Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 10
10 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR Fiskbúðin Hafrún Skipholti 70 Sími 553 0003 Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 sími 587 5070 Fiskbúðin Árbjörg Hringbraut 119 Sími 552 5070 Þorláksmessu skatan Verð frá: 399.- Ekta góður saltfiskur Hnoðmör hamsatólg kartöflur Gleðileg jól KHABAROVSK, AP Eiturflekkur- inn sem íbúar Khabarovsk hafa beðið eftir í sex vikur hefur loks- ins náð til borgarinnar. Yfirvöld segja íbúunum að ekkert sé að óttast. Eitrið kemur úr kínverskri efnaverksmiðju sem sprakk í síðasta mánuði en þá láku um hundrað tonn af benseni út í fljótið sem borgin stendur við. Það var hins vegar ekki fyrr en í gærmorgun sem borgarstarfs- menn urðu varir við bensen- mengun í Amur-ánni og því voru viðvaranir gefnar út í kjölfarið. Ekki eru áform um að skrúfa fyrir neysluvatn til borgarbúa en engu að síður hafa heilbrigð- iseftirlitsmenn sagt við þá að kranavatns sé ekki óhætt að neyta. Því hefur fólk hamstrað vatn í stórum stíl og fyllt alla koppa og kirnur af hreinu vatni til að eiga á meðan 180 kílómetra langur flekkurinn líður hjá borg- inni. Talið er að eiturgumsið verði farið hjá eftir fjóra daga en áhrifanna getur þó orðið vart mun lengur. Sumir þeirra sem búa í borg- inni virðast hins vegar ekki kippa sér mikið upp við ófögn- uðinn í fljótinu því fréttaritari AP-fréttastofunnar gekk fram á gamalt fólk sem veiddi sér til matar úr ánni í gær og kvaðst jafnvel ætla að selja aflann. - shg Bensen-ófögnuðurinn kominn til Khabarovsk í Síberíu: Borgarbúar hvattir til að halda ró sinni VATN ÚR VÖK Göt voru boruð á ísinn á nálægum vötnum og hafa íbúarnir sótt sér vatn úr þeim af miklum móð undan- farna daga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STRÆTISVAGNAUMFERÐ UM HVERFISGÖTU Snemma á næsta ári taka gildi breytingar á nýju leiðakerfi Strætó bs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ALMENNINGSSAMGÖNGUR Stjórn Strætó bs. hefur samþykkt umtalsverðar breytingar á leið- akerfi strætisvagna á höfuðborg- arsvæðinu. Þar á meðal er ákvörð- un um þrjár nýjar leiðir, tvær í Reykjavík og ein í Kópavogi. Þá hefur akstursleið vagns númer 13 verið breytt þannig að ekið verður um Hamrahlíð, en blindir og sjónskertir mótmæltu því að vagnar stöðvuðust ekki lengur í næsta nágrenni blindra- heimilisins. „Við hjá Strætó höfum gert okkur far um að hlusta eftir ábendingum vagnstjóra og far- þega um hvað megi betur fara og eins hvað sé vel gert,“ segir Ásgeir Eiríksson, forstjóri Strætó, en nýtt leiðakerfi var tekið upp í sumar. „Í október var framkvæmd farþega- talning og fengust þá mikilvægar upplýsingar um nýtingu einstakra leiða.“ Breytingarnar sem nú eru fyrirhugaðar taka gildi í febrúar. Ein af nýju leiðunum þremur tengir Fella- og Hólahverfi við Mjóddina og tengir hana síðan áfram við Hlemm um Sogaveg, Grensásveg og Suðurlandsbraut. Leiðin er nánast sú sama og leið 12, sem áður gilti. Þá verður tekin upp leið úr Grafarholti um Hálsa- og Höfðahverfi og þaðan um Bústaðaveg að Hlemmi og svo ný hringleið í Kópavogi sem liggur um vesturbæinn, Nýbýla- veg, Þverbrekku, Álfhólsveg og Hamraborg. - óká Orðið við óskum sjónskertra um akstur strætisvagna um Hamrahlíð: Strætó fer nýjar leiðir