Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 50
 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR38 menning@frettabladid.is ! Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. 24.900 kr. MOTOROLA V3 RAZR SÍMI Kl. 19.30 Tenórarnir þrír, þeir Gunnar Guðbjörnsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Þorgeir J. Andrésson, syngja fyrir vegfar- endur á svölum Kaffi Sólons í kvöld. Steinunn Birna Ragnars- dóttir leikur með þeim á píanó. Þau endurtaka síðan leikinn klukkan 21. > Ekki missa af ... ... Ingvari E. Sigurðssyni leikara lesa úr Vetrarborginni, nýjustu glæpasögu Arnaldar Indriðasonar, í Þjóðmenningar- húsinu í hádeginu í dag. ... sýningu Guðrúnar Veru Hjartardóttur, Velkomin(n) í mannheima, og sýningunni Aðföng Listasafns Reykja- víkur 2002-2005, sem báðar eru í Hafnarhúsinu og lýkur um áramótin. Opið er í dag. ... sýningum Erlings T.V. Kling- enbergs og Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur í gallerí Kling og Bang á Laugavegi 23. Vegleg skemmtidagskrá verður í Jólaþorp- inu í Hafnarfirði á Þorláksmessu, síðasta opnunardegi þorpsins þetta árið. Skemmti- dagskráin hefst klukk- an 14, en um kvöldið verður aftur blásið til leiks með hátíðardag- skrá. Skemmtidagskráin hefst á því að kór Öldu- túnsskóla syngur nokk- ur jólalög, síðan mætir Solla stirða úr Lata- bæk. Jólasveinninn og Grýla verða í stuði og loks kemur skógarálf- urinn Trjálfur. Klukkan 19 í kvöld verður farin jólaganga frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði að jólaþorpinu og að henni lokinni verður jólakertum flett í tjörninni í jólaþorpinu. Hátíðardagskráin hefst síðan klukkan 20 og hefst á því að karla- kórinn Þrestir syngur nokkur lög. Síðan tekur Margrét Eir við, Jónsi og Ómar Guðjóns- son flytja tónlist og loks mæta þeir Raggi Bjarna og Þorgeir Ást- valdsson á svæðið. Jólaþorpið er á nýuppgerðu Thorsplan- inu í hjarta bæjarins. Þar standa tuttugu lítil fagurlega skreytt hús hringinn í kringum fimm metra hátt jólatré. Í húsunum tuttugu er margt að sjá. Líf og fjör í Jólaþorpi Jólaleikrit Þjóðleikhússins er Túskildingsópera þeirra Brechts og Weills. Lögin úr verkinu hafa haft mikil áhrif á menn eins og Frank Sinatra, Bob Dylan og Nick Cave. Valur Gunnarsson rekur sögu Makka hnífs. „Hvor er meiri glæpamaður, sá sem rænir banka eða sá sem stofn- ar hann,“ segir í Túskildingsóperu Bertholts Brecht, sem er frumsýnd í Þjóðleikhúsinu annan í jólum. Í fyrstu hljómar verkið sem heldur ólíklegt jólaleikrit. Hégómagjarni glæpamaðurinn Makki hnífur gift- ist stúlku að nafni Polly Peachum. Faðir stúlkunnar, sem heldur betl- urum Lundúnaborgar í heljargreip- um, er óánægður með ráðahaginn og reynir að fá tengdason sinn hengdan af yfirvöldum. Verkið er ein allsherjar ádeila á markaðssam- félagið, enda var Brecht yfirlýstur sósíalisti. En þó að honum hafi oft legið mikið á hjarta gleymdi hann því aldrei að leikhús þarf að vera skemmtilegt. Túskildingsóperan er því einnig gamansöngleikur, þrátt fyrir þungan boðskapinn. Vinsældir þess létu heldur ekki á sér standa þegar það var fyrst sett á svið árið 1928, og var það sýnt yfir 10.000 sinnum á þýsku og þýtt á 18 önnur tungumál að auki. Lögin, sem voru samin í samvinnu við Kurt Weill, öðluðust síðan sjálf- stætt líf, sérstaklega eftir að það var sett upp á Broadway árið 1954 í enskri þýðingu. Sama ár tók Louis Armstrong það upp, og Ella Fitzger- ald hlaut seinna Grammy-verðlaun fyrir flutning þess. Það fór í fyrsta sæti í Bandaríkjunum með Bobby Darin árið 1959, en Frank Sinatra, sem einnig flutti lagið, taldi útgáfu Darins þá bestu. Miðalda morðballaða Þessi velgengni á