Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 24
 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR24 fólkið í landinu STAÐURINN TÖLUR OG STAÐREYNDIR Mér er til efs að nokkur staður í Eyjafjarðarsveit dragi til sín fleira fólk en Jólagarðurinn á Hrafnagili. Húsið er að utan eins og klippt út úr ævintýri eftir H.C. Andersen og innan dyra er ævintýrið ekki minna; jólailmur í lofti, jólalög í eyrum og jóladót hvert sem litið er. Á aðventunni kemur þetta alls ekki spánskt fyrir sjónir en öðru gegnir yfir hásláttinn. Engu að síður er Jólagarðurinn opinn allan ársins hring og gengur takk prýðilega, að sögn Benedikts Grétars- sonar sem rekur staðinn ásamt konu sinni Ragnheiði Hreiðarsdóttur. „Þetta eru tíundu jólin okkar hér,“ segir hann og út um skeggið hlær eins og jólasveinn; lítur reyndar út sem slíkur. „Það er þannig þegar ég vakna tólfta desember, að þá er ég bara orðinn svona gráskeggjaður,“ segir Benedikt dul- arfullur á svip. Við drögum það ekki í efa. Benedikt segir hins vegar marga hafa efast um að það væri nokkurt vit í þessum rekstri og það fram í sveit eins og þeir segja hér í Eyjafirðinum. „Okkur fannst sveitin falleg og vildum fá fólk hingað og það hefur komið á daginn að það er styrkur fyrir okkur að vera hér en ekki inni á Akureyri,“ segir Benedikt. Og styrkurinn fer ekkert á milli mála því meðan við spjöllum við Benedikt er stöðugur straumur fólks inn í húsið. Og margar undarlegar spurningar ber fyrir eyru: Áttu til lítinn Giljagaur? Nei, því miður er hann búinn. En Grýlu og Leppalúða? Því miður eru þau líka búin, bara til í stóru. Svona er lífið í Jólagarðinum. ATVINNUREKANDINN: BENEDIKT GRÉTARSSON Í JÓLAGARÐINUM Grýla og Leppalúði uppseld Íbúafjöldi 1. desember 2004: 993 Íbúafjöldi 1. desember 2000: 982 Íbúafjöldi 1. desember 1997: 936 Sveitarfélag: Eyjafjarðarsveit. Sveitarstjóri: Bjarni Kristjánsson. Helstu atvinnufyrirtæki: Blómaskálinn Vín. Kristnesspítali. Hótel Vin. Ferðaþjónustan Öngulsstöðum. Meðferðarheimilið Laugalandi. Garðyrkjustöðin Grísará. Jólagarðurinn. Skólar: Hrafnagilsskóli (grunnskóli). Leikskólinn Krummakot. Tónlistarskóli Eyjafjarðar. Vegalengd frá Reykjavík: 400 km um Hvalfjarðargöng. Eyjafjarðar- sveit Eyjafjarðarsveit er um margt merkileg sveit. Hún er til dæmis eitt fjölmenn- asta sveitarfélag landsins án eiginlegs þéttbýlis- kjarna, en þarna búa um eitt þúsund manns. Og þar eru líka fleiri kirkjur á hvert mannsbarn en víðast annars staðar á landinu; níu kirkjustaðir alls, sex kirkj- ur enn uppistandandi. Við Sigurður Þór Salvarsson og Valgarður Gíslason sækjum Eyja- fjarðarsveit heim á lokaspretti jólaföstunnar. Veður er aðgerða- lítið; stillt og svalt, jörð að mestu auð en fönn í fjöllum. Kaffi og kleinur Á þessum árstíma grúfir myrkur yfir fram undir hádegi og skellur á að nýju um nónbil. Við eigum stefnumót við séra Hannes Örn Blandon prófast. Hann býr á Syðra-Laugalandi; bærinn stend- ur uppi í hlíðinni austan megin fjarðar, handan Hrafnagils og þaðan sér vítt og breitt um sveit- ina. Klerkur tekur á móti okkur úti á hlaði að íslenskum sveitasið og býður okkur til bæjar kankvís á svip. Við tyllum okkur í hæg- indi á skrifstofu prófasts; bækur þekja veggi, Íslendingasögur, guð- fræðirit og allt þar á milli. Kaffi og kleinur á borðum, ásamt pipar- kökum. Eyfirðingur, þar er efinn Séra Hannes hefur verið prestur í Eyjafirði í tæpan aldarfjórðung, fyrst fimm ár í Ólafsfirði en síðan tæp tuttugu í Eyjafjarðarsveit. Hann er fæddur og uppalinn í