Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 26
26 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR Íslenska þjóðin hefur svarað neyðarkallinu frá Pakistan. Geisladiskurinn Hjálpum þeim er uppseldur. Íslenskt tónlistarfólk sem tók þátt í Hjálpum þeim þakkar frábær viðbrögð. UPPSE LDUR ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR Nýtt upplag væntanlegt NEW YORK Fjöldi fólks hefur þurft að finna sér annan samgöngu- máta í stórborginni New York í þessari viku eftir að starfsmenn almenningssamgangna borgar- innar lögðu niður störf á þriðju- daginn. Íbúar borgarinnar hafa þó reynt sitt besta til þess að komast til vinnu sinnar þrátt fyrir verk- fallið. Sumir gengu í gærmorgun langar vegalengdir til vinnu en aðrir hjóluðu eða renndu sér á línuskautum. Svalt var í veðri í morgunsárið og fólk þurfti því að klæða sig vel. Mikil örtröð hefur verið á strætum stórborgarinnar síðan verkfallið hófst og fólki geng- ið afskaplega hægt að komast á milli staða. Reynt hefur verið að grípa til aðgerða á borð við þá að hleypa ekki fólki til Manhattan nema í bifreiðinni séu að minnsta kosti fjórir. Þrátt fyrir það tekur margfalt lengri tíma að komast milli staða en venjulega. En verkfallið bitnar á fleirum en vinnandi fólki. Heimilislaus- ir bera sig einnig illa, og segja fokið í flest þeirra skjól. Ungur heimilislaus maður kveðst vanur að koma sér vel fyrir í neðanjarð- arlestinni og eyða þar nóttinni. Starfsmenn borgarinnar segja hundruð heimilislausra not- færa sér skjól almenningssam- gangnanna á einn eða annan hátt, einkum nú yfir vetrartímann þegar kalt er í veðri. Tæplega fimm þúsund manns í New York eru án heimilis, og af þeim er talið að meira en átta hundruð haldi til í neðanjarðar- lestunum. Ekki er vitað hvert það fólk hefur nú farið, en einungis hefur orðið vart við lítilshátt- ar aukningu fólks í gistiskýlum fyrir heimilislausa í borginni. Forysta stéttarfélagsins hefur þurft að sæta harðri gagnrýni vegna verkfallsins, og segja æðstu embættismenn borgar- innar að verkfallið bitni fyrst og fremst á þeim allra fátækustu. „Þeir sem verkfallið bitnar harðast á eru þeir sem síst hafa efni á því. Fátækt fólk sem kemst ekki til vinnu fær einfaldlega ekkert að borða,“ sagði Michael Blomberg, borgarstjóri í New York, en hann þurfti í gær að ganga yfir Brooklynbrúna til þess að komast í vinnuna. Stéttarfélagsforystan segir aðgerðirnar hins vegar nauðsyn- legar, en deila þeirra við vinnu- veitendur snýst um launakjör, eft- irlaunaskilmála og heilsugæslu. Verkfallið hefur valdið mun minni aðsókn að veitingastöðum, söfnum og verslanamiðstöðv- um og er talið að New York borg verði af milljarða tekjum hvern dag sem verkfallið stendur yfir. Hins vegar bera ekki allir sig illa vegna verkfallsins. Netversl- un blómstrar sem aldrei fyrr, og þeir eru margir sem notfæra sér að geta gert síðustu jólainn- kaupin heima í stofu í stað þess að halda út í örtröðina. Þá mala leigubílstjórar gull og fullt hefur verið út úr dyrum hjá reiðhjóla- viðgerðarmönnum. helgat@frettabladid.is Fótgangandi til vinnu Íbúar New York hafa þurft að leita nýrra leiða til þess að komast milli staða vegna verkfalls sem lamar almenningssamgöngur borgarinnar. Margir ganga langar leiðir til vinnu sinnar en aðrir hjóla. NEW YORK Fjöldi New York-búa hefur þurft að fara mun fyrr á fætur en venjulega og ganga til vinnu sinnar vegna verkfalls sem starfsmenn almenningssamgangna borgarinnar hófu á þriðjudagsmorgun. Kalt hefur verið í veðri, til að mynda var fjögurra stiga frost í gærmorgun, og reyndi fólk eftir megni að klæða af sér kuldann. Aðrir gripu til þess ráðs að dusta rykið af reiðhjólum og jafnvel línuskautum til þess að komast leiðar sinnar. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.