirdrátt. Yfirdráttarlán heimilanna hafa aldrei verið hærri og hafa hækkað um fjörutíu prósent frá áramótum, um 21 milljarð króna. Greining Íslandsbanka bendir á að einkaneysla hafi vaxið hraðari skref- um en kaupmáttur launa. Þessi aukn- ing yfirdráttarlána er því til marks um að að landinn fjármagni einkaneyslu með dýrum skammtímalánum. Vextir af yfirdráttarlánum eru á bilinu 17,5-20 prósent og hafa farið hækkandi á árinu. Þannig má reikna með að vaxtatekjur fjármálastofnana af þessum lánum nemi um 13-15 millj- örðum króna af ári. - eþa Einkaneysla Íslendinga fjármögnuð með dýrum skammtímalánum: Kvartmilljón í yfirdrátt á mann YFIRDRÁTTARLÁN HEIMILA (milljarðar króna) Okt. ‘04 Jan. ‘05 Apr. ‘05 Júl. ‘05 Okt. ‘05 40 45 50 55 60 65 70 Margir í meðferð eftir jól Í desember er álíka mikið keypt af áfengi og í júlí. Algengt er að fólk fari í áfengismeðferð eftir áramótin eftir að hafa brennt brýr að baki sér í desember. Meðferð gengur betur í jólamánuðinum. FLJÚGANDI SKATA Fjölmargir landsmenn borða kæsta skötu í dag á Þorláksmessu. Siðurinn er upphaflega vestfirskur en hefur breiðst út og er skata snædd um land allt, meira að segja á fínustu veitingahúsum. Ísak og Georg í Fiskbúðinni Vör könnuðu í gær hvort skata væri flugfiskur. Komust þeir að því að svo er ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÁFENGI „Við verðum mikið vör við að fólk hafi ákveðið að gera breyt- ingar á sínu lífi um áramótin og gefur sér og öðrum loforð um að taka sig á,“ segir Þórarinn Tyrf- ingsson, yfirlæknir á Vogi. Hann segir að í janúar sjáist mörg ný andlit á Vogi. Nýju tilfellin séu oft mikil tilfinningamál. „Þetta er oft fólk sem hefur brugðist skyldum sínum gagnvart fjölskyldunni yfir hátíðirnar og ekki mætt í jólaboð vegna drykkju. Fólk er oft mjög til- finningaríkt um jólin og því verða þessi mál oft að miklu hitamáli sem stundum opnar augu drykkju- mannsins fyrir vandanum.“ Að sögn Þórarins hefur jóla- andinn einnig góð áhrif á fólk sem er í meðferð í desembermánuði. Hann segir það einkenna meðferð- ir hversu móttækilegt fólk sé um þetta leyti ársins, hann segir það opnara og gera sér betur grein fyrir skyldum sínum gagnvart fjölskyldu sinni. „Það eru meiri tilfinningar í meðferðarstarfinu á þessum tíma,“ segir Þórarinn. Fjöldi viðskiptavina í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) er svipaður í desember og í júlí- mánuði, en minnstur í janúar. Á síðasta ári heimsóttu um 400 þúsund viðskiptavinir Vínbúðir landsins í desember. Örn Stef- ánsson, deildarstjóri innkaupa- deildar hjá ÁTVR, segir að þó að viðskiptavinafjöldinn sé svipaður sé innkaupamynstrið ólíkt. Hann segir að fólk kaupi meira af sterk- ari vínum í desember, mikið sé keypt af koníaki, sérrí og rauðvíni og mikið magn af freyðivíni selst fyrir áramótin. Þannig að heildar- sölumagn vínanda í lítrum talið sé meira í desember en aðra mánuði ársins. Hann segir að reikna megi með allt að 50 prósenta söluaukn- ingu í desember. Sala áfengis í fyrra nam 1,8 milljónum lítra í desember, en heildarsalan árið 2004 var um 16 milljónir lítra. Í lok nóvember síð- astliðins var heildarsalaáfengis komin upp í 15,3 milljónir og býst Örn við að salan í nóvember fari yfir 2 milljónir lítra. - æþe Íslandsmet var slegið í eft- irspurn á frumútboði þegar fjárfestar óskuðu eftir rúmum hundrað milljörðum hlutabréfa í Avion Group. Sex milljarðar voru í boði en ákveðið hefur verið að gefa kost á fjórum milljörðum til viðbótar svo að framboðið nái tíu prósent- um af eftirspurninni. „Við erum geysilega ánægð- ir með viðtökurnar sem eru framar okkar björtustu vonum,“ segir Bjarni Þórður Bjarnason hjá Landsbankanum sem sá um útboðið. Útboðið var til fagfjárfesta og var lágmarksboð fimm milljónir króna. Ljóst er að fjárfestar fá ekki nema hluta af því sem beðið er um. Helstu lífeyrissjóðir sótt- ust eftir bréfum í félaginu og munu þeir fá meira í sinn hlut en almennir fjárfestar, þó að ljóst sé að miðað við eftirspurnina muni allir bjóðendur fá skertan hlut. -hh Hlutafjárútboð Avion Group; Íslandsmet í eftirspurn HEILDARSALA ÁFENGIS Á ÁRI 16 17,3 Sala í desember *samkvæmt söluspá ÁTVR. Tölur í miljónum lítra. 20 04 20 05 *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.