Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 4
4 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR BANDARÍKIN Repúblikanar virðast eiga í vök að verjast á bandaríska þinginu, í það minnsta hafa demó- kratar náð að hafa umtalsverð áhrif á mikilvæg lagafrumvörp sem samþykkt hafa verið síðustu daga. Á miðvikudagskvöldið fram- lengdi öldungadeild þingsins gild- istíma svonefndra föðurlandslaga sem sett voru eftir hryðjuverkaár- ásirnar 11. september 2001 um sex mánuði en þau hefðu að óbreyttu fallið úr gildi á gamlársdag. Þau veita yfirvöldum rúmar heimildir til að fylgjast með hátterni borg- aranna, til dæmis til að hlera síma og gera húsleitir hjá þeim sem grunaðir eru um hryðjuverk. Stjórnin vildi upphaflega að lögin giltu í fjögur ár til viðbót- ar en á það vildu demókratar og átta félagar þeirra í Repúblik- anaflokknum ekki fallast og stungu í staðinn upp á að þau yrðu framlengd í bili til þriggja mán- aða. „Þeir öldungadeildarþing- menn sem standa í vegi fyrir föð- urlandslögunum verða að skilja að falli þau úr gildi er Bandaríkj- unum ógnað og staða okkar til að taka á morðóðum illvirkjum er veikari,“ hefur dagblaðið Wash- ington Post eftir George W. Bush forseta. Eftir mikið þref varð svo úr að lögin gilda í sex mánuði á meðan varanlegrar lausnar er leitað. Þá samþykkti öldungadeild- in svellþykkt lagafrumvarp um varnarmál þar sem meðal annars er lagt blátt bann við „grimmi- legri, ómannúðlegri og niður- lægjandi meðferð“ fanga í haldi Bandaríkjastjórnar, hvar sem er í heiminum. Ríkisstjórnin, með Dick Cheney varaforseta í fylk- ingarbrjósti, hafði þrýst mjög á að leyniþjónustan CIA yrði undanþegin ákvæðunum og hafði Bush meðal annars hótað að beita neitunarvaldi sínu. Þingmenn, með repúblikanann John McCain fremstan í flokki, létu hins vegar ekki beygja sig en sátt náðist svo um málið í síðustu viku. Demókratar fengu einnig felld út ákvæði úr sama frumvarpi, þar sem heimiluð eru tæplega þrjátíu þúsund milljarða króna framlög til varnarmála, um olíuborun á nátt- úruverndarsvæðum í Alaska. Bush hafði sagt boranirnar nauðsynleg- ar út frá öryggishagsmunum þjóð- arinnar en þingmenn bentu honum á að eftir sem áður yrði að flytja inn stærstan hluta olíunnar. Frum- varpið bíður undirskriftar forset- ans og eru allar líkur taldar á að það verði gert á næstu dögum. Repúblikönum tókst þó að fá samþykkt frumvarp sitt um 2.500 milljarða króna niðurskurð í ríkis- útgjöldum. Reyndar féllu atkvæði jafnt um málið í öldungadeildinni og því varð að kalla Dick Cheney heim úr ferð sinni úr Mið-Austur- löndum til að skera úr um það, en sem varaforseti er hann jafnframt forseti deildarinnar. Í öllum þessum málum hefur Bush og ríkisstjórn hans því ekki einungis mætt samstilltu andófi demókrata heldur hafa hans eigin flokksmenn gert honum erfitt fyrir. Slíkt var nánast óþekkt á hans fyrra kjörtímabili en á því síðara virðist farið að losna um flokksagann, eins og raunar títt er um Bandaríkjaforseta. Við þetta bætist hins vegar léleg útkoma Bush í skoðanakönnunum, mann- fall í röðum Bandaríkjahers í Írak og hneykslismál sem tengjast emb- ættismönnum og þingmönnum úr Repúblikanaflokknum. sveinng@frettabladid.is BUSH VAR REIÐUR „Þessi hindrun er óafsakanleg,“ sagði forsetinn þegar hann var spurður um viðbrögð sín við andstöðu þingmanna við föðurlandslögin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á RÖKSTÓLUM Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni (í miðið), barðist harkalega gegn föðurlandslögunum. Félagar hans úr flokknum, Charles Schumer og Patrick Leahy, studdu við bakið á honum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Demókratar sækja í sig veðrið Þrátt fyrir að vera í minnihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa demókratar sett mark sitt á ýmis lög sem sett hafa verið síðustu daga. Þeim tókst að hnekkja áformum um olíuborun í Alaska og fá reglur settar um meðferð fanga. Málið þykir sýna að staða forsetans hefur veikst undanfarin misseri. MANNTAL Um miðjan dag í gær vantaði aðeins