Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 70
 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR58 Í kvöld verður hin árlega friðar- ganga gengin frá þremur stöðum á landinu. Á Ísafirði verður hist rétt fyrir klukkan sex hjá Ísafjarðar- kirkju og gengið niður á Silfurtorg. Á Akureyri er mæting hjá MA klukkan átta. Í Reykjavík hefst gangan klukkan sex og verður gengið frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar sem haldinn verður smá fundur. Þar mun sr. Bjarni Karlsson flytja ávarp en fundarstjóri verður Birg- itta Jónsdóttir. Að venju eru það kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn sem leiða gönguna undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. 26 ár eru liðin síðan friðargang- an var fyrst haldin og fer hópurinn sem tekur þátt sífellt stækkandi þó að auðvitað fari þátttakan mikið eftir veðri. Hjónakornin Steinunn Þóra Árnadóttir og Stefán Pálsson hafa verið drjúg í skipulagningu göngunnar í ár og segir Steinunn að hún hitti yfirleitt mikið af fólki sem fari alltaf í gönguna. „Það segir að jólin séu ekkert komin fyrr en friðargöngunni sé lokið,“ segir Steinunn en hún hvetur fólk til að mæta tímanlega og mæta hlýlega klætt. „Ekki samt koma í fínustu fötunum,“ bætir hún við en kertasala hefst klukkan korter yfir fimm við Hlemm. Steinunni finnst friðargangan vera bráðnauðsynleg því hún sýni samborgurum og ekki síst stjórn- völdum hug þátttakenda gagnvart stríði. „Þessi ganga á að sýna að við erum ekki sátt við stríð og ekki síst að við viljum ekki vera þátttakend- ur í stríði,“ útskýrir hún og bætir jafnframt við að gangan sé enn fremur kærkomin hvíld frá jóla- stressinu og gefi fólki tækifæri til að íhuga stöðu heimsmála. - fgg 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 REYKJAVÍKURNÆTUR HARPA PÉTURSDÓTTIR VILL AÐ VIÐ BREYTUM SÖGUNNI Typpakeppnin STÓR HUMAR HÖRPUSKEL RISARÆKJUR „Ég hef ekki efni á að kaupa Holly- wood-hjólhýsavagn, og þess vegna keyri ég um á Toyta Corolla með þrjá kassa aftur í. Einn þeirra er fullur af hárkollum, einn af tískudóti og sá þriðji er fullur af gerviblóði og latexi,“ segir Áslaug Dröfn Sigurðardóttir, sem er ein af fáum Íslendingum sem lært hafa kvikmyndaförðun. Hún útskrifað- ist nýlega úr James Watt College í Edinborg, og hennar fyrsta verk- efni eftir að hún kom heim var að starfa við mynd Clints Eastwood, Flags of Our Fathers. „Ég sótti bara um. Það var mikið af leik- urum í myndinni og því vantaði marga. Það voru sex Íslendingar fengnir til að farða og við skipt- um með okkur vöktum, þrjú og þrjú í einu. En eftir því sem her- mennirnir í myndinni voru drepn- ir varð minna fyrir okkur að gera. Við vorum mest í því að skíta út strákana og gera smá skrámur á þá. Hollywood-stjörnurnar komu hins vegar með eigið förðunarfólk með sér.“ Það hefur verið góð byrjun á ferlinum að vinna fyrir Clint Eastwood. „Við grínuðumst með það að maður hittir fleira heims- frægt fólk á fjórum mánuðum hér heima en á tveimur mánuðum úti. Þó rekur systir mín bar í Edinborg sem er við hliðina á uppáhaldsveit- ingastað Seans Connery, og maður sá hann því nokkrum sinnum.“ En hvað kom til að hún lagði fyrir sig kvikmyndaförðun?“ „Ég lærði hárgreiðslu hér heima en langaði til að gera eitt- hvað annað en bara klippa fólk. Ég fór út í framhaldsnám í förðun, sem var fyrst og fremst verklegt, og þar var boðið upp á alls konar námsskeið. Mér fannst skemmti- legast að læra að gera blóð og lim- lestingar. Ég vann líka við að gera stuttmyndir í Skotlandi og þar var mikill „splatter“, ég var mikið að leika mér með pulsukjöt og svona. Ég þurfti eitt sinn að skella pulsu- kjöti framan í leikara, og svo kom í ljós að var grænmetisæta.