Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 46
 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR34 Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Klemensar Jónssonar byggingarmeistara, Ólafsvegi 7, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnana Reykjavíkur, Akureyrar og Ólafsfjarðar fyrir einstaka umönnun og hlýju. Sumarrós Helgadóttir Jón Ævar Klemensson Helga Jónsdóttir Arnar Klemensson Guðrún Jónsdóttir Árni Jónsson Klemenz Jónsson María Magnúsdóttir Rósa Jónsdóttir Sigurbjörn Þorgeirsson og langafabörn. Elskulegur sonur okkar og bróðir, Einar Haraldsson Meðalholti 3, Reykjavík, lést hinn 14. desember. Hann verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 27. desember kl. 13. Haraldur Hansson Katrín Jónsdóttir Hans Haraldsson Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Hólmfríður Kristín Jónsdóttir frá Jarlsstöðum í Aðaldal, lést í Svíþjóð 18. desember. Bálför hennar hefur farið fram. Þórir Arinbjarnarson Edda Þóra og fjölskylda Ágúst Björn og fjölskylda. AFMÆLI Óli Tynes fréttamaður er 61 árs. Skúli Hansen matreiðslumeistari er 55 ára. Árni Blandon Einarsson, leikari og kennari, er 55 ára. Jónína Bjartmarz alþingismaður er 53 ára. Sigurður Árni Þórðarson prestur er 52 ára. Atli Hilmarsson handboltaþjálfari er 46 ára. ANDLÁT Davíð Stefánsson, bóndi á Foss- um í Landbroti, andaðist á Land- spítalanum Fossvogi þriðjudaginn 20. desember. Einar Guðmundsson, Kirkjulundi 6, Garðabæ, lést á Landspítalan- um Landakoti, þriðjudaginn 20. desember. Einar Guðnason viðskipta- fræðingur lést á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss þriðjudaginn 20. desember. Kristrún Sigfríður Guðfinnsdótt- ir, Gerðavöllum 1, Grindavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut, miðvikudaginn 21. desember. Magni Viðar Torfason er látinn. Útför hans hefur farið fram. Steingrímur Bernharðsson, fyrr- verandi bankaútibússtjóri, síðast til heimilis að Dalbæ, Dalvík, lést þriðjudaginn 20. desember. Bókin Íslenska menntakonan verð- ur til, eftir Valborgu Sigurðardóttur, fyrrverandi skólastjóra Fósturskóla Íslands, kemur út fyrir jólin í ár. Bók Valborgar er merkileg fyrir margar sakir. Valborg, sem verður 84 ára á næsta ári, leitast meðal annars við að svara spurningum um menntun íslenskra kvenna á fyrri hluta 20. aldar og í bókinni er lýst þeirri ógreiðfæru leið sem ungar konur þurftu að feta ef þær vildu sækja sér frekari menntun en þá sem þeim bauðst í barnaskóla. Spurð um tilurð bókarinnar segir Val- borg að spurningin „hvernig varð hin íslenska menntakona til?“ hafi blundað í henni alveg frá því að hún lauk stúd- entsprófi árið 1941. Ýmislegt merkilegt kemur fram í bókinni og Valborg er spurð hverjar séu helstu niðurstöður bókarinnar. „Það er ýmislegt sem hægt er að nefna, en ég vil gjarnan að það komi fram að það voru ekkert síður karlmenn sem hrundu af stað baráttunni fyrir aukn- um námsmöguleikum kvenna. Þetta vannst smám saman með samvinnu karla og kvenna,“ segir hún. Valborg lenti sjálf í mótlæti þegar hún braust til mennta sem ung stúlka. Valborg var dúx í Menntaskólanum í Reykjavík og vaninn var að veita þeim fjórum nemendum sem voru með hæstu einkunnirnar styrk til áfram- haldandi náms erlendis. Valborg fékk hins vegar ekki styrkinn þar sem talið var líklegt að hún myndi giftast og nám hennar ekki nýtast þjóðinni. Valborg segir að líklega hafi það haft áhrif á að hún fékk ekki styrkinn að faðir hennar, Sigurður Þórólfsson skóla- stjóri á Hvítárbakka í Borgarfirði, átti á þessum tíma í ritdeilu við þáverandi menntamálaráðherra landsins, fram- sóknarmanninn Jónas frá Hriflu. Árið á undan fengu hins vegar tvær stúlkur, báðar dætur framsóknarmanna, styrk- inn. Valborg fékk svo styrkinn ári síðar og segir hún að álit almennings í land- inu hafi líklega spilað inn í að hún fékk hann að lokum. Hún telur jafnvel að almenningur hafi verið kominn lengra í jafnréttishugsuninni en margir stjórn- málamenn á þessum tíma. „Almenn- ingur var hissa á að ég skyldi ekki fá