Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 12
 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR JÓLAMATUR „Ég tel ráðlegt að stilla neyslu á reyktum og söltum mat í hóf yfir hátíðirnar,“ segir Hólm- fríður Þorgeirsdóttir, verkefnis- stjóri næringar hjá Lýðheilsustöð. Hólmfríður segir engin sérstök boð eða bönn í gildi varðandi jólamatinn. „Við þurfum ekki að hafa stór- ar áhyggjur þrátt fyrir að við bregðum lítillega út af vananum og við borðum það sem okkur langar á jólunum,“ segir Hólm- fríður. „Hins vegar hefur umfang sífellt verið að aukast, og nú er svo komið að desembermánuður er oft undirlagður af jólahlaðborðum og fleiru.“ Hólmfríður bendir fólki á að lykilatriði sé að borða fjölbreytt- an mat yfir hátíðirnar auk þess að stilla magninu í hóf. „Það er í raun bara eins með jólamatinn og annað, fjölbreytni borgar sig alltaf,“ segir hólmfríður. „Ég ráðlegg jafnframt fólki að borða nóg af grænmeti og ávöxtum með öðru.“ Mataræði íslendinga yfir hátíð- arnarnar samanstendur oft af reyktum og söltum mat. - ht FJÖLBREYTTUR MATUR Mikilvægt er að borða fjölbreyttan mat á jólununum, þar á meðal grænmeti og ávexti. Fólki er ráðlagt að stilla neyslu á söltum og reyktum mat í hóf yfir hátíðirnar: Fjölbreytni í mat borgar sig BRUSSEL, AP Sjávarútvegsráðherr- ar Evrópusambandsríkjanna náðu í gærmorgun samkomulagi um heildarkvóta sem heimilt verður að veiða í lögsögu þeirra á næsta ári. Samningafundur ráðherranna hafði staðið síðan á þriðjudag. Þeir sömdu um mun minni niðurskurð kvóta og sókn- ardaga en fiskifræðingar höfðu mælt með. Ráðherrarnir ákváðu að minnka þorskkvótann á flestum miðum um þau 15 prósent sem reglur sameiginlegu sjávarútvegs- stefnunnar leyfa að hámarki. Hins vegar var sóknardögum togara sem gera út á þorskveiðar – aðal- lega frá Skotlandi – aðeins fækk- að um 5 prósent í stað þeirra 15 prósenta sem framkvæmdastjórn ESB hafði lagt til. Fiskifræðingar Alþjóðahaf- rannsóknastofnunarinnar Ices höfðu mælst til þess að engar þorskveiðar yrðu leyfðar í Norð- ursjó á næsta ári vegna ískyggi- legs ástands stofnsins þar. Eftir að ákvörðun ráðherranna lá fyrir lýsti talsmaður alþjóðlegu náttúru- verndarsamtakanna WWF því yfir að hún jafnaðist á við dauðadóm yfir þorskstofninum í Norðursjó. „Það er ekkert vit í því að heim- ila veiðar úr stofni sem er hrun- inn,“ sagði talsmaðurinn, Charlotte Mogensen. „Nú er ljóst að þorsk- urinn á sér ekki viðreisnar von og þetta er aðeins sá fyrsti af mörgum fiskistofnum sem við erum að tapa vegna óstjórnar.“ Joe Borg, sjávarútvegsstjóri ESB, sagði hins vegar að samkomu- lagið væri „viðunandi“. Mjög hafði verið þrýst á hann af hagsmunaað- ilum að halda öllum miðum opnum og hafa kvótaniðurskurðinn sem minnstan. Breski ráðherrann Ben Bradshaw, sem stýrði ráðherra- fundinum þar sem Bretar gegna formennskunni í ESB til áramóta, sagði niðurstöðuna góða. „Ég tel að þetta samkomulag muni stuðla að vernd fiskistofna og lífríkis- ins í hafinu og stuðla jafnframt að tryggri framtíð sjávarútvegs- ins,“ hefur