Fréttablaðið - 23.12.2005, Síða 12

Fréttablaðið - 23.12.2005, Síða 12
 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR JÓLAMATUR „Ég tel ráðlegt að stilla neyslu á reyktum og söltum mat í hóf yfir hátíðirnar,“ segir Hólm- fríður Þorgeirsdóttir, verkefnis- stjóri næringar hjá Lýðheilsustöð. Hólmfríður segir engin sérstök boð eða bönn í gildi varðandi jólamatinn. „Við þurfum ekki að hafa stór- ar áhyggjur þrátt fyrir að við bregðum lítillega út af vananum og við borðum það sem okkur langar á jólunum,“ segir Hólm- fríður. „Hins vegar hefur umfang sífellt verið að aukast, og nú er svo komið að desembermánuður er oft undirlagður af jólahlaðborðum og fleiru.“ Hólmfríður bendir fólki á að lykilatriði sé að borða fjölbreytt- an mat yfir hátíðirnar auk þess að stilla magninu í hóf. „Það er í raun bara eins með jólamatinn og annað, fjölbreytni borgar sig alltaf,“ segir hólmfríður. „Ég ráðlegg jafnframt fólki að borða nóg af grænmeti og ávöxtum með öðru.“ Mataræði íslendinga yfir hátíð- arnarnar samanstendur oft af reyktum og söltum mat. - ht FJÖLBREYTTUR MATUR Mikilvægt er að borða fjölbreyttan mat á jólununum, þar á meðal grænmeti og ávexti. Fólki er ráðlagt að stilla neyslu á söltum og reyktum mat í hóf yfir hátíðirnar: Fjölbreytni í mat borgar sig BRUSSEL, AP Sjávarútvegsráðherr- ar Evrópusambandsríkjanna náðu í gærmorgun samkomulagi um heildarkvóta sem heimilt verður að veiða í lögsögu þeirra á næsta ári. Samningafundur ráðherranna hafði staðið síðan á þriðjudag. Þeir sömdu um mun minni niðurskurð kvóta og sókn- ardaga en fiskifræðingar höfðu mælt með. Ráðherrarnir ákváðu að minnka þorskkvótann á flestum miðum um þau 15 prósent sem reglur sameiginlegu sjávarútvegs- stefnunnar leyfa að hámarki. Hins vegar var sóknardögum togara sem gera út á þorskveiðar – aðal- lega frá Skotlandi – aðeins fækk- að um 5 prósent í stað þeirra 15 prósenta sem framkvæmdastjórn ESB hafði lagt til. Fiskifræðingar Alþjóðahaf- rannsóknastofnunarinnar Ices höfðu mælst til þess að engar þorskveiðar yrðu leyfðar í Norð- ursjó á næsta ári vegna ískyggi- legs ástands stofnsins þar. Eftir að ákvörðun ráðherranna lá fyrir lýsti talsmaður alþjóðlegu náttúru- verndarsamtakanna WWF því yfir að hún jafnaðist á við dauðadóm yfir þorskstofninum í Norðursjó. „Það er ekkert vit í því að heim- ila veiðar úr stofni sem er hrun- inn,“ sagði talsmaðurinn, Charlotte Mogensen. „Nú er ljóst að þorsk- urinn á sér ekki viðreisnar von og þetta er aðeins sá fyrsti af mörgum fiskistofnum sem við erum að tapa vegna óstjórnar.“ Joe Borg, sjávarútvegsstjóri ESB, sagði hins vegar að samkomu- lagið væri „viðunandi“. Mjög hafði verið þrýst á hann af hagsmunaað- ilum að halda öllum miðum opnum og hafa kvótaniðurskurðinn sem minnstan. Breski ráðherrann Ben Bradshaw, sem stýrði ráðherra- fundinum þar sem Bretar gegna formennskunni í ESB til áramóta, sagði niðurstöðuna góða. „Ég tel að þetta samkomulag muni stuðla að vernd fiskistofna og lífríkis- ins í hafinu og stuðla jafnframt að tryggri framtíð sjávarútvegs- ins,“ hefur fréttavefur BBC eftir honum. Svíar sátu hjá við afgreiðslu samþykktarinnar, einir ESB-þjóð- anna 25. „Það er skylda okkar gagnvart komandi kynslóðum að gera það sem í okkar valdi stendur til að afstýra hruni þorskstofnsins í Eystrasaltinu. Þetta er ábyrgðar- laus ákvörðun,“ sagði Ann-Christ- in Nykvist, ráðherra landbúnað- ar- og sjávarútvegsmála í sænsku ríkisstjórninni. - aa MINNI NIÐURSKURÐUR Afli dagsins halaður um borð í spænska fiskiskipið Nuevo San Cibran undan strönd Galisíu á Spáni í vikunni. Á ráðherrafundinum í Brussel var ákveðið að draga minna úr veiðum í lögsögu ESB en fiskifræðingar mæltu með NORDICPHOTOS/AFP Lítið dregið úr veiðum þvert á hættumerki Ákvörðun sjávarútvegsráðherra Evrópusambandsins um fiskveiðikvóta næsta árs sætir gagnrýni fyrir að stefna þorskstofni Norðursjávar í hrun. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í bæjarstjórnarkosning- unum að vori. Þar með segist hann þó ekki útiloka þátttöku í landsmálunum en margir hafa hvatt hann til að gefa kost á sér til setu á Alþingi í þingkosningunum 2007. „Ég hef alla tíð haft áhuga á að tak- ast á við ný og ögrandi verkefni á pólitískum vettvangi. Meðan sá áhugi er fyrir hendi þá útiloka ég ekki neitt það viðfangsefni sem kjósendur og stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins kunna að fela mér í framtíðinni,“ segir Kristján. Sjálfstæðismenn á Akureyri ganga til prófkjörs 11. febrúar næstkomandi en nú þegar er ljóst að töluverð endurnýjun verður á meðal efstu manna. Þóra Ákadótt- ir, forseti bæjarstjórnar Akur- eyrar, skipaði annað sæti á lista flokksins í síðustu kosningum en hún gefur ekki kost á sér í próf- kjörinu og Þórarinn B. Jónsson hefur ákveðið að rýma til fyrir nýju fólki og stefna á fimmta sæti í stað þriðja sætis. - kk Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor: Kristján Þór vill leiða listann BÆJARSTJÓRINN Á AKUREYRI Kristján Þór Júlíusson leiddi lista sjálfstæðismanna á Akureyri í síðustu kosningum og óskar nú eftir endurnýjuðu umboði. Helgarbla› Hefurflúsé› DV í dag DAGBLAÐIÐ VÍSIR 294. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2005 Jólablað Thelma Ásdísardóttir er maður ársins. Í einstöku viðtali við Helgarblað DV tjáir hún sig í fyrsta sinn um ástina. Hún er í sambúð með Kristjáni Kristjánssyni í Smekkleysu. Þau eru hamingjusöm og Thelma er ákveðin í að láta sameiginlega drauma þeirra rætast. Hún segir lesendum DV allt af létta um líf sitt eftir þann harm sem hún upplifði í æsku. Harm sem hefur snert Íslendinga alla. Bls. 28, 29 & 30 TILBÚIN AÐ HEFJA NÝTT LÍF Bls. 23 Bls. 51 Bls. 10-11 umjólin EINAR ÁGÚST HANDTEKINNNú með dóp og byssur og þaðheima hjá Annþóri handrukkara Bryndís Hólm fékk barn í jólagjöf ÁREITT AF FÓTBOLTA- HETJU Unnur Birna Bls. 10-11 www.lotto.is ÁstfanginTHELMA ÁSDÍSARDÓTTIR Í KAUP-MANNA-HÖFN UM JÓLIN MEÐ NÝJA BARNIÐ MARÍN MANDA ? Nú með dóp og byssur og það heima hjá Annþóri handrukkara EINAR ÁGÚST HANDTEKINN helgar 22.12.2005 19:26 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.