rúmlega 300 manns upp á að Íslendingar yrðu 300 þúsund samkvæmt mannfjölda- klukku Hagstofu Íslands. Hefur fólksfjölgunin verið tals- vert meiri þetta ár en venja hefur verið. Til að mynda fluttu tæplega fjögur þúsund fleiri til landsins en frá því á árinu. Íslendingar voru alls 299.699 seinnipartinn í gær en tölurnar eru bráðabirgða- tölur og ber að taka með nokkrum fyrirvara. ■ Fjöldi þjóðarinnar: Nálgast 300.000 STYRKVEITINGAR Tuttugu og þrír einstaklingar og samtök hlutu í gær styrk úr nýstofnuðum styrktarsjóði Baugs Group en um 300 milljónum króna verður úthlutað úr honum tvisvar á ári næstu þrjú árin. Styrkirnir námu tuttugu millj- ónum að þessu sinni en áður hafði fyrirtækið styrkt Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og Breska barnaverndarsjóðinn úr sama sjóði. Hæstu einstöku styrkirnir voru tvær milljónir króna og fóru í ýmsar áttir. Þannig hlutu samtök á borð við Umhyggju, Vímulausa æsku og Geðhjálp tvær milljón- ir hver. Mannréttindaskrifstofa Íslands hlaut sömu einnig sömu upphæð. Þá fengu þau Særún Sveinsdóttir og Björn Hafsteins- son, sem bæði misstu fætur í slys- um á árinu, eina milljón króna hvort um sig. Jóhannes Jónsson, formaður stjórnar sjóðsins, sagði ástæðu styrkveitinganna einfalda. „Ef við gefum ekkert fáum við ekkert og fjöldi umsókna sýnir að víða eru aðstæður þannig að styrk- ir af þessu tagi koma sér vel. Ég hef líka fundið það gegnum tíðina að fjölmargir standa við bakið á okkur þegar að kreppir og mér þykir sjálfsagt mál að endurgjalda þann stuðning með stuðningi við þá er þurfa á að halda.“ - aöe Fjöldi einstaklinga og samtaka fékk fé úr styrktarsjóði: Baugur úthlutar 50 milljónum JÓHANNES JÓNSSON OG INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR Afhentu styrki að upphæð tuttugu milljónir króna í gær en úthlutað er tvisvar á ári úr styrktarsjóði Baugs. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI SÖFNUN Það sem átti að vera jóla- gjöf gamalla nemenda og sam- nemenda úr Öldutúnsskóla til Særúnar Sveinsdóttur, sem missti báða fætur í bílslysi í Bandaríkj- unum fyrr í vetur, breyttist í stóra fjársöfnun sem í hafa nú safnast tæpar fimm milljónir króna. Ein milljón króna bættist við í gær þegar Baugur Group afhenti bróður Særúnar, Gunnari V. Andr- éssyni, úr styrktarsjóði fyrirtæk- isins. Gunnar segist afar hrærður yfir þeirri miklu samkennd sem hann hefur orðið var við í kjölfar slyssins. Allt þetta fé muni gera henni kleift að lifa næstu árin án þess að hafa fjárhagsáhyggjur. Særún er nýbyrjuð í endur- hæfingu. Þeim sem hafa hug á að styrkja Særúnu er bent á banka- reikning 1150-05-414746 í SPRON, kennitala 010560-2689. - aöe Safnað fyrir íslenska konu: Særún komin í endurhæfingu Þak féll á verkamenn Einn lést og ellefu særðust þegar þak á lestarvið- gerðarskála hrundi ofan á vinnumenn í þorpi í suðvestanverðu Rússlandi. Talið er að þakið hafi gefið sig undan snjóf- argi. Fyrr í mánuðinum hrundi þak á sundlaug í Úralfjöllum og létust fjórtán, þar af ellefu börn. RÚSSLAND RÉTTINDAMÁL Öryrkjabandalag Íslands fær að líkindum sæti í nefnd um örorkumat eftir að í ljós kom að engin andstaða er við það af hálfu forsætisráðuneytins. Forsætisráðherra sagði aðild ÖBÍ háða samþykki aðila vinnumark- aðarins, en Sigursteinn Másson, formaður ÖBÍ, sagði í gær að það samþykki hefði legið fyrir lengi. „Nú bíð ég bara eftir ósk um til- nefningu okkar fulltrúa og hún hlýtur að berast fyrir áramót. Þetta hefur leyst farsællega og ég vona að þetta marki nýja tíma í samskiptum heildarsamtaka fatlaðra við stjórnvöld,“ segir Sigursteinn. - sh Öryrkjabandalag Íslands: Fær fulltrúa í nefndina GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 22.12.2005 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 63,67 63,97 Sterlingspund 110,6 111,14 Evra 75,29 75,71 Dönsk króna 10,09 10,15 Norsk króna 9,387 9,443 Sænsk króna 8,002 8,048 Japanskt jen 0,5418 0,545 SDR 91,04 91,58 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 106,1023
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.