fréttavefur BBC eftir honum. Svíar sátu hjá við afgreiðslu samþykktarinnar, einir ESB-þjóð- anna 25. „Það er skylda okkar gagnvart komandi kynslóðum að gera það sem í okkar valdi stendur til að afstýra hruni þorskstofnsins í Eystrasaltinu. Þetta er ábyrgðar- laus ákvörðun,“ sagði Ann-Christ- in Nykvist, ráðherra landbúnað- ar- og sjávarútvegsmála í sænsku ríkisstjórninni. - aa MINNI NIÐURSKURÐUR Afli dagsins halaður um borð í spænska fiskiskipið Nuevo San Cibran undan strönd Galisíu á Spáni í vikunni. Á ráðherrafundinum í Brussel var ákveðið að draga minna úr veiðum í lögsögu ESB en fiskifræðingar mæltu með NORDICPHOTOS/AFP Lítið dregið úr veiðum þvert á hættumerki Ákvörðun sjávarútvegsráðherra Evrópusambandsins um fiskveiðikvóta næsta árs sætir gagnrýni fyrir að stefna þorskstofni Norðursjávar í hrun. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í bæjarstjórnarkosning- unum að vori. Þar með segist hann þó ekki útiloka þátttöku í landsmálunum en margir hafa hvatt hann til að gefa kost á sér til setu á Alþingi í þingkosningunum 2007. „Ég hef alla tíð haft áhuga á að tak- ast á við ný og ögrandi verkefni á pólitískum vettvangi. Meðan sá áhugi er fyrir hendi þá útiloka ég ekki neitt það viðfangsefni sem kjósendur og stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins kunna að fela mér í framtíðinni,“ segir Kristján. Sjálfstæðismenn á Akureyri ganga til prófkjörs 11. febrúar næstkomandi en nú þegar er ljóst að töluverð endurnýjun verður á meðal efstu manna. Þóra Ákadótt- ir, forseti bæjarstjórnar Akur- eyrar, skipaði annað sæti á lista flokksins í síðustu kosningum en hún gefur ekki kost á sér í próf- kjörinu og Þórarinn B. Jónsson hefur ákveðið að rýma til fyrir nýju fólki og stefna á fimmta sæti í stað þriðja sætis. - kk Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor: Kristján Þór vill leiða listann BÆJARSTJÓRINN Á AKUREYRI Kristján Þór Júlíusson leiddi lista sjálfstæðismanna á Akureyri í síðustu kosningum og óskar nú eftir endurnýjuðu umboði. Helgarbla› Hefurflúsé› DV í dag DAGBLAÐIÐ VÍSIR 294. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2005 Jólablað Thelma Ásdísardóttir er maður ársins. Í einstöku viðtali við Helgarblað DV tjáir hún sig í fyrsta sinn um ástina. Hún er í sambúð með Kristjáni Kristjánssyni í Smekkleysu. Þau eru hamingjusöm og Thelma er ákveðin í að láta sameiginlega drauma þeirra rætast. Hún segir lesendum DV allt af létta um líf sitt eftir þann harm sem hún upplifði í æsku. Harm sem hefur snert Íslendinga alla. Bls. 28, 29 & 30 TILBÚIN AÐ HEFJA NÝTT LÍF Bls. 23 Bls. 51 Bls. 10-11 umjólin EINAR ÁGÚST HANDTEKINNNú með dóp og byssur og þaðheima hjá Annþóri handrukkara Bryndís Hólm fékk barn í jólagjöf ÁREITT AF FÓTBOLTA- HETJU Unnur Birna Bls. 10-11 www.lotto.is ÁstfanginTHELMA ÁSDÍSARDÓTTIR Í KAUP-MANNA-HÖFN UM JÓLIN MEÐ NÝJA BARNIÐ MARÍN MANDA ? Nú með dóp og byssur og það heima hjá Annþóri handrukkara EINAR ÁGÚST HANDTEKINN helgar 22.12.2005 19:26 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.