Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 6
6 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR KJÖRKASSINN Á að herða kröfur á starfs- mannaleigur? Já 88% Nei 12% SPURNING DAGSINS Í DAG Eyðir þú meira en 50 þúsund krónum í jólagjafir? Segðu skoðun þína á visir.is DÓMSMÁL Sigurður Freyr Kristmundsson hefur játað fyrir dómi að hafa orðið tvítugum pilti að bana í húsi við Hverfisgötu í Reykjavík að morgni laugardags- ins 20. ágúst. Sigurður, sem er 23 ára gam- all, neitar því að um ásetning hafi verið að ræða. Mál á hendur honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. For- eldrar piltsins sem lést krefja Sigurð um skaðabætur, móðir- in 3.150.000 krónur og faðirinn 2.216.313 krónur. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sigurðar, segir hann hafa játað önnur brot sem einnig er ákært fyrir. Aðalmeðferð í málinu sem fram fer í lok janúar segir hann því að mestu koma til með að snúast um „stig ásetnings“ í manndrápsmálinu. Í ákæru ríkissaksóknara kemur fram að Sigurður hafi stungið þann sem lést með hnífi í brjóst- holið, en stungan náði í gegnum hjarta hans og í lifur. Þegar atburðurinn átti sér stað var Sigurður þegar úrskurðaður í gæsluvarðhald, en ástand hans var að sögn lögreglu með þeim hætti að erfitt var að yfirheyra hann. Lögregla var kvödd að íbúðinni snemma á laugardagsmorni með tilkynningu um að maður hefði verið stunginn. Þegar hún kom á vettvang hófust þegar lífgunartil- raunir, en þær báru ekki árangur og maðurinn lést skömmu síðar. Í íbúðinni var lagt hald á hnífinn sem talið var að hefði verið notað- ur. Fleira fólk sem var í íbúðinni, tveir karlmenn og ein kona, var einnig handtekið og yfirheyrt en sleppt fljótlega. Öll voru þau sögð í annarlegu ástandi. Auk manndrápskærunnar er Sigurður ákærður fyrir að hafa í byrjun ágúst brotist inn í íbúð við Framnesveg í Reykjavík og stolið þar fartölvu, stafrænni myndavél, DVD-spilara og fleiru smálegu. Þá er hann kærður fyrir að hafa í fimm skipti frá því í nóvember í fyrra og þar til um mitt síðasta sumar brotið umferðarlög, með akstri án réttinda og stundum undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. olikr@frettabladid.is SIGURÐUR FREYR KRISTMUNDSSON FÆRÐUR FYRIR DÓMARA Sigurður játaði í vikunni að hafa orðið manni að bana með því að stinga hann í hjartastað með hnífi, en kvað ekki hafa verið ætlun sina að verða manninum að bana. Játaði manndráp en neitaði ásetningi Ungur maður játaði fyrir dómi að hafa orðið öðrum að bana með því að stinga hann með hnífi. Hann neitar ásetningi. Aðalmeðferð fer fram í janúarlok. For- eldrar látna piltsins gera kröfu um tæpar 5,4 milljónir króna í bætur. LÖGREGLUMÁL „Ég varð dauðskelk- aður og hélt að byssan mín væri orðin að morðvopni,“ segir Jón Halldórsson frá Hólmavík. Hann fékk símhringingu frá lögregl- unni í Reykjavík fyrir skemmstu og var spurður hvort hann hefði átt Dan Arms byssu. Jón játti því en sagði að henni hefði verið stolið þegar þjófur fór ránshendi um Hólmavík og stal byssum, peningaveskjum og fleiru fyrir fjórum árum. „Til allrar lukku sagði lög- reglumaðurinn að byssa hefði fundist en þjófurinn ætlaði sér að selja gripinn en grandvar maður fór að skoða hana og tók niður númerið á henni og þannig komst þetta upp. Maðurinn er nú kominn bak við lás og slá,“ segir Jón. Jón skytta fékk þó ekki að njóta endurfunda með þessum gamla gæðagrip sínum þar sem byssan var úrskurðuð ónýt vegna gaps sem myndast hafði á henni milli hlaups og skothúss. Sigurður Marinó Þorvaldsson, sem einnig varð af sinni byssu þegar þjófurinn fór um bæinn árið 2001, fékk hins vegar sína byssu aftur og var hinn kátasti með þann endurfund. - jse Byssum sem stolið var fyrir fjórum árum komnar í leitirnar: Eigandinn hélt að byssurnar væru orðnar að morðvopni JÓN HALLDÓRSSON OG SIGURÐUR MARINÓ ÞORVALDSSON, SKYTTURNAR TVÆR Sigurður er hér með byssuna sem afkastamikill þjófur greip sumarið 2001 á Hólmavík. Jón hefur hins vegar ekki fengið byssuna sína aftur þar sem hún er ónýt en er þó vel vopnaður. DANMÖRK Lögregla og verslunar- menn eru uggandi yfir fjölda betl- ara á götum Kaumannahafnar um þessar mundir. Að því er Berlingske Tidende hermir eru betlararnir sígaun- ar frá Slóvakíu. Ferðast þeir til Danmerkur með rútum og dvelja í borginni í eina viku í senn. Talið er að um fimmtíu manna hóp sé að ræða úr sömu fjölskyldu. Betl er ólöglegt í Danmörku