“ Áslaug vinnur sjálfstætt og er til í slaginn á Toyotunni. „Ég er eiginlega með allt sem til þarf í bílnum og get því tekið að mér hvað sem er. Svo er þetta líka eins og stór snyrtitaska ef maður fer óvænt á djammið.“ Það geta þó hættur fylgt því að vera að keyra um með leikmuni í bílnum. „Einn kennarinn minn í Skot- landi stoppaði á rauðu ljósi og maður á næsta bíl leit inn um gluggan. Þegar hann sá limlest lík í baksætinu hringdi hann í lögg- una. Kennarinn brýndi það því fyrir okkur að vera ekki að keyra um með sjáanlega líkamsparta.“ Áslaug hefur hlotið alþjóðlegt uppeldi, því átta mánaða gömul flutti hún til Mombasa í Kenía, og var þar í fjögur og hálft ár meðan faðir hennar vann við þróunar- starf. Þaðan fluttu þau til Dorset í Bretlandi. Áslaug hefur síðan verið duglega að ferðast. Hún flutti til Danmerkur ein síns liðs aðeins 16 ára gömul og hefur síðan búið á Ítalíu jafnt sem Skotlandi. En hvað hefur hún verið að gera í kjölfarið á Eastwood? „Ég hef unnið við förðun í aug- lýsingum hjá Pegasus og Saga film, og ég tók þátt í æfingu hjá flugbjörgunarsveitinni við að búa til gervisár þar sem flugbjörgun- armenn þurfa að venjast ýmsu. Svo vann ég við forvarnarauglýs- ingu varðandi flugelda, þar sem ég þurfti að láta líta út fyrir að strákur hafi fengið flugelda í and- litið. Það er ekki mikil „splatter“- menning hér heima, en kannski breytist það eftir að Eli Roth kom hingað með Hostel. Vonandi verð- ur þá meira að farða í íslenskum bíómyndum en bara glóðuraugu.“ valurg@frettablaðið.is ÁSLAUG DRÖFN SIGURÐARDÓTTIR: ÚR HÁRGREIÐSLU Í FÖRÐUN Setti skít og skrámur á hermenn Eastwoods ÁSLAUG DRÖFN SIGURÐARDÓTTIR Lærði hárgreiðslu en langaði að gera eitthvað annað og sneri sér að kvikmyndaförðun. Það er alltaf sama sagan. Ég spyr mig aftur og aftur, af hverju erum við stöðugt í typpakeppni, störu- keppni og endalausri samkeppni? Það er alveg sama hvað maður upplifir. Í hvert skipti sem ég kynnist nýjum manni upplifi ég það að annaðhvort okkar er „on top“ eða hinum æðri eins og við segjum upp á góðri íslensku. Það er alveg merkilegt hvað maður er endalaust að reyna að vera meiri töffari en hinn og gerir allt til þess eins að ná því fram sem maður er að sækjast eftir. Innst inni hefur takmarkið aldrei verið að vinna þann sem ég hef verið að deita í töffarakeppninni en ég skal alveg viðurkenna það að til að byrja með hef ég alltaf verið mjög kappsöm í þessari annars mjög asnalegu keppni. Mér er mest í mun að virðast hafa meira að gera, eiga fleiri vini og vera meira ómissandi en sá sem ég er að hitta. Eins og ég hef líka oft sagt áður er þetta málefni sem fæstir vilja viðurkenna. En þegar maður pælir í því held ég að ég hafi sjaldan hlustað á vin eða vin- konu sækja sér ráðleggingar öðruvísi en til þess að virka meiri töffari en hinn. Sem dæmi hef ég heyrt og sjálf sagt þessar setningar: Heldur hann að ég hafi ekkert betra að gera ef ég vil svona oft vera með honum, finnst henni ég vera hrikalega „desperat“ ef ég hringi aftur án þess að hún hafi hringt í millitíð- inni“ og „heldur hann að ég sé hrikalega einmana ef ég býð honum út að borða“? Hvað er þetta annað en typpakeppni? Fólk hefur tekið þessa keppni í hæstu hæðir til að ná takmarkinu og endað svo sem taparar. Er ekki meira kúl að sýna það sem manni virkilega finnst og enda svo sem sigurvegari? Ég held að það væri miklu vænlegra að venja okkur af þessum ósið og láta í ljós hvernig okkur líður. Frasar eins og: „Vá hvað mig langar að vera með þér í kvöld“ og „Hrikalega vildi ég að þú værir hjá mér“ láta öllum líða vel. Ég held að