Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 52
Stóra svið SALKA VALKA Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20 WOYZECK Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21 Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 29/1 kl. 20 KALLI Á ÞAKINU Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14 Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 CARMEN Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Fi 19/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 Nýja svið/Litla svið MANNTAFL Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 29/12 kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING BELGÍSKA KONGÓ SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í JANÚAR. MIÐAVERÐ 2.500- KR. Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 GJAFAKORT GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA ENDALAUST MIÐASALAN ER OPIN: 23.12. 10-20, 24.12. 10-12 ������������������������������� ���������������������������������������� �������������������� �������������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������ ������������������������������� ��������������������������������������������������������������������������������������������� ������������ �������������������������������������������������� ��������� ���������������� ������������������������ ����� ���������������� ������� ��������������������������������������������� ������� �������������������������� ������������ �������������� �� ����������� Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. 24.900 kr. MOTOROLA V3 RAZR SÍMI Fim. 29. des. örfá sæti laus Fös. 20. jan. Lau. 21. jan. Gleðileg jól! 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR40 [ BÆKUR ] UMFJÖLLUN Hreinn Vilhjálmsson fæddist í Reykjavík árið 1946. Hann ólst upp í braggahverfi í Vesturbænum og byrjaði ungur að misnota áfengi og aðra vímugjafa. Hann varð alvöru róni sem eigraði um götur borgar- innar vímaður og vitlaus á löngum og lífshættulegum drykkjutúrum á milli þess sem hann vann fyrir sér með sjómennsku og reyndi að koma undir sig fótunum. Brennivín og læknadóp Hreinn byggir skáldaða ævisögu sína, Bæjarins verstu, á biturri lífsreynslu sinni og brölti í gegn- um neðstu lög samfélagsins. Frá- sögnin er hispurslaus og laus við alla tilgerð og væmni sem á það til að lita játningarbækur fyllibyttna og dópista sem náð hafa bata. Bæjarins verstu segir sögu ástandsbarnsins Vilbergs Willi- ams og Lárusar tvíburabróður hans. Drengirnir hitta aldrei föður sinn, sem var bandarískur hermaður, en móðir þeirra elur þá upp í góðri trú og guðsótta á heimili foreldra sinna. Þar er ekki óreglunni fyrir að fara en dreng- irnir leiðast fljótt út í prakk- arastrik og leiðindi. Þeir verða forsprakkar pörupilta í bragga- hverfinu og fyrr en varir eru þeir komnir á kaf í brennivín. Það tekur á að vera fyllibytta og læknadópið er því ekki langt undan. Örvandi lyf eru nauðsynleg til þess að geta haldið út drykkju dögum saman og þegar niðurtúrinn byrjar er jafn nauðsynlegt að hafa aðgang að róandi og svefntöflum. Hver dagur hefst því á tilraun- um til þess að verða sér úti um brennivín og pillur og í einum skemmtilegasta kafla bókarinnar lýsir Hreinn því þegar allir helstu rónar bæjarins hrúgast inn á bið- stofu hjá pennaglöðum lækni til þess að sækja helstu nauðsynjar; dexedrín, prelúdín og mogadon. Saga eins fíkils er saga þeirra allra Fíklar eiga margt sameiginlegt og því hljóma lýsingar á lifnað- arháttum Villa og félaga kunnug- lega. Allir þeir sem hafa glímt við áfengis- og lyfjafíkn munu hitta sjálfa sig fyrir í einhverri mynd í þessari bók. Persónurnar reyna að flýja sjálfar sig út á land, út á sjó, til útlanda og fara í tilgangslaus- ar meðferðir en allt kemur fyrir ekki. Fíknin er öllu yfirsterkari og ræflarnir sækja alltaf í sama farið og sökkva svo dýpra og dýpra þar til ekkert blasir við annað en geðveiki og dauði. Fíklarnir rústa þó ekki einung- is eigið líf þar sem þeir draga óhjá- kvæmilega þá sem standa þeim næst með sér niður. Villi drekkur sig út úr tveggja barna hjónabandi og kynnist í kjölfarið unglings- stúlku sem hann dregur með sér í sukkið. Hann barnar hana en er svo stungið á Litla-Hraun skömmu síðar og hún endar á Kleppi eftir fæðingu barnsins. Eftir allar þessar hremmingar og enn meiri vandræði, ofbeldisglæpi, mann- drápstilraun og tíðar og langar heimsóknir á Litla-Hraun fer það smám saman að renna upp fyrir okkar manni að hegðun hans getur ekki telist eðlileg. En það er engin leið að hætta og hverju góðu fyrirheiti um bót og betrun fylgir harkalegur sukktúr. Raunveru- leiki fíkilsins er svo skelfilegur að það er betra að flýja hann en horfast í augu við hann. „Raunveruleikinn blasti við mér í allri sinni eymd. Kvíði og örvænting helltust yfir mig og ég hugsaði: Hvar endar þetta helvíti! Aftur fékk ég mér brennivín og vatn í glas, settist niður og sagði: - Skál í botn!“ (75) Skemmtileg og holl lesning Viðfangsefni Bæjarins verstu er grafalvarlegt en bókin er engu að síður þrælskemmtileg aflestrar og maður les hana i einum rykk. Hún er miklu skemmtilegri en AA bókin þó hún hjálpi örugglega ekki jafn mörgum. Hún veitir þó mjög skýra innsýn inn í hugar- heim fíkilsins sem dæmir sig til dauða gegn betri vitund án þess að fá rönd við reist: „-Hugsa þú um þitt líf. Ég hugsa um mitt! Með þetta sem kveðjuorð lagði ég af stað út í frelsið ... frelsið sem ég vissi að var ekkert annað en fangelsi vímugjafa.“(9) Svona kveður Villi lögregluna eftir nótt í fangageymslunni við Hverfisgötu. Fer svo skjálfandi í fráhvörfum í Ríkið, kaupir brenni- vín og hvítvín og heldur áfram að hlaupa vítahring fíkilsins: „Ég náði ekki andanum í nokkrar sekúndur. Maginn gerði uppreisn og ég kastaði upp. Ég gerði aðra tilraun og nú hélt ég því niðri. Enn einn dagurinn í lífi mínu, þar sem eini tilgangurinn var að verða fullur, var runninn upp.“ (10) Fíkillinn getur ekkert gert nema halda áfram að sukka þang- að til hann drepst eða verður fyrir andlegri vakningu og snýr blað- inu við. Þeir sem ná að bjarga sér eru sannkallaðar hetjur og Villi er einn af þeim. Saga hans ætti að vera öðrum víti til varnaðar og Hreinn á heiður skilinn fyrir þessa heiðarlegu bók. Bæjarins verstu ætti að geta ýtt við ein- hverjum sem eru á refilstigum fíknarinnar en það verður þó að hafa það í huga að allar bækur í heiminum bjarga ekki fíkli fyrr en hann ákveður að gera eitthvað í sínum málum sjálfur. Þórarinn Þórarinsson Meðal róna og dóna í Reykjavík HREINN VILHJÁLMSSON Höfundur Bæjarins verstu. BÆJARINS VERSTU HÖF: HREINN VILHJÁLMSSON ÚTG: MÁL OG MENNING Niðurstaða: Fíklar eiga margt sameiginlegt og því hljóma lýsingar á lifnaðarháttum Villa og félaga kunnuglega. Allir þeir sem hafa glímt við áfengis- og lyfjafíkn munu hitta sjálfa sig fyrir í einhverri mynd í þessari bók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.