Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 8
8 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR
VEISTU SVARIÐ
1 Hverju fögnuðu ásatrúarmenn í fyrradag?
2 Hvað verður forseti Íslands með í laun á mánuði eftir áramót?
3 Hvað heitir fyrirtækið sem nú sér um flutning raforku hérlendis?
Svörin eru á blaðsíðu 58
Birta er komin út!
MEST LESNA TÍMARIT LANDSINS
Ný stæ
rri og b
etri sjó
nvarps
dagskr
á
Þrír kátir krakkar með
krefjandi áhugamál
Tvenn hjón í teiknimyndasögugerð
Jólabrennsla Helgu Möller
Piparmyntujól
Langbesta sjónvarpsdagskráin
BAGDAD, AP Bandaríkjamenn
segja ásakanir Saddams Hussein
um að hann hafi sætt pyntingum í
varðhaldi þeirra algeran þvætting.
Saddam sakaði þá á móti um lygar
við réttarhöldin í gær.
Á miðvikudaginn kvartaði Sadd-
am sáran undan vistinni hjá Banda-
ríkjaher og sagðist hafa verið
barinn. Barry Johnson, ofursti og
formælandi hersins sagði í kjölfar-
ið ásakanirnar „algjörlega raka-
lausar“ en sagði að herinn væri
engu að síður tilbúinn að skoða
málið. „Við viljum hins vegar ekki
verða dregnir inn í þessi belli-
brögð sem greinilega eiga að trufla
réttarhöldin,“ bætti hann við.
Við réttarhöldin í gær var Sadd-
am við sama heygarðshornið og
sagði að ekkert mark væri hægt að
taka á orðum Bandaríkjamanna.
„Síonistar og Bandaríkjamenn,
ég meina réttarstarfsmenn, hata
Saddam Hussein. Við ljúgum engu,
Hvíta húsið lýgur. Það sagði ger-
eyðingarvopn vera í Írak sem það
varð síðar að draga til baka.“ Hann
ítrekaði svo að hann hefði marg-
sinnis verið barinn og sum sárin
hefðu ekki gróið fyrr eftir marga
mánuði.
Á meðal þeirra sem báru vitni
fyrir dóminum í gær var maður
sem var átta ára þegar fjöldamorð-
in í Dujal áttu sér stað árið 1982.
Hann sagði að flestir ættingjar
sínir hefðu verið myrtir eftir pynt-
ingar leyniþjónustumanna.
Síðdegis í gær var svo réttar-
höldunum frestað til 24. janúar. - shg
LÆTUR GAMMINN GEISA Bandaríkjaher
segir ekkert hæft í ásökunum Saddams.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Bandaríkjamenn þvertaka fyrir að hafa pyntað Saddam Hussein:
Saddam sakar þá um lygar
DÓMSMÁL Ákvörðun um refs-
ingu yfir 26 ára gamalli konu var
frestað í tvö ár, haldi hún almennt
skilorð þann tíma samkvæmt
nýföllnum dómi Héraðsdóms
Norðurlands eystra.
Konan játaði fyrir dómi að
hafa slegið aðra konu krepptum
hnefa á vinstri kjálka á veitinga-
staðnum Gamla-Bauk á Húsavík,
föstudagskvöldið 24. júní sl. Sú
féll við og hlaut nokkur andlits-
meiðsli, bólgur og mar á kjálka og
tognun í hnakka og kjálkaliðum.
Fram kemur í dómnum að
konan sem kýldi hafi ekki áður
sætt refsingu dómstóla. Sökum
þess og að hún játaði brot sitt ský-
laust fyrir dómi, var refsingunni
frestað. Þó þarf konan að greiða
100 þúsund krónur í málskostnað.
- óká
Refsiákvörðun frestað:
Játaði að hafa
kýlt aðra konu
TRYGGINGAR Árið 2005 er dýrasta
árið í tryggingasögunni eftir
allar náttúruhamfarirnar sem
hafa dunið á heimsbyggðinni.
