Fréttablaðið - 28.12.2005, Side 28

Fréttablaðið - 28.12.2005, Side 28
[ ] Glæsilegur áramótafatnaður Óskum nemendum okkar og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári, þökkum viðskiptin á árinu. Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Nytsamlegt, áhugavert, krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, þægi- legt, lipurð, skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta, frábært, markvisst, hnitmiðað. (sjá umsagnir nemenda á www.h.is) Erum byrjuð að bóka á fyrstu námskeið 2006: Hraðlestrarnámskeið 10. janúar 2006 (nokkur sæti laus) Hraðlestrarnámskeið 30. janúar 2006 (skráning hafin) Skráning fer fram á www.h.is eða í síma 586-9400. Ef maginn fer í ólag þá getur Silicol hjálpað. Silicol bindur bakteríur og önnur skaðleg efni í maga og gerir óvirk. Silicol fæst í apótekum um allt land. Góða veislu gjöra skal þegar gamla árið er kvatt. Ingibjörg Pétursdóttir í Veisluþjónustu Mensu gefur hér nokkrar prýð- is hugmyndir að fljótlegum og ljúffengum réttum sem duga fyrir sex manns hver. FORRÉTTIR Humar í hvítlauk 1 1/2 kg humarhalar eða 3-4 humr- ar á mann 200 g smjör 3 hvítlauksgeirar 6 kvistir steinselja salt Klippið með skærum í bakið eftir endilangri humarskelinni, lyft- ið humrinum upp úr skelinni en hafið hann þó fastan við sporð- inn. Takið sandæðina úr humr- inum. Hrærið smjörið, steinseljuna, saltið og hvítlaukinn í mat- vinnsluvél og smyrjið þessu kryddsmjöri ofan á humarinn. Bakið humarinn í 200° heitum ofni á grillstillingu í 5 mínútur og berið strax fram. Ristað brauð og smjör er borið með. Grafið hreindýrakjöt með pipar- rótarsósu: 300 g hreindýrakjöt, fitu-og sinu- hreinsað (t.d. biti af innra læri) 1 hnefi gróft salt Kjötið er hulið salti og látið liggja í því á meðan kryddblandan er löguð en ekki lengur en í klukku- tíma. Kryddblanda 1/2 tsk. svartur pipar 2 msk. þurrkað timian 1 msk. þurrkað rósmarín 1 msk. mulin einiber 1 mulið lárviðarlauf 1/2 msk. hrásykur Saltið er dustað af hreindýrakjöt- inu. Kjötið er þurrkað með eldhús- pappír, sett í skál og hulið krydd- blöndunni í bak og fyrir. Látið matarfilmu yfir skálina og geymið í ísskáp í 2-3 daga. Snúið kjötinu daglega. Síðan er það tekið, pakk- að inn í matarfilmu og sett í frysti. Kjötið er skorið frosið í þunnar sneiðar og borðað sem forréttur ásamt piparrótarsósu og ef til vill blönduðu salati. Piparrótarsósa 1 lítil dós sýrður rjómi 2 tsk. rifin fersk piparrót 1/4 tsk. jurtasalt Allt hrært saman með písk eða gaffli. AÐALRÉTTUR Andabringur með gljáðum perlu- lauk: 1.4 kg andabringur 300 g steinlaus vínber salt og svartur pipar andasoð eða kraftur 2 msk. smjör 1-2 msk. maisenamjöl jurtasalt Ómótstæðilegir réttir í áramótafagnaðinn Humar í hvítlauk. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Grafið hreindýrakjöt með piparrótarsósu. Áramótaglingur og skraut gefa góða stemningu á gaml- árskvöld. Þeir sem hafa hug á að fela sig bak við grímu eða prýða höfuð með hatti ættu að drífa sig af stað svo að enginn kaupi áramótaglingrið sem þér var ætlað að bera.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.