Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 62
sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? DESEMBER 20 21 22 23 24 25 26 Föstudagur ■ ■ SJÓNVARP  18.00 Íþróttaspjallið á Sýn.  18.12 Sportið á Sýn.  18.30 NFL-tilþrif á Sýn.  19.00 Gilette-sportpakkinn á Sýn.  19.30 US PGA Monthly á Sýn  20.30 Motorworld á Sýn FÓTBOLTI Knattspyrnukappinn Páll Einarsson hefur íhugað það síð- ustu vikur hvort hann ætti að halda áfram í fótbolta eða hreinlega að hætta í kjölfar þess að hann varð að yfirgefa herbúðir uppeldisfé- lags síns, Þróttar, vegna deilna við þjálfara liðsins, Atla Eðvalds- sonar. Eftir langa yfirlegu ákvað hann að halda áfram enda aðeins 33 ára gamall. „Það var ekki erfið ákvörðun að ganga til liðs við Fylki enda spennandi félag. Vissulega íhug- að ég það alvarlega að hætta. Ég skoðaði málið frá öllum hliðum og niðurstaðan var að halda áfram. Ég á góða konu og hún stóð með mér. Maður tekur ekki þátt í bolt- anum nema fjölskyldan standi með manni,“ sagði Páll, sem er búinn að ganga frá starfsloka- samningi við Þrótt og er því ekki lengur skráður Þróttari. „Það er sérstök tilfinning að vera hættur í Þrótti enda þekki ég ekki annað en að vera í Þrótti.“ Páll neitar því ekki að hann hefði gjarna kosið að yfirgefa Þrótt á annan hátt en raunin varð. „Svona þróuðust hlutirn- ir og maður verður að lifa með þvi,“ sagði Páll en þó hann sé ekki sáttur við ákveðna einstaklinga í Þrótti er hann ekki búinn að snúa baki við félaginu. „Ég mun mæta á leiki hjá Þrótti svo framarlega sem leikirnir skarast ekki á við Fylkisleikina. Ég mun hvetja mína menn,“ sagði Páll en mun hann hvetja Atla Eðvaldsson, þjálfara Þróttar? „Ég mun nú ekki hvetja hann neitt sérstaklega en ég hvet strákana í liðinu áfram. Ég hætti ekkert að vera Þróttari.“ henry@frettabladid.is Hætti ekki að vera Þróttari Páll Einarsson er genginn í raðir Fylkis frá Þrótti. Páll segir spennandi tíma framundan hjá Fylki. Hann ætlar að mæta á leiki hjá Þrótti næsta sumar. LENTUR Í LAUTINNI Páll Einarsson sést hér ásamt þjálfurum Fylkis, þeim Leifi Garðarssyni og Jóni Sveinssyni, eftir undirskriftina í fyrradag. MYND/FYLKIR 66 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR > Átta frá FH og Stjörnunni Þeir Kristján Halldórsson, þjálfari Stjörnunnar, og Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari FH, voru fengnir til að velja og stjórna kvennalandsliðinu handbolta í kynningarleik gegn úrvalsliði Asturias á milli jóla og nýárs en landsliðsþjálfarinn Stefán Arnarson hafði ekki tök á því að fara í ferðina af persónulegum ástæð- um. Athygli vekur að átta af þeim tólf stúlkum sem valdar voru í hópinn koma einmitt úr herbúðum FH og Stjörnunnar og ber ekki á öðru en að þeir Kristján og Aðalsteinn treysti sínum eigin leikmönnum best fyrir verkefn- inu... Björgvin úr leik Skíðakappinn Björgvin Björgvins- son frá Dalvík náði sér ekki á strik á heimsbikarmóti í Slóveníu gær. Björgvin tók þátt í svigkeppninni en eins og svo oft áður í vetur féll hann í fyrri ferðinni. „Það hefur gengið vel en ég get nú ekki sagt að ég hafi átt von á þessu,“ segir landsliðskonan Þóra Björg Helgadóttir, nú ekki aðeins í fótbolta heldur einnig í handbolta. Þóra er ein tólf stúlkna sem valdar hafa verið fyrir Íslands hönd til að leika gegn úrvalsliði Asturias á Spáni í handbolta. Þóra hefur verið fremsti fótboltamarkvörður landsins til margra ára en í haust reimaði hún á sig handboltaskóna eftir fimm ára útlegð frá íþróttinni, fyrir utan „smá sprikl“ eins og hún orðar það. „Ég hætti í handbolta þegar ég flutti til Bandaríkjana árið 2000 svo að þetta hefur verið löng pása,“ segir Þóra, sem missti af upphafi handboltatímabilsins í haust en hóf að spila með FH-ingum um leið og síðasta verkefni landsliðsins í fótbolta var á enda í lok september. Á árum áður æfði Þóra handbolta af krafti, lék lengi vel í efstu deild áður en hún hélt utan í nám og á nokkra leiki að baki með U-21 árs landsliðinu. Þóra segir handbolta og fótbolta vera eins og svart og hvítt. „Þetta er gjörólíkt en handbolti er hrikalega skemmtilegur,“ segir Þóra og bætir því við að hún geti ekki gert upp á milli íþróttanna. „Það fer eftir því hvaða dagur vikunn- ar er hvort mér finnst skemmtilegra.