Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 54
 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR42 tonlist@frettabladid.is > Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI Singapore Sling: Taste the Blood of Singapore Sling, Íslensk börn af ýmsum uppruna: Úr vísnabók heims- ins, Kimono: Artic Death Ship, L´amour fou: Íslensku lögin og Jim Noir: Tower of Love. Lagið We are the Champ- ions með bresku hljóm- sveitinni Queen hefur verið kjörið besta lag allra tíma í fjölþjóðlegri skoðanakönn- un sem var gerð í 66 lönd- um og þýdd yfir á tuttugu mismunandi tungumál. Lagið Toxic með poppprinsessunni Britney Spears lenti í öðru sæti í könnuninni og í því þriðja varð Billie Jean með Michael Jackson. Í fjórða sæti kom síðan slagarinn Hotel California með The Eagles. We are the Champions er að finna á sjöttu plötu Queen, News of the World, frá árinu 1977 og kemur þar á eftir öðrum slagara, We Will Rock You. Bæði þessi lög voru síðar meir notuð sem loka- lögin á tónleikum Queen við frá- bærar undirtektir. Allar götur frá útgáfu þess hefur lagið verið notað sem sigur- lag þegar titlar eða miklir sigrar hafa unnist á íþróttakappleikum, sérstaklega í fótbolta. Þetta er lag sem allir geta sungið með en eflaust eru einhverjir komnir með ógeð á því enda afar mikið notað í íþróttaheiminum. „Ég verð að fá fólk yfir á mitt band, annars eru tónleikarnir ekki vel heppnaðir,“ sagði söngvarinn Freddie Mercury í viðtali árið 1985 um We Are the Champions. „Mitt starf er að skemmta fólki. Það er skylda mín og allt snýst þetta um að hafa stjórn á hlutunum. We are the Champions varð vinsælt á meðal fótboltaáhangenda af því að það er lag um sigurvegara. Ég trúi því samt ekki ennþá að eng- inn hafi samið nýtt lag í staðinn fyrir þetta,“ sagði hann. We Are the Champions var að mestu samið af Mercury. Hann bjó til melódíuna á píanó en síðar meir bættu trommarinn Roger Taylor og bassaleikarinn John Deacon sínum hugmyndum við auk þess sem Brian May bjó til gítarhlutann, sem endaði í gríð- arlegu sólói. Söngurinn í laginu er mjög krefjandi og á tónleikum bað Mercury trommuleikarann Taylor oft um að syngja hæstu nóturnar í laginu. „Ég var að hugsa um fótbolta þegar ég samdi það,“ sagði Mer- cury, sem lést úr alnæmi árið 1991, aðeins 45 ára. „Ég vildi lag sem fengi fólk til að taka þátt, eitthvað sem aðdáendurnir gætu sungið. Það var ætlað fjöldanum.“ Brian May hafði þetta að segja um lagið í viðtali árið 1991: „Ég get alveg skilið að fólk segi að We Are the Champions sé hrokafullt lag. En það er ekki um að Queen séu meistarar heldur um að við séum það öll. Þegar við tókum lagið á tónleikum var eins og við værum á fótboltaleik en samt voru allir á staðnum í sama liði.“ We are the Champions valið besta lag allra tíma Rokkhljómsveitin Douglas Wilson gaf nýver- ið út sína fyrstu plötu sem ber heitið Stuck in a World. Platan inniheldur afrakstur fjögurra ára samstarfs og verður honum fylgt eftir á kom- andi vikum og mánuðum með tónleikahaldi hérlendis. Meðlimir Douglas Wilson eru allir Norðlendingar en ætla að flytja suður á næstunni og mun þá gefast fleiri tækifæri til tónleikahalds á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum aðallega spilað fyrir norðan. Við búum