Fréttablaðið - 02.01.2006, Page 18

Fréttablaðið - 02.01.2006, Page 18
18 2. janúar 2006 MÁNUDAGUR MYNDIR ÁRSINS 2005 MÁLUÐU BÆINN BLEIKAN Konur minntu á að þær eru ekki best geymdar bak við eldavélina þegar þær lögðu niður störf í október og fjölmenntu í tugþúsunda tali niður í miðbæ og létu í sér heyra. FRÉTTABLAÐIÐ/ HEIÐA UNGUR NEMUR GAMALL TEMUR Fylgismenn Múhameðs spámanns er víða að finna og líka í Ármúlanum. Þar eiga múslimar á Íslandi sér samastað og koma þar saman til bænahalds að sínum sið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AÐ VERA EÐA EKKI VERA ... FORMAÐUR Svilfólkið og samherjarnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tókust á um for- mannsstól Samfylkingarinnar á árinu eftir einhverja lengstu kosningabaráttu sem um getur. Ingibjörg Sólrún stóð uppi sem öruggur sigurvegari en Össur tók tapinu með reisn og gerðist ötull bloggari í kjölfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI SJÓSLYS Á VIÐEYJARSUNDI Hörmulegt sjólys varð á Viðeyjarsundi í sept- ember þegar skemmtibátur steytti á skeri að næturlagi með þeim afleiðing- um að tvennt fórst en þrennt komst af meira og minna slasað. Rannsókn leiddi í ljós að skipstjórinn var ölvaður við stjórn bátsins. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR BAUGSMENN Í FJÖLMIÐLAFÁRI Baugsmál voru ofarlega á baugi síðari hluta ársins eftir að ríkissaksóknari birti Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forsvars- mönnum fyrirtækisins ákærur í 40 liðum fyrir margs konar fjármálamisferli. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði 32 liðum málsins frá vegna vanreifunar en átta liðir standa eftir og bíða meðferðar fyrir dómstólum. Þá er alls ekki útilokað að saksóknaraembættið höfði nýtt mál á hendur stjórnendum Baugs en sérstakur saksóknari hefur málið til skoðunar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL EIÐUR FYLGDI HJARTANU Eggert Skúlason hjólaði hringveginn til styrktar samtökunum Hjartaheill í sumar. Eiður Smári Guðjohnsen hjólaði fyrsta spölinn með honum í júníbyrjun og aðdáendurnir létu sig vitaskuld ekki vanta. HIN NÝJA ÁSÝND FRAMSÓKNAR Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt með pomp og prakt í febrúar þar sem gildum fjölmenningarsamfélagsins var hampað í hvívetna og munu ófáir framsóknarmenn hafa skráð sig á magadansnámskeið í Kramhúsinu eftir að boðið var upp á slíka sýningu á þinginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.