GJÖF Unglingadeild SÁÁ veitti á mánudag viðtöku 400 þúsund króna styrk frá Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna. Styrknum verður varið til efl- ingar félagsstarfs fyrir unglinga í meðferð hjá samtökunum. Árlega koma á þriðja hundrað ungmenna undir tvítugu í með- ferð hjá SÁÁ og með þeim er unnið fjölþætt tómstundastarf sem fjármagnað er með frjálsum framlögum. - sh Unglingadeild SÁÁ styrkt: 400 þúsund í félagsstarf IÐNAÐUR Skipulagsstofnun hefur til kynningar mat á umhverfisáhrifum stækkunar Hellisheiðarvirkjunar, en frestur til að skila inn athuga- semdum rennur út 31. janúar næst- komandi. Orkuveita Reykjavíkur heldur svo sérstakan kynningar- fund vegna framkvæmdarinnar 10. janúar, milli klukkan fjögur og sjö síðdegis, í húsi Orkuveitunnar við Bæjarháls í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að rafmagnsframleiðsla virkjunarinnar nemi árið 2008 80 megavöttum og allt að 120 mega- vöttum síðar. Matsskýrsluna er að finna á heimasíðum Orkuveitunn- ar, www.or.is og á síðu VGK verk- fræðistofu, www.vgk.is. - óká Stefnt að stækkun virkjunar: Umhverfis- áhrifin kynnt DÓMSMÁL Meirihluti Hæstaréttar hefur þyngt um einn mánuð sjö mánaða fangelsisdóm Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir manni sem játaði brot á fíkniefnalöggjöfinni og vopnalögum. Hann neitaði hins vegar ákæru um hylmingu, en hann er sagður hafa tekið við haglabyssu sem hann vissi að var illa fengin. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði séráliti og taldi að senda ætti málið aftur heim í hérað til meðferðar, þar sem maðurinn hafi þar verið lát- inn játa alla ákæruliði í einu, í stað þess að bera þá undir hann einn af öðrum. Manninum hafi ef til vill ekki verið ljóst að hann hafi þá verið að játa á sig hylminguna. Maðurinn rauf með brotum sínum skilorð fyrri dóms sem dæmdur var með. - óká Sérálit í Hæstarétti: Fangelsi lengt um mánuð Gæsluvarðhald stytt Hæstiréttur hefur stytt gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Albana, sem grunaður er um að hafa myrt mann í Grikklandi á jóladag í fyrra, um ellefu daga. Maðurinn bíður þess að vera framseldur til Grikklands og hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til þrett- ánda janúar. Hæstiréttur kvað hins vegar á um hálfsmánaðar gæsluvarðhald, sem lýkur 2. janúar. HÆSTIRÉTTUR JÓLAFLAUGIN Ómannaðri Soyuz-eldflaug var skotið frá Baikonur í Kasakstan áleiðis til alþjóðlegu geimstöðvarinnar í fyrrakvöld. Þangað flytur hún vistir og jólagjafir til áhafnarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í Fréttablaðinu í gær kom fram skekkja í samanburði. Þar voru heildarlaun embættismanna eftir tvær launahækkanir um mitt ár 2005 og næstu áramót sett upp með grunnlaunum þeirra eftir launahækkunina 1. janúar 2005. Þar hefði að sjálfsögðu átt að birta heildarlaunin. Rétt er að forseti Hæstaréttar hafði 858.031 krónu í heildarlaun fyrir ári síðan, hæstaréttardóm- arar 776.589 krónur, ríkissak- sóknari 776.589, ríkissáttasemj- ari 797.770, ríkisendurskoðandi 797.770, biskup Íslands 725.626, dómstjórinn í Reykjavík 743.418, aðrir dómstjórar 669.597, hér- aðsdómarar höfðu 608.725 og umboðsmaður barna hafði 554.617 krónur í heildarlaun. LEIÐRÉTTING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.