Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 56
 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR44 Allt frá tímum Forn-Egypta þegar byrjað var að temja köttinn sem heimilisdýr hefur hann haft á sér dularfullan blæ í trúarbrögðum og þjóðtrú manna og verið tengdur göldrum og myrkraöflum ýmiskonar. Þessi tengsl kattarins við undirheima og myrkraverk eru eflaust tilkomin vegna náttúrulegs eðlis kattarins sem næturdýrs og meðfæddra hæfileika hans til að bjarga sér í náttmyrkri. Þessi ímynd kattar- ins í þjóðtrúnni hefur fylgt honum fram á þennan dag og kristin trú- arbrögð hafa ekki náð að breyta henni. Að fara í jólaköttinn Jólakötturinn er í samræmi við þessa ímynd, hann er vera sem fer á kreik í svartasta skammdeginu ár hvert og vekur ugg í brjóstum manna. Elsta heimild um hann er í sendibréfi sem ritað var um miðja 19. öld. Síðan birtist hann fyrst á prenti í þjóðsögum Jóns Árnason- ar árið 1862. Elsta heimild sem ég þekki um það að illt hendi þann sem ekki fær ný föt fyrir jól er frá Skotlandi frá því um aldamót- in 1500. En hversu gömul hún er þessi þjóðtrú um köttinn í tengsl- um við undirbúning jóla, er ekki vitað né það hvernig hún varð til. Köttur þessi gerði víst ýmsar skammir af sér en sagt var að hann æti stundum jólaref fólksins en það er sá matur sem hverjum manni var skammtað til jólanna hér áður. Fleiri siðir tengdust jóla- kettinum og einn var sá að klára skyldi allt handverk sem byrjað var á fyrir jólin annars varð það jólafeitt. Það þýddi að jólaköttur- inn tók þá allt feitmeti sem fólki var skammtað á jólum og nudd- aði því í óklárað prjónlesið. Af einhverjum ástæðum virðist sem þessi siður hafi einkum þekkst á vestanverðu landinu. En það sem þekktast er við kött þennan eru þau orðtök sem honum tengjast, en sagt er að sá fari í jólaköttinn sem enga flík fær nýja fyrir jólin, einnig er talað um að sá klæði köttinn/jólaköttinn sem ekki fær nýja flík fyrir jólin. Þetta síðarnefnda orðtak þekk- ist einkum norðanlands. Einnig þekkist það að sá fari í jólaköttinn sem síðastur fer í sparifötin á aðfangadagskvöld. Þetta orðtak má skilgreina á fleiri en einn veg. Sagt er að jólakötturinn refsi fólki með því að taka það og gera því eitthvert mein, í versta falli að éta það. Út frá þeirri skilgreiningu er hann óvættur og aðeins hættu- legur þeim sem ekki fá nýja flík á jólum. Einnig hafa fræðimenn bent á skilgreininguna að fara í jóla- köttinn eða klæða köttinn/jóla- köttinn í þeirri merkingu að klæðast gervi kattarins og leiðir það hugann að þeim dýragervum sem þekkst hafa í jólaleikjum og vikivökum hérlendis og erlend- is frá fornu fari. Þar þekktist að menn klæddust gervum ýmissa dýra og vætta. Þar sem staða katt- arins í þjóðtrúnni er sterk er ekki ólíklegt að þekkst hafi að klæð- ast gervi kattarins þrátt fyrir að ekki finnast heimildir þar um hér á landi. En ef við gefum okkur að svo hafi verið, er eðlilegt að kött- ur þessi hafi alltaf tengst jólunum því þau eru frá fornu fari árstími vikivaka og gleðiskemmtana. Jólakötturinn í sekknum Samskonar vættir og jólaköttur- inn hérlendis eru Grýla og jóla- sveinarnir. Hlutverk þeirra hefur einkum falist í því að hafa hemil á óþekkum börnum sem trufla und- irbúning foreldra fyrir jólin. Grýla gegnir að sögn enn samviskusam- lega þessu hlutverki sínu en eftir að jólasveinarnir okkar kynntust heilögum Nikulási hafa þeir tekið algjörum stakkaskiptum og eru nú þægir sem lömb. Samskonar jólavættir þekkjast víðar í Evrópu og má í því sambandi nefna jóla- hafra og jólageitur Norðurlanda. Einnig þekkjast þar sambærilegir siðir sem hér hafa verið nefndir í tengslum við jólaköttinn. Það eina sem virðist séríslenskt við þennan jólavætt okkar er það að hann er kattarkyns. Ljóst er að hlutverk jólakatt- arins og samskonar jólavætta tengdist vinnusemi fólks í bænda- samfélaginu og undirbúningi fyrir jólin. Það gefur auga leið af hverju hræða þurfti fólk og refsa sem ekki fengu ný föt fyrir jólin. Í samfélagi sjálfsþurftarbúskaps- ins valt á öllu að fólk ynni saman að sameiginlegu markmiði og til þess að njóta jólahátíðarinnar varð að klára öll verk tímanlega, m.a. það að prjóna og vinna fatn- að fyrir jólin. Það var hagur hús- bændanna og heimilismanna að allur undirbúningur jóla gengi vel fyrir sig og ef einhverjir voru latir og töfðu verkin, varð eðlilega að grípa til einhverra úrræða. Og þar komu ofangreindir refsivend- ir, þ.e. jólakötturinn og ættingjar hans, til sögunnar. En þrátt fyrir það að forsend- urnar fyrir hlutverki jólakatt- arins séu brostnar með breyttri samfélagsgerð er hann samt ekki útdauður. Nú í byrjun nýrrar aldar, er kötturinn enn á sveimi því stundum sést vitnað í þennan forna fjanda m.a. í fataauglýsing- um fyrir jólin. Það er í samræmi við orð eins heimildamanns þjóð- háttadeildar Þjóðminjasafnsins sem telur jólakött nútímans birt- ast í gervi sölumannsins og til- búinna þarfa þess verslunaræðis sem nú einkennir jólin og ógnar fjárhagsafkomu fólks. ■ JÓLAKÖTTURINN Ef leti ógnaði jólahaldinu varð að grípa til úrræða og komu þá refsivendir eins og jólakötturinn og ættingjar hans oft til sögunnar. TEIKNING/ BRIAN PILKINGTON Jólakötturinn er enn á sveimi Loðhúfur Hafnarstræti 19 Sími 551 1122 ný sending Verð frá 9.990 kr. En þrátt fyrir það að forsendurnar fyrir hlutverki jóla- kattarins séu brostnar með breyttri samfélagsgerð er hann samt ekki útdauður. Nú í byrjun nýrrar aldar, er kötturinn enn á sveimi því stundum sést vitnað í þenn- an forna fjanda m.a. í fataauglýsingum fyrir jólin. Fleiri siðir tengdust jólakettinum og einn var sá að klára skyldi allt handverk sem byrjað var á fyrir jólin annars varð það jólafeitt. Það þýddi að jólakötturinn tók þá allt feitmeti sem fólki var skammtað á jólum og nuddaði því í óklárað prjónlesið. „Fólk vissi ekki hvaðan hann kom eða hvert hann fór,“ segir í kvæði Jóhannesar úr Kötlum um jólaköttinn. Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir þjóðfræðingur fer yfir sögu kisa sem hefur löngum þótt dularfull vera og illskiljanleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.