allir utan við Akureyri en höfuðstöðv- arnar okkur eru á Akureyri,“ segir Einar Máni Friðriksson, meðlimur Douglas Wilson. Douglas Wilson vekur gjarnan mikla athygli fyrir framkomu og um tónlist sína segjast meðlimir sjálfir spila breskt rokk í anda Muse, Placebo og Radiohead þó einnig votti fyrir Guns N‘ Roses áhrifum á köflum. Eru þeir nú undir smásjánni hjá hol- lensku útgáfufyrirtæki en gert er ráð fyrir að Stuck in a World verði dreift þar í landi á komandi ári og ef til vill víðar ef samningar nást. Samhliða því er gert ráð fyrir tónleika- ferð ytra á vegum umboðsmanna útgáfu- fyrirtækisins. „Þeir hafa verið að sýna okkur nokkurn áhuga og við erum að vinna í því að taka næsta skref og fá að gefa úti,“ segir Einar Máni. Undir smásjá Hollendinga BESTU LÖG ALLRA TÍMA 1. We Are the Champions Queen 2. Toxic Britney Spears 3. Billie Jean Michael Jackson 4. Hotel California The Eagles 5. La Tortura Shakira 6. Smells Like Teen Spirit Nirvana 7. Yesterday Bítlarnir 8. One U2 9. Imagine John Lennon 10. Sultans of Swing Dire Straits > popptextinn „We are the champions − my friends And we´ll keep on fighting − till the end We are the champions, we are the champions No time for losers ´cause we are the campions − of the world“ FREDDY MERCURY HEFUR ENGAN TÍMA FYRIR AUMINGJA Í HINU ÓDAUÐLEGA WE ARE THE CHAMPIONS. > Plata vikunnar MUGISON: LITTLE TRIP „Smekkleg plata sem stendur vel fyrir sínu ein og sér, og líklega besta kvikmyndatón- list Íslendings til þessa.“ VG Lög með Eminem hafa verið notuð til að pynta fanga í fangabúðum sem Bandaríkjamenn hafa starfrækt í Afganistan undanfarin ár. Að sögn eins fanga frá Eþíópíu var hann í haldi í fangelsinu í kolniðamyrkri og látinn hlusta á lag eftir Eminem og Dr. Dre sam- fleytt í tuttugu daga. Eftir það var laginu skipt út fyrir hræðilegan draugahlátur og hrekkjavökuhljóð. Fangarnir voru víst hlekkjaðir við veggi, fengu ekkert að sofa og síðan voru græjurnar settar í botn. Eminem í pyntingar DOUGLAS WILSON Hljómsveitin Douglas Wilson gaf nýverið út plötuna Stuck in a World. EMINEM Rapparinn Eminem er notaður sem pyntingartæki í Afganistan. Platan Jólin eru að koma með þeim systkinum KK og Ellen hefur selst í yfir 5.000 einstök- um og táknar það gullsölu. Af því tilefni komu þau fram í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg og spiluðu nokkur lög ásamt því að veita gullplötunni viðtöku. Jólin eru að koma er fyrsta platan sem þau KK og Ellen gera saman. Þau hafa unnið saman áður að gerð einstakra laga í gegnum árin sem hafa náð almannahylli, eins og When I Think of Angels. Meira gull FREDDIE MERCURY Söngvar- inn goðsagnarkenndi samdi We Are the Champions fyrir aðdáendur Queen. Söngkonan Gwen Stefani úr No Doubt er ófrísk af sínu fyrstu barni. Stefani, sem er tilnefnd til fimm Grammy-verðlauna fyrir plötuna Love.Angel.Music.Baby, er gift Gavin Rossdale, söngvara rokksveitarinnar Bush. Þau giftu sig fyrir þremur árum en barnið er vænt- anlegt í heiminn í júní. Rossdale á fyrir sextán ára dóttur frá sambandi sínu með tískuhönnuðin- um Pearl Lowe. Hann fékk að vita að hann væri faðir hennar á síðasta ári eftir að hafa tekið DNA-próf því til sönnunar. Gwen Stefani ófrísk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.