Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 34
 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR Í hvert sinn sem Sonja Grant og maður hennar vilja gera sér dagamun um hádegisbil á tyllidögum, þá kveikja þau á kertaljósum, setja djassplötu á fóninn og smyrja sér hátíðar- smurbrauð. „Þar sem ég átti danska ömmu, hana Ellenu Grant, þá standa danskir siðir mér mjög nærri. Þó svo að ég hafi ekki endilega alist upp við smurbrauð, annað en ristað brauð með osti og sultu og stundum súkkulaðiáleggi, þá finnst mér ekkert eins gott eins og að fá mér góða brauðsneið. Það veitir mér mikla ánægju og færir mig nær fortíðinni sem er mun meira spennandi en framtíðin,“ segir Sonja Grant, framkvæmda- stjóri kaffihúsa Kaffitárs. „Mér finnst að sá tími sem fer í að búa til og skreyta smurbrauð- ið eigi að vera afslappaður og skapandi og ég legg mikið upp úr undirbúningi. Ég líki því stundum við góðan forleik, eins og ég veit að margir smurbrauðsmeistarar gera.“ Sonja fær sér auðvitað ekki svona fínt og rómantískt smur- brauð á morgnana áður en hún fer til vinnu, heldur hafa hún og maður hennar, Hjalti Sveinn Ein- arsson, þetta til hátíðabrigða, og hafa komið sér upp skemmtilegri smurbrauðshefð um jól og ára- mót. UPPSKRIFT AÐ RÓMANTÍSKU HÁTÍÐA- SMURBRAUÐI, YFIRLEITT HUGSAÐ FYRIR TVO: Andrúmsloft: Kertaljós, góð tónlist á fóninn, persónur og leikendur verða að vera á náttfötunum. Hráefni: - Fyrst og fremst þarf brauðið að vera gott, og þessa dagana heldur Sonja mest upp á sólkjarnarúgbrauð frá Gæðabakstri. - Grófkorna sinnep, sterkt og helst lífrænt, alls ekki sætt. - Jólasíld frá Fylgifiskum. - Radísur saxaðar - Klettasalat - Íslenskir kirsuberjatómatar - Feti í kryddolíu frá Mjólku - Spæld egg, báðum megin - Hörfræ - Salt og pipar - Parmaostur (parmeggiano) Aðferð: Setjið tvær brauðsneiðar á hvern disk. Smyrjið þær með grófkorna sinnepinu. Setjið síldina á brauðsneiðarnar, lágmark sex bitar af síld á hvern disk. Radísurnar settar ofan á síldinia. Setjið klettasalatið yfir, um eina lúku á hvern disk, jafnvel tvær ef rómantíkin á að vera ógleymanleg. Gott að setja smá ólífuolíu ofan á salatið. Skerið tómatana í sneiðar, að minnsta kosti tvo tómata á hvern disk ofan á salatið. Setjið feta ofan á. Hörfræin eru ómissandi og eiga að koma ofan á ostinn. Gott að pipra aðeins þegar hér er komið sögu, og að sneiða parmaostinn yfir. Steikja eggin, tvö egg á disk, báðum megin. Þau eiga að vera örlítið blaut í miðjunni og setja þau síðan yfir rómatíkina. Gott er að salta eggin aðeins. ÓMISSANDI DRYKKUR MEÐ HÁTÍÐA- BRAUÐINU: Hella upp á Java frá Jampit-héraðinu eða Mokka Java frá Kaffitári. Sonju finnst best að hella upp á í mokkakönnu á hellu eða upp á gamla mátann. „Reyndar á gamlársdag gerum við Hjalti alltaf undantekningu og fáum okkur Thule bjór í flösku og skot af íslensku brennivíni, meðan við gæðum okkur á hátíðabrauð- inu,“ segir Sonja. smk@frettabladid.is Hátíðasmurbrauð, kertaljós og kaffi Sonja Grant er mikill listakokkur og gefur hér uppskrift að rómantísku dönsku smurbrauði. GERT ER RÁÐ FYRIR ÞVÍ AÐ FJÓRAR TIL SEX KONUR GISTI Í KVENNAATHVARFINU Á JÓLANÓTT. ÞRÁTT FYRIR ERFIÐAR AÐSTÆÐUR VERÐA JÓLIN HALDIN GLEÐILEG SEGIR DRÍFA SNÆDAL, FRAMKVÆMDASTÝRA KVENNAATHVARFSINS. Misjafnt er hversu margar konur hafa gist á jólanótt í Kvennaathvarfinu síðustu ár. Drífa segir að margir af gestum athvarfsins fari í mat til vina eða ættingja á aðfangadag en þó má búast við fjórum til sex konum í jólamat klukkan 18. „Það er misjafnt hvað við höfum í matinn en það verður einhver góð steik,“ segir Drífa. „Svo eru jólapakkar undir jólatrénu við hæfi hvers og eins.