Fréttablaðið - 23.12.2005, Side 61

Fréttablaðið - 23.12.2005, Side 61
Söngkonan Mutya úr stúlknasveit- inni Sugababes hefur sagt skilið við sveitina eftir sjö ára velgengni. Mutya eignaðist dótturina Tahlia í mars og vill eyða meiri tíma með henni. „Ákvörðun mín er algjörlega af persónulegum toga,“ sagði Mutya, sem er tvítug. „Þetta var mjög erfið ákvörðun og alls ekki tekin í skyndi. Ég hef átt ótrúlegan feril til þessa og er stolt af því sem ég hef áorkað með Sugababes. Ég er mjög ánægð með að nýja stúlkan ætli að koma í minn stað. Hún fær eitt besta starf í heiminum.“ Sugababes hafa þegar fund- ið arftaka hennar, hina 21 árs Amelle Berrabah sem er ættuð frá Marokkó. „Mig hefur dreymt um að ná frama í tónlistarbrans- anum í mörg ár en mig dreymdi aldrei um að fá að spreyta mig sem meðlimur Sugababes,“ sagði Berrabah. „Þær eru stærsta stúlknasveit landsins og eina hljómsveitin sem ég hefði verið til í að ganga í. Eins og milljónir annarra stúlkna á mínum aldri hef ég alist upp með Sugababes og verið aðdáandi þeirra í mörg ár. Ég trúi þessu varla ennþá,“ sagði hún. Hin nýja liðskipan Sugababes mun hita upp fyrir Take That á tónleikaferð sveitarinnar á næsta ári. Næsta smáskífa sveitarinnar, Red Dress, er síðan væntanleg í mars. Skífan er tekin af nýjustu plötu Sugababes, Taller in More Ways, sem hefur selst eins og heitar lummur í Bretlandi. Platan Hjálpum þeim hefur selst í 10.000. Platan hefur rokið út í verslunum Hagkaups, Topshop og 10-11 síðustu vikuna enda ekki vanþörf á því ástandið í Pakistan fer nú hríðversnandi. Hundruð þúsunda horfast nú í augu við hrikalegar aðstæður á þeim svæðum sem urðu verst úti í jarðskjálftunum í Pakistan. Platan kostar 1000 krónur og rennur allur söluhagnaður, fyrir utan virðisaukaskatt, óskiptur til söfnunarátaks Hjálparstarfs kirkjunnar vegna hamfaranna í Pakistan og hungursneyðar og annars neyðarástands víða um heim. Hjálpum þeim í gull HJÁLPUM ÞEIM Platan Hjálpum þeim er komin í gullsölu og vel það. Kaldi peysa Hvít,svört, grá 9.990 kr. Kaldi loðhúfa Hvít, svört, grá 4.950 kr. www.66north.is REYKJAVÍK: Kringlan - Bankastræti 5 - Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 - Akureyri: Glerárgata 32 Gefðu mjúka gjöfMutya hætt í Sugababes SUGABABES Mutya, lengst til vinstri, er hætt í Sugababes eftir sjö ára velgengni. Klúbbakvöld verður á Nasa á föstudagskvöld þar sem eingöngu íslenskir tónlistarmenn koma fram. Dj Danni mun hefja leik en síðan tekur Funk Harmony Park við af honum. Næst á svið verða Dr Mr & Mr Handsome og þar á eftir mætir Toybox á svæðið. Grétar G endar kvöldið svo með rosalegri klúbbakeyrslu. Miðaverð er 1.000 krónur. Þetta er þriðja klúbbakvöldið sem þeir Grétar G og Heiðar Hauksson standa fyrir. Hafa þeir áður staðið fyrir komu kappa á borð við King Unique og Nick Warren. Sasha er síðan bókaður hér á landi hinn 12. apríl á næsta ári. Íslenskt klúbbakvöld á Nasa Plata Emilíönu Torrini, Fisherman´s Woman, hefur selst í yfir tíu þús- und eintökum og þýðir það jafn- framt platínusölu. Þrjár aðrar plötur á vegum 12 Tóna hafa náð gullsölu fyrir þessi jól; Jólin eru að koma með systkin- unum KK og Ellen, After the Rain með Ragnheiði Gröndal og Mugimama is this monkeymusic? sem Mugison sendi frá sér fyrir síðustu jól. Emilíana náði platínusölu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.