vinsældalistum er merkileg miðað við efniviðinn. Lagið heitir upprunalega Die Mor- itat von Mackie Messer, en moritat eru morðballöður frá miðöldum. Makki hnífur birtist í hákarlagervi með bros beitt eins og rakvélablað, og sögumaður rifjar upp helstu glæpi hans, svo sem brotthvarf ríka mannsins Schmul Meier og hnífstungumorðið á Jenny Towler. Þýðingin sleppti þó hrottalegustu glæpum Makka, enda ólíklegt að lagið hefði átt jafn greiða leið í útvarpið með þá innanborðs. Verk- ið var endurþýtt á ensku árið 1976 og rataði þá aftur á Broadway, en í þetta sinn var minna brugðið út af upprunalega textanum. Nú fáum við einnig að heyra um þegar hann brennir inni sjö börn í Soho, og nauðgar barnungri ekkju eins fórnarlamba sinna. Þessi útgáfa af Makka hefur verið tekin upp af Sting, Nick Cave, og Lyle Lovett, en Robbie Williams sneri aftur til ritskoðuðu útgáfunnar á plötunni Swing When You‘re Winning. Lagið birtist á íslensku á plötu Bogomils Font, Út og suður, í þýð- ingu Þorsteins frá Hamri, og enn önnur útgáfan mun heyrast í Þjóð- leikhúsinu þegar Selma Björns- dóttir syngur þýðingu Davíðs Þórs Jónssonar. Verður fróðlegt að sjá hvar þeir munu staðsetja sig á hinu mikla gæðabili sem er á milli útgáfu Nick Cave annars vegar og Robbie Williams hins vegar. Byltingaballaða Brechts Þrátt fyrir hina miklu velgengni Makka er þó annað lag úr verkinu sem hefur líklega haft meiri áhrif á tónlistarsöguna. Í ævisögu sinni segir Bob Dylan frá því þegar hann fluttist til New York og spilaði þjóð- lög á kaffihúsum. Enn sem komið var hafði hann engan áhuga á að semja eigin lög. Honum fannst, eins og öllum ungskáldum finnst ein- hverju tímabili, að þegar væri búið að segja allt sem þyrfti að segja, og enginn gæti gert það betur en fyrir- myndin Woody Guthrie hvort eð er. Þetta viðhorf hans breyttist snar- lega þegar hann sá leikhóp flytja lög úr verkum Bertholts Brecht og Kurts Weill. „Hvert lag spratt upp eins og úr einhverri fornri hefð, sum með byssu í buxnavasanum, önnur með kylfu eða múrstein, þau komu að þér á hækjum, spelkum og í hjólastólum.“ Sérstaklega var hann hrifinn af laginu um sjóræningjann Jenný, sem er einmitt úr Túskildingsóper- unni. Það fjallar um skúringakonu sem bíður eftir deginum þegar sjó- ræningjaskipið kemur í land svo hún geti látið taka af lífi alla herra- mennina sem hún hefur þurft að þjóna. Dylan segir að þegar flutn- ingi lagsins lauk hefðu áhorfendur setið eftir í losti. „Áhorfendur voru „herramennirnir“ í laginu. Það eru þeirra rúm sem hún býr um. Það eru þeirra pósthús sem hún starf- ar í og það var þeirra skóli sem hún kennir í. Lagið skildi þig eftir liggjandi á bakinu og heimtaði að vera tekið alvarlega. Það yfirgaf þig ekki auðveldlega. Woody hafði aldrei samið lag á borð við þetta. Þetta var ekki baráttusöngur og fjallaði ekki um eitt ákveðið mál- efni, og það var engin ást á fólki í því.“ Dylan fór heim að sýningu lokinni og reyndi að taka lagið í sundur, að skilja hvernig það virk- aði. Að því loknu fór hann að fletta í blöðunum og hóf að semja lög um samtíma sinn. Hrói höttur með hníf Brecht og Weill mynda brú á milli eldri sagnahefða og þeirra yngri. Tónlistarlega eru lög þeirra ein- hvers staðar á mörkum óperu og djass. Túskildingsóperan er byggð á gamanóperu Johns Gay frá 1728 sem fjallaði um rómantíska útlag- ann Macheath, nokkurs konar Hróa Hött síns tíma. Gay notaði smáglæpamennina sem staðgengla valdamanna síns tíma og Brecht gerði það sama. En hann færir söguna inn í stórborgina, lætur hana gerast í London 19. aldar, fyrstu iðnaðarstórborg sögunnar. Og Makki með hnífinn er ekki jafn rómantísk hetja og Hrói þegar