“ Kvennaathvarfið hefur undanfarin ár fengið matar- og sælgætisgjafir frá fyrirtækjum og eru þær alltaf vel þegnar. „Þessar gjafir hjálpa okkur að gera jólin gleðileg hér í athvarfinu,“ segir Drífa. Jól í Kvennaathvarfinnu Ekki eiga öll börn gleðileg jól. Langholtsveg 17 Sími 553-6191 Snyrti-Nudd og Fótaa›ger›arstofan GJAFAKORT Jólagjöfin í ár fyrir mömmu og pabba, afa og ömmu. JÓLAGJAFASTEMNINGIN SEM JÓLIN VIRÐAST OFT SNÚAST UM ERU EKKI NEMA HUNDRAÐ ÁRA GAMALL SIÐUR SEM HEFUR ÞRÓAST FRÁ ÞVÍ AÐ BÖRNIN FENGU EITT KERTI Í JÓLAGJÖF Í AÐ ÞAU FÁI JAFNVEL PLASMASKJÁI Í JÓLAPAKKANN. Gjafir á jólum þekktust lengi vel meðal kóngafólks og höfðingja fyrr á öldum en á Íslandi eru sumar- gjafir mun eldri siður en jólagjafir. Um jólin var reyndar siður að gefa heimilismönnum nýja flík og nýja sauðskinnskó en ekki var litið á þessar gjafir sem sérstakar jólagjafir, heldur meira eins og launauppbót. Snemma á 19. öld var sá siður kominn á að gefa hverju barni kerti á jólunum. Þá voru kertin úr tólg og þóttu mikil og góð gjöf þar sem þau lýstu mun betur en týran sem kom úr lýsislampanum. Eftir miðja 19. öld fóru svo jólagjafir í nútímastíl að verða meira áberandi og má að hluta til rekja það til sölubúðanna sem fór ört fjölgandi. Þegar nær dregur 20. öldinni spretta upp jólaauglýsingarnar fyrir jólin og er elsta jólagjafaauglýsingin sem fundist hefur í blaði frá árinu 1866. Með auknu verslunarfrelsi og aukinni blaðaútgáfu og prentun fór kraðakið af stað og hafa jólagjafa- kaupin þróast í það sem við þekkj- um nú á tímum. Gjafir fyrir kónga Það er opið lengur í flestum verslunum í kvöld enda margir að klára jólainnkaupin. Almennt gildir að verslanir séu opnar til kl. 23 í kvöld. Þetta á við um Kringluna, Smáralind, Glæsi- bæ og auðvitað miðborgina. Flestar verslanir opna milli 10 og 11. Ýmislegt er gert til að skemmta viðskiptavinum. Í Kringlunni má heyra lifandi jóladjass, Nylon og Heiða syngja, flutt verða brot úr söngleiknum Annie og nemendur Dansskóla Jóns Péturs og Köru sýna listir sínar. Í Smáralindinni sér Afi frá Stöð 2 um dagskrána en honum til halds og trausts eru Sigga og Grétar úr Stjórninni. Heitar lumm- ur og Spark spila einnig fyrir gesti og Birgitta Haukdal skemmtir. Það er hefð hjá mörgum að ganga Laugaveginn á Þorláksmessu en ýmsir kórar, brassbönd og harmon- ikkuleikarar halda utan um stemn- inguna auk þeirra listamanna sem koma fram víðsvegar á kaffihúsum og skemmtistöðum. Opið lengi Laugavegur 58 • 101 Reykjavík • S: 551-4884 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ÍSLENSK HÖNNUN & FRAMLEIÐSLA Laugavegi 59 • 3. hæð Kjörgarði • 561 5588 Sundföt sem passa Gjafabréf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.