“ Þátttaka Þóru með FH í handboltanum er í fullu samráði við stjórnendur Breiða- bliks í fótboltanum. Hins vegar er ekki komið á hreint hvernig málum verður hagað eftir áramót þegar undirbúnings- tímabilið fyrir fótboltann nær hámarki og má fastlega gera ráð fyrir því að þjálfarar Breiðabliks munu óska eftir nærveru Þóru í marki liðsins í vorleikj- unum. „Það yrði rosalega gaman að ná að sameina báðar íþróttirnar en ég er í krefjandi vinnu sem einnig tekur tíma. En það mál er í vinnslu og verður skoðað betur þegar líður á næsta ár.“ FÓTBOLTAMARKVÖRÐURINN ÞÓRA BJÖRG HELGADÓTTIR: ORÐIN TVÖFÖLD LANDSLIÐSKONA Þóra valin í landsliðið í handbolta FÓTBOLTI Það var áhugavert að sjá liðsuppstillingu ítalska félags- ins Inter gegn Empoli síðastlið- inn miðvikudag. Hvorki fleiri né færri en sex Argentínumenn voru í byrjunarliði félagsins í leiknum en aðeins einn Ítaliu. Þetta er aðeins í annað sinn sem ítalskt félag teflir fram sex mönnum frá sama landi utan Ítalíu en Roma stillti upp sex Brasilíu- mönnum í byrjunarliði sínu gegn Venezia 7. apríl árið 2002. Inter setti met í ítölsku knattspyrnunni: Sex Argentínumenn í liðinu JUAN SEBASTIAN VERON Einn sex Argent- ínumanna sem voru í byrjunarliði Inter gegn Empoli. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Byrjunarlið Inter í leiknum NAFN LAND NICOLAS BURDISSO ARGENTÍNA ESTEBAN CAMBIASSO ARGENTÍNA WALTER SAMUEL ARGENTÍNA SANTIAGO SOLARI ARGENTÍNA JUAN VERON ARGENTÍNA JAVIER ZANETTI ARGENTÍNA ADRIANO BRASILÍA JULIO CESAR BRASILÍA GUISEPPE FAVALLI ÍTALÍA OBAFEMI MARTINS NÍGERÍA LUIS FIGO PORTÚGAL FÓTBOLTI Harry Kewell, leikmaður Liverpool, hefur ekki enn jafn- að sig á gagnrýninni sem hann fékk eftir úrslitaleikinn í Meist- aradeildinni en margir töldu að hann hefði gert sér upp meiðsli í leiknum og farið af velli. Kewell var þá mjög óvænt í byrjunarliði Liverpool en hann hafði á þeim tíma verið frá síðustu vikur vikur vegna meiðsla. ,,Allir héldu að ég hefði gefist upp. Ég trúði ekki viðbrögðun- um frá öllu þessu fólki og hafði ekki hugmynd um að það væru til svona margir sjálfskipaðir læknar,“ sagði Kewell hundfúll en hann lék ekki aftur fyrr en í lok september og virðist enn ekki vera orðinn 100% heill. ,,Veit fólk af því að ég var víta- skytta liðsins í leiknum? Hvers vegna ætti ég að vilja fara af velli þegar ég gat komist á blað í leikn- um?,“ sagði Kewell. ■ Harry Kewell hjá Liverpool: Ekki sáttur við viðbrögð fólks HARRY KEWELL Er ekki að taka gagnrýni vel þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Hinn frábæri framherji Barcelona, Kamerúninn Samu- el Eto‘o, hefur ekki enn ákveðið hvort hann muni taka þátt í afr- íkumóti landsliða í janúar næst- komandi. Eto‘o, sem nýverið varð þriðji í kjörinu um besta leikmann heims, er á báðum áttum hvort að hann eigi að segja skilið við félaga sína Í Barcelona og spila fyrir þjóð sína á mótinu. ,,Ég hef enn tíma til þess að taka ákvörðun í þessu máli og þegar ég tek hana verður hún viðunandi fyrir alla, bæði klúbbinn og lands- liðið.“ Eto‘o hefur tvisvar sinnum verið kjörinn besti leikmaður álf- unnar og er hann tilnefndur til verðlaunanna í þriðja sinn. ■ Samuel Eto´o: Óákveðinn með afríkumótið SAMUEL ETO´O Gæti hunsað landslið Kam- erún á Afríkumótinu FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.