Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 2
2 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, missti stjórn á skapi sínu á blaðamanna- fundi í höfuð- stöðvum stofn- unarinnar í fyrradag. F r a m a n af fundinum skammaði hann b l a ð a m e n n fyrir að gagn- rýna þátt hans í olíusöluáætl- un SÞ í Írak en í nýlegri rannsókn var Annan hreinsaður af áburði um mútuþægni en átalinn fyrir óstjórn. Þegar James Bone, blaðamaður Lundúnablaðsins Times, spurði hann út í vafasöm bílaviðskipti Kojo sonar hans hreytti Annan út úr sér að Bone hegðaði sér eins og óþekkur skólastrákur og hefði gert það alla tíð. ■ Kofi Annan sleppir sér: Segir fjölmiðla ofsækja sig KOFI ANNAN Ár er eftir af samningstíma Annans en hann var ekki í spariskapinu sínu í vikunni. KJARADÓMUR Nánast engin umfjöll- un eða gagnrýni átti sér stað í þjóðfélaginu vegna úrskurða Kjaradóms um launahækkun æðstu embættismanna og stjórn- málamanna þjóðarinnar um þrjú prósent 1. janúar og tvö prósent 1. júlí 2005. Hækkanirnar 1992, 1995 og 2003 voru hins vegar harðlega gagnrýndar. Við launahækkunina í sumar bar Ólafur Darri Andrason, hag- fræðingur ASÍ, saman launaþró- un á almennum vinnumarkaði og launahækkanir Kjaradóms frá ársbyrjun 2003 og komst að þeirri niðurstöðu að þingmenn og ráðherrar hefðu fengið helmingi meiri hækkanir en aðrir í þjóðfé- laginu. Honum sýndist laun hafa almennt hækkað um tíu prósent meðan þingmenn og ráðherrar hafi fengið tuttugu prósenta hækk- un á tímabilinu. Þá væri ótalin sú kjarabót sem hafi falist í eft- irlaunafrumvarpinu sem þing- menn samþykktu handa sjálfum sér í vor. Úrskurðir Kjaradóms hafa þó frekar vakið gagnrýni en hitt. Um mitt ár 1992 hækkaði Kjaradómur laun helstu embættismanna og stjórnmálamanna um allt að þrjá- tíu prósent og fordæmdu forystu- menn launþega og vinnuveitenda hækkunina. Forsætisráðherra bað Kjara- dóm að endurskoða hækkunina en því var hafnað. Ríkisstjórnin sam- þykkti því bráðabirgðalög þar sem Kjaradómi var skipað að miða við aðrar launahækkanir og varð nið- urstaðan 1,7 prósenta launahækk- un í stað þrjátíu prósenta. Þegar skipa átti á nýjan leik í Kjaradóm höfnuðu nefndarmenn því að gefa kost á sér aftur. Árið 1995 ákvað Kjaradómur tuttugu prósenta launahækkun til ráðherra og tíu prósenta hækkun til þingmanna, auk skattfrjálsra starfstengdra greiðslna, og var þessi úrskurður gagnrýndur en ekkert breyttist. Sumarið 2003 ákvað Kjaradóm- ur svo að hækka laun ráðherra og alþingismanna um 18-19 prósent og dómara um 11,1-13,3 prósent. Laun annarra hækkuðu minna. Kjaradómur úrskurðaði um 6-8,15 prósenta hækkun heild- arlauna embættismanna, forseta Íslands og stjórnmálamanna fyrr í þessari viku og hefur sú hækkun verið harðlega gagn- rýnd, meðal annars hefur Einar Oddur Kristjánsson þingmað- ur krafist þess að Alþingi verði kallað saman. ghs@frettabladid.is Kjaradómur gagnrýndur Úrskurðir Kjaradóms um launahækkanir þingmanna og embættismanna hafa jafnan vakið hörð viðbrögð, sérstaklega 1992 og 1995. Tveir úrskurðir fyrr á þessu ári vöktu litla athygli. Kjaradómur hækkar laun meira en um semst á markaði. SPURNING DAGSINS Steinunn, talaðir þú af þér? „Nei, það hefði fyrst orðið fréttnæmt ef ég hefði þegið þessa launahækkun.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur hafnað launahækkun sem á að ná til æðstu embættismanna. Hún segist meðal annars hafa tekið þessa ákvörðun vegna ummæla sinna um kjaramál. KJARADÓMUR Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur að ekkert hafi gerst á almennum vinnu- markaði sem skapi forsendur fyrir þeirri hækkun heild- arlauna sem helstu embætt- ismenn þjóðarinnar fá sam- kvæmt úrskurði kjaradóms. Ari telur að úrskurðurinn sé í ósamræmi við verðbólgu- markmið í landinu, verðbólgan stefni í tíu prósent með þessu áframhaldi. Forystumenn ríkis og sveitarfélaga verði að staldra við og skoða hvert þeir stefni með þjóðfélagið með þeim hækkunum sem hafi sést að undanförnu. „Ef ekki verður snúið af þeirri braut þá er verið að