hann brennir börn inni, en hann varð ein helsta fyrirmynd hinnar siðferði- lega vafasömu andhetju, sem enn lifir góðu lífi í dag. Ádeilan gengur upp sem leikhús að hluta til vegna eftirminnilegra laglína. Þetta skildi Dylan líka, enda hafa lög hans lifað af ótal end- urflutninga. En hvort ádeilan skipti í raun einhverju máli er svo önnur saga. John Gay mistókst að útrýma stéttakerfinu og Dylan gat ekki stoppað Víetnamstríðið. Líklega hafa aldrei verið jafn margir satír- istar og í Berlín Weimarlýðveldis- ins. En einn ofstopamaður öskraði hærra en þeir allir. Hitler komst til valda og hrakti Brecht frá Þýska- landi, þaðan sem hann komst á end- anum til Bandaríkjanna. Þar var hann ákærður af nefnd McCarthy fyrir að vera kommúnisti. Mack the Knife varð seinna viðurnefni Roberts McNamara varnarmála- ráðherra, sem öðrum fremur bar ábyrgð á stríðinu í Víetnam. Og tæpum þremur áratugum eftir dauða Brecht var lagið um Mack notað í MacDonald‘s auglýsingu. Ólíklegt er því að rentur bank- anna lækki í kjölfarið á sýningu Þjóðleikhússins. En lögin hitta líklega enn í hjartastað. valurg@frettabladid.is Makki hnífur stígur á svið ÓLAFUR EGILL EGILSSON í hlutverki Makka hnífs Tilvalin jólagjöf fyrir mömmur, ömmur og aðrar drottningar. Fæst í betri bókabúðum og á www.baekur.is. ����������������������� Ég var beðinn um að taka upp nýja plötu með Bogomil Font í kjölfar vinsælda plötunnar Ekki þessi leiðindi. Ég ræddi við Bogomil um málið en hann sagðist bara vilja taka upp plötu með Kurt Weill.“ Niðurstaðan úr þessu samtali var svo platan Út og suður. Þar syng- ur heimsmaðurinn Bogomil lög Weills á íslensku, ensku, frönsku og þýsku. En hvernig hófst þessi áhugi Bogomils á Weill? „Þegar ég flutti til Bandaríkj- anna hafði ég loksins tíma til að hlusta á tónlist aftur. Ég sá þýsku söngkonuna Ute Lemper syngja lög eftir Kurt Weill á sviði í Chi- cago árið 1994 og sökkti mér ofan í hann í kjölfarið. Tíu árum seinna sá ég hana aftur syngja í Háskólabíói og kynntist Hrólfi Sæmundssyni á þeim tónleikum. Hrólfur sagðist vera að setja á svið Happy End eftir þá Brecht, Weill, og einkaritara þeirra Elisa- betu Hauptmann. Ég heimtaði að fá að vera með og bauðst til að leika barþjón eða hvað sem var. Ég var settur í hlutverk Sam Wurlitzer, sem leikur móður í glæpagenginu, svo ég fékk að fara í kjól.“ Á plötunni Út og suður er að finna tvö lög úr Happy End, Bil- bao Song og Surabaya Johnny, og tvö úr Túskildingsóperunni, Pirate Jenny og Makka hníf, auk annarra laga eftir Weill. „Það komu stórkostlegir hlutir út úr samstarfi þeirra Brechts og Weills á millistríðsárunum, en Kurt Weill gerði ekki síðri hluti seinna meir í Bandaríkjunum. Ég var um tíma mikill áhugamaður um mis- munandi túlkanir á lögum hans og kom mér upp ágætis safni.“ Og hver er besti túlkandinn? Fyrir utan Bogomil, að sjálfsögðu. „Ute Lemper er stórskemmtileg en að henni ólastaðri finnst mér eiginkona Weills, Lotte Lenya, vera skemmtilegasti túlkand- inn.“ Þess má til gamans geta að Lenya lék sjóræn- ingjann Jennýju fyrst allra á frumsýningunni í Berlín, og fékk Tony-verðlaunin fyrir sama hlutverk rúmum aldarfjórðung seinna á Broadway. Sumir muna þó kannski best eftir henni sem hinni morðóðu hjúkr- unarkonu Rósu Klepp (Rosa Klebb) í Bond- myndinni From Russia With Love. Bogomil mun næst birtast með Milljóna- mæringunum á annan í jólum á hinu árlega Milla- balli. En Sigtryggur mun að sjálfsögðu bregða sér í leikhús sem fyrst. „Ég hlakka til að fara að sjá Makka hníf í Þjóðleik- húsinu og býst við mikluaf þeim feðgum.“ Býst við miklu af þeim feðgum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.