en lögreglan segist ekki hafa mannskap til að hafa stjórn á ástandinu. - ks Gestir frá Slóvakíu: Sígaunar betla á Strikinu ÍRAK Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom í óvænta heimsókn til Íraks í gær. Hann heimsótti breska hermenn í Basra, og sagði þeim að hann væri þeim þakklát- ur fyrir starfið sem þeir inntu af hendi í Írak. Að sögn BBC ítrekaði Blair að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um heimkvaðningu her- liðsins heldur sagði hann við hermennina að það væri í þeirra höndum að meta hvenær verkinu væri lokið. Talið er þó líklegt að Bretar dragi verulega úr herafla sínum í Írak strax á næsta ári. Donald Rumsfeld, landvarna- ráðherra Bandaríkjanna, kom einnig við í Írak í gær. ■ Tony Blair í Írak: Óvíst hvenær herinn fer burt Í HÓPI HERMANNA Breskir dátar í Basra virtust ánægðir með að sjá forsætisráð- herra sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEÐUR Ekki er útlit fyrir að jólin verði hvít nokkurs staðar á land- inu, að sögn Helgu Ívarsdóttur, veðurfræðings á Veðurstofunni. Hún útilokar þó ekki að það verði hvítflekkótt jól fyrir norð- an. „Þar er einhver snjór og það er spurning hvort hann verður farinn á aðfangadagskvöld. Það mun hlýna og kannski rigna lít- illega þannig að snjórinn bráðn- ar frekar hratt. Það fer svo bara eftir snjómagninu hvað hann er fljótur að hverfa. Á Akureyri er allt autt núna og ekki líklegt að það breytist fram á aðfangadag,“ segir Helga og tekur fram að það sé mjög lítill snjór á landinu. Jólaveðrið sunnan- og vestan- lands verður miður glæsilegt og uppáklæddir mega búast við vætu. „Á aðfangadag er vaxandi sunn- an- og suðaustanátt og gengur í stífa sunnanátt með rigningu. Það hlýnar á öllu landinu en rigningin verður aðallega sunnan og vest- an til. Þannig heldur það áfram á jóladag,“ segir Helga. Annan í jólum lítur út fyrir að það muni kólna vestanlands og jafnvel snjóa. Á þriðjudaginn er útlit fyrir suðaustanátt og él. Veðurstofan spáir ekki lengra en sex daga fram í tímann og því mun áramótaspá ekki liggja fyrir fyrr en um helgina. - sh Veðurstofan spáir rauðum jólum um mestallt land og vætu fyrir vestan: Rok og og rigning um jólin VEÐRIÐ Í GÆR Búast má við að það verði heldur dimmara yfir höfuðborgarsvæðinu um jólin en var í gær. KJARAMÁL Fulltrúar Samfylking- arinnar í bæjarráði Kópavogs gagnrýna harðlega afskiptaleysi meirihluta bæjarstjórnar gagn- vart þeirri kreppu sem upp er komin á leikskólum bæjarins. Hafa þeir lagt fram tillögu þess efnis að nú þegar verði óskað eftir samstarfi við Starfs- mannafélag Kópavogs með það að markmiði að tryggja eðlilegt starf á leikskólum bæjarins enda sé þar um algera grunnþjónustu að ræða og við því verði að bregð- ast strax. ■ Samfylkingin í Kópavogi: Gagnrýnir aðgerðaleysi FINNLAND Tjaldsvæðinu í bænum Villmanstrand í Finnlandi verður sennilega lokað næsta sumar því þá verður grafið þar eftir sönn- unum fyrir þeim sögusögnum að hundruð finnskra liðhlaupa hafi verið teknar þar af lífi án dóms og laga árið 1944. Upp undir 600 finnskir her- menn flúðu sókn Sovétmanna á þessum slóðum vorið 1944 og hefur verið talið að þeir hafi verið teknir af lífi og grafnir. Fjórar beinagrindur fundust nýlega á staðnum og vilja yfir- völd því leita af sér allan grun. ■ Uppgröftur í Finnlandi: Leitað eftir liðhlaupum NOREGUR, AP Fylkisstjórnin í Suður-Þrændalögum í Noregi ákvað á dögunum að sniðganga allar vörur frá Ísrael vegna her- náms Ísraela á svæðum Palestínu- manna. Ályktunin hefur nú kallað mikinn reiðilestur hagsmunasam- taka gyðinga víða um heim yfir norsku héraðsstjórnarmennina. Torill Skærseth, fulltrúi Rauða kosningabandalagsins í héraðs- stjórninni, tjáði héraðsblaðinu Adressavisen að hún vonaðist til að önnur héruð í Noregi myndu taka sér sniðgönguákvörðunina til fyr- irmyndar. Hún líkti stefnu Ísraels- stjórnar við apartheid-stefnu hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. ■ Suður-Þrændalög í Noregi: Sniðganga vör- ur frá Ísrael Mannskæð átök Ísraelskir hermenn skutu tvo Palestínumenn til bana í borginni Nablus á Vesturbakkanum í gærmorgun. Hermennirnir gerðu áhlaup á hús meintra uppreisnarmanna og að sögn vitna hófu þeir skothríð á menn sem reyndu að flýja. Skömmu síðar slösuðust svo ísraelskir hermenn á Gaza-ströndinni þegar uppreisnarmenn skutu úr sprengjuvörpu á herstöð. PALESTÍNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.