Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 16
 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 06 37 12 /2 00 5 KOMDU Í SPENNANDI HEIM AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA 14.900 kr. NOKIA 6020 SÍMI „Engin breyting er gerð á safn- aðarstarfi hjá okkur, ef samkomu ber upp á aðfangadag höldum við hana eins og hvern annan dag“, segir Svanberg K. Jakobsson kynningarfulltrúi Votta Jehóva, sem ekki halda jól. „Jólin eru jú upprunalega heiðin hátíð eins og allir vita, ekki er minnst einum staf á það í Biblíunni hvenær Kristur fædd- ist. Þar er hvergi minnst á að fæð- ingardegi hans skuli fagnað.“ Vottar Jehóva eiga margir hverjir ættingja sem halda jólin hátíðleg, en Svanberg segir enga árekstra verða þess vegna. „Við fettum ekki fingur út í þá sem halda jól, alls ekki. Hver gerir eins og honum þykir best. Þetta kemur í raun lítið við okkur, Ég fæ oft að heyra að ég sé hepp- inn að sleppa við stressið,“ segir Svanberg og brosir. „Börnunum reynist þetta erfitt en við reyn- um að fyrirbyggja það með góðri uppfræðslu. Útskýrum hvers vegna við höldum ekki jól svo þau geti svarað spurningum félaganna. Fólk má ekki halda við gerum okkur ekki glaðan dag þó það sé ekki í tengslum við jól og afmæli. Eins gefum við börn- unum okkar gjafir, þó það beri ekki upp á þessa daga.“ SVANBERG K. JAKOBSSON Fær oft að heyra að hann sé heppinn að sleppa við jólastressið. Vottar Jehóva og jólahátíðin: Jólin koma lítið við okkur Góðar kveðjur „Toyota-umboðið verður áfram í góðum höndum. Morgunblaðið þakkar Páli Samúelssyni og fjölskyldu hans góð samskipti í ára- tugi.“ INNHERJI Í MORGUNBLAÐINU. Hvorki meira né minna „Ég fordæmi Kjaradóm og það er lífsnauðsynlegt að koma í veg fyrir að úrskurð- ur hans nái fram að ganga.“ EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON ALÞINGISMAÐUR Í FRÉTTABLAÐINU Séra Hjálmar Jónsson dóm- kirkjuprestur segir Íslend- inga geta stutt þurfandi enn betur en nú er gert og sér ekki ástæðu til að ergja sig á jólasveinum, sem hann segir hluta jólaflórunnar. Hjálmar segir kirkjustarfið hafa verið líflegt á aðventunni. „Eftir- væntingin eftir jólunum hefur að sjálfsögðu verið áberandi í öllu en samt sem áður er aðventan góður tími út af fyrir sig. Íslendingar eru mjög einhuga í því að halda gleðileg jól eiginlega alveg óháð því hvaða áherslur þeir hafa að öðru leyti í lífi sínu. Fátt sameinar þjóðina eins vel og jólahaldið.“ Hjálmar er ekki andsnúinn jólasveinum frekar en öðrum jóla- hefðum. „Jólasveinar eru hluti af umgjörð og ímynd jólanna. Ég sé ekki ástæðu til að fjargviðrast út af þeim. Þetta er bara hluti af flór- unni og maður hlýtur að sýna því umburðarlyndi. Þeir vilja fyrst og fremst gleðja,“ segir hann og finn- ur fyrir gleðinni í jólamánuðinum. „Ég skynja meiri gleði í kringum jólin og mér finnst vera minna um vandamál. Fólk leyfir sér kannski að gleyma þeim um stundarsakir eða yfirstígur þau jafnvel.“ En ekki hafa það allir jafngott. „Það kemur auðvitað til mín fólk sem á sannarlega í erfiðleikum,“ segir Hjálmar og bætir við að það sé þó jákvætt þegar fólk er tilbúið að leita aðstoðar. „Svo eru aftur hinir sem eru of stoltir til að leita til nokkurs manns með erfiðleika sína. Það er kannski sárast að ná ekki með stuðninginn til þess fólks.“ Hjálmar segir okkur ekki mega gleyma þeim bágstaddari á gleði- tímum. „Mér eru eftirminnilegar ferðir sem ég fór til þróunarlanda fyrr á árinu. Eftir slíkt verður maður aldrei samur. Íslending- ar eru duglegir og kraftmiklir og standa sig vel en við mættum nota meiri hluta af okkar velsæld og efnum til að hjálpa öðrum þjóðum sem standa okkur langt að baki,“ segir presturinn en vill þó ekki útvega fólki samviskubit. „Ríkidæmi okkar sem þjóðar er ekki tekið af öðrum og það er ekki okkur að kenna að aðrar þjóðir standa okkur að baki en við gætum hins vegar og ættum að leggja meira af mörkum.“ Jólaundirbúningur Hjálmars hefst ekki í lok október með aug- lýsingum stórverslana og jólaskap- ið lætur ekki á sér kræla fyrr en í upphafi aðventu. Þrátt fyrir að margir leggi sitt lóð á vogarskál- arnar til að gera jólin að einskonar neyslusvalli þá er honum jafnhlýtt til hátíðar ljóss og friðar eftir sem áður. „Auðvitað eru einhverjir sem kunna sér aldrei hóf – kunna ekki að stilla sig og kunna ekki fótum sínum forráð – en það er ekki jólun- um sjálfum að kenna,“ segir Hjálm- ar. Hann segir okkur þó almennt vel í stakk búin til að takast á við hátíðina. „Mér virðist sem við séum bærilega vel undirbúin undir að eiga góð, friðsæl og falleg jól.