Fréttablaðið - 02.01.2006, Side 15
Að borgin reki þrjú gjaldfrjáls skólastig: leikskóla,
grunnskóla og taki við ábyrgð á rekstri framhaldsskóla
af ríkinu.
Að í Vatnsmýrinni verði glæsilegt miðborgarsvæði 21.
aldarinnar.
Að borgin taki við heimahjúkrun og þjónusta við
aldraða verði öflug og heildstæð undir einni stjórn.
Að kalla borgarbúa til beinna áhrifa með því að
styrkja hverfafélög í samvinnu við þjónustumiðstöðvar
borgarinnar og fela þeim verkefni um grenndarmál sem
varða öryggi, umferð og umhverfi.
Að umönnun barna verði tryggð frá fæðingarorlofi
til leikskóla, og á skólastigum yngri barna verði nám,
íþróttir og frístundastarf hluti af samfelldum skóladegi.
Að borgin tryggi fjölbreytt framboð af búsetu-
möguleikum sem henta ólíkum lífsstíl fyrir fólk á öllum
aldri. Ólíkar tegundir einbýlis- og fjölbýlishúsa þurfa að
bjóðast í samræmi við óskir fólks.
Að sjálfstæðir og fjölbreyttir skólar verði í fremstu röð
á alþjóðlegum mælikvarða. Áhrif forráðamanna barna
verði aukin með stefnumarkandi skólasáttmála þar sem
nemendur, foreldrar og starfsfólk setja sameiginleg
markmið skólans um nám og forvarnir. Starfsfólk skóla
fái ríkulegt svigrúm til nýsköpunar. Einstaklingsmiðað
nám verði styrkt enn frekar með einstaklingsáætlunum
nemenda.
Að efla samráð í skipulagsmálum og búa framsæknum
fyrirtækjum umhverfi sem þau þarfnast svo þau laði að
gott fólk til að skapa auð og störf.
Að Reykjavík sé alþjóðleg menningarborg og jafnist á
við framsæknar erlendar borgir í lífsgæðum – bæði
hvað varðar mannlíf og umhverfi. Ný tónlistar- og
ráðstefnuhöll verði vettvangur heimsviðburða.
Að Reykjavík taki forystu um þróunaráætlun fyrir
hið nýja samfellda borgarsvæði frá Borgarfirði til
Árnessýslu þar sem nú eru að skapast ný sóknarfæri
með efnahagslegum styrk og menningarlegri
fjölbreytni.
Við sem viljum öflugt framboð jafnaðarmanna og félagshyggjufólks höfum metnaðarfull markmið:
Ágætu Reykvíkingar, ég þakka það traust sem mér hefur verið sýnt
og býð fram reynslu mína í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í febrúar,
saman vinnum við verðskuldaðan sigur í vor.
Gleðilegt nýtt kosningaár!
Ný tækifæri – ný sókn
Tækifærið í kosningunum í
vor byggist á góðum grunni
sem skapar Reykjavík fjölmörg
sóknarfæri í framtíðinni.
Reykvíkingar eiga kröfu á því að
geta valið þann kost í vor sem
þekkir þessi tækifæri og leiðirnar
til að nýta þau.
Sigurstrangleg forysta byggir á
trausti og reynslu.
Allir Reykvíkingar sem vilja styðja Stefán Jón Hafstein sem borgarstjóraefni geta lagt lið með því að taka þátt í prófkjörinu. Stefán
Jón Hafstein sigraði glæsilega í prófkjöri fyrir fjórum árum og gefur kost á sér áfram í fyrsta sæti. Sjá nánar um stefnu og reynslu á
www.stefanjon.co.is
Samfylkingin efnir til opins prófkjörs í febrúar. Sjá nánar á samfylking.is
og www.sffr.is sem er heimasíða Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Stefán Jón Hafstein
he
gg
s@
si
m
ne
t.
is