steypa grundvellinum undan þeim stöðugleika sem ríkt hefur á undanförnum árum,“ segir Ari. - ghs Framkvæmdastjóri SA: Stöðugleika steypt í hættu ÓLAFUR DARRI ANDRASON KJARAMÁL Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kveðst jafn undrandi og aðrir á þeirri niður- stöðu Kjaradóms að hækka laun ráðherra, þingmanna, forseta Íslands, dómara og fleiri af æðstu embættismönnum þjóðarinnar umfram það sem um hefur sam- ist í öðrum kjarasamningum. Halldór kallaði Garðar Garð- arsson, formann Kjaradóms, á sinn fund í gær og óskaði eftir upplýsingum um forsendur úrskurðarins og vildi að opinber- lega yrði grein gerð fyrir ástæð- um dómsins. Garðar segir í fyrsta lagi að dómurinn hafi ekkert með laun sveitarstjórnarmanna að gera og þar af leiðandi ekki borgarstjóra Reykjavíkur. „Það er mín per- sónulega skoðun að sveitarfélög eigi sjálf að bera ábyrgð á kjör- um sveitarstjórnarmanna.“ Garðar segir ástæður úrskurðar Kjaradóms tvíþættar. „Annars vegar er um að ræða 2,5 prósenta hækkun á næsta ári vegna almennra hækkana. Hins vegar er um að ræða hækk- un sem rekja má til úrskurðar Kjaradóms 2003. Þá settum við til dæmis héraðsdómara í ákveð- inn launaflokk með viðmið í kjör- um framkvæmdastjóra minni ríkisfyrirtækja og skólastjóra framhaldsskóla. Nú hafa kjör héraðsdómaranna dregist aftur úr af ýmsum ástæðum. Allir nema forsetinn taka mið af slík- um launaflokkaviðmiðunum og við vildum leiðrétta kjör þeirra nú,“ segir Garðar. Um aðrar og meiri hækkanir yfir lengri tíma segir Garðar að margt hafi breyst, meðal annars í starfsumhverfi dómara, til dæmis með nýjum dómstólalögum. - jh Forsætisráðherra undrast hækkanir og spyr formann Kjaradóms spurninga: Fylgir breytingum frá 2003 LANDBÚNAÐUR Samkeppniseftir- litið hefur úrskurðað að opinber styrkveiting til mjólkurframleið- enda í formi beingreiðslna mis- muni nautakjötsframleiðendum í landinu og fari gegn markmiðum samkeppnislaga. Í úrskurði Samkeppniseftir- litsins er þeim tilmælum beint til landbúnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að samkeppn- isstaða mjólkurframleiðenda og nautakjötsframleiðenda verði jöfnuð. jafnframt er þeim til- mælum beint til landbúnaðar- ráðuneytisins að hafi jöfnun á samkeppnisskilyrðum ekki verið komið á fyrir 1. júlí 2006 skuli ráðuneytið upplýsa um ástæður þess. Aðdragandi málsins er sá að fyrir rúmu ári sendu þrír nauta- kjötsframleiðendur Samkeppnis- stofnun erindi þar sem þeir vildu fá álit á því hvernig samkeppnis- aðstaða nautakjötsframleiðenda væri í samanburði við mjólkur- framleiðendur. Haraldur Bene- diktsson, formaður Bændasam- takanna, segir að stefna í þessu málum hafi fyrst og fremst verið mótuð af Landssambandi kúa- bænda. „Bændasamtökin hafa reynt að liðka til við nautakjöts- framleiðslu,“ segir Haraldur. - sk Opinberar styrkveitingar til mjólkurframleiðenda fara gegn samkeppnislögum: Nautgripabændum mismunað FORMAÐUR BÆNDASAMTAKANNA Haraldur segir að Bændasamtökin hafi reynt að liðka til við nautakjötsframleiðslu. GARÐAR GARÐARSSON FORMAÐUR KJARA- DÓMS ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� RÍKISRÁÐ Í því sitja forseti Íslands og ráðherrar ríkisstjórnarinnar. Kjaradómur sker úr um laun þeirra og fjölmargra embættismanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NEW YORK, AP Starfsmenn almennings- samgangna New York-borgar féllust í gær á að hefja undirbúning að opnun lesta- og strætisvagnakerfisins á ný á meðan stéttarfélagið og borgaryf- irvöld ræða um nýjan kjarasamning. Ekki er þó vitað hvenær samgöngur komast í samt lag á ný. Þegar yfirvöld samþykktu í gær að endurskoða tilboð sitt um lífeyris- greiðslur hafði verið höggvið á hnút- inn. Samningafundir hófust í gær á ný, í fyrsta sinn eftir að verkfallið hófst á þriðjudaginn. Samgöngur hafa verið í lama-sessi í borginni síðustu daga og er talið að tekjutap vegna verkfallsins hlaupi á milljörðum króna. Sjá síðu 26 Verkfallið í New York: Sættir loks í sjónmáli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.