“ Að lokum biður Hjálmar Íslend- inga vel að lifa og segir mikilvægt að þeir njóti samvista hver annars yfir hátíðirnar. „Ég vil óska þess að allir eigi gleðileg og heilög jól – að fólk finni sjálft sig og njóti þess sem það á í samfélagi hvert við annað. Við erum í sífelldri snert- ingu við fólk í kringum okkur og lifum lífi okkar svo mikið í gegnum annað fólk. Við erum eins og lítil fjölskylda og það er alveg frábært hvað við erum samstillt gagnvart jólunum.“ stigur@frettabladid.is SÉRA HJÁLMAR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR er ánægður í aðdraganda jólanna þótt hann honum finnist að ýmsu mega huga. Hann kennir jólunum sjálfum ekki um neyslumenningu þjóðarinnar og óskar landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar. Jólahaldið sameinar þjóðina „Við gleðjumst og tökum þátt í jólahátíðinni með kristnum bræðr- um okkar, engin spurning,“ segir Salmann Tamimi, formaður félags múslima á Íslandi. „Ég veit um fjölmargar mús- limafjölskyldur sem setja upp skraut og gefa gjafir á þessum tíma. Það hefur bara ekkert með trúna að gera hjá okkur. Það er fullvel vitað að Jesús, sem einnig er okkar spá- maður, fæddist ekki þennan dag. En ef kristnir vilja koma saman í fögnuði er ekkert því til fyrirstöðu að múslimar fagni með. Sjálfur er ég fæddur og uppalinn í Jerúsalem og hef búið með kristnu fólki allt mitt líf og þykir því ekkert eðli- legra,“ segir Salmann sem þver- tekur fyrir að til árekstra komi um jólin hjá íslömskum Íslendingum og kristnum. „Þetta snýst að miklu leyti um ljósin og fegurðina í skammdeg- inu. Svo dregst maður jafnvel dálítið inn í neyslugeðveikina sem fylgir þessu. Í því sambandi er þó mikilvægast að huga að þeim sem minna mega sín og þeirra sem eru einir yfir jólin, það getur verið erfitt hlutskipti.“ - dac Múslimar á Íslandi: Gleðjast og taka þátt SALMANN TAMIMI Óskar öllum gleðilegra jóla, óháð trú þeirra. „Það var látið reyna á þolrifin,“ segir Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, sem útskrifaði tíu nem- endur við hátíðlega athöfn í Háskólabíó síðasta laugardag. „Það var unnið hörðum höndum enda miklar þrautir lagðar fyrir nemendur og ég held það hafi skilað sér í heildstæðri fallegri niðurstöðu. Ég held ég geti hiklaust sagt að þetta hafi verið góður árgangur.“ Kristín hefði þó gjarnan viljað sjá meiri umfjöllun um útskriftina. „Fleiri blaðamenn hefðu mátt láta sjá sig. Það væri eðlilegt að fylgst væri nánar með framtíðarleikstjórum landsins,“ segir Kristín nokkuð hvöss og blaðamaður spyr skömmustulega hver áhuginn sé fyrir skólanum. „Hann er í mikilli aukningu nýlega. Við tökum inn tólf manns tvisvar á ári og er um tveggja ára nám að ræða.“ Því næst berst talið að þeim íslensku kvikmynd- um sem sýndar verða á næstunni. „Ég er alltaf óskaplega spennt þegar nýjar íslenskar kvikmynd- ir koma í sýningu, það er í raun alltaf gríðarlegur atburður. Það er ör þróun sem ég sé í íslenskri kvikmyndagerð og landslagið er í mikilli mótun um þessar mundir. Umræða um innlendu kvikmyndagerðina er svo ekki síður mikilvæg, kvikmyndagerðarmennirnir verða að fá við- brögð og gagnrýni.“ „Almennri umræðu um alla kvikmyndagerð er í raun ábótavant hjá okkur,“ heldur Kristín áfram og nú hitn- ar henni í hamsi. „Sérstaklega í ljósi þeirrar einhæfni og fábreytni sem hér ríkir í kvikmyndahúsum. Það er eina sem boðið er upp á er amerískt efni, og meira að segja mjög tak- markað brot af því sem þar er framleitt. Þetta er nán- ast skaðræði og mjög alvarlegt mál orðið. Drepur niður alla frjóa og frumlega hugsun og nú á ég ekki einungis við í kvikmyndagerð. Ég er að tala um uppeldið, þetta mikla fjöldasköpunar- svið hefur áhrif út í þjóðfélagið, á frumleika í viðskiptum og iðnaði og svo framvegis. En ég gæti nú talað heilsíðu grein um þetta,“ segir Kristín og hlær. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR SKÓLASTJÓRI KVIKMYNDASKÓLANS Sárvantar umræðu um kvikmyndagerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.