Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 31
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Heimild: Almanak Háskólans Höfum opnað nýja verslun á Laugavegi 66 2.h. Opið til kl. 21 í kvöld á Laugavegi 66 Opið til kl.19 í kvöld í Hlíðasmára 11 Opið á báðum stöðum kl 10-12 á aðfangadag Gleðilega Hátíð Hlíðarsmára 11 • S. 517 6460 • Laugavegi 66 • S. 578 6460 • www.belladonna.is �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� Ég ætla að gefa mömmu könguló í jólagjöf sem getur étið all- ar vespurnar í sumar! KRÍLIN Góðan dag! Í dag er Þorláksmessa 23. desember, 357. dagur ársins 2005. Reykjavík 11.22 13.27 15.31 Akureyri 11.38 13.12 14.45 Atli Gíslason hæstaréttarlögfræðingur hefur tekið upp á því síðustu árin að fara austur í Grímsnes í sumarbústað- inn sinn yfir jólahátíðina. „Við förum í bústaðinn, ég og vinkona mín og dóttir hennar, og svo koma synir mínir á jóladag eða annan í jólum,“ segir Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður. „Við höfum gert þetta síðustu tvö árin og ætlum að gera þetta aftur í ár.“ Þau fara og skreyta helgina fyrir jól og koma síðan að bústaðnum skreyttum og upplýstum með jólaljósum á aðfangadag. „Þetta er alveg yndislegt, rólegt og kyrrt og friðsælt,“ segir Atli og bætir við að synir hans tveir komi í heimsókn aust- ur í Grímsnes um jólin með samtals þrjú barnabörn. Þriðji sonurinn býr í Austurríki og er heima sum jól. Sumarbústaður Atla er í Grímsnesinu og stendur á afar grónum, fallegum stað, en hann sækir alltaf lifandi jólatré í sum- arbústaðarlandið, setur í leirker og færir fjölskyldunni, þó hann hafi ekki verið með skreytt tré í bústaðnum. Atli segir fyrstu jólin sem þau eyddu fyrir austan yfir hátíðarnar hafa verið ógleymanleg. „Við komum í ótrúlegu jólaveðri. Það var algjört stillilogn og fanndrífa, stórar, þurrar snjóflyksur eins og í teiknimynd. Snjórinn settist á trén í kring og það var alveg ótrúlega fallegt, eins og einhver hefði breitt dúnsæng yfir trén. Þetta stóð í svona þrjá tíma, frá klukkan sex til klukkan níu um kvöldið, þá byrjaði aðeins að blása. Ég hef aldrei upplifað jafn jólaleg jól og mun líklega aldrei gera,“ segir Atli. „Við sett- um meira að segja vaxkerti út sem lifði á, svo mikil var kyrrðin. Allt varð kyrrt og bjart.“ smk@frettabladid.is Teiknimyndajól í sumarbústaðnum Atli Gíslason hefur tekið upp á því að fara austur í bústað um jólin, og njóta þar jólahelginnar í virkilegum friði og ró. AÐSEND MYND/SVIPMYNDIR EHF. GÆLUDÝRABÓK Guðrún Heimisdóttir skrifar fyrir börn um gæludýr BLS. 2 GLEYMDIR SVEINAR Faldafeykir, Lampaskuggi og fleiri sveinar BLS. 5 Jólatónleikar Bubba Morthens eru í kvöld á NASA. Það er þegar uppselt en aukatónleikar verða annan í jólum. Fyrir þá sem ekki eiga miða en vilja endilega heyra í Bubba í dag er hægt að stilla á Rás 2 kl. 22 en tónleik- unum er útvarpað beint. Skatan ilmar víðs vegar í dag. Fátt er þjóðlegra en vel kæst og roðdregin skata en hana er hægt að nálgast á mörgum veitinga- stöðum. Til að mynda á Hótel Loftleiðum, Múlakaffi og auðvitað á Borginni. Lengri opnunartími í kvöld kemur sér vel fyrir þá sem eru á síðasta snúningi. Það er líka gaman að hitta vini og ættingja yfir kaffibolla og upplifa stemninguna í miðbænum. Það er opið til 11 í öllum búðum á Laugaveginum en kaffihús eru opin lengur. Jólaskraut á afslætti fæst nú í Byko. Ef endurnýja þarf skrautið á jólatréð hefur Byko hafið útsölu á jólaskrauti. Afslátturinn er allt að fimmtíu prósent þannig að ef undirbún- ingi fyrir jólin er lokið snemma er hægt að missa sig í skrautinu á enda- sprettinum. LIGGUR Í LOFTI [ JÓLIN KOMA ]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.