Hamfarirnar eru taldar hafa
kostað jafngildi átján þúsund
milljarða króna og þar af lenda
6.400 milljarðar á trygginga-
fyrirtækjunum, sem er mesti
kostnaður nokkru sinni.
Vefútgáfa n24.se segir að fyrir
utan eignatjón hafi orðið mikið
manntjón. Fellibylurinn Katr-
ín og Stan sem hafi gengið yfir
Norður- og Mið-Ameríku á árinu
séu bara tvö dæmi. Katrín hafi
ein valdið tjóni upp á tíu þúsund
milljarða króna.
Dýrustu náttúruhamfarirnar
voru áður fellibylurinn Andrew
sem gekk yfir Bandaríkin 1992
og olli þar tjóni sem nemur um
2.000 milljörðum króna. Þá voru
árásirnar á World Trade Center í
New York líka mjög dýrar. ■
Náttúruhamfarir árið 2005:
Dýrasta ár í
sögu trygginga
HAWAII, AP Það fór betur en á
horfðist þegar Jonathan Genant,
29 ára, var á sundi í sjónum við
Keawakapu-strönd, úti fyrir
Maui-eyju sem tilheyrir Hawaii.
Fjögurra metra tígurháfur kom
aðvífandi og læsti skoltinum utan
um handlegg hans. Genant náði
sem betur fer að rífa sig lausan og
synda upp í fjöru. Hann slapp með
minniháttar meiðsli því ófreskjan
varð að láta sér nægja litlafingur
og baugfingur í hádegisverð að
þessu sinni.
Rúmt ár er síðan hákarl réðist
á fólk á Hawaii en í október í fyrra
var stangveiðimaður bitinn illa. ■
Bandarískur sjósundkappi:
Lenti í skolti
stórs hákarls
HRÓSAR HAPPI Jonathan Genant þykir
heppinn að hafa aðeins misst tvo fingur í
hákarlskjaftinn.
SAMFÉLAGSMÁL Frá og með gær-
deginum geta konur fengið mót-
töku í Konukoti, sem er athvarf
fyrir heimilislausar konur,
hvenær sem er sólarhrings,
allan ársins hring. Áður var þar
opið einungis frá því klukkan sjö
seinnipart dags og til klukkan tíu
að morgni.
Fjörutíu og fjórar konur hafa
gist í Konukoti, sem er að Eskihlíð
4, frá því það var opnað fyrir rétt
rúmu ári síðan. „Svo er kjarninn
svona fimm til tíu konur sem koma
aftur og aftur,“
segir Brynhild-
ur Barðadóttir.
Það er
Reykjav í k ur -
deild Rauða
kross Íslands
sem rekur
Konukot en
Félagsþjónust-
an í Reykjavík
leggur til húsnæðið og þann auka
mannskap sem nú þarf vegna auk-
innar þjónustu.
Dvalargestir á Konukoti sem
tóku á móti blaðamanni í gær
voru að vonum ánægðir með
breytinguna. Konurnar sögðu
andann í húsinu sérlega góðan
og báru engan kviðboga fyrir
því að halda jól þar. Brynhildur
segir það mikilvægt að konur
geti komið í Konukot þó þær séu
undir áhrifum vímuefna en slíkt
viðgangist ekki í Kvennaathvarf-
inu. Það gerir það að verkum að
þær geti leitað í Konukot um leið
og þörfin kemur upp, segir Bryn-
hildur. - jse
Þjónusta athvarfs fyrir heimilislausar konur í Reykjavík aukin:
Konukot stendur alltaf opið
KÁTAR Á KONUKOTI Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, og Anna, gestur í Konu-
koti, voru kampakátar í kotinu í gær.
BRYNHILDUR
BARÐADÓTTIR
SAMFÉLAGSMÁL Hafdís Gísladóttir,
framkvæmdastjóri Þjónustumið-
stöðvar Miðbæjar og Hlíða, hitti
fyrir Lee Reyni Freer, tjaldbúa
í Öskjuhlíð, í tjaldi hans í gær-
morgun. Var honum þá boðið í
Gistiskýlið í Þingholtsstræti 25.