styrkinn og pólitíkusarnir vildu nátt- úrulega ekki fá fólkið upp á móti sér,“ segir hún. Valborg fór svo í nám til Banda- ríkjanna og útskrifaðist með meistara- prófsgráðu í sálarfræðum og uppeldis- og menntunarfræðum. Þegar hún kom heim var hún fengin til að byggja upp Fósturskóla Íslands, sem þá hét Uppeld- isskóli Sumargjafar, og allar götur síðan hefur hún lagt mikið af mörkum til upp- eldis- og menntunarmála á Íslandi. Bók Valborgar kemur út á þeim tíma þegar kvenkyns nemendur eru orðnir fleiri en karlkyns nemendur í framhaldsnámi á Íslandi og umræða um launamismun kynjanna er hávær. Valborg vill þó ekki meina að hún hafi sett sig í bardagastellingar þegar hún hófst handa við skrifin. „Ég skrifaði þessa bók ekki með sverð í hendi í ein- hverjum baráttuhug, heldur byrjaði ég að kanna stöðu menntakvenna á árum áður mér til gamans og fróðleiksauka og bókin varð til kjölfarið á því.“ VALBORG SIGURÐARDÓTTIR Valborg ásamt manni sínum Ármanni Snævarr, fyrrverandi hæstaréttardómara og rektor Háskóla Íslands. VALBORG SIGURÐARDÓTTIR: GEFUR ÚT BÓK Á NÍRÆÐISALDRI Ekki skrifuð með sverð í hendi FÆDDUST ÞENNAN DAG 1537 Jón þriðji, konungur Svía. 1582 Severo Bonini, ítalskt tónskáld. 1822 Wilhelm Bauer, þýskur verkfræðingur. 1933 Akihito, japanskur keisari. 1944 Wesley Clark, bandarískur hershöfðingi. 1964 Eddie Vedder, bandarískur tónlistarmaður. CHARLES ATLAS (1893-1972) LÉST ÞENNAN DAG. „Æfing, þrautseigja og þolinmæði sigra ávallt.“ Charles Atlas var víðfrægur bandarískur kraftajötunn. Sex heyrnardauf börn í Lundaskóla á Akureyri fengu á dögunum farsíma að gjöf frá Og Vodafone. Símunum fylgja inneignir til tals og skeytasendinga. Kristín Irene Valde- marsdóttir kennari segir farsíma mikilvæga heyrn- ardaufum en símarnir opna þeim nýjar vídd- ir í tjáskiptum. „Margir heyrnarskertir eða heyrn- arlausir reiða sig á SMS- sendingar til að miðla upp- lýsingum sín á milli og til þeirra sem heyrandi eru,“ segir Kristín. Mikilvæg hjálpartæki MEÐ VODAFONE LIVE FARSÍMA Skeytasendingar með farsímum hafa opnað heyrnardaufum og heyrnarlausum nýja möguleika til tjáskipta. FRÉTTABLAÐIÐ/KK timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1956 Richard Nixon, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands. 1968 Þorláksmessuslagurinn. Til átaka kemur í Reykjavík milli lögreglu og fólks sem mót- mælti þátttöku Bandaríkja- manna í Víetnamstríðinu. 1968 Stjórnvöld Norður-Kóreu sleppa 83 manna áhöfn og skipstjóra bandaríska njósnaskipsins Pueblo úr haldi eftir 11 mánaða fang- elsi. 1972 Mikill jarðskjálfti skekur Managúa, höfuðborg Níkaragúa. Hátt í tíu þúsund manns láta lífið. 1986 Tilraunaflaugin Voyager lýkur hringferð sinni um hnöttinn. 1992 Jólaræðu Elísabetar Englands- drottningar er lekið í blöðin. Á þessum degi árið 1948 voru sjö háttsettir Japanar hengdir í Tókýó fyrir glæpi sem þeir frömdu í síðari heimstyrjöldinni. Þá voru margir þeirra einnig fundnir sekir um glæpi gegn mannkyninu, sérstak- lega hvað varðaði skipulagt þjóðarmorð á Kínverj- um. Meðal þeirra sem voru teknir af lífi var Hideki Tojo, fyrrverandi forsætisráðherra Japans og foringi hersins í Kwantung. Dómurinn yfir mönnunum var kveðinn upp þann 12. nóvember. Auk Tojo voru meðal annars Iwane Matsui, sem skipulagði nauðganir í Nanking, og Heit- aro Kimura, sem misþyrmdi stríðsföngum, dæmdir til dauða. Sextán að auki voru dæmdir í lífstíðarfang- elsi. Ólíkt Nürnberg-réttarhöldunum yfir þýsku stríðs- glæpamönnunum, þar sem fjórir saksóknarar, frá Bretlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og Sovétríkjun- um, dæmdu í málinu, var aðeins einn saksóknari við réttarhöldin í Tókýó. Það var hinn bandaríski Joseph B. Keenan. Hins vegar lögðu aðrar þjóðir, sérstaklega Kínverjar, mikið til málanna. Fyrir utan aðalréttarhöldin í Tókýó voru um fimm þúsund Japanar dæmdir fyrir stríðsglæpi á þessum tíma. Þar af voru 900 teknir af lífi. ÞETTA GERÐIST > 23. DESEMBER 1948 Stríðsglæpamenn teknir af lífi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.