Kópavogi; nánast í hópi frum- byggja þar. En skyldi hann vera orðinn Eyfirðingur? „Það sagði maður á þorrablóti eitt sinn: séra Hannes verður aldrei Eyfirðingur nema að hann geti sannað að ætt hans hafi búið hér í fimm ættliði, hann hafi dvalið hér lengur en níutíu ár eða geti sannað að ein- hver forfeðra hans hafi átt hér uppruna,“ segir prestur og hlát- urinn ískrar í honum. „Ég hafði ekkert af þessu, nema hvað móðir mín átti skjal frá afa mínum þar sem hann hafði gert eigin ættar- tölu; hún er vissulega ekki sönnuð en hún endar á Bergi Sokkasyni ábóta á Munkaþverá, á þrettándu öld. Spurning er bara sú hvort hann átti barn áður en hann varð ábóti eða eftir,“ segir Hannes og hristist allur af hlátri. Vegir guðs órannsakanlegir Séra Hannes segir það alltaf álita- mál hvort prestar eigi að vera lengi á hverjum stað; ávallt sé sú hætta fyrir hendi að menn tréni eins og hann orðar það. Hann seg- ist þó hafa reynt að vinna gegn stöðnun og halda guðfræðinni við með því að stunda rannsóknir. Og þá liggur vitaskuld beint við að spyrja hvort ekki sé erfitt að finna nýja fleti á þessum vísindum sem hafa verið að mestu óbreytt í um tvö þúsund ár. „Sagan segir...,“ segir séra Hannes og verður svo- lítið prakkaralegur á svip, „... að þegar Geir Gunnarsson var for- maður fjárlaganefndar Alþingis á sínum tíma, hafi nefndinni borist erindi frá þá nýstofnaðri Guð- fræðistofnun Háskólans, þar sem farið var fram á fjárveitingu til rannsókna í guðfræði. Stofnuninni barst stutt svar frá Geir sem var eitthvað á þá leið: Ég hélt ávallt að vegir guðs væru órannsakanlegir. Og það fékkst engin fjárveiting,“ segir séra Hannes og við hlæjum dátt. Það fer ekki á milli mála að klerkur hefur gaman af að segja sögur. Lék drykkjuhrúta Hann gerir reyndar meira en að segja sögur; hann semur þær líka; hefur meðal annars samið leikrit, enda mikill áhugamaður um leik- list. Þá hefur hann leikið ófá hlut- verkin með Freyvangsleikhúsinu en viðurkennir að slíkt hafi reynd- ar fallið í misjafnan jarðveg. „Ég tók oft að mér hlutverk sem þóttu ekkert sérlega prestleg,“ segir hann glottandi. „Mér gekk iðu- lega ágætlega að leika einhverja aumingja og drykkjuhrúta, skilaði því nokkuð sannfærandi, held ég,“ bætir hann við og skellir upp úr. Annars segist hann hafa dregið verulega úr leiklistarbröltinu. „Það má segja að sýniþörf mín hafi minnkað með árunum,“ segir hann kíminn og strýkur skeggið. Kyrrð og friður Annars lætur hann vel af dvölinni í Eyjafirði. „Þetta er fegursti stað- ur á jarðríki og óskaplega nærri guðsríki,“ segir hann af innblás- inni sannfæringu. „Og kosturinn við þennan stað, hér á Laugalandi, er að maður getur séð stjörnurn- ar á kvöldin og nóttunni. Og hér er kyrrð og friður,“ bætir prest- ur við um leið og hann hallar sér aftur í stólnum og tottar pípuna makindalega. Hann fylgir okkur út á hlað að loknu spjalli; biður okkur allrar blessunar og óskar gleðilegra jóla. Fegursti staður á jarðríki SÉRA HANNES ÖRN BLANDON Hefur setið tæp tuttugu ár á stóli prests í Laugalandspresta- kalli í Eyjafjarðarsveit. KIRKJAN Á MUNKAÞVERÁ Á Munkaþverá er talið að hafi verið kirkja frá því skömmu fyrir kristnitöku. Núverandi kirkja er byggð árið 1844. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 06 37 12 /2 00 5 16.900 kr. MOTOROLA V360v SÍMI KOMDU Í SPENNANDI HEIM AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA �������������� ������� ���������� ���� ������������ ���������� ��� �
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.