Þar ræddi hann málin við Jónas
Jónasson, forstöðumann Gisti-
skýlisins, en Lee Reynir hafði
staðið í þeirri trú að hann væri
ekki velkominn þangað.
Því næst var tjaldinu í Öskju-
hlíð pakkað saman og komið fyrir
í geymslu. „Við erum með mjög
víðfeðma þjónustu fyrir heimilis-
lausa og það á enginn að þurfa að
búa í tjaldi,“ segir Jónas. „Hitt er
svo annað hvað fólk kýs að gera.
Við leggjum mest upp úr því að
hjálpa fólki svo það geti síðar séð
um sig sjálft og við erum að ná
árangri. Á ekki svo löngum tíma
eru um sjö einstaklingar sem
áður voru götunnarmenn komnir
í framtíðarbúsetu,“ segir hann.
Gistiskýlið er bráðabirgðarúr-
ræði en þangað geta heimilislausir
alltaf fengið gistingu. Einnig
er þeim þar liðsinnt um hvers-
daglega hluti og boðin ráðgjöf.
Rúm er fyrir fimmtán manns og
segir Jónas útlit fyrir að um tólf
til fimmtán manns verði þar um
jólin.
„Jólin eru gnægðartími fyrir
útigangsmenn því þá eru allir til
í að láta eitthvað af hendi rakna.
Betlið gengur yfirleitt vel á Þor-
láksmessu þannig að þeir hafa
venjulega nægilegt bús á aðfanga-
dag svo þeir hlakka til jóla líkt og
flest fólk. Einnig er umræðan um
hag þeirra sem minna mega sín í
þjóðfélaginu mjög mikil á þessum
tíma en svo vill þetta gleymast
aftur í janúar.“
Reynt verður að halda gleðileg
jól fyrir þá sem verða í Gistiskýl-
inu um hátíðirnar. „Við höldum
jólin þannig að það verður farið
í jólamat niður á Hjálpræðisher á
aðfangadag. Svo komum við aftur
hingað í hús um klukkan níu og
höfum það bara notalegt. Svo á
jóladag verður hangikjöt á boð-
stólum,“ segir Jónas.
Jónas hefur unnið í þessum
málaflokki í áratugi og er því ekki
skoðanalaus. „Ég hef oft verið
gagnrýndur fyrir að segja það en
ég tel að enginn sé svo illa kominn
á Íslandi að hann geti ekki orðið
sjálfbjarga.“
jse@frettabladid.is
Enginn á að þurfa
að búa í tjaldi
Tólf til fimmtán manns munu halda jólin í Gistiskýlinu við Þingholtsstræti sem er
athvarf fyrir heimilislausa. Framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðbæjar og Hlíða
bauð Lee Reyni, tjaldbúa í Öskjuhlíð, þangað í gær en hann taldi sig ekki velkominn þar.
LEE REYNIR FREER OG JÓNAS JÓNASSON FORSTÖÐUMAÐUR GISTISKÝLISINS Vel fór á með
þeim Lee Reyni og Jónasi þegar þeir ræddu málin í gær. Lee Reyni var skýrt frá því að hann
væri ávallt velkominn í Gistiskýlið.
HJÁLPARSTARF Þróunarsamvinnu-
stofnun Íslands fékk á þriðjudag
ríflega milljón króna fjárstyrk
frá nemendum í Mýrarhúsa-
skóla, Lágafellsskóla og Grund-
arskóla til styrktar nauðstöddum
í Malaví.
Hugmyndin að framtakinu
kviknaði í kjölfar frétta af upp-
skerubresti í Malaví sem olli
hungursneyð og var fjárins aflað
með margvíslegum hætti.
Skólarnir þrír hafa verið í
vinasambandi við þrjá malavíska
skóla og segja forráðamenn
ÞSSÍ að vaxandi áhugi sé á slík-
um samböndum hjá íslenskum
grunnskólum. -sh
Skólar safna styrktarfé:
Rúm milljón
til Malaví