við getum verið sammála að okkur langar öllum að líða vel. Það sorglega við þetta er að þegar einhver sýnir þessa hegðun finnst okkur við hafa yfirhöndina og við hættum að vilja það sem við vorum upprunalega að sækjast eftir. Ég vil meina að þetta sé eitthvað sem við getum vanið okkur af. Er einhver ósammála ég bara spyr? Ég ætla því að koma með þá tillögu að við ölum þetta upp í börnunum okkar, breytum sögunni og tryggjum að þeim líði vel þegar þau vaxa úr grasi sjálf. Gangi ykkur vel! LÁRÉTT 2 vörumerki 6 sláturfélag 8 mas 9 pota 11 í röð 12 fold 14 óróleg 16 tveir eins 17 efni 18 drulla 20 í röð 21 skjótur. LÓÐRÉTT 1 innsog 3 hljóm 4 töfrar 5 æst 7 súla 10 umfram 13 gagn 15 drasl 16 kóf 19 slá. LAUSN [ VEISTU SVARIÐ ] 1 Endurfæðingu sólar á vetrarsólstöðum. 2 1.626.722 krónur. 3 Landsnet. LÁRÉTT: 2 lógó, 6 ss, 8 mal, 9 ota, 11 lm, 12 grund, 14 ókyrr, 16 kk, 17 tau, 18 aur, 20 rs, 21 frár. LÓÐRÉTT: 1 ísog, 3 óm, 4 galdrar, 5 ólm, 7 strókur, 10 auk, 13 nyt, 15 rusl, 16 kaf, 19 rá. HRÓSIÐ ...fá meðlimir ungliðahreyfing- ar Samtakanna ´78 sem færðu biskupi Íslands, herra Karli Sigurbjörnssyni, jólapakka sem innihélt regnbogatrefil og heimildarmynd sem fjallar um þá erfiðleika sem fylgja því þegar ungt fólk kemur út úr skápnum. FRÉTTIR AF FÓLKI Jóhannes Jónsson í Bónus hlaut á dögunum verðlaun ísfirskrar alþýðu fyrstur manna en til verðlaunanna var stofnað í haust á ársafmæli Heima- stjórnarhátíðar alþýðunnar á Ísafirði. Á fréttavefnum bb.is segir að við stofnun verðlaunanna hafi verið ákveðið að veita þau fyrirtækjum, einstaklingum eða stofnunum sem hafa lagt mikið af mörkum til stuðnings mannlífs og byggðar á Ísafirði. Það vekur athygli að Jóhannes er Reykvíkingur í húð og hár og býr á Akureyri en það breytir því ekki að Ísfirðingar hugsa hlýtt til hans þar sem matvöruverð í bænum snarlækk- aði eftir að Bónus opnaði þar verslun. Jóhannes hefur ekki komist vestur til þess að taka á móti verðlaununum, meðal annars vegna þess að flug hefur fallið niður, en hans bíður málverk eftir Reyni Torfason, bæjarlistamann Ísafjarðar. Það er heilmikið líf í fangelsinu á Litla-Hrauni í kringum jólin. Í dag heimsækja félagar í skákfélaginu Hróknum fangana heim og slegið verður upp skákmóti á vegum Hróksins og Frelsingjans, sem er skákfélag fanga á Hrauninu. Hinrik Danielsen, nýjasti íslenski stórmeistarinn og skólastjóri Hróksins, og Hrafn Jökulsson, fráfarandi forseti Hróksins, fara fyrir gestaliðinu og munu án efa þurfa að taka á honum stóra sínum vegna þess að á Litla- Hrauni leynast firnasterkir skákmenn. Árni Höskuldsson gullsmiður leggur til verðlaunagripi en þar fyrir utan koma Hróksmenn klyfjaðir jólagjöfum til fang- anna sem fá bókagjafir frá Eddu útgáfu og Sölku, geisladiska frá Skífunni og Penninn sendir föngunum skáktölvur. Þá fá allir blóm frá Blómaverkstæði Binna. Skákmótið hefst klukkan eitt og hefur Valtý Sigurðssyni fangelsismálastjóra verið boðið að keppa á mótinu og hann stefnir að því að mæta. Komi hins vegar jólaannnir í veg fyrir það biður hann fyrir bestu kveðjur til þeirra sem dvelja á Hrauninu. Svo mætir Bubbi Morthens að sjálfsögðu á Litla-Hraun á aðfanga- dag og heldur sína árlegu jólatónleika þannig að það verður lítið um dauðar stundir í fangelsinu fyrir jól. Þess má svo geta að á jóladag sýnir frétta- stöðin NFS sérstakan þátt um lífið í fangelsinu á aðventunni. ÞÞ Friðargangan hreinsar hugann STEINUNN ÞÓRA ÁRNADÓTTIR Er í skipu- lagsnefndinni fyrir friðargönguna í ár en þetta er í 26. skiptið sem hún er haldin í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ / E.ÓL 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.