Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 61
Söngkonan Mutya úr stúlknasveit- inni Sugababes hefur sagt skilið við sveitina eftir sjö ára velgengni. Mutya eignaðist dótturina Tahlia í mars og vill eyða meiri tíma með henni. „Ákvörðun mín er algjörlega af persónulegum toga,“ sagði Mutya, sem er tvítug. „Þetta var mjög erfið ákvörðun og alls ekki tekin í skyndi. Ég hef átt ótrúlegan feril til þessa og er stolt af því sem ég hef áorkað með Sugababes. Ég er mjög ánægð með að nýja stúlkan ætli að koma í minn stað. Hún fær eitt besta starf í heiminum.“ Sugababes hafa þegar fund- ið arftaka hennar, hina 21 árs Amelle Berrabah sem er ættuð frá Marokkó. „Mig hefur dreymt um að ná frama í tónlistarbrans- anum í mörg ár en mig dreymdi aldrei um að fá að spreyta mig sem meðlimur Sugababes,“ sagði Berrabah. „Þær eru stærsta stúlknasveit landsins og eina hljómsveitin sem ég hefði verið til í að ganga í. Eins og milljónir annarra stúlkna á mínum aldri hef ég alist upp með Sugababes og verið aðdáandi þeirra í mörg ár. Ég trúi þessu varla ennþá,“ sagði hún. Hin nýja liðskipan Sugababes mun hita upp fyrir Take That á tónleikaferð sveitarinnar á næsta ári. Næsta smáskífa sveitarinnar, Red Dress, er síðan væntanleg í mars. Skífan er tekin af nýjustu plötu Sugababes, Taller in More Ways, sem hefur selst eins og heitar lummur í Bretlandi. Platan Hjálpum þeim hefur selst í 10.000. Platan hefur rokið út í verslunum Hagkaups, Topshop og 10-11 síðustu vikuna enda ekki vanþörf á því ástandið í Pakistan fer nú hríðversnandi. Hundruð þúsunda horfast nú í augu við hrikalegar aðstæður á þeim svæðum sem urðu verst úti í jarðskjálftunum í Pakistan. Platan kostar 1000 krónur og rennur allur söluhagnaður, fyrir utan virðisaukaskatt, óskiptur til söfnunarátaks Hjálparstarfs kirkjunnar vegna hamfaranna í Pakistan og hungursneyðar og annars neyðarástands víða um heim. Hjálpum þeim í gull HJÁLPUM ÞEIM Platan Hjálpum þeim er komin í gullsölu og vel það. Kaldi peysa Hvít,svört, grá 9.990 kr. Kaldi loðhúfa Hvít, svört, grá 4.950 kr. www.66north.is REYKJAVÍK: Kringlan - Bankastræti 5 - Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 - Akureyri: Glerárgata 32 Gefðu mjúka gjöfMutya hætt í Sugababes SUGABABES Mutya, lengst til vinstri, er hætt í Sugababes eftir sjö ára velgengni. Klúbbakvöld verður á Nasa á föstudagskvöld þar sem eingöngu íslenskir tónlistarmenn koma fram. Dj Danni mun hefja leik en síðan tekur Funk Harmony Park við af honum. Næst á svið verða Dr Mr & Mr Handsome og þar á eftir mætir Toybox á svæðið. Grétar G endar kvöldið svo með rosalegri klúbbakeyrslu. Miðaverð er 1.000 krónur. Þetta er þriðja klúbbakvöldið sem þeir Grétar G og Heiðar Hauksson standa fyrir. Hafa þeir áður staðið fyrir komu kappa á borð við King Unique og Nick Warren. Sasha er síðan bókaður hér á landi hinn 12. apríl á næsta ári. Íslenskt klúbbakvöld á Nasa Plata Emilíönu Torrini, Fisherman´s Woman, hefur selst í yfir tíu þús- und eintökum og þýðir það jafn- framt platínusölu. Þrjár aðrar plötur á vegum 12 Tóna hafa náð gullsölu fyrir þessi jól; Jólin eru að koma með systkin- unum KK og Ellen, After the Rain með Ragnheiði Gröndal og Mugimama is this monkeymusic? sem Mugison sendi frá sér fyrir síðustu jól. Emilíana náði platínusölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.